Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 21 Róstur í Reykhólahreppi Um blaðaskrif „Rétt er að hafa það sem sann- ara reynist“ var mér innrætt í æsku og veldur því að ég sting niður penna til að fjalla um það sem fram hefur komið á prenti um málefni Reykhólahrepps og síðan frá mínum bæjardyrum séð, um ýmislegt sem hefur verið að gerast frá upphafi hreppsins. 5. janúar sl. fjallar Helgi Bjarnason um þetta efni í Morgun- blaðinu. Áður hafði birst grein undir nafninu „Ómakleg aðför“ og fyrir hana kvittar góðkunningi minn Magnús á Seljanesi. Þar er íjallað um brottvikningu Bjarna P. Magnússonar og störf hans fyr- ir Reykhólahrepp á svo einhliða hátt að ókunnugur lesari hlýtur að ætla, ef hann vill trúa, að allt sem gert hefur verið hafi verið tvímælalaust til bóta og allt Bjarna að þakka. Sama tón er reyndar einnig að finna í grein Helga þar sem vitnað er í Bjarna sjálfan. Þetta kalla ég ómaklegan vitnis- burð og bendi á að margar þær framkvæmdir sem nefndar eru Bjarna til hróss voru komnar á flot áður en hann kom til starfa. Aðrar hafa verið umdeildar svo mjög að jafnvel hefur verið talað um sýndarmennskuframkvæmdir og einkavinavæðingu með tilheyrandi sóun. í þessari grein er ekki ætlunin að kryfja allt til mergjar, en þó get ég ekki stillt mig um að Pjalla að- eins um tvö þessara mála. Nefndar framkvæmdir Sundlaug og sund- laugarhús voru byggð fyrir miðja öld- ina að mestu af fá- tæku ungmennafé- lagi. Án þess ég þekki söguna tel ég líklegt að margt dagsverkið hafi verið gefið. Miðað við það mætti ætla að viðhaldið hafi verið viðráðan- legt eftirkomendum. Skömmu eftir sameiningu hreppanna í Austur-Barðastrand- arsýslu var ráðist í endurbætur sem víst voru löngu aðkallandi. Þegar Bjarni P. kom til starfa var hönnunar- og undirbúnings- vinnu lokið og verkið sjálft komið nokkuð á veg. „Hafnaraðstaða bætt“ stendur í grein Magnúsar. Hafnargerð á Stað var komin á blað þegar Bjarni kom til starfa. Tilgangurinn með höfn þar var tvíþættur. Annars vegar sá að bátar þessarar dreifðu byggðar ættu sér þó eina lífhöfn ef við lægi. Bátar allra nota, bú- skapar, útgerðar, þangöflunar. Þetta varð og er. Hinn til- gangurinn var sam- göngubætur við eyjar (hluta nýja hreppsins) og þá einnig með það í huga, að um þessa höfn mundi blómstra ferðaþjónusta og ný atvinna. Þarna tókst miður. Forhönnun tók ekki mið af því síðast- nefnda. Það var ekki Bjarna sök og ekki skal ég gera lítið úr ýtni hans við útvegun fjárveitingar til verksins. En nú þui-fti að friða útgerðar- mennina á Reykhólum sem þaðan gera út til grásleppuveiða yfir há- sumarið og þótti fram hjá sér geng- ið með því að velja höfninni ekki stað á Reykhólum. Ég kann ekki að tíunda hvað kostað hafa aðgerðir á Reykhólum, né hve miklu hefur verið sóað þar í gagnslaus mannvirki (öldufælur, einskisverða flotbryggju, smátt efni í skörð á varnargarði). Mér er nær að halda að hefðu þessir peningar verið notaðir í að keyra út garðinn, sem flestir virð- ast sammála um að gæti orðið hin raunverulega hafnarbót á Reykhól- um, væri hann þegar orðinn að nokkru gagni þótt ófullgerður væri. Á sama tíma var margítrekað í hreppsnefnd að bætt yrði bilandi viðleguþil á