Morgunblaðið - 14.02.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 37
__________BREF TIL BLAÐSHMS
i Opið bréf
til vígslubiskups
Frá Guðmundi Ágústssyni:
Á SÍÐASTA sóknarnefndarfundi í
I Langholtskirkju lá fyrir bréf frá
Iyður þar sem þér m.a. óskið eftir
því við sóknarnefnd að hún sam-
I þykki ekki að boða til aukasafnað-
arfundar til umræðu um þau deilu-
mál sem verið hafa innan safnaðar-
ins. Þau tilmæli yðar eru skiljanleg
miðað við það sem á undan hefur
gengið að hlífa söfnuðinum við því
að fá upplýsingar og taka afstöðu
til þeirra deilumála sem verið hafa
innan safnaðarins. Hitt þykir mér
j öllu verra og er tilefni til þess að
j ég rita yður bréf þetta að þér skul-
'l ið sem einn af æðstu mönnum kirkj-
I unnar ráðast á mjög svo ósmekkleg-
an hátt og án nokkurs tilefnis að
sóknarnefndinni með dylgjum og
órökstuddum fullyrðingum.
Frá upphafi þessara deilumála
sem verið hafa innan sóknarinnar
hefur sóknarnefnd valið þann kost
að tjá sig sem allra minnst um
ágreiningsefnin því það hefur verið
J hennar vilji að málin verði leyst
■j innan kirkjunnar en ekki í fjölmiðl-
. um. Óneitanlega hefur þessi þögn
* verið óþægileg þegar menn eins og
þér, herra vígslubiskup, og formað-
ur Prestafélagsins komið fram með
fullyrðingar eins og þær að deilan
snúist einvörðungu um ósamkomu-
lag prestsins og organistans og
lausnin felist í því að sóknarnefndin
segi organistanum upp störfum.
Hefur sóknarnefndin látið fullyrð-
I ingar af þessu tagi yfir sig ganga
;< í þeirri von að menn vitkist og sjón-
i deildarhringur þeirra er halda slíku
fram víkki með tímanum. Vitið þér
jafnvel og ég að sú lausn sem þér
hafið barist fyrir leysir engan vanda
enda vandamálið stærra og flókn-
ara en svo að ein uppsögn sé nægi-
leg til lausnar. Að mínu viti er upp-
sögn organistans betur til þess fall-
in að magna upp óróann innan safn-
, aðarins en róa hann niður þvi að
* ágreiningur sóknarprests og organ-
( ista er frekar afleiðing þeirra deilu-
| mála sem verið hafa innan safnað-
arins en orsök þeirra. Um orsakir
deilunnar ætla ég ekki að fjalla hér
í smáatriðum enda bæði yður og
mér þær vel kunnugar. Vil ég í því
sambandi minna yður á sáttafund
er við báðir sátum undir forystu
prófasts, séra Jóns Dalbú Hró-
bjartssonar, hinn 14. janúar 1994.
, Voruð þér á þann fund komnir
' ásamt formanni Prestafélags ís-
I lands, Geir Waage, að beiðni sókn-
( arprests honum til fulltingis vegna
þess ágreinings sem þá var uppi á
milli sóknarnefndar og sóknar-
prests. Hafði sóknarnefnd þá leitað
til prófasts vegna deilu sóknar-
nefndar og sóknarprests um safn-
aðarstarfið og uppbyggingu þess. í
stað þess að miðla málum hélduð
þér uppi kröftugum málflutningi
fyrir sóknarprestinn sem og sá sem
var með yður í för. Það var ekki
að áeggjan yðar að sátt náðist í það
skipti heldur vegna lipurðar og góðs
vilja prófasts sem lagði sig fram
um að leysa ágreininginn. Því miður
entist sú sáttargjörð sem þá var
gerð ekki lengi en til uppþota kom
þó ekki því að sóknarprestur fékk
námsleyfi og friður hélst um hríð.
Með tilvitnuðu bréfi yðar sem þér
augljóslega ritið að beiðni sóknar-
prests eruð þér við sama heygarðs-
hornið. í stað þess að bera klæði á
vopnin eins og ætlast má til af
manni í yðar stöðu ráðist þér með
diguryrðum að sóknamefndinni á
mjög svo ósmekklegan hátt. Get
ég sem sóknarnefndarmaður ekki
setið undir þessum ávirðingum yðar
og frábið mér sendingar af þessu
tagi i framtíðinni. Eftir þessa bréfa-
sendingu er erfitt að taka yður al-
varlega og leyfi ég mér að draga í
efa vilja yðar til að finna lausn á
deilu þessari.
