Morgunblaðið - 14.02.1996, Page 23

Morgunblaðið - 14.02.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 23 AÐSENDAR GREINAR Vörn gegn vágesti AÐ undanförnu hef- ur kastljósinu verið beint að vaxandi notk- un unglinga á fíkniefn- um. Það er óhugnanleg mynd og hvergi ofsagt um þær skelfilegar af- leiðingar sem þessi vá- gestur leiðir yfir þá ein- staklinga sem verða fórnarlömb fíkniefn- anna, fjölskyldur þeirra og heimili. Vei þeim forhertu mönnum sem í gróðafíkn sinni, vilja leggja líf æskufólks í rúst. Margir hafa orðið til að bjóða fram krafta sína tii að spyrna við fótum. Gildir það jafnt um forvarnarsamtök, löggæslu, for- eldra, skóla og skólafólk sem og stjórnvöld. Ríkisstjórnin hefur heitið stuðningi við átak gegn vímuefnum. Allt hjálpar þetta til og sýnir í raun hve fólki bregður í brún þegar hul- unni er lyft af þessum ófögnuði sem virðist miklu útbreidd- ari en þjóðfélagið hefur áttað sig á. Engin ein lausn er lykill að því að uppræta fíkniefnanotkun. Besta vörnin er samt sú að . koma í veg fyrir að unglingurinn byrji. Það þekkja þeir sem starfa við' áfengisvarnir. Fyrsta glasið er versta glasið. Það leiðir af sér það næsta. Til að afstýra börn- um og unglingum frá freistingum af þessu tagi, skiptir félagsskap- ur, nánasta umhverfi, uppeldi, líferni og tómstundagaman æskufólksins mestu máli. í því sambandi leyfi ég mér að benda_ á íþróttafélögin og íþróttaiðkun. í hveiju hverfí og byggðarlagi starfa íþróttafélög sem að öðrum ólöstuðum eru vettvangur heilbrigðra lífshátta. Auðvitað geta verið þar misfellur á, eins og geng- íþróttir eru tvímæla- laust, segir Ellert Schram, ein ákjósan- legasta aðferðin til forvarha. ur, enda íþróttafélögin ekki fullkom- in frekar en aðrir. En að öllu jöfnu má fullyrða að þar fari saman holl- usta í hreyfingu og lífsmáta, agi og reglusemi, jákvætt uppeldi í víðtæk- um skilningi. Kosturinn við íþróttafélögin er sá að þau eru til staðar. Það þarf ekki að setja upp bákn og nýjar bæki- stöðvar til að leita nýrra leiða gegn þeim vágesti sem nú um mundir ógnar þúsundum ungmenna. Félögin eru til staðar með allri þeirri orku og getu sem knýr sjálfboðaliða og áhugasama félagsmenn til að láta gott af sér leiða. Staðreyndin er nefnilega sú að íþróttafélög eru ekki eingöngu til að keppa og sigra. Þau eru sterkur og samheldinn félags- skapur ungra og gamalla, sem skilja og finna þá nautn, sem fólgin er í hreyfingu, áreynslu, leikgleði og samvistum við aðra sem hafa sam- eiginlegt áhugamál. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að íþróttir séu svar við öll- um okkar vanda. En íþróttir éru tvímælalaust ein ákjósanlegasta að- ferðin tii forvarna. Það segir reynsl- an okkur og það segja vísindin. Rannsóknir leiða í ljós að þau ung- menni sem stunda íþróttir reglulega eru duglegri í skóla en aðrir, lífsglað- ari en aðrir og það sem kannske er mest um vert, þeir eru reglusamari en aðrir sem ekki stunda íþróttir. íþróttasamband íslands hefur hugleitt og rætt innan sinna vébanda hvernig þessi fjöldahreyfing geti orðið að liði í baráttunni gegn fíkni- efnavandanum. Niðurstaðan er sú að það verði best gert með því að íþróttafélögin, hvert á sínum stað, Ellert B. Schram grípi til aðgerða og átaka, sem þeim hentar og