Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.02.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 B 13 FRÉTTIR Þjófarnir fengu sér tesopa Auckland. Reuter. INNBROTSÞJÓFAR sem brutu sér leið í gegnum fimm veggi til að geta rænt skartgripaverslun voru svo sannfærðir um að þeir yrðu ekki staðnir að verki að þeir tóku sér hlé og fengu sér tesopa. Þjófarnir brutust inn í fimm verslanir í Auckland á Nýja-Sjá- landi og komust á brott með skart- gripi og úr. Þýfið er metið á um 14 milljónir króna. Að sögn lögreglu í Auckland þurftu þjófarnir að bijótast í gegn- um fimm veggi til að komast að skartgripaversluninni. „Þeir brutu gat á vegginn sem var nógu stórt til að fullvaxinn maður gæti þar gengið í gegn. Svo virðist sem þeir hafi talið við hæfi að fá sér hressingu er verkið var um það bil hálfnað vegna þess að þeir fengu sér tebolla í einni verslun- inni,“ sagði talsmaður lögreglu. Lögreglan hefur hvatt hvern þann sem taldi sig verða varan við dullarfullar mannaferðir á aðfarar- nótt fimmtudags að gefa sig fram. Þá hafa þeir sem kunna að hafa séð til manna sem sýnilega höfðu staðið í múrbroti á þessum slóðum verið beðnir um að hafa samband við lögreglu. ------» ♦ » Engir bílar, ekkert þinghald Colombo. Reuter. STJÓRNARANDSTAÐAN á Sri Lanka ákvað að taka ekki þátt í setningu þings á föstudag vegna þess að þingheimi var bannað að mæta til athafnarinnar á bílum sínum. „Sameinaði þjó,ðarflokkurinn“ en svo nefnast helstu samtök stjórnarandstöðunnar, samþykkti að „fordæma með öllu þá einhliða ákvörðun að þvinga þingmenn til að yfirgefa ökutæki sín í nágrenni við byggingar þingsins og ferðast þaðan til þingsetningar í almenn- ingsvagni," eins og sagði í yfirlýs- ingu flokksins. „Rétturinn til fijáls og óhefts aðgangs er ein af grund- vallarkennisetningum þingsins og sjálft þingræðið hvílir á þessari stoð,“ bættu flokksmenn við. Skálmöld hefur lengi ríkt á Sri Lanka og var sú ákvörðun að flytja þingmenn til þingsetningar í al- menningsvögnum liður í hertri ör- yggisgæslu í ColombQ. Þingið hef- ur aðsetur á eyju sem gerð er af mannahöndum til að unnt sé að fylgjast grannt með ferðum fólks þar í nágrenninu og tryggja öryggi kjörinna fulltrúa almennings. ...faessum fylgir ríflegur afslátiur... .. ag fú fcerá hann í Bónus Radi íó 18 tíma biðstaða 1 lelst. bleðslutími 100 mínútna stöðugt tal EnJurval á 5 síðustu númer Símasbrá með 60 númera minni (nafn og símanúmer) 2 w. loftnet sem }>arf ebki að tlraga út Skýr og góður kristalskjár Tíma og gjaldskrá Læsing á lyklaborði Stillanleg ar bringingar Síminn vegur 280 gr. með stanaard ramlöðu ATOT3246 er sami síminn ogf Siemens S3 plus. - borgar sig Grensásvegur 11* Sími 5 886 886

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.