Það er rangt sem fram kemur í
bréfi yðar að sóknarnefnd hafi
gagnvart biskupi kastað rýrð á
embættisheiður yðar. Slíkt hefur
sóknarnefnd ekki gert. Því er hins
vegar ekki að leyna að einstaka
sóknarnefndarmönnum hefur
fundist að yður sem vígslubiskup
hefði í stað þess að taka málstað
sóknarprests í einu og öllu borið
skylda tl að leita leiða til að jafna
þann ágreining sem verið hefur í
sókninni. Kunna einhveijir þessara
aðila að hafa tjáð biskupi þessa
skoðun sína. Það er hins vegar
rangt að sóknarnefnd hafi ályktað
sérstaklega um yður eða embætti
yðar. Um heilindi yðar til að ná
sáttum verðið þér að eiga við sam-
visku yðar en ekki hef ég orðið var
við að þér hafið stuðlað að því
beint að sættir mættu takast í
sókninni.
I bréfi yðar gefið þér sóknar-
nefndinni heilræði, segið þér
„ ... ætla ég enn að ráða ykkur heilt
án allrar beiskju. Ráð mitt er í þessu
fólgið að þið reynið ekki að grípa
fram fyrir hendur þeirra, sem nú
fjalla af aIvöru um málið, með því
að halda slíkan fund, né með öðru
móti.“ Ber að skilja orð yðar þann-
ig að þau störf sem sóknarnefnd
hefur unnið séu hálfkák og vitleysa
og við sem í sóknarnefndina höfum
verið kosin af söfnuðinum höfum
ekki hundsvit á því hvað okkur ber
að gera eða eigið þér við með orða-
vali yðar vinsamleg tilmæli til sókn-
arnefndar að hún haldi að sér hönd-
um meðan biskup fjallar um málið?
Hefði ég kosið að þér hefðuð átt
við hið síðarnefnda en því miður
verður ekki lesið annað úr bréfi
yðar en þér teljið að í sóknarnefnd
hafi valist hálfgerðir kjánar sem
ekkert vit hafa á lögum eða kirkju-
legi starfi. Kemur þetta viðhorf
yðar enn betur í ljós síðar í bréfi
yðar þegar þér segið: „Gerið ykkur
nú ljóst, að þetta mál snýst ekki
lengur um hver betur standi sig í
köpuryrðum og persónulegum árás-
um. Þetta mál varðar orðið alla
kirkjuna, og er það ekki síst vegna
þess hvernig sóknarnefndin hefur
að því komið.“ í tilefni þessara síð-
ustu orða í bréfi yðar leyfi ég mér
að kreíjast þess af yður að þér
standið fyrir máli yðar og rökstyðj-
ið á hvern hátt sóknarnefndin hafi
klúðrað málinu. Ég veit ekki betur
en af hálfu sóknarnefndar hafi í
einu og öllu verið farið að lögum
og ekkert það aðhafst sem mátti
verða til þess að magna upp deil-
una. Hið sama verður því miður
ekki sagt um marga aðra, þ. á m.
yður og formann Prestafélagsins
sem virðist ætla að nota þetta mál
sem einhvers konar prófmál innan
kirkjunnar. Efast ég því stórlega
um að þér hafið nokkurn áhuga á
því að mál þetta leysist með þeim
hætti að friður komist á innan
Langholtssafnaðar.
Hvað eigið þér annars við með
eftirfarandi setningu í bréfi yðar:
„Nú er tvísýnt um málalok að því
leyti, að erfitt er að átta sig á hvort
það muni draga á eftir sér mála-
færsludræsu eður ei.“ Er þetta hót-
un gagnvart sóknarnefnd eða jafn-
vel biskupi sem hyggst kveða upp
úrskurð í deilumálum innan safnað-
arins á næstu dögum? Hvað meinið
þér annars með því að málið sé
tvísýnt og fyrir hvern?
Að svo komnu ætla ég ekki að
óska frekari skýringa við bréf yðar
en það skal upplýst að ég var þeirr-
ar skoðunar eftir að hafa lesið bréf
yðar á umræddum sóknarnefndar-
fundi að sóknarnefnd ætti þá þegar
að taka þá ákvörðun að boða til
aukasafnaðarfundar. Hins vegar
féll ég frá tillögu minni þegar mér
varð hugsað til bréfs biskups þar
sem hann fór þess vinsamlegast á
leit að fundurinn yrði ekki haldinn
fyrr en hann hefði kveðið upp sinn
úrskurð.
