Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ „Já, pg það dugði ekki sólarhring- urinn. Ég svaf sama og ekkert og lét svo sem ekki á því bera. Líklega hlakkaði ég meira til jólanna en nokk- ur annar Islendingur." Uppruni - æskuár Þar var komið í spjalli okkar Magn- úsar að honum varð tíðrætt um bemskuárin, atvik og uppátæki: „Ég er fæddur á Siglufirði árið 1946. Móðir mín, afi Guðjón og amma Magnúsína bjuggu þar. Ég var þar sem vöggubam. Foreidrar mínir fundu sér samastað hér í Reykjavík hjá ömmu minni Guðrúnu sem bjó á Spítalastígnum. Þar vorum við um tíma en ég ólst upp í vesturbænum, á Vesturgötunni, og man vel eftir Pétri Hoffmann og ruslahaugunum við Selsvörina. Maður hljóp oft undan honum á bamsaldri eftir að hafa ver- ið að gramsa í haugunum þar sem hann ríkti sem kóngur í ríki sínu. Síðan fluttum við á Háteigsveginn. Foreldrar mínir keyptu þar timburhús í næsta nágrenni við kampinn sem þar stóð, braggahverfi frá stríðsár- unum. Ég var þama í Austurbæjar- bamaskólanum þar til við flytjum í Laugamesið. Þar kynntist ég ungur drengur mjög skemmtilegu fólki. Þar var Laugarneskampurinn og þar var Siggi Ólafs stórbóndi og stórsöngv- ari. Þetta var mitt umhverfi þar til ég fór að heiman og kynntist kon- unni minni. Þar ólumst við systkinin upp. Ég á tvær systur, Huldu Karen og Elísabetu. Ég var í Laugarnes- skóla og stöðugt með grín og glens og varð oft að áminna mig í tímum. Ég hafði gaman af að gera at og var fjörugur strákur. Þar sem Sláturfélagið var áður til húsa og þar sem listamiðstöð er ætlað að vera þar var knattspymuvöllur og þar vomm við drengimir allar stund- ir. Það var mikið farið í bíó. Það kost- aði tvær og fimmtíu í almenn og fimm krónur í betri sæti í Austurbæjarbíói og ég sá sömu myndimar margoft. Maður fór í biðröð klukkan tólf á hádegi og með hasarblöðin og seldi og skipti. Það var opnað klukkan eitt. Þá vom aðalbíóin Hafnarbíó, Austur- bæjarbíó og Stjömubíó og við höfðum auðvitað gaman af Roy Rogers og Chaplin. Þessi stemning var rifjuð upp í Bíódögum Friðriks Þórs og tókst frábærlega. Þarna í Laugarneshverfinu bjó Ævar Kvaran leikari. Ég var fímmt- án ára þegar ég sótti um að komast í leiklistarskóla hans en hann taldi mig alltof ungan en efnilegan. Ég hafði þá þegar mikinn áhuga á leikl- ist og var frægur fyrir það í hverfínu að vera með bíó í kjallaranum heima þar sem foreldrar mínir vom með geymslu og kallaði bíóið Magnúsar- bíó. Þama seldi ég miða á eina krónu og bjó til miðana sjálfur. Bíóið var mjög vinsælt og oftast fullt út úr dyrum. Ég var þarna með handsnúna vél og sýndi aðallega teiknimyndir sem ég fékk í sendiráðum. Fjöldi manna er ólust þarna upp hefur á síðari árum verið að rifja þetta upp þegar ég var með Magnúsarbíó. Þarna fékk ég gífurlega kvikmynda- 'dellu og leikhúsdellu." Fyrstu sporin á leiksviði Þegar Magnús Ólafsson segir frá er það ekki gert með hangandi hendi eða af áhugaleysi. Hann leggur áherslu á orð sín nánast með öllum líkamanum. Hendurnar eru á hreyf- ingu, hann hlær og gerir að gamni sínu: „Það fór nú svo að lokum að ég fór í leiklistarskóla Ævars Kvaran og var þar þijá vetur. Hann sendi þá nemendur sem þóttu frambærileg- ir í Þjóðleikhúsið sem statista. Eg var kominn á_ fjalir Þjóðleikhússins fimmtán ára. Ég lék í My Fair Lady, Pétri Gaut, Andorra og lék þar her- mann og fór með Þjóðleikhúsinu í leikför um landið með Andorra og lék ýmis hlutverk. Á þessum árum um miðjan sjöunda áratuginn lauk ég prentnámi. Ég hafði ekki mikinn áhuga á prentverkinu í þá daga. Leikhúsið