best verður við komið á þeirra eigin heimavelli. Og það er einmitt það sem félögin hafa gert. Undanfarna daga hafa birst fréttir um það í fjölmiðlum að einstök íþróttafélög hér og hvar í þéttbýli og dreifbýli hafi skorið upp herör gegn vágestinum. Þau hafa fundið til ábyrgðar sinnar og skilið hlutverk sitt án þess að fá um það tilskipun að ofan. Hvatning til iðkunar, fræðsla, fundir, áróður gegn vímug- jöfum, markviss leit að einstakling- um sem bjóða má til leiks og starfs eru meðal þess sem bryddað hefur verið upp á. íþróttahreyfingin ætlast ekki til opinberrar stjórnunar né heldur þurfa þau á leiðbeiningum um að- ferðir að halda. Hver og einn finnur til skyldu sinnar og veit hvar skórinn kreppir. Þegar frá líður þarf sam- ræmingar við, ráðgjafar og einhverr- ar liðveislu í fjármagni og fræðslu- efni, en það er áskorun mín til íþróttafélaganna í landinu að þau svari kallinu og bjóði æskufólkinu upp á þá lífsnautn sem er öllum ví- munautnum betri, hollan félagsskap, leikgleði og hreyfingu. Höfundur er forseti ÍSÍ. Röskva framkvæmir AR HVERT lifnar yfir Háskólanum dagana og vikurnar fyrir kosning- ar. Frambjóðendur hreykja sér af starfi sinnar hreyfingar síð- asta árið og lofa öllu fögru fyrir næsta ár. Veggir háskólabygg- inganna eru þaktir af þoðskap hreyfinganna og áróðursblöð liggja út um allt. Lítum aðeins á þegar menn hreykja sér af afrekum síðasta árs. Hvernig er best að mæla þann árangur sem hefur náðst á liðnu ári? Ég tel að árangur sé best mæld- ur með því að líta á hvað var raun- verulega gert; hvað var framkvæmt. Vissulega eru sum mál þess eðlis að þau þurfa tíma og það eitt að leggja fram tillögu er viss áfangi en þau eru fleiri málin þar sem fram- kvæmdin skiptir öllu. Áhugi og kraftur Það verður að segjast eins og er að það er ekki öllum í lófa lagið að fylgja sínum málum eftir. Það hafa ekki allir þann áhuga og kraft sem er nauðsynlegur til þess að láta hug- myndir sínar verða að veruleika. Röskva hefur sýnt það og sannað að hún hefur þennan áhuga og kraft. Hún bíður ekki eftir því að hlutirnir gerist af sjálfu sér eða einhver ann- ar komi og framkvæmi þá fyrir hana heldur gengur hún ákveðin til verks. Það má glöggt sjá á Þjóðarátaki stúdenta fyrir betri bókakosti og stofnun Hollvinasamtaka Háskóla íslands. Það má einnig sjá á atvinnu- málum námsmanna. Á sínum tíma iagði Röskva til að stofnað yrði nemendafyrirtæki og sá um að svo yrði gert. Þetta fyrirtæki, Hástoð, er nú rekið af nemendum og er í örum vexti. Að tillögu Röskvu var einnig stofnaður Nýsköpunar- sjóður námsmanna. Hann hefur dafn- að ár frá ári og gefur alltaf fleiri og fleiri námsmönnum færi á að afla sér reynslu og þekkingar í vinnu að spennandi verkefnum á viðkomandi fræðasviði. Síðasta sumar fengu um 150 nemendur styrk til að vinna að rannsóknum sem Var u.