Morgunblaðið - 14.02.1996, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
M Javier Solana, framkvæmdastj óri NATO, í viðtali við Morgunblaðið
Markús Örn Antonsson, framkvæmdastj ór i útvarps
Endurmeta þarf hlutverk
RÚY í ljósi samkeppni
MARKÚS ÖRN Antonsson, fram-
kvæmdastjóri útvarps, telur nauð-
synlegt að endurmeta hlutverk
Ríkisútvarpsins með tilliti til þeirr-
ar samkeppni, sem til staðar sé.
Löggjafinn þurfi að skilgreina
verkefni RÚV upp á nýtt. Sú skil-
greining þurfi að fela í sér að sam-
einuð verði ýmis þau verkefni, sem
nú séu annars vegar unnin hjá
útvarpi og hinsvegarhjá sjónvarpi.
Hann nefnir fréttastofurnar
tvær í þessu samhengi og segist
blása á þau viðhorf, sem sumir af
starfsmönnum Ríkisútvarpsins
haldi á lofti, um að útvarp og sjón-
varp séu svo ólíkir miðlar að nán-
ast útilokað sé að fréttamenn
þeirra geti unnið fyrir þá báða.
„Það eru nokkur athygliverð dæmi
frá nágrannalöndunum um opin-
berar stofnanir, sem eru að mörgu
leyti í svipaðri stöðu og Ríkisút-
varpið í vaxandi fjölmiðlasam-
keppni, þær hafa þurft að taka á
sínum málum og stilla saman
strengi. Að mínu mati er ekkert
því til fyrirstöðu að fréttamenn á
kvöldvöktum t.d. útbúi fréttir bæði
fyrir útvarp og sjónvarp og komi
fram í báðum þessum miðlum.“
Viðhorfsbreyt-
ingu þarf til
Sömuleiðis er það skoðun Mark-
úsar Arnar að ríkissjónvarpið eigi
ekki að vetja ómældu fé til að elt-
ast við að fylla upp í sína dagskrá
með erlendu efni í þeirri viðleitni
að standast keppinautunum snún-
ing varðandi dagskrárlengd eftir
að keppinautarnir eru farnir að
senda út frá hádegi og- langt fram
á nætur. Það ætti heldur að leggja
höfuðáherslu á framleiðslu á góðu
íslensku sjónvarpsefni. Því samfara
gerði það ekkert til þó svo að dag-
skráin yrði stytt eilítið frá því sem
nú er, en samkeppnisaðilunum látið
eftir að sýna þetta erlenda efni á
ýmsum afbrigðilegum tímum.
„Sjónvarpið á fyrst og fremst
að vera með íslenskt efni sem ég
er sannfærður um að íslenskir sjón-
varpsáhorfendur vilja mjög gjarn-
an sjá þessa stofnun vinna að. Til
þess að þetta megi lukkast, þarf
að verða viðhorfsbreyting í stofn-
uninni og brjóta þarf niður margs-
konar múra.“
Sjónvarpsrekstur látin
falla að húsnæðinu
Markús Örn segir að frá sínum
bæjardyrum séð, bæri tvímæla-
laust að stefna að flutningi sjón-
varpsins frá Laugavegi í Efstaleit-
ið. Aukin aðgreining útvarps og
sjónvarps, eins og drög að nýju
ENN er ólokið 1. umræðu á Al-
þingi um þrjú lagafrumvörp, sem
öll miða að rýmkun reglna um
eríenda fjárfestingu í sjávarútvegi.
Mælt var fyrir frumvörpunum
á mánudag en ekki tókst að ljúka
umræðunni þá og átti að taka upp
þráðinn að nýju í gær. Þá óskaði
Steingrímur J. Sigfússon þing-
maður Alþýðubandalags, og fleiri
stjórnarandstöðuþingmenn, eftir
því að oddvitar ríkisstjórnarflokk-
anna yrðu viðstaddir umræðuna
og skýrðu hvaða stefnu ríkis-
stjórnin hefði í málinu, í ljósi þess
að eitt frumvarpanna þriggja er
lagt fram af fjórum sjálfstæðis-
þingmönnum og gengur þvert á
þá stefnu, sem mörkuð er í stjórn-
arfrumvarpi um málið.
