Morgunblaðið - 21.02.1996, Síða 10

Morgunblaðið - 21.02.1996, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Áhugi hjá HÍ að leigja Þjóðarbókhlöðu Vilja lengja opnun- artíma ÓFORMLEG yfirlýsing þar sem fram kemur vilji Háskóla íslands til að leigja Þjóðarbók- hlöðu um kvöld og helgar var lögð fram á viðræðufundi stjórnar Landsbókasafns Ís- lands-Háskólabókasafns, les- stofunefndar Háskólaráðs og fulltrúar Stúdentaráðs HÍ fyrir skömmu. Tilgangur þessarar leigu væri að lengja opnunartíma safnsins í því skyni að veita háskólanemum aðgang að les- rými, að því er kemur fram í seinasta Stúdentablaði. Myndu greiða laun Til fundarins mun hafa ver- ið boðað í kjölfar tilboðs Stúd- entaráðs um að ráðið sjái um að halda safninu lengur opnu, en í því skyni er hafín dósa- og smápeningasöfnun á meðal stúdenta og almennings. Stúd- entablaðið kveðst hafa heim- ildir fyrir að leiga yrði hugsan- lega innt af hendi með þeim hætti að Háskólinn borgaði starfsmönnum laun kvöld og helgar. Ef Háskólinn leigði Þjóðar- bókhlöðuna yrði það einungis til bráðabirgða, að sögn Guð- mundar Steingrímssonar for- manns Stúdentaráðs HÍ, eða þar til annað íjármagn fæst, frá t.d. ríki. Þangað til yrði aðstaðan eingöngu opin fyrir háskólanema. Hart deilt á Alþingi um frumvarpsdrög um vinnudeilur og réttindi launþega * Fullyrðingar um stórfellda réttindaskerðingu launþega . ÞINGMENN stjómarandstöðunnar fullyrtu á Alþingi í gær, að í frum- varpsdrögum um sáttastörf í vinnudeilum og réttindi og skyldur opinberra starfsmanna felist stór- felld réttindaskerðing og ríkis- stjómin sé með þeim að blása til óvinafagnaðar og stríðsástands á vinnumarkaði. En ráðhérrar sögðu að í frum- varpsdrögunum fælist hvorki afturvirk skerðing á lífeyrisréttind- um opinberra starfsmanna né aft- urvirk skerðing á réttindum laun- þega og opinberra starfsmanna, sem samið hefði verið um í kjara- samningum, nema varðandi bið- launarétt. Um er að ræða frumvörp sem enn hafa ekki verið lögð fram á Alþingi, en hafa verið til meðferðar hjá launþegasamtökum. Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Al- þýðubandalagsins, tók málið upp utan dagskrár á Alþingi í gær og gagnrýndi að umrædd frumvarps- drög væru komin fram í ljósi yfir- lýsinga launþegasamtaka um að þau hafi ekki verið höfð með í ráð- um og væru drögunum gersamlega andvíg. Margrét spurði hvort þetta væru merki um nýja samskiptahætti rík- isvaldsins og verkalýðshreyfíngar- innar og hvort ríkisstjómin væri að segja verkalýðshreyfingunni stríð á hendur. Þær breytingar sem lagðar væru fram í sambandi við vinnulöggjöfina fælu í sér verulega takmörkun á sjálfsögðum réttind- um launafólks og samkvæmt áliti fræðimanna í vinnurétti stönguð- ust þær á við stjórnarskrá, íslensk lög og ýmsar alþjóðlegar sam- þykktir. „Hér er því um að ræða beinar árásir á verkalýðshreyfinguna sem Hraunbær - til sölu giæsileg 3ja herb. íbúð ofarlega f Hraunbæ. Laus strax. Hafið samband í síma 567 4144 eftir kl. 18.00. Sérverslun í Kringlunni i L Höfum í einkasölu þekkta sérverslun í eigin húsnæði í Kringlunni 8—12. Um er að ræða fallega búð með góðum innréttingum. I boði eru góð greiðslukjör fyrir traustan kaupanda. Upplýsingar einungis á skrifstofunni, ekki í síma. Viðskiptaþjónustan, Síðumúla 31, sími 568-9299. FASTEIGNA IVIARKAÐURINNehf % ÓÐINSGÓTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Sæbólsbraut - Kóp. Glæsileg 86 fm íbúö á 1. hæö á góöum útsýnisstað viö voginn. Vandaðar innrétt- ingar og skápar frá HP. Parket og flísar á gólfum. Áhv. byggingasjóður 1,8 millj. Verð 6,9 