bi’yggjunni í Flatey þar sem fólkið er árið um kring háð sjó og bátum með afkomu alla. Þetta er ógert enn. Misvæg eru atkvæðin. Hræsni væri þó af mér að kenna Bjarna einum um. Fjármál Rekstraryfirlit ársreiknings Reykhólahrepps 1989 sýnir að tekjur ársins framyfir gjöld voru kr. 4,5 millj., þ.e. þetta var til ráðstöfunar til framkvæmda eða fjárfestinga. Árið eftir, 1990, árið sem ný hreppsnefnd og Bjarni komu til starfa, var sambærileg tala 8,3 millj. Munar þar mestu til tekju- auka, að það ár var reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga breytt með lögum. Af þeim sökum hækk- aði framlag hans til Reykhóla- hrepps um nær 12 millj. kr. eða úr 3,5 í 15,1 millj. Að vísu mun þetta ekki hafa gerst án umsókn- í þessari fyrri grein fjallar Jóhannes Geir Gíslason um fram- kvæmdir og fjármál í Reykhólahreppi. ar, eða nokkurrar málafylgju. Hinsvegar efa ég að mínum ágætu sveitungum, sem hæst mæra fjár- öflunardug sveitarstjórans, hafi verið kunnugt um þessa lagabreyt- ingu sem gerði þetta kleift. í árslok 1992 er hallinn á rekstr- inum orðinn 8,3 millj. Rekstrar- gjöld höfðu hækkað á 2 árum úr 30 í 57 millj. Þá var Dvalarheimil- ið komið inn í reksturinn. Útgjaldaliðurinn „Yfirstjórn sveitarfélagsins" kostaði 1989 kr. 4.3 millj., 1992 13 millj. og 1994 11.3 millj. Fræðslumál sömu ár: 7,7 - 18,8 - 17,0. Útsvör til tekna sömu ár: 13,8 - 17,6 - 18,5. Jöfnunarsjóðstillag til tekna var Samanburður á launum lækna og annarra Jóhannes Geir Gíslason hæst 1990, kr. 15,1 rhillj., en lækkaði svo og var 1994 7,1 millj. Útsvör hækkuðu, ekki vegna auk- innar velmegunar almennt, heldur vegna hækkaðrar álagsprósentu samkvæmt lagaheimild. Þessir út- gjaldaliðir 1992 og 1994 sýna til- raun til að draga í land. Hér hafa verið nefndir hæstu rekstrarliðir, bæði til tekna og gjalda. Beint upp úr reikningum. Fjárhaldsmenn hreppsins kunna eflaust betri skýringar en ég á svo hröðum hækkunum stærstu út- gjaldaliða. Ráðnir endurskoðendur vöruðu við þeim eftir reikningunum 1993 og kölluðu kostnaðarliðina yfir- stjórn og fræðslumál óeðlilega háa. Reikningar 1993 voru lagðir fram í október 1994. Dýrasta ein- staka fjárfestingin var trúlega borholan á Kletti og verður meiri- hlutinn ekki sakaður um valdbeit- ingu í þeirri ákvörðun. Ekki er heldur á færi hvers sem er að gera svo fífldjarft fyrirtæki arð- bært. Um hvern einstakan þátt í þeim efnahagslegu ósköpum, sem orðin eru hér í hrepp á þessum áratug, er endalaust hægt að deila. Hinsvegar má hveijum vera ljóst sem sjá vill, að þeim sem um stjórnvöl héldu mundi annað starf hentara. Viðbrögð við skýrslu endur- skoðenda reikninga 1994 voru rétt. Maður sem hefur verið búsettur hér u.þ.b. þennan tíma sagði við mig að þegar hann kom hefði hann skuldað kr. 35.000. Nú skuldi hann kr. 650.000 af því einu að eiga heima hér í hreppi. Ég býst við að þeim sem með fjármál Reykhólahrepps hafa farið þennan tíma þyki e.t.v. ekki af fullri sanngirni sagt frá í þessum fjármálaþætti mínum þó tölur séu réttar. Enda eru ekki öll kurl kom- in til grafar af minni hálfu ef til frekari umræðu kemur. Höfundur er bóndi og fyrrv. hrcppsn cfn durnui óur. I MORGUNBLAÐ- INU 7. febrúar síðast- liðinn er ágæt