var mitt líf. Það er svo nokkru síðar að mér var boðið hlut- verk hjá Grímu sem var framsækið tilraunaleikhús og kom nokkuð við sögu. Guðmundur Steinsson og Kristbjörg Kjeld settu upp Fóstur- mold eftir Guðmund og þar var ég í hlutverki. Ég gat því miður ekki þegið það að vera með í öðru leikriti sem sett var upp i Tjarnarbíói SLEGIÐ í gegn í Þorláki þreytta í Kópavogi. bað hann um að sýna örlitla biðlund og koma síðar um kvöldið, hann væri í blaðaviðtali. Viðskiptavinurinn tók því vel og kvaddi. Við héldum áfram þar _sem frá var horfíð: „Ég er lærður prentari. Það var nú þannig að þegar Þorsteinn Pálsson var að skrifa Staksteina hér um árið og var blaðamaður á Morgunblaðinu kynntumst við talsvert. Þegar Dag- blaðið varð til var honum boðið að gerast ritstjóri á Vísi. Svo er allt í einu hringt af Vísi þegar Þorsteinn er orðinn ritstjóri og spurt hvort ég hafí ekki áhuga á að koma til starfa sem útlitsteiknari. Það vantaði þar mann. Ég var oft búinn að hugsa mér til hreyfings og var orðinn svolít- ið þreyttur á þessari vaktavinnu sem ég var búinn að vera í í rúman ára- tug. Ég gat ekki sinnt einu eða neinu, hvorki íþróttum né öðru. Hafði þá spilað með FH í handbolta og verið í marki en það gekk varla upp og ég lenti í veseni út af því. Ég ákvað því að breyta til. Hætta á Morgunblaðinu þar sem ég hafði verið í tíu ár. Það voru margir hissa að ég skyldi hætta í góðu starfí á Morgunblaðinu. Þetta er árunum í kringum 1975-76. Ég réði mig á Vísi við útlitshönnun og sem útlitsteiknari. Auðvitað kom öll þessi reynsla sér vel. Ég er búinn að ganga í gegnum miklar breytingar í prentverkinu. Alveg frá blýinu eins og var á Mogganum í gamla daga og þegar blaðið var að breyta til yfír í offsetið og fór í gegnum þessa þró- un og lærði mikið á því.“ Síminn hringdi og Magnús gekk frá viðskipt- um varðandi auglýsingar. Hann hélt síðan áfram að segja frá fyrirtækinu: „Ég byijaði hér í sjónvarpsauglýs- ingum og blaðaauglýsingum og síðan fór ég meira að vinna í prentverkinu sem slíku og hönnun með nýjum vél- um. Þetta er mitt aðalstarf þó svo að líti út fyrir að það sem snýr út á við sé mitt aðalstarf. Núna í nóvember og desember hef ég verið að leika í Borgarleikhúsinu í Við borgum ekki og í íslensku mafíunni og einnig var ég með í áramótaskaupi sjónvarpsins og að vinna hér. Þú getur rétt ímynd- að þér álagið. Það var alltof mikið. Ég var orðinn alveg útkeyrður." Magn- ús var alvarlegur á svip þegar hann rifjaði upp þessa daga í svartasta skammdeginu og horfði út um glugga á rigningardropa falla til jarðar: og í kvikmyndum og var einnig með í Sumargleðinni er skemmti lands- mönnum um árabil. Ólafur Ormsson ræddi við Magnús um leiklistina og sitthvað fleira og leitar álits samstarfs- manns Magnúsar úr skemmtanabrans- anum um árabil og leikstjóra á ferli hans á sviði og í kvikmyndum. Morgunblaðið/Kristinn Ævintýri líkast Magnús Ólafsson er náttúrubam í leik- listinni. Hann hefur leikið á leiksviði MAGNÚS Ólafsson hef- ur lengi kitlað hlát- urtaugar lands- manna. Hann er þekktur gamanleikari en bregður sér stundum í alvarlegri hlutverk og hefur skapað ógleyman- legar persónur og því tilvalið að for- vitnast um manninn á bak við hin mörgu hlutverk frá liðnum árum bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Magnús Ólafsson er titlaður útlits- teiknari í símaskrá. Hann er með af- brigðum fjölhæfur og getur nánast brugðið sér í allra kvikinda gervi og ég taldi víst að um væri að ræða hinn eina og sanna Magnús Ólafsson leik- ara og spaugara og