Morgunblaðið - 14.02.1996, Page 4

Morgunblaðið - 14.02.1996, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg RAGNAR Ármannsson læknir við lækninga- tækin um borð í TF-LÍF. RAGNAR sígur úr TF-LÍF í varðskipið Óðin. VSI ályktar um vaxtamál Vextir þurfa að lækka hratt Fljúgandi gjörgæsla TF-LÍF, nýja björgunarþyrlan, hefur flugþol í allt að sex klukku- stundir og hægt er að fljúga í nánast öllum veðrum. Vélarnar eru tvær og hafa samtals um 3.800 hestöfl. Þetta er hinn ör- uggi, ytri búnaður um einn full- komnasta sjúkraklefa landsins. Ragnar Ármannsson, læknir á svæfingadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er einn af þyrlu- læknunum svonefndu, sem sinna útköllum og síga úr þyrlunni til þess að sækja slasaða sjómenn um borð í skip eða þegar slys verða á þurru landi. Hann segir að aðbúnaðurinn um borð í þyrl- unni geti nánast ekki verið betri. Þyrlulæknarnir sækja æfingar um borð í þyrlunni á a.m.k. sex vikna fresti og síga þá úr henni við margvíslegar aðstæður. „Það er ekki beinlínis beygur í manni þegar kallið kemur held- ur fremur lítilsháttar kvíði. En hann hverfur um leið og komið er að því að síga og hugsunin um þetta vikur,“ segir Ragnar. Öndunarvél og hjartalínuríti Um borð í TF-LÍF er öndun- arvél af fullkomnustu gerð, þó ekki jafnstór og sú á gjörgæslu- deild en gegnir í megindráttum sama hlutverki. Bæði er hægt að gefa sjúklingum súrefni beint úr vélinni og láta hana sjá um öndun fyrir þá. Rafstuðtæki, sem notað er ef hjartastopp verður, er í vélinni og nýjasta tækið, sem kostar um 1 Vi milljón króna, getur gegnt nokkrum hlutverk- um í senn. Það getur gefið stöð- ugt hjartalínurit af sjúklingi, mælt súrefnismettun í blóði, mælt blóðþrýstinginn á tvo vegu, þ.e. á hefðbundinn hátt með mansjettu, og með því að inn í slagæð er stungið nál sem gefur stöðuga mælingu á blóðþrýst- ingi. Hægt er að tengja öndunar- vélina við tækið og mæla koltví- sýring í útöndunarlofti sjúklings. Með því móti veit læknirinn á hvaða hraða hann á að stilla önd- unarvélina og hve mikið magn af súrefni er ráðlegt að gefa. Ragnar segir að tækið sé sér- hannað til notkunar í neyðartil- fellum og meðan á flutningi á sjúklingi stendur. Tækið er mjög handhægt og hægt að setja það á öxl sér og bera það. í þyrlunni er sérhönnuð spelka til notkunar við lærbroti og spelkur sem settar eru á fólk sem slasast i bílslysum og óttast er að hafi hlotið meiðsl á hrygg. Spelkurnar eru festar á bak sjúklingsins svo hryggur hans geti ekki hreyfst í flutningi. Ragnar segir að meðvitund- arlausir sjúklingar kasti oft upp og þess vegna sé nauðsynlegt að hafa sogtæki meðferðis. Oft verði að soga slím upp úr sjúkl- ingum áður en leiðslur eru settar ofan í háls þeirra. Einnig er lítið handhægt tæki um borð I þyrl- unni sem hitar upp vökva og heldur honum í 37 gráðum á Celsius. Lyfjakista Stór lyfjakista er um borð. Þar er að finna öll helstu lyf sem þarf að nota í björgunum. Þar er m.a. að finna morfín, örvandi lyf, hjartalyf, blóðþrýstingslyf og fleira. I stórum bakpoka er önnur lyfjakista sem læknir tekur með sér þegar hann sígur úr þyrlunni í skip. Ragnar segir að fjórir sjúklingar geti legið með góðu móti í þyrlunni en allt að 20 sjúkl- ingar komist fyrir í sætum. Und- ir sjúkrarúmi úti í hlið þyrlunnar eru birgðir af sáraumbúðum, barkarennum, súrefnismettunar- og púlsmælir og fleira. VINNUVEITENDASAMBAND ís- lands hvetur yfirvöld peningamála hér á landi til að grípa til aðgerða sem tryggi að vaxtamyndun verði í samræmi við aðstæður í efnahags- lífi og á peningamarkaði svo að vextir geti farið hratt lækkandi. í ályktun framkvæmdastjórnar VSI f gær segir að það sé forsendan fyrir fjárfestingum, hagvexti og fjölgun starfa og á því sé ekki síð- ur þörf hér en í viðskiptalöndum okkar. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að ísland væri eina ríkið innan OECD þar sem vextir hefðu hækkað á síðasta ári. I öllum öðrum ríkjum hefðu vextir lækkað á bilinu 0,5-2%. ís- land skeri sig algerlega úr að þessu leyti. Það sé markviss stefna,stjóm- valda til dæmis í Bandaríkjunum og Þýsklandi að hafa vexti lága til þess að efla fjárfestingu og hag- vöxt. Það skjóti því skökku við að á sama tíma og stjómarstefnan hér, í hægum afturbata efnahags- lífsins eftir stöðuga niðursveiflu, sé að keyra upp vexti með hand- afli á grundvelli stefnumörkunar Seðlabanka íslands. Hann sagði að VSÍ hefði varað við þessari stefnu og hvatt til þess að hún yrði endurmetin, því hún gæti ekki gert neitt annað en festa í sessi hnignun í atvinnulífmu. í ályktun VSI segir að vextir viðskiptabanka hafi hækkað jafnt og þétt síðustu tvö árin. Meðalvext- ir óverðtryggðra skuldabréfa hafi verið 10,2% í ársbyrjun 1994 en séu nú 13,0% og meðalvextir verð- tryggðra skuldabréfa, sem hafi verið 7,6% á sama tíma séu nú 9,0%. Vaxtamunur aukinn Síðan segir: „Þann 1. og 11. febrúar ákváðu viðskiptabankarnir miklar vaxtahækkanir til viðbótar við hækkanirnar á síðasta ári. Vextir óverðtryggðra skuldabréfa hækkuðu um tæplega 1% að jafn- aði en verðtryggðra skuldabréfa um 0,2%. Útlánsvextir hækkuðu meira en innlánsvextir þannig að vaxtamunur var aukinn. Að þessu sinni reið Landsbankinn á vaðið í byrjun mánaðarins og hækkaði vexti og jók vaxtamun, en aðrir fylgdu á eftir þann 11. febrúar. j Frumkvæði ríkisbanka í þessa veru ■ hlýtur að vera ríkisstjórninni sér- * stakt umhugsunarefni. I Rök talsmanna viðskiptabank- anna fyrir vaxtahækkun nú eru að verðbólga fari vaxandi og að ekki sé verið að bregðast við skamm- tímasveiflum heldur sé horft til langs tíma. Hvomg skýringin á við, því nýjustu tölur benda til að verðbólga geti orðið minni en áður var talið og að hún aukist ekki að i marki frá því sem verið hefur und- | anfarið. Hækkun vaxta óverð- i tryggðra inn- og útlána nú er því " nánast hrein raunvaxtahækkun. Nærtækari skýring á vaxta- hækkunum innlánsstofnana er að þær eigi sér stað fyrir leiðsögn og áeggjan Seðlabanka íslands sem undanfama mánuði hefur beitt sér fyrir hækkun vaxta á ríkisvíxlum að sögn í því skyni að draga úr v gjaldeyrisútstreymi og koma í veg ý fyrir hugsanlega þenslu. í desember i varaði VSÍ við þessari þróun sem | af hálfu samtakanna var talin tilefn- islaus og skaðleg fyrir efnahagslífið. Það kemur nú á daginn að vamaðar- orðin áttu fyllilega rétt á sér. Að óreyndu hefði mátt ætla að afnám hafta á fjármagnshreyfing- um myndi stuðla að virkari sam- keppni á fjármagnsmarkaði hér- lendis og tengja vaxtaþróunina | nánar við þróunina erlendis. Sú hefur ekki reynst raunin. Það er ^ því eðlileg krafa atvinnulífsins að | vaxtakjör og vaxtaþróun víki ekki umtalsvert frá því sem algengast er í samkeppnisríkjum svo fremri sem efnahagslegar forsendur leyfi og stöðugleiki sé ríkjandi." Andlát ÓSKAR INGIMARSSON ÓSKAR Ingimarsson, þýðandi, lést á heimili sínu á mánudags- morgun, á 68. aldurs- ári. Óskar, sonur hjón- anna Margrétar Kristjönu Steinsdóttur og Ingimars Aðal- sveins Óskarssonar, var fæddur 2. nóvem- ber árið 1928 á Akur- eyri. Hann varð stúd- ent frá MR árið 1948, lauk prófi í forspjalls- vísindum frá HI árið 1949 og BA-prófí í sögu og bókasafnsfræði frá HI árið 1967. Leiklistarnám í Leiklist- arskóla Ævars R. Kvaran stund- aði Óskar á árunum 1951 til 1953. Óskar var aðstoðarmaður við Atvinnudeild Háskólans, fískideild 1950 til 1954 og 1955 til 1956, bókavörður hjá Hafrannsókna- stofnun árið 1960 til 1971 og bóka- og skjalavörður hjá Kópa- vogsbæ árið 1973 til 1975. Hann var fulltrúi leiklistardeildar RÚV árið 1975 til 1981, leiklistarstjóri árið 1981 til 1982 og þýðandi hjá RÚV-Sjónvarpi frá 1966. Frá ár- inu 1983 hefur hann unnið við þýðingar og önnur ritstörf hjá ýmsum aðilum. Af öðrum störfum má nefna að Óskar lék nokkur hlutverk hjá LR og Þjóðleik- húsinu árið 1952 til 1955 og í tveimur ís- lenskum kvikmynd- um árið 1952 og 1954. Óskar var í stjórn Esperantista- félagsins