Morgunblaðið - 14.02.1996, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Enn inn sjósetningarbúnað
gúmmíbj örgunarbáta
GREIN Sigmars er
í stórum dráttum um-
fjöllun um grein sem
undirritaður skrifaði í
desemberhefti frétta-
bréfs LÍÚ. í grein sinni
telur Sigmar upp þá
þætti sem LÍÚ hefur
óskað eftir að verði
uppfylltir áður en bún-
aðurinn verði lögskyld-
aður, en minnist ekkert
á þær röksemdir sem
með fylgja, heldur slít-
ur úr samhengi efni
það sem vitnað er til
og leggur út af því að
eigin geðþótta. Eins og
önnur skrif Sigmars
einkennist grein hans af aðdróttun-
um í garð þeirra sem lejrfa sér að
hafa aðra skoðun á þessu máli en
hann, og að þeir kæri sig kollótta
um líf og limi sjómanna.
Af þessu tilefni leyfí ég mér að
birta megininntak þess efnis sem
Sigmar vitnar til, ásamt.þeim rök-
semdum sem við eiga.
Jafnframt mun gerð grein fyrir
athyglisverðum niðurstöðum
skyndiskoðunar sem Siglingamála-
stofnun gerði í nóvember sl. á
ástandi sjósetningarbúnaðarins í
nokkrum fiskiskipum.
Athyglivert er að Sigmar skuli í
grein sinni minnast á björgunarbáta
sem skipt var út í skipi sem var
verið að flytja til landsins. Bátarn-
ir, sem um borð voru eru eins og
allir gúmmíbjörgunarbátar sem hér
eru notaðir, viðurkenndir skv. SOL-
AS-kröfum. En fátt er svo fullkom-
ið að ekki megi bæta. í kjölfar ýtar-
legra prófana sem Siglingamála-
stofnun (Sr.) gerði á veðurþoli
gúmmíbáta voru gerðar sérstakar
kröfur um frágang á þaki og inn-
gönguopum bátanna, en gagnstætt
því sem er um framleiðanda sleppi-
búnaðarins þá fóru erlendir fram-
leiðendur gúmmíbjörgunarbátanna
eftir þeim kröfum sem settar voru.
Ef svo hefði ekki verið sætum við
uppi með verri gúmmíbjörgunar-
báta en ella, eins og með sleppibún-
aðinn.
í margnefndu bréfi LÍÚ til sam-
gönguráðuneytisins er þess farið á
leit að gildistöku ákvæðis um sjó-
setningarbúnað verði frestað þar til
eftirtöldum skilyrðum er fullnægt:
1. Að minnsta kosti tveggja til
þriggja ára reynsla
hefur fengist á búnað-
inn við eðlilegar að-
stæður og sýnt þyki að
hann uppfylli þær
væntingar sem til hans
eru gerðar. Röksemdir:
Prófanir, sem viður-
kenning sjósetningar-
búnaðarins grundvall-
ast á, eru ekki í neinu
samræmi við þær kröf-
ur sem Iðntæknistofn-
un (ITÍ), í samvinnu
við Sr., gerði tillögu um
varðandi prófanir til að
meta virkni og öryggi
búnaðarins. Þessar til-
lögnr byggjast á:
• Kröfum Alþjóðasiglingamála-
stofnunarinnar (IMO), resolution
A.689/17.
• Umsögnum Nordtest og siglinga-
málastofnana á hinum Norður-
löndunum.
• Alþjóðlegum stöðlum um álags-,
titrings-, tæringar- og rafbúnað-
arprófanir.
• Tilraunum með þeim búnaði sem
fyrir var.
í nóvember 1989 lá fyrir endan-
leg tillaga að prófunaraðferð, þar
sem skilgreind eru 11 prófunaratr-
iði sem sjósetningarbúnaðurinn
skuli undirgangast og standast til
að hljóta viðurkenningu. Niðurstöð-
ur prófana skal skrá í sérstaka próf-
unarskýrslu fyrir viðkomandi bún-
að. í samræmi við IMO resolution
A.689 gerir ITÍ jafnframt tillögu
um að framleiðandi hafi viðurkennt
gæðakerfi á framleiðslu sinni.
Samkvæmt prófunarskýrslu fyrir
Sigmundsbúnaðinn hefur hann und-
irgengist þijár af þessum prófunum
og enga staðist athugasemdalaust.
Þá hefur framleiðandinn upplýst að
hann hafi ekki það gæðakerfi sem
gerð er tillaga um og að aðeins ein
gerð búnaðarins, þ.e. fyrir 12
manna báta, hafi verið „viður-
kennd“. Venjan er að krefjast próf-
ana á öllum gerðum.