grein um laun lækna. Þar eru ennfremur tekin til samanburðar laun ýmissa stétta svo sem verkfræðinga og hjúkrunarfræðinga. Þar sem taflan með þessum samanburði virðist vísvitandi vera sett fram á rangan hátt þá sér undirritað- ur sig knúinn til að leiðrétta þessar upp- lýsingar. Upplýsingar um föst laun verkfræðinga í töflunni eru fengnar úr Kjarakönn- un Stéttarfélags verkfræðinga en ekki er ljóst um hvaða könnun er að ræða. Þær upplýsingar eru sjálf- sagt réttar. Hinsvegar þá fara læknar í samanburðarleikfimi sem sem þeir ættu að forðast. Taxtar verkfræðinga hjá ríki eru kr. 83.390 á mánuði og er þá meðtalin 3% hækkun um síðustu áramót en ekki kr. 125.815. Ekki veit ég hvaðan tala lækna er komin um eigin kjör, en æskilegt væri að gera könnun á launum þeirra á svipaðan hátt og Stéttarfélag verkfræðinga gerir fyrir sína félagsmenn. Ágætt væri að byija á skattaskýrslum eða öðr- um opinberum töflum. Einnig væri fróðlegt að bera saman endur- menntunarákvæði verkfræðinga og lækna hjá ríkinu. Greinin gefur einnig tilefni til umfjöllunar um taxtaskrá háskóla- manna hjá ríkinu. Það sér hver maður að launataxtar upp á 69.874 kr. á mánuði eru laun sem enginn læknir léti bjóða sér. Það væri skyn- samlegra að ráða sig sem hjúkrun- arfræðing með 125.000 til 158.000 á mánuði! Það er einnig staðreynd að ofan á þessi laun eins og hjá verkfræðingum o.fl. eru ýmsar aukagreiðslur mismunandi eftir starfsstéttum og starfi viðkomandi. Undirrit- aður er að sjálfsögðu sammála að svokallaðir taxtar hjá ríkinu eru hlægilegir. Oft hefur verið minnst á það við ríki að skera upp þetta úr sér gengna kerfi en án árangurs. Kemur þar margt til, meðal annars sú staðreynd að það er hagur ríkisins sem launagreiðanda að halda töxtum niðri. Þannig er nefnilega hægt að skerða t.d. veikindaréttindi og fæðingarorlofsréttindi. Ennfremur er næsta víst að hinir ýmsu fulltrúar launamanna í land- inu myndu mótmæla kröftuglega ef taxtar hækkuðu þannig að þeir Læknar fara í saman- burðarleikfimi, segir Jónas G. Jónasson. Þeir ættu að_________________ forðast það. endurspegluðu raunverulega greidd laun. Það gerðist nefnilega þegar gera átti slíka tilraun fyrir nokkrum árum að færa launataxta að raun- verulegum launum en skerða á móti ýmsar aukagreiðslur. Það virðist því fátt vera hægt að gera, til að gera launakerfi ríkis- ins að nútíma launakerfi sem byggðist á nútíma sjónarmiðum í rekstri stofnana og fyrirtækja ríkis- ins. Launaupplýsingar læknanna og skrípaleikur í samanburði eru gott dæmi um það að fáir fá réttar upp- lýsingar og fáir vita hvað raunveru- lega er verið að greiða. Höfundur er frnmkvæmdastjóri Stéttarfélags vcrkfræðinga. Jónas G. Jónasson Að vera vanhæfur „GÓÐAN daginn. Heyrðir þú fréttirnar?" sagði Gunni Gríms er hann hitti vin sinn Nonna í Kvosinni á göngu sinni yfir Aust- urvöll. „Góðan daginn, Gunni minn. Nei, var þar eitthvað mark- vert?“ „Já, það kom fram að skólastjórarnir geta orðið vanhæfir til að sitja í sveitarstjórn, þegar grunnskólinn flyst alfarið yfir til sveitarfélaganna,“ sagði Gunni. „Já, það er nú það.