millj. Laus strax. jp Jón Guðmundsson. söiustjóri, lögg. fasteignasali, Ólafur Stefánsson, vi6sk.fr. og lögg. lasteignasali I FASTEIGNAMARKAOURINNehfi Óöinsqötu 4. Símar 551-1540, 552-1700 Margét Frímannsdóttir Davíð Oddson við hljótum að mótmæla kröftug- lega,“ sagði Margrét. Undir þetta tóku fleiri þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna. Og- mundur Jónasson, þingmaður Al- þýðubandalags og óháðra og for- maður BSRB, sagði að til stæði að afnema í einu vetfangi ýmis grundvallarréttindi sem hefðu ver- ið forsendur kjarasamninga um langt skeið. Og Jóhanna Sigurðar- dóttir þingmaður Þjóðvaka sagði ijóst af þeim hugmyndum, sem fram hefðu komið í fjölmiðlum um málið, að verið væri að breyta sam- skiptareglum á vinnumarkaði og þrengja að réttindum í andstöðu við launafólk. Völd til launþega Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði þetta mál enn á umræðu- stigi, því tillögudrögin væru enn á umræðustigi, einmitt við verkalýðshreyfing- una. Um væri að ræða nauðsynlega endur- skoðun á gömlum lagaramma um leik- reglur í samskiptum launþega og atvinnu- rekenda og þeim gæti enginn breytt nema Alþingi. Davíð sagðist sam- mála því að óskynsam- legt væri að breyta þessum leikreglum án náins samráðs við þá sem í hlut ættu, enda hefði slíkt samráð ver- ið haft. Varðandi frumvarp um sáttastörf í vinnudeil- um hefði verið starfandi nefnd aðila, sem hefði haldið 42 fundi. Þá sagði Davíð það misskilning að í drögunum væri verið að draga úr rétti launþega. Ef það væri uppi að draga úr völdum verkalýðs- foringja, þá væri það aldrei gert þannig að færa þau völd til vinnu- veitenda eða ríkisins heldur ein- göngu til launþeganna sjálfra. „Eg trúi því ekki að formaður Alþýðubandalagsins sé andvígur því að auka rétt launþeganna sjálfra. Ahrif þeirra á það hvort boðað sé til vinnustöðvunar, áhrif þeirra á það hvenær verkföllum ljúki, o.s.frv.," sagði Davíð og bætti við að dæmi væri um að mjög fámennir fundir í verkalýðs- félögum gætu sett allt á annan endann í þjóðfélaginu og þar með truflað störf þúsunda annarra launþega sem kæmu þar hvergi nærri. „Við verðum sem löggjafi að vemda hagsmuni þessara laun- þega,“ sagði Davíð. Ekki sneitt að réttindum Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði frumvarpið um sátta- störf á vinnumarkaði væri samið á grundvelli áfangaskýrslu frá samráðsnefnd sem fjallaði um samskiptareglur á vinnumarkaði. Hann sagði fjarstæðu að í frum- varpinu væri sneitt að verkfalls- réttinum og einnig væri fjarstæða að halda því fram að frumvarpið stangaðist á við stjórnarskrá eða alþjóðasáttmála. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að haft hefði verið samráð við samtök opinberra starfsmanna um frumvörp um Líf- eyrissjóð ríkisstarfsmanna og rétt- indi og skyldur ríkisstarfsmanna sem nú væru í vinnslu hjá ríkis- stjórninni. Friðrik sagði frumvarpið um líf- eyrissjóðinn ekki fela í sér skerð- ingu á heildarréttindum ríkis- starfsmanna heldur tilfærslu á réttindum. I hinu frumvarpinu væri ekki gert ráð fyrir að réttindi starfsmanna, sem samið hefði ver- ið um í kjaraspmningum, breytt- ust. Og það væri ekki heldur gert ráð fyrir því að réttindi þeirra starfsmanna, sem ráðnir hefðu verið fyrir gildistöku laganna, breyttust að öðru leyti en því sem sneri að biðlaunarétti, til að koma í veg fyrir að fólk væri á tvöföldum launum í 6-12 mánuði. Kennarar skipa 6 menn í aðgerðarnefnd Ráðherra skynjar ekkí alvöru málsins „ÉG SE ekki betur en leiðir hafi skilið. Mér skilst að ríki og sveitar- félög ætli að halda áfram að tala saman