Morgunblaðið - 14.02.1996, Page 48
Fáðu þér miða fyrir föstudag
•ttYUNDJII
Hátækni til framfara
M Tæknival
Skoifunni 17 • Sími 568-1665
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Öhapp við
loðnulöndun
Þórshöfn. Morgnnblaðið.
ÞAÐ óhapp henti við loðnulöndun
ór Júpíter að um 150 tonn af loðnu
fóru í höfnina. Orsökin er mannleg
mistök því gleymst hafði að skrúfa
fyrir þriggja tomma lögn en dælt er
úr skipinu beint inn í frystihúsið.
Verið var að landa loðnu til fryst-
ingar beint inn í frystihúsið s.l. laug-
ardag og mánudag en við þær land-
anir urðu mistökin. Er nú unnið að
hreinsun á höfninni.
Að sögn hafnarvarðarins, Sigurð-
ar Óskarssonar, gengur hreinsunin
vel og í gær, þriðjudag, höfðu náðst
70 tonn úr höfninni. Við hreinsunina
er notuð dæla og bjóst Sigurður við
að verkinu lyki í dag, miðvikudag.
Sigurður sagði, að allt magnið væri
vigtað jafnóðum og það næðist upp
og hreinsun yrði ekki hætt fyrr en
höfnin væri orðin hrein af loðnu.
Mengun hlytist því ekki af þessu
óhappi. Góð veðurskilyrði auðvelda
hreinsunarstarfíð.
----♦ ♦ «---
Tvöföldun
rækjuafla
MJÖG góð aflabrögð voru í janúar.
Rúmlega 100.000 tonn bárust á land,
en 37.000 tonn í sama mánuði í fyrra.
Meira veiddist af nánast öllum teg-
undum nú, en mestu munar um mik-
inn loðnuafla, eða nærri 40.000 tonn.
í janúar í fyrra veiddust aðeins 1.262
tonn ,af loðnu.
Úthafsrækjuafli í janúar var 6.201
tonn, sem er rúmlega tvöföldun frá
sama mánuði í fyrra og af innfjarða-
rækju veiddust tæp 2.200 tonn, sem
er þreföldun frá árinu áður. Þá veidd-
ust 19.000 tonn af síld í janúar núna
en aðeins 1.175 tonn í fyrra.
Þorskafli í janúar varð nú alls
17.868 tonn en var 14.025 í fyrra.
Hundrað þúsund tonn/Bl
Kynjamyndir
klettsins
Margar sagnir eru um
tröll, sem dagaði uppi og
urðu að steini. Þannig hef-
ur það líka verið um þenn-
an steinkarl í Pottgili við
Hrífunes í Vestur - Skafta-
fellssýslu. En þegar litið
er á hann lifnar hann við
og breytist í það, sem í
huga okkar býr.
Viðræðurnar um þorskkvóta íslenzkra skipa í Barentshafi
Þrjú j)úsund tonn ber í
milli Islands og Noregs
Norðmenn vilja endurgjald fyrir
nærri helming- hugsanlegs kvóta
--— ÞRJÚ þúsund tonnum munar á til-
boði Noregs um þorskkvóta fyrir
íslenzk skip í Barentshafi og á lág-
markskröfu íslands um veiðiheim-
ildir, samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins. íslendingar krefjast um
15.000 tonna kvóta en Norðmenn
vilja ekki bjóða nema um 12.000.
Auk þess vilja þeir að helmingur
þeirra veiðiheimilda verði veittur
gegn kvóta á íslandsrniðum eða
annars konar endurgjaldi.
I viðræðum Islands, Noregs og
Rússlands um þorskveiðiheimildir
íslenzkra skipa í Barentshafinu
hafa samningamenn einkum reynt
að ná grunnsamkomulagi um stærð
kvótans en önnur atriði hugsan-
legra samninga mætt afgangi.
Norðmenn lýstu sig fyrst tilbúna
til að bjóða Islandi kvóta í apríl síð-
astliðnum en buðu þá ekki nema
8.000 tonn, sem íslenzk stjómvöld
töldu fráleitt tilboð.
Eftir að skriður komst á viðræð-
ur að nýju síðastliðið haust hækk-
uðu Norðmenn tilboð sitt og á
samningafundi í Moskvu í október
buðu þeir, samkvæmt upplýsingum
Morgunbiaðsins, um tólf til þrettán
þúsund tonna kvóta, en íslendingar
höfðu þá lækkað sína kröfu niður
í um 15.000 tonn. Rætt var um að
hluti kvóta íslendinga yrði hugsan-
lega veiddur í norskri lögsögu og
jafnframt var rætt um gagnkvæm
skipti á veiðiheimildum.
