Morgunblaðið - 21.02.1996, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Halldór
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra, Ásmundur Stefánsson, formaður nefndar um fjármagns-
tekjuskatt, og Steinþór Haraldsson, yfirlögfræðingur hjá embætti ríkisskattsljóra kynna álit nefnd-
arinnar í gær.
Nefnd um skattlagningu fjármagnstekna leggur til
10% skatt á fjármagnstekjur einstaklinga
Skilar ríkissjóði 800
milljónum króna
Eggjaframleiðendur um úrskurð
Samkeppnisráðs
*
Oljóst hvenær sam-
keppnislög eiga við
10% Qármagnstekjuskattur verður
lagður á allar fjármagnstekjur ein-
staklinga frá og með næstu áramót-
um samkvæmt áliti nefndar um
skattlagningu fjármagnstekna, sem
fjármálaráðuneytið kynnti í gær.
Ekki er gert ráð fyrir sérstöku frí-
tekjumarki vegna fjármagnstekna
en einstaklingum er heimilt að nýta
persónuafslátt sinn til greiðslu
skattsins. Skatturinn reiknast af cll-
um vaxta- og fjármagnstekjum án
frádráttar vaxtagjalda eða annars
kostnaðar.
Tillögur nefndarinnar eru í raun
tvíþættar. Annars vegar er lagt til
að tekin verði upp skattlagning
vaxtatekna, sem nú eru skattfijáls-
ar. Hins vegar verði allar aðrar fjár-
magnstekjur skattlagðar á svipaðan
hátt en í því felst skattalækkun frá
því sem nú er. Talið er að skattlagn-
ing Qármagnstekna einstaklinga ein
og sér muni skila ríkissjóði nálægt
800 milljónum króna en heildar-
skattlagning fjármagnstekna skili
nálægt einum milljarði árlega að
nokkrum árum liðnum.
Stefnt að lagasetningu í vor
Friðrik Sophusson íjármálaráð-
herra skipaði nefndina á síðastliðnu
ári til að gera tillögur um hvernig
heppilegast væri að standa að skatt-
lagningu fjármagnstekna og í henni
sátu fulltrúar aðila vinnumarkaðar-
ins og allra þingflokka. Tillögur
nefndarinnar voru lagðar fram á rík-
isstjórnarfundi í gær og verða vænt-
anlega lagðar fram sem stjórnar-
frumvarp á næstu vikum. Sagðist
fjármálaráðherra búast við að það
yrði að lögum fyrir vorið.
Nefndin leggur til að 10% skattur
verði lagður á allar íjármagnstekjur
einstaklinga, þ.e. vexti, verðbætur,
afföll, gengishagnað og tekjur af
hlutdeildarskírteinum, tekjur af arði,
leigu íbúðarhúsnæðis og söluhagn-
að. Ætlunin er að skatturinn verði
innheimtur í staðgreiðslu af greið-
anda þar sem því verði við komið
en endanlegt uppgjör verði á fram-
tali.
Lægri skattur á arð og
söluhagnað
Tekjur af arði, Ieigutekjur íbúð-
arhúsnæðis og söluhagnaður eru nú
skattlögð eins og launatekjur og
bera því allt að 47% skatt ef þau
fara umfram viss frítekjumörk. Hvað
þessar tekjur varðar yrði um skatta-
lækkun að ræða í flestum tilvikum
nái tillögur nefndarinnar fram að
ganga. Þá verða fjármagnstekjur líf-
eyrissjóða og söluhagnaður íbúðar-
húsnæðis ekki skattlögð samkvæmt
tillögunum.
Ásmundur Stefánsson, formaður
nefndarinnar, segir að mikilvægt sé
að skattlagningin verði einföld og
valdi sem minnstri röskun, hvort sem
er hjá einstaklingum eða á fjár-
magnsmarkaði. 10% skatthlutfall sé
á þröskuldi þess að skipta ekki máli.
Verði ekki farið yfír þann þröskuld
megi ætla að flestir fjármagnseig-
endur muni ekki víkja sér undan
skattinum. Hærra skatthlutfalli fylgi
hins vegar sú áhætta að lj'ármagns-
flótti bresti á.
