Morgunblaðið - 21.02.1996, Side 20

Morgunblaðið - 21.02.1996, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Stopp-um- ferðarrapp Morgunblaðið/Ámi Sæberg „STOPPLEIKHÓPURINN vinnur verk sitt af alúð og metnaði og skapar sýningu sem er bæði skemmtileg og fræðandi," segir meðal annars í dómnum. LEIKTIST Stopplcikhópurinn UMFERÐARLEIKRITIÐ STOPP Leikendun Dofri Hermannsson, Hinrik Ólafsson og Katrín Þorkels- dóttir Leikstjóri: Eggert Kaaber. Handrit: Gunnar Gunnsteinsson. Tónlist: Valgeir Skagfjörð. Söngtext- ar: Jón St. Kristjánsson. Danshreyf- ingar: Auðbjörg Amgrímsdóttir. Graffiti: Steinar V. Pálsson. Alftamýrarskóla, 16. febrúar. STOPPLEIKHÓPURINN var stofnaður af leikendum, handritshöf- undi og leikstjóra þessarar sýningar gagngert í þeim tilgangi að vera farandleikhús með sýningar sem tengjast hvers kyns fræðslu- og for- varnarstarfi. Þau ríða á vaðið með fræðslusýningu fyrir 9-10 ára gömul böm um hættur þær sem leynast í umferðinni. Hópurinn er allur skrif- aður fyrir leikritinu (þótt Gunnar Gunnsteinsson sé einn skrifaður fyr- ir handriti), leikmynd og búningum, en leitað er til „reyndari manna“ í lagasmíð og textagerð tveggja söngva sem krydda leikinn. í stuttu máli fjallar leikritið um þijú skólabörn, samskipti þeirra og íeiki sem snúast á einn eða annan veg um að fara frá einum stað til annars: gangandi, hjólandi eða á línuskautum. Fljótt á litið gæti þetta virst efni sem ekki hefði upp á mikla skemmtun að bjóða en Stoppleikhóp- urinn vinnur verk sitt af alúð og metnaði og skapar sýningu sem er bæði skemmtileg og fræðandi auk þess sem hún gerir kröfur til áhorf- enda sinna, barnanna, um fulla at- hygli. Bygging leikritsins er hvorki einföld né „línulaga“ því byijað er á endanum og leikurinn fer í hring. Upphafs- og endapunktur leikritsins - og jafnframt dramatískur hápunkt- ur þess - er umferðarslys sem eitt barnanna lendir í. Þannig má ljóst vera að bæði form og efni leikritsins gera kröfur til barnanna að virkja hugsun sína og ímyndunarafl, um leið og þau eru frædd um helstu slysagildrur í umferðinni og hvemig beri að haga sér til að forðast þær. Dofri Hermannsson, Hinrik Ólafs- son og Katrín Þorkelsdóttir skila öll góðum leik í hlutverkum bamanna. Þeim tekst prýðilega, hveiju fyrir sig, að skapa persónur með sín sér- kenni og takta sem við könnumst við frá börnum í dag. Þau hafa einn- ig tileinkað sér málvenjur sem tíðk- ast í dag, en fara sjaldnast yfir markið í slanguryrðum og stælum. Framsögn var skýr og textinn fór ekki fram hjá áhorfendum, nema í söngvunum, þar vildi hann stundum týnast. Fyrir þann leka var sett með því að útdeila „leikskrám" með prentuðum söngtextum, það er þó spurning hvort þar hafi verið um ávinning að ræða þar sem textarnir em óttalegur leirburður og að auki illa prófarkalesnir. Lög Valgeirs Skagfjörð era fjörag og svo grípandi að maður man þau löngu eftir að sýningunni lýkur. Eggert Kaaber leikstjóri hefur náð vel að flétta sam- an öll atriði leiksins og skapað góða heild. Auk umferðarfræðslunnar er komið lítillega inn á fleiri málefni úr heimi barnanna, svo sem sam- skipti kynjanna og utangarðs- mennsku, en Sindri (Dofri Her- mannsson) er frá Akureyri og talar „öðravísi" og verður því að þola dálitla stríðni. Minnst er á þroska- hefta systur Gijóna (Hinriks Ólafs- sonar) sem hann skammast sín fyr- ir, en ekki er meira unnið úr því máli og má það teljast ámælisvert að skilja þá staðreynd eftir „í lausu lofti“ líkt og það sé óhjákvæmilegt (og eðlilegt?) að skammast sín fyrir þroskaheft systkini sitt. Þetta atriði hefði mátt ræða að loknu leikritinu því leikhópurinn fylgir sýningunni eftir með umræðum um efni þess. Þegar undirrituð var sjálf 10 ára nemandi í Álftamýrarskóla, fyrir röskum aldarfjórðungi, fólst umferð- arfræðslan í því að vinalegur en ábúðarmikill lögregluþjónn í fullum skrúða heimsótti