“ sagði Nonni. „Mér virðist að það sé í tísku nú orðið að vera vanhæfur, það sé orðið sem menn skjóta sér á bak við þegar þeir koma sér undan því að taka óþægilegar ákvarðanir og þar eru skólastjórar ekkert verri en sumir aðrir. En hveiju breytir þatta með skóla- stjórana?" „Jú, sko, þeir geta beitt aðstöðu sinni til að tryggja hags- muni skólans á kostnað annarra verkefna," sagði Gunni. „Það er að vísu rétt,“ sagði Nonni. „En hvað með kennarana, mundu þeir ekki verða skólunum vilhallir, oft heyrist manni að þeim sé ekki sköpuð eðlileg starfsaðstaða. Já, og foreldrar barnanna, þau yrðu sennilega vanhæfust, þar eru hagsmunirnir mestir“. „Já,“ segir Gunni. „Það er alveg satt, ég hafði nú ekki hugsað út í það.“ „Nei, það er ekki von, en þú verður búinn að læra margt af reynsl- unni, þegar þú kemst á minn ald- ur,“ sagði Nonni. „Mér sýnist að margur geti talist vanhæfur á einhvern hátt. Hvað með at- vinnurekendur. Sveitarfélagið þarf nú á miklum við- skiptum og þjónustu að halda. Sem sveit- arstjórnarmenn gætu þeir hlúð að sjálfum sér, já, og fjölskyld- um sínum á einn eða annan hátt. Og ekki skulum við gleyma fólki í heilbrigðisgeir- anum, Það mætti nú halda að það mundi vilja styðja þau mikil- vægu mál um fram sumt annað, að ég tali nú ekki um fólk úr laun- þegahreyfingunni sem þarf meira og minna að eiga við sveitarstjórn- Foreldrar barnanna yrðu sennilegast van- hæfastir, segir Páll Daníelsson. Þar eru hagsmunir mestir. ir út af kjaramálum og lengi má telja.“ Gunni stundi við og sagði: „Já, eru þá ekki flestir vanhæfir. Hvað um þá sem sitja þarna?" og Gunni benti á Álþingishúsið. „Ekki er nú minni hættan þar en annars staðar hvað vanhæfni snertir," sagði Nonni. „Mín reynsla er sú að vanhæfni sé fyrst og fremst einstaklingsbundin. Þótt við fyrstu sýn að ytri aðstæð- ur bendi til þess að ekki ætti að vera um vanhæfni að ræða, þá getur sumt fólk notað aðstöðu sína til að bæta fyrst og fremst um fyrir sjálft sig eða sína nán- ustu. Aðrir hugsa meira um mál- efnin og gleyma oft sjálfum sér, jafnvel taka á sig óþægindi og kostnað sem engin skylda var til að gera. Þeir gleyma líka að aug- lýsa ágæti sitt.“ „Ég skil nú hvað þú ert að fara,“ segir Gunni, „þú treystir sumum en öðrum ekki.“ „Það er rétt,“ segir Nonni í Kvo- sinni og bætir við. „Ég skipti fólki í tvo hópa. Annars vegar þá sem gera hvert viðvik að hagsmuna- málum fyrir sig og sína. Þeir eru alltaf og allstaðar vanhæfir. Og hins vegar hugsjónafólkið sem gleymir sjálfu sér en vinnur af áhuga fyrir bættu samfélagi. Það er sjaldnast vanhæft. Vel stæður aldamótamaður, sem var í hrepps- nefnd, sagði eitt sinn, þegar verið var að jafna niður útsvörum og vantaði upp á nauðsynlega tekju- upphæð og til stóð að fara yfir lista gjaldenda og hækka álagn- inguna: Við skulum láta staðar numið, bætið þið þessu bara á mig. Þess má geta að þá voru sveitarstjórnarstörf ólaunuð og þá var lagt á eftir efnum og ástæðum að mati hreppsnefnd- armanna og þeir þurftu að meta sjálfa sig sem gjaldendur eins og aðra og hefðu því allir átt að vera vanhæfir. Já, Gunni minn, við skulum velja gott fólk, sem við getum treyst, í sveitarstjórn, það er besta leiðin til að forðast van- hæfni.“ Höfundur er viöskiptafræðingur. Páll V. Daníelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.