Helmingur kvótans
gegn endurgjaldi
Eftir fundinn í október ríkti nokk-
ur bjartsýni um lausn deilunnar um
veiðar í Smugunni, en fljótlega sló
í bakseglin, ekki sízt vegna þess að
Evrópusambandið krafðist aukinna
veiðiheimilda af Norðmönnum, yrði
samið við ísland.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að á samningafundi ríkjanna þriggja
í Moskvu í seinasta mánuði hafi
norska viðræðunefndin lagt fram
tilboð, sem var talsvert breytt frá
októberfundinum. Norðmenn bjóða
nú ekki nema sex til sjö þúsund
tonn af þorski í Smugunni, þar sem
íslenzk skip hafa veitt um 35.000
tonn síðastliðin tvö ár.
Jafnframt býður Noregur stærri
hlut en áður í norskri lögsögu, eða
fimm til sex þúsund tonn. Norðmenn
segjast vilja fá eitthvað í staðinn
fýrir þann kvóta, en ekki mun vera
fullkomlega ljóst hvert endurgjaldið
á að vera. Rætt er um veiðiheimildir
í íslenzkri lögsögu, en ekki hefur
heldur komizt á hreint í viðræðunum
að hve miklu leyti þær yrðu „papp-
írskvóti", þ.e. fiskur, sem Norðmenn
myndu ekki veiða eða sem er ekki
jafnverðmætur og sá þorskafli sem
íslendingar fengju. íslenzk stjórn-
völd telja þetta tilboð óaðgengilegt
og verra en tilboð Noregs í október.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er ekki ósennilegt að með
þessari breytingu vilji Norðmenn
leitast við að friða Evrópusamband-
ið. Með því að íslenzk skip fengju
stærri kvóta í norsku lögsögunni
gæti hugsanlegur samningur við
Island orðið líkari þeim fiskveiði-
samningum, sem Noregur hefur t.d.
nú þegar við Færeyjar, Grænland
og ESB sjálft. Allir þessir samning-
ar gera ráð fyrir veiðum viðkomandi
lands í norskri lögsögu gegn veiði-
heimildaskiptum og er í sumum til-
fellum um „pappírskvóta" að ræða.
íslenskir
tómatar
á markað
Syðra-Langholti, Morgunblaðið
íslenskir tómatar eru nú komnir á
markað um tveimur mánuðum fyrr
en venja hefur verið. Það eru hjón-
in Helga Karlsdóttir og Guðjón
Birgisson á Melum í Hrunamanna-
hreppi sem eru farin að selja þessa
uppskeru.
Það sem gerir þetta mögulegt
er sérstök raflýsing í gróðurltúsum
en 900 fm af 3.060 fm garðyrkju-
stöð hefur verið tekin til fram-
leiðslunnar. Guðjón segir að þetta
sé tilraunaverkefni að hluta til,
sem margir aðilar komi að, s.s.
raforkusalar, aðilar tengdir garð-
yrkjuframleiðslunni, Atvinnuþró-
unarsjóður Suðurlands og ýmsir
fleiri.
I garðyrkjustöðinni að Melum
er verið að kanna hvort mögulegt
sé að framleiða tómata með auk-
inni lýsingu en þetta tilraunaverk-
efni hófst haustið 1994. Þetta er
eina garðyrkjustöðin á landinu þar
sem þessi aðferð við tómatafram-
leiðslu hefur verið reynd. Guðjón
segir þennan ljósabúnað dýran en
þarna sé um að ræða 600 watta
lampa og eru 170 siíkir í gróður-
húsinu þar sem tilraunin fer fram.
Lýst er í 16 klst. á sólarhring en
plönturnar þurfa að fá nótt í 8
klst. Einnig eru gerðar tilraunir
með lýsingu í 12 klst. í hluta húss-
ins til samanburðar. Raforkukostn-
aður er eðlilega mikill við þessa
ræktun, en rafmagnið er keypt
eftir svokölluðum roftaxta. Rækt-
unarjiúðinn er úr steinull en plönt-
urnar fá næringu með vökvun.
Engin lyf eru notuð við þessa rækt-
un en sérstök flugutegund, sem
garðyrkjumenn hafa tekið í þjón-
ustu sína, sér um að útrýma skor-
dýrum sem kynnu að leggjíist á
plönturnar. Guðjón segir að með
þessari ræktunaraðferð þurfi verð
á tómötum eðlilega að vera hátt,
en hann reiknar með að fljótlega
geti hann selt um 1 tonn á viku.