Að síðustu, herra vígslubiskup,
leikur mér forvitni á að vita hvort
sóknarprestar eru skipaðir af ráð-
herra til þjónustu við guð eða til
þjónustu við söfnuðina.
GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON,
lögmaður og í sóknar-
nefnd Langholtssafnaðar.
Kveðjur sunddeildar
þakkaðar
j Frá Bjarna Kjartanssyni:
FYRIR hönd okkar í Sundhöllinni
vil ég senda Arnari Birgissyni heils-
hugar þakkir fyrir góð orð í garð
vinnustaðar okkar, í grein hans í
Morgunblaðinu þann 7.2. ’96.
Þar lýsir hann Sundhöllinni sem
ófærri, afdankaðri byggingu, þar
sem aldeilis væri ekki hægt að
' keppa sér til nokkurs gagns, hvað
I þá gamans. Þetta er afar gott að
| vita fyrir næsta tímabil. Ég æski
þess að hugur fylgi, eins og best
er með íþróttamenn, sönnu hugsjón-
inni um ræktun lýðs og lands.
Trauðla vilja KR-ingar halda mót
sin lengur hjá okkur, í laug byggðri
fyrir 1937, heldur leggjast þeir
þennan spotta til Vestmannaeyja
að fornum sið vaskra kappa. Sund-
, ráð Reykjavíkur þarf því síður að
gera ráð fyrir æfingaplássi í höll-
* inni fyrir KR-inga — því meir fyrir
| hina.
Ef hinn geðprúði og veltitlaði
Arnar túlkar í grein sinni skoðanir
stjórnar Sundsambands íslands er
séð, að við getum snúið okkur nær
eingöngu að þjónustu við almenna
sundiðkendur í höllinni um helgar.
Þetta hefur í för með sér klára
byltingu í rekstri Sundhallarinnar,
því að þótt að Arnar Rafn, orðvar
og prúður, jafnvel settlegur í allri
framsetningu málsins, telji mann-
virkið hró og hjall ónothæfan með
öllu, þá hefur almenningur komist
á þá skoðun að blessunin hún Sund-
höll sé afar þægileg til líkamsrækt-
ar og styrkingar. Menn eru þar í
28 stiga hita á bökkunum, ungling-
arnir leika sér á stökkbrettunum,
börnin eru að leik í grunnu laug-
inni, sem er um 33ja stiga heit
búin leiktækjum, þannig að aðstæð-
ur eru allar hinar ákjósanlegustu
fyrir fjölskyldufólk til heilsubótar,
— í öllum veðrum.
Ekki þekki ég nægjanlega til al-
þjóðlegra staðla um sundkeppni til
að efast um ívitnaðar reglur en hitt
þekki ég vel. Sundmenn hafa hing-
að til kunnað að meta aðstöðuna
hjá okkur, sérstaklega þegar kalt
er úti eða rok.
Það er því miður svo, að oft á
við um kappsama menn, eða freka,
orðatiltækið „gleymt er þá gleypt
er“. Borgaryfirvöld hafa, á hverjum
tíma, lagt sig í verulegar fjárskuld-
bindingar til að létta íþróttamönn-
um starfann, þvi er ómaklegt að
senda helstu velgjörðamönnum sín-
um tóninn. Affarasælla væri fyrir
lítillátan formann sunddeildar KR
og gjaldkera SSÍ, að leggjast á
sveifina með íþróttafulltrúa Reykja-
víkur og forstöðumönnum sund-
lauga í Reykjavík til þess að fá fram
breytingar á mannvirkjunum til
hagsbóta fyrir sundmenn, jafnt
keppendur sem aðra.
Rætnum dylgjum- í garð for-
. manna Ólympíunefndar, fyrrver-
andi og núverandi, læt ég ósvarað
enda aldeilis ekki verðar orða.
Kærar óskir um gott gengi i
heilnæmri íþrótt færi ég öllum
KR-ingum. Megi menn þar á bæ
róast vel og ná eðlilegum þroska
þá tímar líða.
BJARNl KJARTANSSON,
forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur
Hvad mundir þú gera
ef þú ynnir 100
milljónir í kvöld?
LOTT*
Til mikils að vinna!
íslensk
<Getspá
;V
XVÖFALDUR
pOTTUR
Víkingalottóinu!
ö & &
Alla miðvikudaga fyrirkL 17.00.