Morgunblaðið - 21.02.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 21.02.1996, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tveir flugmenn voru sviptir flugleyfi fyrir að snerta vatnsflöt með hjólunum Telja aðferðina öruggari við nauðlendingu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest úrskurð Fiugmálastjómar um leyfíssviptingu tveggj a flugmanna vegna háskaflugs, en flufflnennimir báru leyfíssviptinfflma undir dóminn. Flugmönnunum er gefíð að sök að hafa brotið gegn flugreglum með því að láta hjól landflugvélar snerta vatnsflöt og þar með skapa sjálfum sér hættu. Þeir hafa áfrýjað málinu. FYRIR Héraðsdómi báru flug- mennimir, Örn Johnson og Magn- ús Víkingur því við, að þeir hefðu verið að æfa ákveðna tegund nauðlendinga og þeir gætu sýnt fram á það með eðlisfræðilegum rökum að ekki væri um hættulegt athæfi að ræða. Þau eðlisfræði- legu lögmál hafa ekki verið til . skoðunar hjá íslenskum flugmála- yfirvöldum en samt féllst Héraðs- dómur á það mat Flugmálastjórn- ar að rétt hafí verið að svipta flug- mennina til bráðabirgða rétti til að starfa í loftfari. Þeir Örn og Magnús sögðu í samtali við Morgunblaðið að þeir væru meðal þeirra einkaflug- manna hér á landi sem væru með hvað mesta flugreynslu, en Magn- ús hefur verið með flugréttindi í 24 ár og Örn í 18 ár óhappalaust. Þeir sögðu að þeim væri fullkunn- ugt um að um allt flug giltu ein- göngu eðlisfræðileg lögmál og aðrir kraftar kæmu þar ekki nærri. Athæfið sem þeir væru ásakaðir um hefði verið stundað af mörgum flugmönnum erlendis í mörg ár og það sýnt á sýningum. Eins og að snerta malbikaða flugbraut Þeir segja að við snertilendingu af þessu tagi snerti hjól fiugvélar- innar að örlitlu leyti vatnsyfirborð- ið, og í þeim tilfellum sem þeir hafí stundað þetta hefði hraði flug- vélarinnar verið um 170 km á klst, en þeir hafi eingöngu gert þetta á spegilsléttu vatni. „Þegar snertingin við vatnsyfír- borðið á sér stað er þetta nákvæm- lega eins og að snerta malbikaða flugbraut. Massi vatnsins víkur ekki undan hjólum flugvélarinnar svo auðveldlega, auk þess sem vélin er knúin áfram af aflmiklum mótor. í kæru sem Flugmálastjórn lagði fram lýsti yfírmaður flug- slysarannsóknardeildar Flugmála- stjórnar því yfír að ekki hefði munað nema hársbreidd að flug- vélin steyptist fram yfir sig í vatn- ið. Þama gætir mikils misskilnings sem byggist á miklum þekkingars- korti á þessu fyrirbæri, og það er alveg ljóst að Flugmálastjórn hef- ur ekkert gert til að kynna sér viðkomandi eðlisfræði, enda hefur hún ekki mannskap til að kynna sér eitt eða neitt í þessum efn- um,“ sagði Örn. Hann sagði bandarísku flug- málastjórnina hafa gefíð út form- úlu sem segi að hraðinn þegar hjólin byija að fljóta á vatninu miðað við vanalega útblásin dekk sé níu sinnum kvaðratrótin af loft- þrýstingnum í dekkjunum. Miðað við flugvélar þeirra félaga þýði þetta að hraðinn Sé 45 mílur á klst. eða 75 km hraði. „Formúlan segir að vélin muni fljóta á vatninu þar til hraðinn sé kominn niður fyrir þennan hraða. Við erum því langt ofan við öll hættumörk í þessu tilliti. Það er gjörsamlega óskiljanlegt hvernig hætta sé á að flugvélin steypist skyndilega fram yfir sig ofan í vatnið, eins og sagt er í kæru Flug- JODELL-flugvél Magnúsar snertir yfirborð Vatnsdalsár sumarið 1994, en það er fyrsta snertilending á vatni hér á landi. ÖRN Johnson og Magnús Víkingur, sem sviptir hafa verið flugréttindum til bráðabirgða vegna háskaflugs. málastjórnar, og eru þeir kraftar sem því myndu valda með öllu óskýrðir. Að þessu samnlögðu telj- um við því enga hættu hafa verið skapaða hvorki fyrir flugvél, flug- mann né farþega eins og var í mínu tilfelli." Áhugi á tilraunum í þessa átt Magnús segist hafa fengið hug- myndina að því að prófa snerti- lendingu á vatni fyrst 1994 en þá hafði hann gengið með þetta nokk- urn tíma í maganum. Hann hefði síðan reynt þetta einn síns liðs en með áhorfendum að. Ástæðuna segir hann vera löngun sem sprott- in sé af sömu rótum og t.d. hjá skíðamanni sem fari fram af hengju eða hjá vélsleðamanni sem aki sleða sínum yfir á. „Hins vegar tel ég þá aðferð sem notuð hefur verið hér á landi við að kenna nauðlendingar á vatni hafa í för með sér að vélin