Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Kagnarsson
Spilaði 7 hjörtu og
fékk engan slag
UMSJÓNARMAÐUR þáttarins hefír
spilað sér til ánægju keppnisbrids í
liðlega 30 ár með misjöfnum árangri.
Sl. miðvikudag var tekið svo ærlega
í hnakkadrambið á honum að tilefni
er til þess að segja þá sögu.
Verið er að spila meistaramót
Bridsfélagsins Munins í tvímenningi
og var fyrsta kvöldið sl. miðvikudags-
kvöld. Félagi minn vakti á tveimur
tíglum sem þýddi eitt af þrennu:
Annar háliturinn (hindrun), sterk
spil annaðhvort jafnskipt eða þriggja
lita hendi.
Andstæðingurinn mér á hægri hönd
spurðist fyrir um sögn félaga míns
og sagði síðan nokkuð hratt og örugg-
lega 7 tígla. Nú var komið að mér.
Eg var með spaðaásinn fjórða, gosá
annan í hjarta, gosa þriðja í tígli og
fjóra laufahunda. Nú, við vorum utan
hættu en andstæðingarnir á hættu
þannig að ég taldi okkur mega vera
8 niður sem gæfí andstæðingunum
2.100 í skor á móti 2.140 fyrir 7 tígla.
Eftir að hafa farið gaumgæfilega
yfir stöðuna sagði ég 7 hjörtu sem
andstæðingurinn mér á vinstri hönd
doblaði samstundis og við það sat.
Skemmst er frá því að segja að
ég fékk engan slag því andstæðingur
minn mér á hægr hönd tók af mér
trompin og lagði upp og sagðist eiga
alla slagina. Hann átti 3 efstu sjöttu
í hjarta, 3 efstu sjöttu í tígli og laufa
ásinn.
Brosandi skrifaði ég 3.500 í dálk
andstæðinganna og fór yfir máltækið
okkar góða. Mikið er brids skemmti-
legt spil.
Bridsdeild Rangæinga
og Breidholts
Að loknum átta umferðum er staða
efstu sveita þessi:
Alfreð Þ. Alfreðsson 160
Steindór Guðmundsson 156
KGB 145
Sérsveitin 130
Friðrik Jónsson 129
Frá Skagfirðingum og
Bridsfélagi kvenna í Reykjavík
Eftir sex umferðir í aðalsveita-
keppni nýs félagsskapar á þriðjudög-
um er staða efstu sveita orðin þessi:
Sv. Guðlaugs Sveinssonar .127
Sv. Lárusar Hermannss. 106
Sv. Dúu Ólafsdóttur 103
Sv. Vina 102
Sv. Öldu Hansen 99
Sv. Höllu Ólafsdóttur 97
Spilamennsku verður framhaldið
næsta þriðjudag.
Afmælismótið
sunnudaginn 3. mars
Minnt er á skráninguna í afmæl-
ismót Lárusar Hermannssonar, sem
spilað verður sunnudaginn 3. mars nk.
Skráning fer vel af stað, en lokað
verður við ca. 40 pör. Spilað um silf-
urstig auk góðra verðlauna. Skrán-
ingu annast Ólafur Lárusson í s.
551-6538.
Bridsfélag Kópavogs
Staðan eftir átta umferðir í aðal-
sveitakeppni félagsins:
Vinir 158
Ragnar Jónsson 155
Landssveitin 136
Sigrún Pétursdóttir 129
KGB og félagar 126
Bridsfélag byrjenda
Sl. mánudagskvöld hófst starfsem-
in að nýju eftir nokkurt hlé. Níu pör
mættu og var spilaður hovell tví-
menningur. Það vakti athygli að ell-
efu ára gamall drengur, Andri M.
Bergþórsson, mætti og spilaði við
föður sinn, stóð hann sig með mikilli
prýði. Það verður spilað nk. mánu-
dagskvöld og eru spilarar sem eru
að spila í heimahúsum og á vinnustöð-
um hvattir til að mæta. Annars urðu
úrslitin síðast þannig:
Davíð Guðnason - Hlynur Jakobsson 121
Jón Baldvinsson - Jón Hilraarsson 120
Agnar Guðjónsson - Markús Olafsson 118
Benjamín Gunnarsson - Ásdís Matthíasdóttir 109
Eggert Kristinsson - Kristjana Halldórsdóttir 108
P.s. Það er nóg að mæta á staðinn
en spilamennska hefst kl. 7.30.
NÁMUSTYRKIR
Landsbanki Islands auglýsir nú sjöunda árið
í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki.
Veittir verða 7 styrkir.
Einungis þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI,
námsmannaþjónustu Landsbanka íslands,
fyrir 15. mars 1996 eiga rétt á að sækja um styrk
vegna þessa námsárs.
Hver styrkur er að upphæð 175 þúsund krónur.
Styrkirnir verða afhentir NÁMU-félögum í apríl 1996
og þeir verða veittir samkvæmt eftirfarandi flokkun:
• 2 styrkir til háskólanáms á íslandi,
• 2 styrkir. til náms við framhaldsskóla á íslandi,
• 2 styrkir til framhaldsnáms erlendis,
• 1 styrkur til listnáms.
Umsóknum er tilgreini nafn, heimilisfang, kennitölu,
námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform
skal skilað til Landsbanka íslands eigi síðar en
15. mars næstkomandi.
|
Umsóknir sendist til:
Landsbanki íslands, Markaðssvið
b.t. Berglindar Þórhallsdóttur
Bankastræti 7, 155 Reykjavík
N ■ Á ■ M ■ A • N
SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 B 11
eð Trimform hetur náðst
mjög góður árangur til
grenningar, alit að 10 sm
grennra mitti eftir tíu tíma
meðhöndlun. í baráttunni við
(Jellullte" (appelsínuhúð)
helur náðst mjög góður
árangur með Trimlorm.
rimform er mjög gott
til þess að pjálfa upp
alla vöðva líkamans, s.s.
magavöðva, læri, hand-
leggsvöðva o.n.
/ Við bjóðum ókeypis
prufutíma. Komið og prófið
því þið sjáíð árangur strax.
Bnnig höfum við náð mjög góðum árangri við
vöðvabólgu og þvagleka. Við erum lærðar í
rafnuddi. Hríngið og fáið nánari upplýsingar
um Trimform í síma i5S Sfc 8.
TRIMFORM
Berglindar
Attl! flpie frá
W. C7.3O-2S.Q0 ;
' afc vlrka slaga.
Grensásvegl 50, síml 553 3818.
^fllarrison
uikitjíkiSYDNEY POLLACK
BRÁÐSKEMMTILEG,
LJÚF, HRESSILEG OG
ÓVÆNT GAMANMYND.
Háskölabíð