miðað við fyrri forsend- ur. Við teljum hins veg- ar að forsendur séu brostnar. Skipun að- gerðarnefndar er liður í að bregðast við því ástandi," segir Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, um skipun aðgerðar- nefndar kennara. Nefndina skipa, fyrir hönd KÍ, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Auður Stef- Eiríkur Jónsson ánsdóttir og Sigurður I. Andrésson og fyrir hönd HÍK Már Vilhjálms- son, Danfríður Skarphéðinsdóttir og Eiríkur Brynjólfsson. Nefndar- menn hafa enn ekki skipt með sér verkum. Eiríkur sagði að fordæmi væru fyrir því að undirbúa rósturtíma með því að byggja upp samskipta- net kennara um allt land. „Hlutverk aðgerðarnefndarinnar verður að mynda tengsl við samskiptahópa um landið allt. Með því móti eiga samskiptahóparnir auðveldara með að vera með í aðgerðum á vegum félaganna. Mér sýnist margir, t.d. fjármálaráðherra, ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins. Með samkomulagi verkefnastjórnarinn- ar féllust kennarar á að færa kjara- samning sinn til annars vinnuveit- enda gegn því að réttindi héldust óbreytt. Með frum- vörpum um lífeyris- sjóð opinberra starfs- manna og réttindi og skyldur opinberra starfsmanna eru for- sendur hins vegar brostnar og kennarar geta ekki sætt sig við að kjarasamningurinn færist á milli vinnu- veitenda,“ sagði Ei- ríkur. Hann sagði að af tvennu illu vægi frum- varp um lífeyrissjóð opinberra starfs- manna þyngra í af- ur ekki ráð fyrir því að eftirlaun væru miðuð við laun eftirmanns í starfi heldur yrði tekin upp verðvísi- tala. Hann sagði að þetta væri sá veruleiki í lífeyrissjóðsmálum sem blasti við þúsundum opinberra starfsmanna. Ekki fluttir eins og búfénaður stöðu kennara vegna flutningsins. „Við erum hér að tala um umtals- verða skerðingu á kjörum kenn- ara,“ sagði Eiríkur og nefndi dæmi af sjálfum sér máli sínu til stuð- ings. „Ef ég ákvæði að vinna til sextugs og greiða næstu 16 ár í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, eins og ég hef'gert í 24 ár, myndi ég ekki afla mér neinna réttinda samkvæmt nýja frumvarpinu en 16% miðað við núverandi lög. Veldi ég hins vegar að hætta sjötugur ætti ég eftir að greiða 26 ár í sjóð- inn samkvæmt nýja frumvarpinu en 8 ár miðað við núverandi lög. Ég myndi því þurfa að greiða 18 árum lengur í sjóðinn og í raun greiða sjálfur fyrir gulrótina sem hugmyndin er að bjóða þeim sem vinna til sjötugs,“ sagði Éiríkur og tók fram að frumvarpið gerði held- Eiríkur taldi engan vafa leika á því að samningar kennara yrðu iausir 1. ágúst ef frumvörpin tvö yrðu að lögum. „Okkar mat er að lögin um aðilaskipti á vinnumark- aði, þar sem talað er um tilflutning á kjarasamningum, eigi við í at- vinnurekstri en ekki í starfsemi eins og ríkisstarfsemi eins og rekstur skóla. Að okkar mati er því alveg ljóst að samningurinn flyst ekki á milli gegn okkar vilja,“ sagði hann og lagði áherslu á að kennarar myndu aldrei láta bjóða sér að rétt- indi yrðu hirt af þeim og þeir svo lögþvingaðir til að vinna hjá öðrum vinnuveitenda. Kennarar yrðu aldr- ei fluttir á milli manna eins og búpeningur. Eiríkur sagði að kennarar yrðu ekki lengi að móta kröfur sínar. „Við eigum kröfur frá því í fyrra, sem við náðum ekki fram, og erum tiltölulega fljót að byggja ofan á. Þar til viðbótar kæmu bætur fyrir öll þau réttindi sem af okkur yrðu hirt með lögurn," sagði hann og játti því að kröfurnar yrðu nokkuð háar, enda gerðu frumvörpin ráð fyrir hárri skerðingu í prósentum. I í I I I I I i i ■ I f i i c ( « l i e c

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.