steyp- ist á nefið í vatnið á 50-60 mílna hraða og við það högg eru allar líkur á því að flugmaðurinn rotist eða slasist og drukkni jafnvel í framhaldi af því. Flugmálastjórn er með upplýsingar um að líkurnar á því að sleppa úr svona slysi séu allt að 80%, en það þýðir 20% lík- ur á manntjóni. Við teljum að okkar aðferð sé mun öruggari, en við getum lent á vatninu nærri landi á 100 mílna hraða og færum okkur svo nær landi eftir því sem hraðinn minnkar. Við höfum verið að æfa nauðlendingu og teljum mikið atriði að hafa vald á því vegna þess að það er of seint að byija að æfa það þegar maður þarf skyndilega að grípa til þess inni á reginfjöllum með fulla vél af farþegum,“ sagði Magnús. Örn sagði að bandaríska flug- málastjórnin og flugmálastjórnir fleiri landa hafi mikinn áhuga á tilraunum í þessa átt og hann seg- ist telja það eina gagnrýnisverða við tilraunir hans og Magnúsar að þeir hafí ekki sannað áður- nefnda formúlu að fullu. Þeir félagar segja Flugmála- stjórn hafa lýst því yfir að stór þáttur í því að stofnunin skipti sér af athæfi þeirra sé fordæmisgildið sem það hafi, en þeir telji ótta við slíkt hins vegar ástæðulausan. „Flugmálastjórn gaf flugmanni á sínum tíma leyfí til að fljúga með annan mann með sér í gegn- um Dyrhólaey. Slíkt hefðum við aldrei reynt þar sem við teljum það hættulegt af því að þar er hætta af fugli í björgunum. Við vitum hins vagar ekki til þess að nokkur maður hafi reynt að apa þetta eftir. Sömuleiðis verðum við aldrei varir við að þeir sem ekki hafa vald á því reyni að líkja eftir flugi listflugmanna,“ sagði Magn- ús. Sönnun þarf að byggjast á eðlisfræðilegum rökum Flugmálastjórn hefur lagt inn kæru til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins vegna svokallaðs glæfraflugs þeirra Arnar og Magnúsar, en í kærunni kom fram að beitt yrði lagaákvæðum um að svipta þá til bráðabirgða skírteinum þeirra til starfa í loftfari. í lögum segir að bera megi þessa ákvörðun undir dómara og það gerðu þeir og hef- ur dómari kveðið upp þann úr- skurð að sviptingin skuli standa. „Dómarinn lýsir því yfir að Flugmálastjórn hafi ekki skoðað eðlisfræðina á bak við þetta, en samt sem áður kemst hann að þeirri niðurstöðu að sviptingin skuli standa. Sönnunarbyrðin hvíl- ir á ákærandanum, þ.e. Flugmála- stjórn, eða nú þegar ríkissaksókn- ari gefur út ákæru þá þarf hann að sanna að þetta hafi verið hættu- legt. Það er ekki okkar að afsanna það eins og réttarhöldin vegna leyfissviptingarinnar gengu út á. Við höfum áfrýjað því máli til Hæstaréttar þar sem við leggjum þunga áherslu á að ákæruvaldið verði að sanna að þetta sé hættu- legt og þá þýðir ekkert huglægt mat í þeim efnum heldur verður sönnunin að byggjast á hreinni eðlisfræði og eðlisfræðilegum rök- um,“ segja þeir Örn og Magnús. Félag Löggiltra Bifreidasauv Fl B BÍLATORG FUNAHÖFÐA I S: S87-77T7 Félag Löggiltra Bifreidasala fZb Mercedes Benz 260E árg. '88, brún- sans., sjálfsk., ABS, sóllúga, ek. 133 þús. km. Fallegt eintak,- Verð kr. 2.400.000. Skipti á dýrari. BMW 520i árg. '89, dökkgrásans., álfelgur, sóllúga, ek. 9é þúS. km. Verð kr. 1.650.000. Skipti á dýrari. Honda Civic GLi árg. ‘91, grænsans. Fallegur bíll, ek. 25 þús. km. Verð kr. 850.000. Mercedes Benz 309D árg. '85, hvítur, vsk. blll, nýtt lakk. Verö kr. 800.000. Jeep Wagoneer LTD árg. '87, grár, einn með öllu, ek. 140 þús km. Verð kr. 1.390.000. Ford Econoline 150 árg. '89. Feröabill með öllum þægindum. Verð kr. 2.850.000. Skipti, skuldabréf. MIKIL SALA - UTVEGUM BILALAN TIL ALLT AÐ 5 ARA Toyota Carina E LB árg. '93, hvítur, ABS, ek. 70 þús. km. Verð kr. 1.390.000. Skipti. Suzuki Swift GL árg. '93, rauður, ek. 69 þús. km. Verð kr. 870.000. Chevrolet Blazer árg. '91, blásans., sjálfsk., álfelgur, ABS. Gullfallegur bíll. Verð kr. 2.180.000. Skipti á dýrari. Ástandsskoðaður. MMC Pajero árg. '88, silfurgrár, 32“ dekk, álfelgur. Mjög fallegt eintak. Verð kr. 1.190.000. Skipti. Jeep Grand Cherokee Laredo árg. '93, grænsans, ek. 68 þús. km. Gullfallegur bíll. Verð kr. 3.300.000. Skipti, skuldabréf. Subaru Legacy Artic árg. ‘92,.hvítur, sjálfsk., álfelgur. Mjög fallegt eintak. Verð kr. 1.590.000. Skipti á dýrari. Ástandsskoðaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.