2. Búnaðurinn hlotið alþjóðlega
viðurkenningu skv. SOLAS. Það er,
að búnaðurinn, framleiðslu- og
prófunaraðferðir ásamt skoðunar-
leiðbeiningum uppfylltu kröfur
IMO.
Röksemdir: Alþjóðlega er viður-
kenning skilyrt því að búnaður
standist kröfur IMO. Þessum kröf-
um er ekki fullnægt skv. prófunar-
skýrslu fyrir Sigmundsbúnaðinn.
Ekki verður séð hvaða ástæða er
til að gerðar séu minni kröfur til
sjósetningarbúnaðarins en annars
örj'ggisbúnaðar sem lögskyldaður
er í skip.
3. Endurskoðuð hafa verið
stærðarmörk þeirra skipa sem bún-
aðurinn verður lögboðinn í.
Röksemdir: Það eru skiptar skoð-
anir um hvort tilefni er til að lög-
leiða sjálfvirkan sjósetningarbúnað
í skip lengri en 45 m (u.þ.b. 500
brl.). Þetta er atriði sem telja verð-
ur fullkomlega eðlilegt að fjallað
verði um og það metið af þar til
dómbærum aðilum. Og ber ekki svo
að skilja að lagst sé gegn því að
búnaðurinn verði skyldaður í skip
lengri en 45 m ef skynsamleg rök
mæla með því.
Þess er vænst að frest-
urínn verði nýttur til
að bæta úr því sem
betur má fara, segir
Guðfinnur G. Johnsen,
í þessarí grein um
sjósetningarbúnað
gúmmíbj örgunarbáta.
4. Lokið hefur verið endurskoð-
un íslenskra sérákvæða, umfram
ákvæði ESB tilskipunar um öryggi
fiskiskipa.
Röksemdir: Á vettvangi ESB er
unnið að setningu tilskipunar um
öryggi fiskiskipa. Tilskipunin
grundvallast á alþjóðasamþykktinni
um öryggi fiskiskipa (Torremolinos
1993) auk sérákvæða sem siglinga-
málastofnanir Norðurlandanna
hafa komið sér saman um að skuli
gilda fyrir hafsvæðið norðan 60°.
Starfshópur skipaður fulltrúum
FFSÍ, VSFÍ, SVFÍ, SSÍ og LÍÚ
undir formennsku fulltrúa Sr. vinn-
ur að mati á því hvaða sérkröfur,
sem gilda hérlendis nú og ekki fást
teknar með í umræddri tilskipun,
skuli gilda áfram fyrir íslensk skip.
Ákvæði um sjósetningarbúnaðinn
er eitt þeirra íslensku sérákvæða
sem taka þurfti afstöðu til og má
geta þess að full samstaða er um
það í hópnum að þessu ákvæði skuli
haldið inni.
Athyglisverðar niðurstöður
skyndiskoðunar Sr. á ástandi
sleppibúnaðar
„Tíu búnaðir af Olsen gerð voru
skoðaðir. Fór tunnan í níu tilraun-
um út fyrir síðu skipsins, sem var
án neins halla. í einum gálganum
var gormur brotinn í 4 stykki, en
ekki sjáanlegt að það hefði áhrif á
virkni búnaðarins, [enda prófað við
bryggju, enginn halli á skipinu né
búnaðurinn ísaður]. Tíunda búnað-
inn var ekki hægt að prófa vegna
ytri aðstæðna, en við skoðun hans
kom í ljós að gormur var margbrot-
inn“.
Niðurstaða: fimmti hver búnaður
í ófullnægjandi ástandi.
„Níu búnaðir voru skoðaðir af
gerð Þór Vestm. Átta þeirra skiluðu
tunnu út fyrir síðu skips, í þrem
þeirra var loftfla,ska illa farin af
ryði og tæringu. I þeim níunda var
loftflaska tóm þegar að var komið.“
Niðurstaða: þriðji hver búnaður
í ófullnægjandi ástandi (þar af einn
alveg óvirkur).
Yfirlýsingar talsmanna Sig-
mundsbúnaðarins um yfirburði
hans fram yfir Olsen búnaðinn hafa
því ekki átt við rök að styðjast,
heldur hið gagnstæða, eins og
skyndiskoðunin staðfestir. Það er
ótrúlegt að eftir 14 ár skuli öryggi
þessa búnaðar ekki vera meira.
Eftir ofangreindar skyndiskoðanir
telur Sr. tilefni til að bæta enn einu
ákvæði við fyrirliggjandi kröfur.
En það er:
Að búnaðurinn sé ekki lengra frá
síðu en 0,5 m, nema báturinn falii
í rennu eða annan búnað, sem
tryggi að hann komist út fyrir síðu
skips með 60° halla.