„Tvískipt tekjuskattskerfi"
Fjórir nefndarmenn af níu, fulltrú-
ar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks,
Kvennalista og Þjóðvaka, skrifuðu
undir nefndarálitið en skiluðu sér-
bókun með því. Þar segir að þeir
telji ýmsar aðrar leiðir koma til
greina við álagningu Ijármagns-
tekjuskatts en farnar eru í tillögum
nefndarinnar og áskilja sér rétt til
að styðja breytingartillögur þegar
málið kemur til kasta Alþingis. Flat-
ur 10% nafnvaxtaskattur kalli á tví-
skipt tekjuskattskerfi, annars vegar
skatta á launatekjur og hins vegar
á fjármagnstekjur, en slík aðferð
leiði til ákveðinnar mismununar og
óréttlætis. Meginatriðið sé þó að
fjármagnstekjuskattur verði lagður
á þótt leiðin sé að mörgu leyti göll-
uð. „Því vilja undirritaðir nefndar-
menn árétta að verði hún að veru-
leika sé hún aðeins til bráðabirgða,
gildi einungis um skamma hríð og
verði þannig áfangi á leið til heild-
stæðrar skattlagningar fjármagns-
tekna,“ segir í bókuninni.
ENGIN ákvörðun hefur verið tekin
hjá Osta- og smjörsölunni um
hvernig brugðist verði við ákvörðun
Samkeppnisráðs þess efnis að fyrir-
tækið veiti magnafslátt í viðskiptum
þar sem það á við, að sögn Óskars
H. Gunnarssonar, forstjóra Osta-
og smjörsölunnar. Óskar segir að
fyrirtækið hafi nú fjögurra vikna
áfrýjunarfrest í málinu og sé nú
verið að fara yfir málið. Hann ítrek-
ar þó að þetta eigi ekki við nema
hugsanlega um hluta af þeim vörum
sem Osta- og smjörsalan selji.
Eins og fram kom í fréttum
Morgunblaðsins í gær nær ákvörð-
un Samkeppnisráðs til þeirra vara
sem Osta- og smjörsalan dreifir, en
ekki eru háðar verðlagsákvörðunum
stjórnvalda. Samkeppnisráði er
BJARNI Stefán Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Félags eggjafram-
leiðenda, vísar á bug fullyrðingum
Samkeppnisráðs um að félagið hafi
gerst brotlegt við samkeppnislög.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær telur Samkeppnisráð að félag-
ið hafí brotið lögin á árunum 1994
og 1995. Félagið hafi hvatt til sam-
ráðs um verð og afslætti á eggjum,
haft forgöngu um skiptingu mark-
aða eftir svæðum eða reynt að tak-
marka aðgang nýrra aðila að mark-
aðnum.
„Þetta mál er allt mjög undarlega
vaxið og greinargerð Samkeppnis-
ráðs ennþá undarlegri," sagði
Bjarni Stefán. „í fyrsta lagi er
heimild Samkeppnisstofnunar ekki
alveg skýr til að óska eftir fundar-
gerðum fijálsra félagasamtaka eins
og okkar. Að höfðu samráði lög-
fræðinga létum við þessi gögn í té.
í lögunum kemur fram að stofnun-
in geti krafið fyrirtæki eða samtök
fyrirtækja sem hafa með höndum
framleiðslu, sölu eða þjónustu um
slík gögn. Við höfum ekki með
höndum neina slíka starfsemi.
Þá kemur hvergi skýrt fram í
greinargerð Samkeppnisráðs hve-
nær við eigum að fara eftir búvöru-
lögum og hvenær eigi að fara eftir
samkeppnislögum. Okkur sýnist að
við heyrum undir búvörulög en þeg-
ar við förum ekki eftir þeim heyrum
við undir samkeppnislög. Sam-
keppnisráð er ekki samkvæmt
sjálfu sér að öllu leyti. T.d. skamm-
ar það landbúnaðarráðuneytið fyrir
að framfylgja ekki búvörulögum en
ásakar okkur fyrir að fylgja lögun-
um. Grundvallarverð eggja er
heimilt, samkvæmt 17. grein sam-
keppnislaga, að grípa til aðgerða
gegn „samningum, skilmálum, at-
höfnum og aðstæðum sem geta
haft skaðleg áhrif á samkeppni".