þ.b. 50% aukning frá sumrinu áður. Aðstoðar- mannakerfi er mál sem hefur verið lengi á döfinni. Það er nú orðið að veruleika fyrir tilstilli Röskvu því Háskólaráð hefur samþykkt að ráðn- ir verða 50 aðstoðarmenn úr röðum stúdenta þegar í haust. í fyrra birti Röskva loforðalista fyrir kosningar og birti hann svo aftur að ári liðnu til að sýna hve mörg loforð tókst að efna. Þetta framtak Röskvu er mjög gott bæði fyrir kjósendur og fyrir Röskvu. Þetta gef- ur stúdentum tækifæri til að fylgjast með því hvort Röskva standi við sín orð og það veitir henni það aðhald sem Röskvufólk vill hafa. Við, sem nú erum í framboði til Stúdenta- og Háskólaráðs fyrir hönd Röskvu, ákváðum að endurtaka þetta og höfum birt tólf atriði sem við ætlum að framkvæma á næstu tólf mánuð- um. Aðstoðarmannakerfi, segir Haraldur Guðni Eiðsson, er nú orðið að veruleika fyrir tilstilli Röskvu. Áhersla á atvinnumál Þar sem ég hef þegar minnst á atvinnumál í þessari grein þá langar mig til að fylgja því eftir og nefna þau atriði sem eru á þessum lista og tengjast atvinnumálum stúdenta. 1. Efla aðstoðarmannakerfið: Röskva setur stefnuna á að þrefalda fjölda aðstoðarmanna þannig að 150 stúdentar verði ráðnir á næsta ári. 2. Efla Nýsköpunarsjóð náms- manna: Síðustu ár hefur Röskvu tekist að stækka Nýsköpunarsjóðinn um 25-50% milli ára. Á þessu ári leggur Röskva áherslu á að efla sjóð- inn með framlögum frá fyrirtækjum án þess að opinber framlög lækki. 3. Tölvuvædd Atvinnumiðlun á netinu: Það er takmark Röskvu að bjóða upp á Atvinnumiðlun náms- manna á alnetinu fyrir sumarið. Þannig verður tekið enn eitt skrefið til að bæta þjónustu miðlunarinnar en Atvinnumiðlun námsmanna út- vegaði rúmlega 500 stúdentum vinnu síðasta sumar. Ég vil hvetja alla stúdenta til að kynna sér störf og stefnur beggja hreyfinganna sem takast á í þessari kosningabaráttu og taka svo mál- efnalega afstöðu og mæta á kjörstað. Höfundur er á lista Röskvu til StúdenUiráðs. Haraldur Guðni Eiðsson Um köllun presta til embættis NUGILDANDI lög um prestkosningar no 44/1987 béra þess glögg merki að vera málamiðlun milli við- horfa þeirra, sem vildu afnema hinar almennu prstskosningar og hinna, sem vildu veit- ingavaldið á alla grein til kirkjustjórnarinnar. Það er reginmisskiln- ingur að lögin hafi á nokkurn hátt afnumið prestskosningar. Þau koma hins vegar mjög til móts við þá, sem höfðu gagnrýnt hinar almennu prestskosningar með því að halda á lofti augljósum göllum þeirrar aðferðar: Kostnaði, leiðind- um, flokkadráttum og margháttuð- um eftirmálum. Meginreglan skyldi nú vera sú, að kjörmenn veldu úr hópi umsækjenda þann, er gegna skyldi viðkomandi kalli. Kjörmenn eru sóknarnefndarmenn og vara- menn þeirra. Ég hefi talið að með þessu ráði væri horfið hið næsta að því fyrirkomulagi, sem siðbóta- mennirnir lögðu til, því sóknar- nefndarfólk gegnir í vissum skiln- ingi kirkjulegri köllun, þó á borg- aralegri forsendu sje. Mikill galli er á lögunum frá sjónarhóli presta að því leyti, að prestar njóta ekki þjónustualdurs, viðbótamenntunar eða nokkurs annars þess, er menn bæta um fyrir sjer með almennt, alls staðar annars staðar, er þeir bjóða fram starfskrafta sína og hæfileika. Kjörmenn eru allsendis óbundnir í öllum skilningi og geta látið hvaða viðhorf, sem þeir sjálfir kjósa, ráða gerðum sínum í leyni- legri kosningu. í því efni er komið víðs íjarri viðhorfum siðbótarmann- anna. Núgildandi lög gera ráð fyrir því, að unnt sje að efna til al- mennra prestskosninga krefjist 25% atkvæðisbærra sóknarmanna þess. Þessi heimild laganna lýsir því bezt, að prestskosningar eru engan veg- inn aflagðar með þeim. Þarna ráða almenn fjelags- og lýðræðisviðhorf