Morgunblaðið - 14.02.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.02.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 15 FRETTIR: EVROPA Schengen í upp- námi vegna deilu Belgíu og Spánar Madríd. Reuter. SPÆNSKA ríkisstjórnin hefur far- ið fram á neyðarfund í Schengen- ráðinu 21. febrúar næstkomandi til að ræða „baráttuna gegn hryðjuverkum“ að því er segir í yfirlýsingu frá spænska Evrópu- málaráðherranum. Tilefni fundarins er deila Spánar við Belgíu, sem hófst í síðustu viku með því að Belgar létu laus úr haldi hjón, sem grunuð eru um aðild að sprengjuárás Basknesku föðurlands- og frelsissamtakanna (Euskadi ta Askatasuna, ETA). Lögreglumaður féll í árásinni og annar særðist alvarlega. Belgískur dómstóll vildi hins vegar ekki verða við kröfum Spánar um að fólkið yrði framselt til Spánar og úr- skurðaði að það skyldi látið laust. Spánveijar brugðust við með því að lýsa yfir að þeir myndu ekki virða tvær greinar Schengen-sátt- málans, um framsal afbrotamanna og samstarf dómstóla í aðildarríkj- unum. Jafnframt ákváðu spænsk stjórnvöld að bíða með framsal tveggja grunaðra afbrotamanna, sem Belgar hafa beðið um að yrðu sendir til Belgíu. Ottazt er að deila ríkjanna geti komið Schengen-samkomulaginu um afnám vegabréfaskoðunar á landamærum aðildarríkja ESB í enn meira uppnám en orðið er. Frakkar hafa neitað að fylgja öll- um reglum samkomulagsins og hafa viðhaldið eftirliti á landamær- um vegna ótta við hryðjuverka- menn. Wulf-Mathies um Norður-írland Fjárstreymi frá ESB haldi áfram Brussel. Reuter. MONIKA Wulf-Mathies, sem fer með byggðamál og svæðaþróun í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, segir að afar mikilvægt sé að staðið verði við áætlun sam- bandsins um stuðning við friðar- þróunina á Norður-írlandi og að fjárstreymi frá sjóðum sambands- ins haldi áfram. Wulf-Mathies segist undrandi og hneyksluð á sprengjuárás írska lýðveldishersins í Docklands-hverf- inu í London. Hún bendir hins veg- ar á að góður árangur hafi nú þegar náðst við að hrinda „friðar- pakka“ þeim, sem framkvæmda- stjórnin samþykkti á síðastá ári, í framkvæmd á Norður-írlandi. 25 milijarðar í „friðarpakka" Framkvæmdastjómin lagði þá 25 milljarða króna til þróunarverk- efna, sem eiga að efla efnahagslíf- ið og stuðla að friðsamlegri þróun í héraðinu. Sérstök áherzla er lögð á íjárfestingu og fjölgun starfa. Mörg verkefnanna miða aukinheld- ur að því að auka samvinnu og tengsl á milli Norður-írlands og írska lýðveldisins. Ríkisstjórnir ír- lands og Bretlands hafa lofað að bæta tæplega átta milljörðum króna við aðstoð ESB. „Viðbrögðin á Norður-írlandi og í írsku landamærasýslunum sýna að heimamenn vilja frið og sætt- ir,“ segir Wulf-Mathies í yfirlýs- ingu, sem gefin var út í Brussel. „Nú þegar hefur góður árangur náðst í þessum héruðum og mikil- vægt er að halda fjárstreyminu áfram til að stuðla að áframhaldi þeirrar þróunar." Talskona Wulf-Mathies, Heike Gerstbrein, segir að engar breyt- ingar verði gerðar á „friðarpakk- anum“ þótt IRA hafi gripið til of- beldisaðgerða á ný. Páskaferð til Benidorm wk,39.930* Heimsferðir kynna nú glæsileg ævintýri um páskana þar sem þú getur notið þess að dvelja í yndislegu veðri á ströndinni í Cancun, á Kanarí eða Benidorm. Við höfum sérvalið hótelin fyrir farþega okkar og bjóðum þér í páskarispu í beinu flugi í sólina á frábæru verði, þar sem þú nýtur traustrar þjónustu íslenskra fararstjóra Heimsferða allan tímann. Benidorm Vinsælasti áfangastaður íslendinga á meginlandi Spánar. 25 hiti og val um frábæra gististaði með fullri þjónustu og öllum aðbúnaði og að sjálfsögðu þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða sem gjörþekkja staðinn. Verð kr. 39.930* Verð kr. 49.960 12 dagar/11 nætur. Brottför 3. apríl. Heimkoma 14. apríl. Flug með nýjum Boeing 737þotum VIVA AIR flugfélagsins, sem er í eigu Iberia og er eitt virtasta leiguflugfélag Spánar. Vcrð p.mann m.v. hjón með 2 böm. Europa Center. Vcrð m.v. 2 í íbúð. Europa Ccntcr. 3. apríl Kanarí Vinsælasta páskaferð Heimsferða sem hefur selst upp síðustu árin. Beint flug til Kanarí með Boeing 757 3. apríl. Veðrið er hvergi betra um páskana, kominn góður hiti allan sólarhringinn og fjöldi spennandi gistivalkosta í boði. 19 dagar/18 nætur. Brottfor 3. apríl. Heimkoma 21. apríl. Verð kr. 59.832 Verð kr. 76.760 M.v. hjón með 2 böm. 2-14 ára. 3. aprfl, Sonncnland Club. M.v. 2 í smáhýsi. Sonncnland Club. Flug með nýjum Boeing 757þotumAIR EUROPA, stcersta leiguflugfélags Spánar með 23 Boeing þotur íþjónustu sinni. Innifalið í verði: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn, skattar. Forfallagjald er ekki innifalið, kr. 1.200. Austurstræti I 7, 2. hæð. Sími 562 4600. Reuter BERNARD Tapie situr undir umræðum á Evrópuþinginu um það hvort svipta eigi hann þinghelgi. Tapie heldur þinghelgi EVRÓPUÞINGIÐ hefur hafnað beiðni fransks dómstóls um að aflétta þinghelgi af franska þingmanninum Bernard Tapie. Dómurinn rannsakar nú meint fjármálamisferli hjá íþróttafé- laginu Marseilles, sem er í eigu Tapies, og vill setja hann í far- bann. Tapie situr einnig á franska þinginu, sem hefur fjór- um sinnum svipt hann þinghelgi vegna rannsóknar á fjármálum hans. Mikill meirihluti á Evrópu- þinginu var hins vegar á móti því að svipta Tapie helgi Evr- ópuþingmanns. Ekta leður á slitflötum og leðurlíki á grind. Litir: Vínrautt - brúnt - grœnt - svart. 0 l með innbyggðu rumi Verðkr. 159.000 St.gr. kr. 143.000 U Ð U R L A N B R A U í M I 9511

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.