Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ! ATVINNU Tölvunarfræðingur/ kerfisfræðingur Eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins leitar eftir tölvunarfræðingi/kerfisfræðingi ístöðu deild- arstjóra tölvudeildar. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á AS/400 umhverfinu. Þekking á Novell netkerfum er kostur. Góð enskukunnátta er skilyrði. í boði er spennandi og krefjandi starf, sem býður upp á mikla möguleika. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „TK - 4002“. nJ Tómstunda- og íþróttastarf Auglýst er eftir fangaverði við fangelsið Litla- Hrauni er m.a. sér um tómstunda- og íþrótta- starf ífangelsinu. Um nýtt starf er að ræða. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 20-40 ára og hafa reynslu og/eða menntun í tómstunda- og íþróttastörfum auk áhuga á að starfa náið með föngum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt sakavottorði, sendist Fangelsismálastofnun, Borgartúni 7, Reykja- vík, fyrir 11. mars nk. Ráðning verður eftir samkomulagi. Fangelsismálastofnun ríkisins, 7. febrúar 1996. SjUKRAHUS REYKjAVÍKUR Stöður fyrir 14 deildarlækna á 2. ári í blokkarkerfi Sjúkrahúss Reykjavíkur eru lausar til umsóknar. Stöðurnar eru ætlaðar læknum sem nýlega hafa lokið læknanámi. Um er að ræða ársstöður sem veitast frá 01.07.96 eða eftir samkomulagi. Hver deild- arlæknir starfar á a.m.k. 2 eftirtalinna deilda: Augndeild (1) Barnadeild (3) Geðdeild (2) Háls-, nef- og eyrnadeild (1) Röntgendeild (1) Slysadeild (2) Svæfinga- og gjörgæsludeild (2) Taugasjúkdómadeild (1) Öldrunarlækningadeild (1) Umsóknarfrestur er til 01.04.96. Nánari upplýsingar veitir Steinn Jónsson, kennslustjóri, í síma 525-1000/1584. Viðgerðarmenn Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hval- fjarðargöng óskum við að ráða menn vana viðgerðum á þungavinnuvélum. Upplýsingar í síma 562 2700. ÍSTAK Bakarf Samviskusöm, rösk og snyrtileg manneskja óskast nú þegar til afgreiðslustarfa í bakaríi. Vinnutími kl. 10.00 til 18.30 ásamt nokkurri helgarvinnu. Umsóknum óskast skilað á afgreiðslu Mbl., merktum: „Rösk - 510“, fyrir 14. febrúar. Öllum umsóknum verður svarað. Norska 19 ára stúlku langar að kynnast íslandi og gerast „au pair“. Hefur próf úr framhaldsskóla og reynslu af barnapössun, heimilisstörfum og afgreiðslustörfum. Meðmæli. Bente Wollum, Fáset, N-2500 Tynset, Noregi. Ljósritunarvéla- viðgerðir Óskum eftir að ráða til starfa sem fyrst mann, helst vanan viðhaldi á Ijósritunarvélum og öðrum skrifstofutækjum. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 15. febrúar, merkt: „Vanur - 15946“. Skrifvélin hf. Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki. Röntgentæknir óskast til afleysinga í sumar. Upplýsingar um kjör gefur deildarröntgen- tæknir í síma 455 4014. Meinatæknir óskast til afleysinga í sumar - einnig óskast meinatæknir til afleysinga í eitt ár frá ágúst 1996. Upplýsingar um kjör gefur yfirmeinatæknir í síma 455 4013. Sölumennska Snyrtivöruheildverslun óskar eftir að ráða starfsmann í sölu. Vinnutími frá kl. 9-13 mánudaga til föstudaga. Skilyrði að geta unnið sjálfstætt og hafa góða framkomu. Æskilegur kostur að vera snyrtifræðingur en ekki nauðsynlegur. Umsóknum skal skilað inn til afgreiðslu Mbl. fyrir 17. febrúar, merktum: „G - 503.“ Atvinna óskast Rúmlega tvítugur karlmaður óskar eftir vinnu. Stúdentspróf og reynsla í ferðaþjón- ustu, sölu- og skrifstofustörfum. Getur byrjað strax. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í símum 565 8918 eða 487 4635. Ritari Tveir læknar í Domus Medica óska eftir rit- ara í hálft starf. Nánari upplýsingar hjá Brynju í síma 563 1037 eftir hádegi. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Sigurði Jónssyni, lækni, Domus Medica, fyrir 1. mars. Skóviðgerðir Maður, vanur skóviðgerðum, óskast til starfa á skóvinnustofu í Reykjavík (laghentur kemur til greina.) Umsóknir, með upplýsingum um aldur og fyrri störf, sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 16. febrú- ar, merktar: „Röskur". Fullum trúnaði heitið. Atvinna óskast Matvæla- og líffræðingur óskar eftir að fá að nýta menntun sína. Tölvuvinna, erlend tungumál, almenn efnafræði og lífefnafræði eru örvun frekar en hindrun. Svör sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „ML-47". Rafvirki/vélvirki eða einstaklingur vanur viðgerðum (heimilistækja) Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu leitar að einstaklingi í framtíðarstarf við ýmis konar viðgerðir og afgreiðslustörf. Snyrtimennska og glaðleg framkoma nauðsynleg. Umsókn með upplýsingum um menntun, ald- ur og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 15. febrúar merkt: „N - 96“. Fullum trúnaði heitið. RADA UGL YSINGAR ATVINNUHUSNÆÐI Domus Medica Til leigu nýtt 75 fm húsnæði á jarðhæð við hlið Skóbúðar Steinars Waage. Leigist fyrir heilbrigðisstéttir eða skyldan rekstur. Upplýsíngar veitir fasteignasalan Ásbyrgi, sími 568 2444. Listhús f Laugardal Til leigu glæsilegur salur sem leigður verður til lengri eða skemmri tíma. Hentar t.d. fyrir myndlistarsýningar, kynningarstarfsemi o.fl. Upplýsingar í síma 562 2991 á skrifstofutíma og í síma 893 4628 á kvöldin og um helgar. Atvinnuhúsnæði óskast til kaups eða leigu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, 150-300 fm. Stórar innkeyrsludyr. Góð lofthæð. Upplýsingar eru gefnar f síma 565 7470, farsíma 893 2636. Verslunarhúsnæði óskast við Laugaveg Traust iðnfyrirtæki óskar eftir verslunarhús- næði til leigu við Laugaveg. Æskileg stærð 80-120 fm. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga hjá Berglindi Ólafsdóttur í síma 561-0060. Til leigu við Suðurlandsbraut, mjög gott skrifstofu- húsnaeði sem skiptist t.d. í 60, 120, og 150 fm stærðir og verður innréttað að óskum leigutaka. Upplýsingar í síma 562 2991 á skrifstofutíma og í síma 893 4628 á kvöldin og um helgar. „Frábær staðsetning11 Sjö skrifstofuherbergi frá 12-30 fm til leigu á Bíldshöfða 18. Mjög góð og aðlaðandi sameiginleg aðstaða, fundarherbergí og öryggiskerfi. Upplýsingar veitir Haraldur í síma 568-4144. -f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.