skólastofuna, hélt ræðu um helstu umferðarreglurnar, varpaði nokkrum léttum spurningum út í bekk og gaf okkur endurskins- merki að skilnaði. Með fullri virðingu fyrir þeim ágæta lögregluþjóni verð ég að viðurkenna að mikið hefði mér þótt meira varið í að fá umferðar- fræðsluna í formi slíkrar skemmtun- ar sem hinir duglegu leikarar Stopp- leikhópsins bjóða börnunum okkar í dag. Og þau fá líka endurskinsmerki. Soffía Auður Birgisdóttir Benny og Povl vænt- anlegir HINIR góðkunnu dönsku lista- menn Benny Andersen og Povl Dissing era væntanlegir til ís- lands í næsta mánuði og munu halda tónleika í Þjóðleikhúsinu þann 12. mars ásamt Hans Jefsen. Þann 13. mars spila þeir síðan í Deiglunni á Akur- eyri og kvöldið eftir, þann fjór- tánda í Vestmannaeyjum. Benny Andersen og Povl Dissing eru ekki síst þekktir hérlendis fyrir vísnabálkinn Svantes Viser, sem hljómað hefur um áraraðir í flutningi ýmissa listamanna, en aðallega í flutningi þeirra félaga. Miðasala á tónleikana þann 12. mars hefst 2. mars í miða- sölu Þjóðleikhússins. Kammersveit í Kaup- mannahöfn NÝSTOFNUÐ Kammersveit ís- lendingafélagsins í Kaup- mannahöfn heldur sína fyrstu tónleika í Jónshúsi sunnudaginn 3. mars næstkomandi kl. 16. Stofnendur kammersveitar- innar og meðlimir era; Örnólfur Kristjánsson sellóleikari, Helga Torfadóttir fíðluleikari, Val- gerður Andrésdóttir píanóleik- ari, Ólafur Flosason óbóleikari og Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona. A efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Bach, Beethov- en, Puccini, Hándel og íslensk tónskáld. KynninG Sletidhal I snyrtivorum fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12-17 snyrtivöruverslun, Nóatúni 17, sími 562-4217. 1 Tsurumi Ljóðræn naumhyggja MYNDTIST Önnur hæð - Laugavcgi B7 BLÖNDUÐ TÆKNI Lesley Foxcroft. Opið kl. 14-18 alla miðvikudaga (eða eftir samkomulagi) til 31. mars. Aðgangur ókeypis. NAUMHYGGJA (minimalismi) hefur verið áberandi stefna í mynd- listinni allt frá sjöunda áratugnum. Grunnatriði hennar um hrein form, línur og efnistök hafa ætíð verið í öndvegi, en engu að síður hafa komið fram ýmis tilbrigði og per- sónuleg túlkun listamanna, sem enn vekja athygli. Þannig hefur stefnan náð að lifa og dafna þrátt fyrir andstöðu margra. Andstreymi er listum raunar hollásti gustur; sú list sem allir eru sáttir við er væntanlega þegar búin að missa mestan kraftinn. Lesley Foxcroft, sem nú sýnir á Annarri hæð á Laugavegi 37, er ensk listakona sem hefur hefur tekið þátt í sýningum víða um heim undanfama tvo áratugi. Rætur list- sköpunar hennar liggja í naum- hyggjunni, en þar hefur hún valið sér afar persónulega leið. Utkoman er oftar en ekki injög ljóðræn í hreinleika sínum, þrátt fyrir þann einfalda og hversdagslega efnivið sem hún hefur kosið að vinna með. í sýningarskrá sem liggur frammi hér lýsir hún verkum sínum þannig: „Eg vil helst nota eftirgefanleg efni, spjöld, pappír, pappa, efni sem ég ræð við og get hæglega unnið með. Liturinn ræðst af eðlilegum lit hvers efnis og verkin verða ýmist tví- eða þrívíð. Best er að segja að ég teikni með pappa og papþír." Þessi forskrift kemur vel fram á sýningunni, sem samanstendur af sex verkum sem eru unnin úr þess- um efnivið, og alfarið miðuð við það sýningarrými sem þau gista. Þeim er hér ýmist raðað í fleti, eins konar veggmyndir, eða koma fram sem þrep í þrívíðri mynd, þar sem efniviðurinn öðlast nýja tign fyrir uppsetninguna. Hér eru mælieiningar allar mjög nákvæmar og passað vandlega að hlutföll standist á við umhverfi salarins. í stórri mynd sem gerð er úr einföldum pappírsörkum er 144 einingum raðað saman í ferning á einum vegg. Hér verður áferð papp- írsins að ljóðrænum grunni að hreinlegri heild, þar sem skreyti- gildið er þó til staðar,_ einkum fyrir litbrigði pappírsins. Á öðrum stað eru tvær rendur bylgjupappa felld- ar inn í