hafði samband við hann í síma: „Jú, jú. Viðtal. Ég er alveg tii í það,“ sagði hann glaðlega og hló þeg- ar ég bar upp erindið. Við ákváðum að hittast mánudags- kvöld seint í janúarmánuði. Auk þess að vera á fjölum leikhússins og að leika í kvikmyndum rekur Magnús Auglýsingastofu Magnúsar Ólafsson- ar er annast útlitsteiknun, hönnun og fílmugerð og er til húsa í fyrir- tækjahúsnæði á Austurstönd 10 á Seltjamamesi. Þar er einnig starf- rækt prentverk Ólafs Karlssonar, föð- ur Magnúsar, og þeir feðgar hafa átt náið samstarf um reksturinn síðastlið- in ár. Magnús Ólafsson er sannarlega í góðu formi og ber aldurinn vel. Hann verður fímmtugur á árinu. Hann er hávaxinn og þrekinn, með svolitla ístm, Ijósskolhærður og ávallt stutt í brosið. ' Þegar ég kom í fyrirtæki þeirra feðga um kvöldmatarleytið veitti ég því athygli að þar var allt mjög snyrti- legt og hélt í fyrstu að ég hefði villst og óvart stigið fæti inn á tannlækna- stofu. Tvær prentvélar og ýmiss kon- ar umbúðapappír er þar innan dyra og Magnús Ólafsson var í hliðarher- bergi og þá var ljóst að ég var á rétt- um stað. Magnús var að vinna við tölvu og mitt í önnum dagsins gaf hann sér tíma til að spjalla við mig og gerði grein fyrir sögu fyrirtækisins og uppruna. Hann var klæddur ljósum stuttermabol og dökkbláum buxum og hafði greinilega gaman af að rifja upp ýmislegt forvitnilegt á viðburða- ríkri ævi frá sjónarhomi manns sem sér hið spaugilega í fari samferðar- manna og ekki síður sjálfs sín. Þann- ig gleðigjafar auka bjartsýni og em ómissandi í erli dagsins og brauðstriti: „Pabbi keypti þetta húsnæði fyrir um það bil tíu ámm og íbúð héma upp og er nú fluttur þaðan. Þetta húsnæði ætlaði hann að nota fyrir sjálfan sig og litla prentvél sem hann átti. Ég var að hætta á Dagblaðinu fyrir átta ámm og ætlaði að fara gera eitthvað allt annað en að fara í prentið. Ég var búinn að vera hjá Morgunblaðinu í tíu ár og Dagblaðinu í önnur tíu og það var auðvitað kom- ið alveg nóg. Hann var nýbúinn að eignast húsnæðið og sýndi mér að- stæður og sagðist ætla að leigja helm- inginn af því fyrir sjoppu og ætla að hafa hinn helminginn fyrir sjálfan sig. Hann frétti að ég væri hættur á Dagblaðinu og spurði hvort ég vildi ekki vera með og athuga hvort við gætum ekki unnið saman. Það hefur verið sagt að feðgar eigi erfítt með að vinna saman, séu of líkir. Þetta hefur alit gengið vel síðan við hófum samstarf. Það hefur ekki verið uppi neinn ágreiningur að heitið geti. Sam- starfíð hefur staðið í átta ár. Við prentum hér allt sem hægt er að prenta, blöð, tímarit, nótur, reikninga, bæklinga. Ég sé um að hanna og undirbúa og er það sem kallað er prentsmiður í dag, útlitshönnuður eins og stendur í símaskránni og enginn veit hver er,“ sagði Magnús og hló og hélt síðan áfram að gera grein fyrir fyrirtækinu: „Ég kem þessu á offsetplötur og hann tekur við því og prentar. Þetta er svona lítið fyrirtæki. Mamma, Rósa Fjóla Guðjónsdóttir, er prentsmiðju- stjóri og heldur hér öllu hreinu. Þegar komið er inn í venjulega prentsmiðju er allt í skít og drullu. Eins og þú sérð þá er hér ólíku saman að jafna. Vélarnar eru sem nýjar. Það er varla rykkom að fínna hér innan dyra. Þeir sem koma hingað hafa orð á því hvað allt sé hreint og snyrtilegt og fara stundum úr skónum hér í anddyr- inu.“ Og í sömu andránni var bankað á útidyrahurð. Magnús gekk til dyra og opnaði og þá var þar kominn einn af helstu viðskiptavinum fyrirtækisins og kominn úr öðrum skónum. Magnús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.