í lögunum eru tilgreind dæmi um
skaðleg áhrif af þessu tagi, t.d. þau
að fyrirtæki nái, viðhaldi eða styrki
markaðsráðandi stöðu sína á mark-
aðnum. Þær aðgerðir sem Sam-
keppnisráð getur gripið til vegna
þess geta falið í sér bann, fyrir-
mæli eða heimild með ákveðnu skil-
yrði. Eins og fram kom í ákvörðun
Samkeppnisráðs telst Osta- og
smjörsaian vera markaðsráðandi á
sínum markaði og synjun fyrirtæk-
isins á magnafslætti þar sem slíkur
afsláttur telst viðeigandi sé til þess
fallin að skaða samkeppni.
ákvarðað af sexmannanefnd og
heildsöluverð var ákvarðað af fimm-
mannanefnd til 1. desember. Það
er viðtekin venja að veittur er stað-
greiðsluafsláttur og magnafsláttur.
Þetta hefur ekkert verið öðruvísi
við sölu á eggjum en annarrar vöru.
Ég hafði afskipti af útboði Ríkis-
spítala vegna þess að þar kom fram
tilboð sem keyrði um þverbak."
Reginmunur á túlkun
Bjarni Stefán benti einnig á að
fimmmannanefnd hefði hætt að
ákveða heildsöluverð á eggjum
þann 1. desember vegna nægrar
samkeppni. Nefndin hefði ákveðið
heildsöluverð á þriggja mánaða
fresti frá árinu 1998. „Það er regin-
munur á túlkun annars vegar Sam-
keppnisstofnunar og hins vegar
fímmmannanefndar á því sem er
að gerast á eggjamarkaðnum.
Aðspurður um þá fullyrðingu
Samkeppnisstofnunar að eggjaverð
væri hærra hér á landi en í öðrum
löndum og aðgerðir félagsins leitt
til hærra verðs en ella, sagði Bjarni
Stefán þetta út í hött. „Neytenda-
samtökin og Samkeppnisstofnun
gerðu verðkönnun sameiginlega
sem getur ekki talist hlutlaus. Þeg-
ar könnunin kom út hringdi ég í
verslunarkeðjuna Irmu í Kaup-
mannahöfn sem er oft borin saman
við Hagkaup. Þar munaði 10% á
verði hér á landi. Það er alveg út
í hött að draga þessa könnun inn
í myndina og halda því fram að
félagið haldi uppi verði.“
Stjórn Félags eggjaframleiðenda
kemur saman til fundar í dag til
að ræða úrskurð Samkeppnisráðs.
Motorola
fær leyfi
frá Apple
Cupcrtino, Kalidomíu
APPLE-tölvufyrirtækið hyggst
leyfa stórfyrirtækinu Motorola
Computer Group að nota Macint-
osh-stýrikerfi.
Motorola er fyrsta stórfyrirtækið
sem kemst að samkomulagi um
slíkt leyfi, þótt Apple-tölvufyrirtæk-
ið hafi leyft smærri framleiðendum
að nota Macintosh-stýrikerfi síðan
1994. Motorola Computer Group
fær einnig að leyfa smærri fram-
leiðendum að nota Macintosh-stýri-
kerfi.
Samkomulagið býður tölvufram-
leiðendum upp á nýja möguleika til
að kaupa móðurkerfi og stýrikerfi
frá Motorola, segir í tilkynningu frá
Apple.
Síðustu dagar
útisölunnar
Gardínuefni frá kr. 200 metrinn
Bútar á kr. 100 metrinn
Úrval efna með 50% afslætti
Síðumúla 32, Reykjavík og Tjarnargötu 17, Keflavík.
Umferð um alnetið 1993-1996
140
120
100
Q3
80
■§ 60 . j
*40
20
Skýringarmynd gleymdist
Þau mistök áttu sér stað í frétt Morgun-
blaðsins um aukna bandvídd á alnetinu í
gær, að mynd sem birta átti með fréttinni
gleymdist. Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum um leið og skýringarmyndin er
birt. Hér má sjá þá miklu aukningu sem
orðið hefur á flutningi gagna til og frá
landinu um alnetið í gegnum tengingu
Internets á íslandi hf.
— Umterð til landsins
— Umferð frá landinu
— Burðargeta línu
1993
1994
1995
Forstjóri Osta- og smjörsölunnar um
ákvörðun Samkeppnisráðs
„Málið íathugun “