útvarpslagafrumvarpi hafi gert ráð
fyrir, sé algjör tímaskekkja. Aftur
á móti þurfi að endurskoða hús-
næðisþörfina upp á nýtt í ljósi fyr-
irsjáanlegra þrengsla í Efstaleit-
inu. Hann telur viðbyggingu við
Útvarpshúsið, eins og rætt hafi
verið um á sumum stigum máls-
ins, fjarstæðu. Draga þurfi fremur
úr umfangi sjónvarpsrekstursins
þannig að hann falli að hús-
næðinu, sem stendur uppsteypt í
Efstaleitinu. í því sambandi finnst
honum fyllilega koma til greina
að leggja niður smíðaverkstæði
fyrir leikmyndir og saumastofu og
kaupa þá þjónustu á verkstæðum
úti í bæ eftir atvikum hverju sinni.
Eftir að hafa kannað málið var
ákveðið að taka málin út af dag-
skrá í bili. Ólafur G. Einarsson
forseti Alþingis sagðist reikna með
að málin yrðu tekin á dagskrá í
dag og gerði hann ráð fyrir því
að Davíð Oddsson forsætisráð-
herra gæti þá verið viðstaddur
umræðuna. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra var hins vegar
í útlöndum í gær.
í stjórnarfrumvarpinu er gert
ráð fyrir að einungis verði heimiluð
takmörkuð óbein erlend fjárfest-
ing í sjávarútvegsfyrirtækjun. í
frumvarpi sjálfstæðisþingmann-
anna er gert ráð fyrir að heimila
allt að 49% beina erlenda fjárfest-
ingu í sjávarútvegsfyrirtækjum.
Frumvörp um erlenda fjárfestingu
Fyrstu umræðu
enn ekki lokið
Rithöfundur og forstöðumaður AF
Barst af tilviljun
til Islands
Colette Fayard
Allianee Francaise
hefur starfað hér
frá 1911. Utanrík-
isráðuneytið franska ræð-
ur því forstöðumann og
greiðir laun hans. Með
samningum við íslensk
stjómvöld fyigir 6 klst.
kennsluskylda við HÍ. Rit-
höfundurinn Colette Fay-
ard var ráðin forstöðumað-
ur haustið 1994 og verður
væntanlega í þeirri stöðu
næstu 5 árin. En hvers-
vegna lenti franskur rit-
höfundur og leikhúsmann-
eskja á íslandi?
„Af tilviljun," svarar
hún. „Ég ætlaði í frí til
Páskaeyjar fyrir nokkrum
áram. Á síðustu stundu
brást það. Vinur minn
sagði þá: Því ferðu ekki til
íslands? Það er fallegt
land. Það gerði ég. Kom í
vikuferð og var svo heppin að
fylgdarmaðurinn var sögukenn-
ari, sem fræddi okkur mikið um
sögu íslands. Mér fannst saga
íslands enn stórkostlegri en
landslagið. Ég var allt í einu
gripin hrifningu á íslandi. Þegar
ég kom til baka til Parísar hugð-
ist ég að læra íslensku og byij-
aði í Sorbonne. Ég hafði skrifað
bréf til franska utanríkisráðu-
neytisins og spurt hvort ekki
væri eitthvert bókmenntastarf
að fá á íslandi. Og einn góðan
veðurdag fékk ég bréf. Þeir vildu
fá mig til íslands sem forstöðu-
mann Alliance Francaise. Fjórir
höfðu sótt um stöðuna. Ekki veit
ég af hverju þeir völdu mig, en
geri ráð fyrir að ástæðan sé að
ég er rithöfundur og var byijuð
að læra íslensku."
- Nú var skáldsaga þín „Par
tous les temps“ að koma út í
vasabókarbroti í haust. Eftir titl-
inum mætti ætla að það sé vís-
indaskáldsaga með tímaflakki?
„Þessi skáldsaga kom út 1990
og nú í vasabókarbroti. Heitið
er úr setningu eftir Arthur Rim-
baud og getur táknað „á öllum
tímum" eða „í öllum veðrum".