Þetta sýnir best hversu vantrúað-
ir starfsmenn Sr. eru á að búnaður-
inn virki sem skyldi. Sigmari er sem
umdæmisstjóra Sr. kunnugt um
þessar niðurstöður, en kýs af ein-
hveijum ástæðum að greina ekki
frá þeim. Og svo ég noti hans eigin
orð: „Sjómenn geta svo metið um-
hyggjuna sem þessir menn hafa
fyrir lífi þeirra."
LIÚ ítrekar þá skoðun sína að
það telji að sjósetningarbúnaður sá
sem viðurkenndur hefur verið og
Guðfinnur G.
Johnsen
fyrirhugað er að lögskylda, uppfylli
ekki þær kröfur um áreiðanleika
sem gera beri til slíks öryggisbún-
aðar. Hafa niðurstöður ofan-
greindra skyndiskoðana, sem sýndu
einungis 67 til 80% áreiðanleika,
staðfest það. Það er óviðunandi að
stjórnvöld viðurkenni og lögskyldi
notkun á búnaði sem staðfest er
að reikna megi með að þriðji til
fimmti hver virki ekki sem skyldi,
þegar til hans á að taka á neyðar-
stund.
Lokaorð
Eins og að framan greinir, lá
fullmótuð tillaga að prófunaraðferð
fyrir í nóvember 1989. Og ekki má
gleyma því að þessi tillaga var unn-
in í náinni samvinnu Sr. og ITÍ að
teknu tilliti til fyrirliggjandi alþjóð-
legra krafna á þessu sviði. Nú hefði
mátt ætla að ekki yrði beðið boð-
anna að senda þá sleppibúnaði, sem
í framleiðslu voru, til formlegrar
prófunar. En hvað gerist? Það ger-
ist ekki neitt næstu fimm árin. En
þá fara að heyrast raddir um að
loksins, eftir margra ára baráttu,
hafí Sigmundsbúnaðurinn nú hlotið
fullnaðarviðurkenningu Siglinga-
málastofnunar. Og i hveiju var nú
þessi margra ára barátta fólgin? Jú,
fyrst og fremst í því að koma því
til leiðar að búnaðurinn yrði viður-
kenndur án þess að hann uppfyllti
þær kröfur um prófanir og fram-
leiðslueftirlit sem gerð hafði verið
tillaga um.
Þá vekur afstaða SSÍ og FFSÍ
sérstaka athygli. En hvor tveggja
þessi samtök taka undir þessa máls-
meðferð. Og í stað þess að þrýsta
á að sjálfvirki sjósetningarbúnaður-
inn undirgangist og standist þær
prófanir sem eftir mikla vinnu og
ítarlega umijöllun var gerð tillaga
um, þá mæla þessir aðilar með að
búnaðurinn verði lögskyldaður nú
þegar, þrátt fyrir að hann sé nán-
ast óbreyttur frá því sem hann var
þegar skyldunotkun var afnumin,
vegna þess að vafi lék á um áreiðan-
leika hans, eins og niðurstöður fyrr-
greindra skyndiskoðana staðfesta.
Útgerðarmenn hafa alltaf verið
og eru því fylgjandi að öryggi sjó-
manna og skipa sé sem mest og
best, en gera þá kröfu að tryggt
sé að öryggisbúnaður, sem menn
geta átt líf sitt undir, virki þegar á
reynir. Þeir vænta þess að frestur
sá sem nú hefur verið veittur á gild-
istöku ákvæðis um sjósetningar-
búnað verði nýttur til að bæta úr
því sem betur má fara og að áhuga-
menn um öryggismál sjómanna
beiti sér fyrir því, svo að óska megi
sjómönnum til hamingju með búnað
sem þeir geta treyst á.
Höfundur er starfsmaður LÍÚ.
Gísli hafður
fyrir rangri sök
GJALDKERI Sund-
sambands íslands (SSÍ)
vegur ómaklega að Gísla
Halldórssyni, heiðursfor-
seta íþróttasambands
Islands og heiðursform-
anni Olympíunefndar
(01), í grein í Morgun-
blaðinu 7. febrúar.
I greininni er samn-
ingagerð OI og Reykja-
víkurborgar vegna Smá-
þjóðaleikanna á íslandi
1997 gagnrýnd. Það geri
ég ekki athugasemdir
við og skil reyndar mæta
vel gremju sundforyst-
unnar yfir því að runninn
er úr greipum sá möguleiki að hér
rísi 50 metra innisundlaug fyrir
Smáþjóðaleikana er mæti þörfum
sundmanna til að geta eflt íþrótt
sína til framtíðar. Marggefin fyrir-
heit forystumanna íþróttamála hjá
Reykjavíkurborg fram til 1994 um
slíka laug hafa reynst
innantóm.