í Reykjavík árið 1950 til 1953 og í stjóm Bókavarðafé- lags Islands um árabil. Hann sat í stjóm Félags sjónvarpsþýðenda í mörg ár frá 1968. Eftir hann liggur fjöldi bóka, m.a. skáldsagan í gegnum eld og vatn frá árinu 1979, Ensk-latnesk-íslensk og Latnesk íslensk-ensk dýra og plöntuorðabók frá árinu 1989 og þýðingar á fjölmörgum bókum, einkum um náttúrufræði, leikrit- um, söng og Ijóðatextum. Eftirlifandi eiginkona Óskars er Áslaug Jónsdóttir deildarstjóri. Hann lætur eftir sig fjögur börn og tvö stjúpbörn. BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur fallist á nýlega samþykkt stjómar veitustofnana um að selja allt að þriðj- ung hlutafjáreigna Hitaveitu Reykja- víkur í Jarðborunum hf. ef viðunandi tilboð fæst. Eignarhlutur Hitaveitu Reykjavíkur í Jarðborunum hf. nemur nú 30% og verður því 20% ef af sölu verður. Borgarráð samþykkti jafn- framt að verðbréfafyrirtæki verði fengið til að ieita hagstæðustu tilboða í hlutabréfín. Borgarráðsfulltrúar Sjájfstæðisflokksins leggja hinsvegar áherslu á að öll hlutafjáreign Hita- veitu Reykjavíkur í Jarðborunum hf. verði seld, eins fljótt og hægt er. Formaður stjómar veitustofnana, Alfreð Þorsteinsson, sem jafnframt er borgarfulltrúi fyrir R-listann, lagði fram tillögu um sölu á 10% eignar- hlut Hitaveitu Reykjavíkur í Jarðbor- unum hf. á stjómarfundi veitustofn- ana fyrir skömmu og var sú tillaga samþykkt. í greinargerð með tillögunni segir: „Töluverðar hreyfíngar eru á hluta- bréfamarkaði um þessar mundir og verð á hlutabréfum hefur hækkað. Við þær aðstæður er rökrétt að halda áfram sölu hlutabréfa enda samstaða um það innan borgarstjómar að selja þær eignir borgarinnar sem ekki er bráðnauðsynlegt að séu í hennar eigu.“ Hagsmunir veitunnar Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjóm veitustofnana lögðu fram breytingartillögu þess efnis að seldur yrði allur eignarhlutur Hitaveitu Reykjavíkur, en ekki aðeins þriðjung:- ur, eins og Reykjavíkurlistinn vildi. „Eignarhlutur ríkisins er 27%, þannig að sameiginlega eiga ríki og borg 57%. Eftir að borgin hefur selt 10% hlut eru þessir aðilar í minnihluta í Jarðborunum hf. og ekki sýnt að borgin hafí nokkur áhrif í fyrirtæk- inu,“ segja sjálfstæðismenn. Álfreð Þorsteinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að tillaga um sölu á þriðjungi hlutabréfa væri gerð í samráði við stjómendur Hitaveitu Reykjavíkur sem teldu ekki hyggilegt að selja stærri hlut að sinni vegna hagsmuna Hitaveitu Reykjavíkur. „Með því að eiga áfram 20% hlut eig- um við áfram aðild að stjórn fyrirtæk- isins. Hitaveita Reykjavíkur er einn stærsti viðskiptaaðili Jarðborana hf. og þarf að treysta mjög á viðskipti við þetta fyrirtæki. Bæði ég sem stjómarformaður veitustofnana og stjómendur Hitaveitunnar telja að það sé viss trygging fyrir stöðugleika Jarðborana að veitan eigi þó þetta |, stóran hlut í fyrirtækinu sem leiddi til gagnkvæmra hagsmuna Hitaveit- unnar og Jarðborana. Það liggur mik- | il þekking og reynsla á þessu sviði hjá Jarðbomnum þannig að við viljum bara stíga varlega til jarðar í þessu máli, en teljum þó óhætt að stíga þetta skref." Að mati Alfreðs skiptir það ekki höfuðmáli þó að ríki og borg missi meirihlutann í fyrirtækinu við söluna. „Að okkar áliti ættum við eftir sem | áður að eiga nægilega stóran hluta til þess að hafa áhrif. 50—60 milljónir í Alfreð segir að erfitt sé að spá fyrir um hugsanlegt söluverð. Hins- vegar hafi gengið á hlutabréfunum verið 2,5 til 2,6 að undanfómu. Sé miðað við það væri ekki fráleitt að ætla að söluverð á 10% eignarhiuta næmi 50-60 milljónum króna. „Við munum ekki selja bréfin á neinu und- k, irverði, það eru alveg hreinar línur.“ P Jarðboranir hf. eru skráðar á verð- 1 bréfamarkaði en auk 27% hlutar ríkis- | ins og 30% hlutar Reykjavíkurborgar eru eigendur um 450 aðrir. i Borgarráð Fallist á sölu á 10% hlut í Jarðborunum hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.