samtíðarinnar. Eg hefi verið and- vígur þessari aðferð, en undrast það hvorki nje fordæmi, þótt til hennar sje gripið þar, sem lögin heimila hana. Eg geri hins vegar þá kröfu, að henni sje varlega beitt og aldrei að geðþótta. Hún er og á að vera annar valkostur, en ekki megin- regla. Því tel eg það koma til greina að þrengja þennan kost, t.d. með því, að fullur þriðjungur eða jafnvel helfningur at- kvæðisbærra sóknar- manna þurfi að koma til með kröfu um al- mennar kosningar. Þriðja aðferðin, sem lögin nefna „köllun“, er þriðji valkostur, sem ætlað er að beitt sje vegna sjerstakra að- stæðna. Það má ekki villa um fyrir mönnum, að þessi kostur er nefndur í fyrstu grein laganna. Það eitt gerir hann ekki að meginreglu. Það er ljóst af greinargerðinni, sem fylgdi frumvarpi iaganna á sínum tíma, Eg treysti Alþingi ís- lendinga til þess, segir Geir Waage í síðari grein sinni, að lagfæra prestskosningalögin nú. að til þessarar aðferðar yrði gripið þar, sem sjerstakar aðstæður köll- uðu eftir afbrigðum frá meginregl- unni, sem er kjörmannavalið. Þann- ig hefur henni líka verið beitt í seinni tíð með undantekningu þó. Lögin eru hins vegar ekki nógu skýr um það, hvenær má til hennar taka og því hefur henni verið mis- beitt. Þess vegna tel ég að kasta beri þessari aðferð með öllu, nema ef til vill í því tilfelli, að enginn hafi sókt um auglýst prestakall. Eg álít, að gæta beri þess umfram allt, að lögbundið sje, að öll störf þar, sem kallaðir eru til prestar og guðfræðingar á grundvelli prófs og vígslu verði opinberlega auglýst laus til umsóknar. Eg legg til, að falli atkvæði jöfn á kjörfundi, skuli hlutkesti ráða. Fallizt gæti eg á, að einungis aðal- menn í sóknarnefndum sjeu kjör- menn. _ Sjálfur er eg ekki reiðubúinn til þess að hlaupa með öllu frá því meginsjónarmiði siðbótarmann- anna, að presturinn skuli kallaður af söfnuðinum. Þar til bærir aðilar á hans vegum gangast undir þá ábyrgð að velja hann úr hópi þeirra, sem bjóða sig fram. Vissulega getur slíkur aðili verið biskupinn. Varlega verður þó að fara í rökstuðningi fyrir því, að svo skuli vera. Því er það mín skoðun enn um þessar mundir, að núverandi skipan, kjör- mannakosningu, skuli halda í meg- indráttum. Eg treysti Alþingi íslendinga ti! þess, að lagfæra prestskosningalög- in nú, þegar það verkefni er borið fyrir þingið, án þess, að hrapað verði að ráði nokkurra þingmanna, sem haft hafa á orði, að til greina kæmi að setja prestsembættin und- ir sóknarnefndirnar fjárhagslega og einnig hvað varðar „ráðningu" í þau. Hið fyrra kemur ekki til greina. Vísa eg um rök til greinar minnar í Morgunblaðinu á Kyndilmessu. Hið síðara fæli í sjer þvílíkt fráfall frá embættisskilningi þeirrar kirkju, sem fer með postullegt um- boð og þar með lútherskrar kirkju, að því yrði aldrei unað að mínu viti. Grein þessi er hluti af athuga- semd, sem lögð var fram í nefnd þeirri, er Þorsteinn Pálsson kirkju- málaráðherra skipaði á sumri 1995 til að endurskoða lög 44/1987 um veitingu prestakalla. Höfundur er formaður Prestafé- lags íslands. PÉTUR PÉTURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍÓ LAllGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 Geir Waage

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.