vegginn, og draga þannig athyglina að þeirri stöðugu endur- tekningu, sem einkennir efnið. Bylgjupappinn sem listakonan notar getur einnig verið skrautleg- ur í eðli sínu. Það efni er á margan hátt tengdara lífínu en mörg þau hráefni sem minima- listar nota gjarna. Lit- urinn vísar til jarðar og gróðurlífs fremur en hörku málma eða iðnaðarefna, á sama tíma og notkun þess bendir til stöðugra breytinga - flutninga, ferðalaga, geymslu og endurfunda. Efnisvalið gefur þannig verkum hennar ákveðna ná- lægð, og sú skreytni sem byggir á efniviðri- um reynist næsta eðli- Lesley leg við nánari umhugs- Foxcroft un. Lesley Foxcroft hef- ur fundið afar hugljúfan tón innan naumhyggjunnar, sem hún hefur náð að rækta á persónulegan og einlægan hátt. Nýlegar sýningar Ingólfs Arnarsonar báru þess vitni að þessi stefna á sér enn vandvirka fylgismenn, og sýning þessarar ensku listakonu staðfestir glögg- lega, að naumhyggjan hefur enn ýmislegt að bjóða, sem getur orðið til að auka hróður myndlistarinnar. Eiríkur Þorláksson BJARGVÆTTURINN VATNSSUGA/GÓLFDÆLA Þar sem þurrka þarf upp vatn eða hætt er við flóðum. Sýgur upp vatn niður í 1-2 mm vatnsborð! Sterk og öflug, hefur sannað ágæti sitt víða um land. Eiturlyfjahraðlestin KVIKMYNPIR Stjörnubíó KÖRFUBOLTADAGBÆK- URNAR(THEBASKET- BALL DIARIES) ★ ★ 'h Leikstjóri Scott Kalvert. Handrits- höfundar Jim Carrol og Bryan Goluboff. Kvikmyndatökustjóri David Phillips. Tónlist Pauli Di- Bartolo. Aðalleikendur Leonardo DiCaprio, Mark Wahlberg, James Madio, Bruno Kirby, Lorraine Bracco, Ernie Hudson, Patrick McGaw. Bandarísk. New Line Cinema 1995. LÍFSREYNSLA tónlistarmanns- ins og rithöfundarins Jims Carrols er bakgrunnur þessarar myndar og nafnið dregið af minningum hans frá þeim tíma er hann tók sér far með eiturlyfjahraðlestinni á sjö- unda áratugnum. Breyttist á ótrú- lega skömmum tíma úr efnilegum námsmanni og upprennandi körfu- boltastjömu í forfallinn heróínfíkil með allar brýr mölbrotnar að baki. Það sem virðist hafa haldið líft- órunni í Carrol, sem hér er frábær- lega leikinn af Leonardo DiCaprio, er einmitt þörf hans til að tjá sig, yrkja ljóð, halda þessar frægu dagbækur sem hann skilur aldrei við sig á þessari reisu um helvíti eiturlyfjaþrælsins. Félagar hans voru ekki jafn lánsamir og Carrol, sem náði að snúa við blaðinu og er nú virtur listamaður í sínu hei- malandi. Myndin sem er dregin upp í Körfuboltadagbókumim er hrein og klár. Carrol og félagar hans era í upphafi baldnir nemendur við kaþ- ólskan skóla í New York, og geng- ur betur í boltanum, þar sem þeir eru með besta skólalið borgarinn- ar, en við námið. Byija að sniffa, drekka, eitt leiðir af öðra. Fyrr en varir eru þeir teknir að sprauta sig, reknir úr skóla, reknir úr lið- inu, reknir að heiman, stefnan þráðbeint í ræsið. Ljóður á myndinni er hversu yfirborðskennd hún er og stafar það einkum af því að persónurnar eru ekki kynntar til sögunnar held- ur er fylgst með þeim frá því að niðurleiðin er hafin, vantar gjör- samlega bakgrunninn. Það er held- ur ekki mikið gert til þess að reyna að fá áhorfandann til að fá samúð með Carrol, sem frá upphafi er heldur óaðlaðandi félagsskapur. Þrátt fyrir það hefur myndin mikil áhrif, beinskeytt og hreinskilin, á því brýnt erindi til unglinga á öllum tímum og ágætt innlegg í þá veig- amiklu eiturlyfjaumræðu sem nú fer fram í þjóðfélaginu. Þá er það gæfa myndarinnar að Leonardo DiCaprio fer með aðalhlutverkið og þessi bráðsnjalli leikari skilar helförinni á óaðfinnanlegan hátt. Aðrir leikarar standa sig bærilega, að undanskildum þeim ágæta Bruno Kirby, sem virkar utangátta í hlutverki samkynhneigðs körfu- boltaþjálfara. Juliette Lewis bregð- ur fyrir í gestahlutverki. Leikstjór- inn er nýliði úr tónlistarmynd- bandageiranum og ber myndin þess full mikil merki á köflum. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.