Hins vegar eru
þessar línur ritaðar til
að bera blak af Gísla
Halldórssyni Sem
hafður er fyrir rangri
sök í greininni. Þar á
ég við þau ummæli,
að „þrátt fyrir þá
staðreynd" að reglu-
gerð um Smáþjóða-
leika kveði á að sund-
keppni leikanna
skyldi fara fram í 50
metra alþjóðlegri
keppnisiaug hafí Gísli
Halldórsson unnið
„að því af miklum krafti, án samráðs
við Sundsamband íslands, að sund-
keppni [Smáþjóðajleikanna mætti
fara fram í Sundhöll Reykjavíkur".
í fyrsta lagi hafa reglur um
Smáþjóðaleikanna aldrei kveðið á
um laugarstærð.
Ágúst Ásgeirsson
Sundmenn standa í
þakkarskuld við Gísla
Halldórsson, segir
* A
Agúst Asgeirsson,
því hann vildi leggja
þeim lið við að hér risi
50 metra innilaug.
í öðru lagi hefur Gísli Halldórs-
son aldrei lagt til að sundkeppni
leikanna 1997 færi fram í Sundhöll-
inni.
Líklega er hér verið að afflytja
upplýsingar af fundi leiðtoga
ólympíunefnda aðildarríkja Smá-
þjóðaleikanna, sem haldinn var í
Ístanbúl í Tyrklandi haustið 1991
samhliða þingi Evrópusambands
ólympíunefnda. Þann fund sat ég
ásamt Gísla. Á fundinum gerði Gísli
óformlega grein fyrir því að Óí
hefði rætt um að sækjast eftir leik-
unum 1997. I því sambandi gat
hann um íþróttamannvirki sem í
boði væru. Greindi hann frá því
hvers kyns veðurfari mætti alla
jafnan búast við á þeim tíma sem
ætla mætti að leikarnir færu fram
og spurði þá m.a. hvort Miðjarðar-
hafsþjóðimar myndu vilja keppa í
sundi utanhúss eða inni.
Svarið var einfalt, þjóðirnar kysu
frekar að keppa í sundi innanhúss
ef hér væri ekki nema 5-10 stiga
hiti og vætuveður. Svaraði Gísli því
til, að við ættum einungis 50 metra
útilaug en innilaugar væru 25
metra, brautir fáar og salarkynni
þröng. Skipti það engu, óskin um
innanhússkeppni var afdráttarlaus.
Tókum við reyndar fram, að fyrir
lægju yfirlýsingar forystumanns
íþróttamála hjá Reykjavíkurborg
þess efnis að 50 metra innilaug
yrði orðin að veruleika í tæka tíð
fyrir 1997 og vonuðum auðvitað
að við það yrði staðið.
Þessi umræða gladdi fulltrúa Li-
echtenstein, sem sögðust stefna að
leikahaldi 1999 og tóku fram að
þar í landi væri ekki að finna lengri
laugar en 25 metra og ekki til land
undir 50 metra Iaugar!
Á fyrsta fundi stjórnar Óí eftir
heimkomuna lögðum við fram
skýrslu um fundina í Istanbúl. En
að sérstakri ósk þáverandi for-
manns Sundsambands íslands á
fundinum felldum við fúslega út úr
kaflanum um smáþjóðafundinn, að
þjóðimar myndu sætta sig við að
keppa í 25 metra innilaug og vildu
það fremur en keppa í 50 metra
útilaug við lítinn lofthita.
Rök formanns SSÍ vom þau, að
sambandið vildi nota leikahaldið til
þess að beita sér fyrir byggingu
fullkominnar 50 metra keppnis-
laugar innanhúss fyrir Ieikana. Því
bað hann að leynt yrði farið með
málið og greinarnar felldar út. Af
alkunnri sanngirni og velvilja í garð
íþróttanna og íþróttamanna þótti
Gísla sjálfsagt að verða við því.
Engu er betur að treysta en orðum
Gísla Halldórssonar. Mér vitanlega
hefur hann aldrei haft afstöðuna,
sem fram kom á fundinum í Istanb-
úl, á orði utan stjórnar Óí, en af
starfi formanns lét hann fyrir
tveimur árum. Þess vegna er full-
yrðing greinarhöfundar röng og ef
eitthvað er standa sundmenn í
þakkarskuld við Gísla. Hann vildi
leggja þeim lið við að hér risi 50
metra innilaug. Sú barátta var al-
farið á hendi Sundsambandsins.
Höfundur situr í stjórn Ólympíu■
nefndar íslands.