Þetta er skáldsaga sem hallar
út í vísindaskáldsögu. Fyrir mér
er það hið sama. Það er saga
persóna sem fara gegnum tím-
ann.“
— Hlaust þú ekki vísinda-
skáldsöguverðlaunin 1990 fyrir
„Les chasseurs au bord de la
nuit?“
„Þetta eru bókmenntaverð-
launin sem nú heita Grand Prix
du Imaginaire. Hver saga mín
er um fólk í raunveruleikanum,
sem ekki skilur allt sem gerist.
Það er meira á ferð í veröldinni
en augað sér. Þess
vegna falla mér svo
vel íslensku söguraar
sem gefa meira
skyn en við getum
skilið. Það sem gerir
bókmenntir svo áhugaverðar í
mínum huga er að þar er maður
að kanna eitthvað kynlegt."
- Nú hafa sum leikrit þín
verið sýnd á 'góðum stöðum og
þú fengið Gilson verðlaunin fyrir
eitt þeirra. Hafa þau verið þýdd
á önnur mál?
„Eitt þeirra var sýnt í mánuð
í Comedie de Saint-Etienne, sem
er hluti af þjóðleikhúsi Frakk-
lands. Og annað var leiklesið í
Petit Odeon í París. Útvarpsleik-
rit hafa verið flutt á menningar-
rásinni France Culture og í Rad-
io Television Suisse Romande.
Það var útvarpsleikrit sem hlaut
►Colette Fayard er franskur
rithöfundur, hefur skrifað
bæði um og fyrir leikhús svo
Og skáldsögur. Hún hlaut bók-
menntaverðlaunin Grand prix -
de la Scienee-fiction francaise
fyrir skáldsögu 1990. Colette
er fædd í París og gekk þar í
skóla, var m.a. í Ecole Nor-
male Superieure. Sérgrein
hennar eru klassísk mál, latína,
gríska og franska. Hún starf-
aði síðan við leikhús og kvik-
myndir sem handritshöfundur
og skrifaði bækúr uin leikhús.
Haustið 1994 kom hún til ís-
lands sem forstöðumaður AII-
iance Francaise. í kvöld, mið-
vikudagskvöld, flytur hún þar
fyrirlestur um Páskaey.
Prix Gilson, sem eru alþjóðleg
verðlaun fyrir útvarpsleikrit. Og
leikrit eftir mig hafa verið flutt
í kanadíska útvarpinu. Nei, ekk-
ert þýtt á íslensku, bara á norsku,
því eitt var flutt þar í útvarpinu."
- Er Colette Fayard að skrifa
hér á íslandi?
„Hér hefi ég of mikið að gera.
Ég hefi aðeins skrifað smásögur
og stutta texta. Ég skrifa í tíma-
rit um leiklist, Theatre Science
Imagination, og er farin að skrifa
um Island í þeim. Sjáðu, hér er
grein um Tjömina í Reykjavík
og lagt út af texta eftir Albert
Einstein."
- Ogþama leiða hugleiðingar
um brúðuleikhús þig til hins stór-
kostlega leiksviðs á Þingvöllum.
Og nú ætlarðu í kvöld að halda
fyrirlestur hjá Alliance Francaise
um Páskaey. Svo þú hefur þá
komst þangað um síðir?
„Já ég fór sl. sumar til Páska-
eyjar í fylgd með vini
mínum þaðan, sem er
fomleifafræðingur og
starfar þar. Það var
stórkostleg ferð en
svolítið tregablandin,
því eyjaskeggjar áttu sér fram á
17. öld mikla menningu, sem
Evrópumenn eyðilögðu svo að
nú eiga þeir enga sögu og ekk-
ert tungumál, andstætt við ís-
lendinga. Enginn skilur lengur
gömlu útskomu textana. Ég ætla
að sýna myndir þaðan, af frægu
styttunum auðvitað, en ekki síð-
ur af fólkinu. Ég tala á frönsku,
en Torfi Túliníus þýðir jafnóðum
á íslensku. Síðan ég kom hingað
hefi ég alltaf haft þýðanda á
samkomum Alliance, svo að
áhugafólk um F’rakkland, sem
ekki er sterkt í málinu, geti líka
notið efnisins."
Höfundur er
að kanna eitt-
hvað kynlegt