Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 B 17 líkkistulokið: Hann var fyrirtaksmaður stjettar sinnar: vitur, stjórnsamur, tjett- látur, árvakur embættismaður, ástríkur faðir, ræktarfullur ekta- maki, einlægur, tryggur, ráðholl- ur vinur, staðfestu- og stillingar- maður í öllu ráðlagi. Hann dó 23. dag júnímánaðar 1846. En menj- ar hans og minning mun leingi lifa í verðskulduðum heiðri. S.N. Á öðrum stað stendur um Blön- dal: „.. . Yfirhöfuð var maðurinn mikið þekkilegur, fríður og fyrir- mannlegur, framgángan og látæðið jók þar líka á, sem jafnan var stillt og siðsamlegt. Rómurinn var fullur og skemmtilegur, og teljast mátti hann með betri saungmönnum, bæði hvað rómsæld og lagsæld snerti. Málfærið var sjerlega lið- ugt, og ... í viðræðum, ritum og öllu háttalagi tilgerðarlaus, jafn og einlægur ... og hófsemdarmaður um alla hluti, seint og snemma æfi sinnar.“ Geri aðrir betur. Skyldu þeir Egill og Snorri fá jafngóð eftir- mæli. Vonandi. í gamla daga talaði fólk ekki svona. Samtöl og orðbragð í mynd- inni Agnesi eru ekki sæmandi nein- um handritshöfundi: „Helvítið þitt þarna! Djöfulsins, andskotans og tíkin þín!“ Á þessum árum talaði fólk iðulega saman í hálfkveðnum vísum og meira að segja Skáld- Rósa kvað vísu til Agnesar eftir að hún hafði drepið Natan: Undrast þarft ei, baugabrú, þó beiskrar kennir pínu: Hefur burtu hrifsað þú helft af lífí mínu. Agnes svarar jafnskjótt: Er mín klára ósk til þín, angurs tárum bundin: Yfðu ei sárin sollin mín, sóiar báru hrundin. Sorg ei minnar sálar herð! Seka Drottinn náðar, af því Jesús eitt fyrir verð okkur keypti báðar. Hugsa sér allan þann efnivið sem Snorri og Egill höfðu úr að moða við gerð myndarinnar. Ekkert varð þeim að gagni. Kalla þessir menn sig kvikmyndagerðarmenn, jú kannski, en ég hélt að það væri á allra vitorði að íslenzkar kvikmynd- ir kolféllu alltaf á handritinu og dróst víst í ein tvö ár að veita herra- mönnunum sem hér um ræðir styrk. Handritið er einskis virði að mínu mati og verra en ekkert eins og fyrr segir. Þögla mynd takk! Eins hefðu þeir getað notað draum- speki allra helztu persónanna í myndinni. Agnesi dreymdi stór- merkilega drauma fyrir örlögum sínum, sömuleiðis Natan vissi ná- kvæmlega upp á dag að hann yrði veginn af mönnum. Svo hefði verið glæsilegt að nota atriðið þegar Natan stendur upp eftir rotið og þekkir þá ekki Agnesi og Friðrik en er með óráði og talar um að hann þurfi að borga Worm Beck peningana til baka, hugsa sér, á dauðastundinni er hann að hugsa um sjúkling sinn sem hann ætlaði að vitja daginn eftir og bjarga frá dauða en hafði sennilega tekið fyr- irframborgað. Þetta kalla ég samvizku og hetjulund. Því fékk Natan ekki að njóta sannmælis fyrst þið voruð að nefna hann á nafn á annað borð? Löðrungur þijú: Eru menn að flýta sér? Af hveiju fer myndin svona hratt? Ég náði aldrei neinum tengslum við söguþráðinn, var hann einhver? Myndin þaut áfram á amerískum hraða eins og fyrr segir. Ekki eitt augnablik var hægt að halla sér aftur í sætinu og lifa sig inn í líf fólksins. Heyra það tala saman, reyna að skilja aðstæð- ur þess og fyllast samúð og öðrum æskilegum einleikum. Meira að segja brúðkaupsveizlan flaug hjá. Gaman hefði verið að gaumgæfa gesti og alla leikarana örlítið betur og lengur. Horfa á bíó í friði, ró og næði smástund. Nei, brunað var áfram. Hratt hratt sagði fuglinn og myndin rann sitt skeið á enda og ég í roti undir sætinu. Rothöggið. Dónaskapur í öðru hvetju skoti. Fólk í annarlegum stellingum og óviðeigandi athöfn- um miðað við atburðarás. Þvílíkt blygðunarleysi. Leikurunum er vissulega vorkunn að láta hafa sig út í siðleysi á almannafæri. Því var ekki höfð dulúð og rómantík í anda gömlu daganna. Það hefði verið trúverðugra og ánægjulegra. Og það sem ég vildi sagt hafa frá upp- hafi er að sjálf hefði ég treyst mér til að, með smátilfæringum hér og þar, gera óborganlega gamanmynd úr þessari samsuðu sem þó var á borð borin á kvikmyndatjaldinu. Skopstæling á harmsögulegu efni. Þegar Egill Ólafsson, sýslumaður- inn, skaut með byssu beint upp í loftið á tröppunum heima hjá sér hélt ég að nú væri ég stödd í frum- legri grínmynd. Monty Python tvö eða álíka. Sýslumannsbústaðurinn var eins og úr pappa, það sást greinilega. Gat rétt eins verið teikn- aður á léreftið. Ég hló og hló þeg- ar vatnsmyllan kom í ljós í fjörunni og þegar blái kjóllinn með blúnd- unni lifði skyndilega sjálfstæðu lífi og stúlkan hrokkinhærð sem í hon- um var I byijun hvarf bara si sona ... svo kom önnur stúlka og var komin í kjólinn og þetta var eitt- hvert atriði sem kitlaði svo hlátur- taugarnar í þessari bráðskemmti- legu gamanmynd sem náði há- marki sínu þegar Natan sat eins og lítill svona fimm ára strákur á steini... og það sást í axlaböndin, þau sneru öfugt, krossinn var á maganum ... aðalkrúxið! Höfundur er skrúðgarðyrkju- fræðingur. KYNNINGARVERÐ Fagor FE-624 ný gerö, einstaklega einföld í notkun. Vlnduhraöl: 650 sn/mín. Stærö: fyrlr 5 kg Hæö: 85 cm Bréldd: 60cm t~‘ Dýpt: 60 cm > FAGOR FE-624 Staögreltt kr. 39.900- RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 562 40 1 1 Húsnæðisstofnun ríkisins auglýsir hér með til umsóknar LÁN OG STYRKI til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði, skv. heimild í lögum nr. 97/1993 Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Við mat á verkefnum sem berast verður haft að leiðarljósi að þau stuðli að: ■ Framþróun í byggingariðnaði og/cða tengdum atvinnugreinum. ■ Aukinni framleiðni í byggingarstarfsemi. ■ Lækkandi byggingarkostnaði. ■ Betri húsakosti. ■ Aukinni þekkingu á húsnæðis- og byggingarmálum. ■ Tryggari og betri veðum fyrir fasteignaveðlánum. ■ Almennum framförum við íbúðarbyggingar, bæði í hönnun, framkvæmdum og rekstri. ■ Endurbótum á eldri húsakosti. Athugið: Ekki verða veitt lán eða styrkirtil verkefna sem miða að innflutningi eða sölu á erlendum byggingarvörum, né heldur sölu á byggingarvarningi hérlendis. Urnsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, sími 569 6900 og Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. C^G HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ - vinnur að velferð i þágu þjóðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.