Morgunblaðið - 21.02.1996, Qupperneq 25
24 MIÐVIKUDAGUR 2 I. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996 25
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ENGIN SAM-
KEPPNI - DÝR EGG
SAMKEPPNISRÁÐ telur að Félag eggjaframleiðenda hafi
á síðastliðnum tveimur árum „skipulagt og framkvæmt
samkeppnishamlandi aðgerðir sem fara þvert gegn markmið-
um samkeppnislaga". Félagið hafi haft „skýran og einbeittan
vilja til þess að ræða, stuðla að og framkvæma aðgerðir sem
hvað alvarlegastar þykja jafnt í íslenzkum sem í erlendum
samkeppnisrétti". Þannig segir samkeppnisráð félagið hafa
hvatt til samráðs um verð og afslátt á eggjum, haft for-
göngu um skiptingu markaða eftir svæðum og viðskiptavinum
og reynt að takmarka aðgang nýrra framleiðenda að mark-
aðnum.
Álit samkeppnisráðs er meðal annars rökstutt með tilvitn-
unum í fundargerðir Félags eggjaframleiðenda, sem eru ótrú-
leg lesning og bera ekki vott um að félagsmenn hafi haft
neinn áhuga á að keppa sín á milli, heldur hafi þeir með
aðgerðum á borð við þær, sem samkeppnisráð nefnir, viljað
halda uppi verði á eggjum í landinu.
Áhrifin eru auðvitað þau, að verð eggja er eftir sem áður
fráleitlega hátt, ef miðað er við nágrannalöndin, og neytend-
ur bera því skarðan hlut frá borði vegna aðgerða eggjafram-
leiðenda. í greinargerð með úrskurði samkeppnisráðs, sem
hefur bannað eggjaframleiðendum að halda uppteknum hætti,
kemur fram að þótt verðmunur á landbúnaðarvörum hér á
landi og í nágrannaríkjunum hafi almennt minnkað á undan-
förnum árum, hafi eggjaverðið haldizt svo til jafnhátt á ís-
landi.
Ráðið bendir á það misræmi, sem er á milli búvörulaga
og samkeppnislaga. Ástæða er til að það misræmi verði lag-
fært. Auðvitað er æskilegast að venjulegir viðskiptahættir
gildi um landbúnaðarvörur, jafnt og aðrar vörur. Hvað t.d.
egg og kjúklinga varðar, má þó spyija hvort einhver ástæða
sé yfirleitt til að þessar vörur, sem eiga meira sameiginlegt
með iðnaðarvörum en afurðum hefðbundins landbúnaðar, eigi
að flokkast sem búvörur.
í úrskurði samkeppnisráðs kemur fram alvarleg gagnrýni
á landbúnaðarráðuneytið. Þar kemur meðal annars þetta
fram: „Félag eggjaframleiðenda naut í vissum skilningi sam-
þykkis landbúnaðarráðuneytis fyrir hluta af þeim aðgerðum
félagsins sem lutu að markaðsskiptingu. Félagið fékk vilyrði
ráðuneytisins til þess að nota endurgreiðslur til eggjaframleið-
enda á sérstöku fóðurgjaldi til þess að kaupa tiltekna fram-
leiðendur út úr rekstri og skipti síðan mörkuðum þeirra.“
Þetta er enn ein staðfesting þess að landbúnaðarráðuneyt-
ið virðist oftar gæta hagsmuna framleiðenda í landbúnaði
en neytenda. Slíkt ástand er auðvitað óþolandi og breytingar
verða að eiga sér stað. í ljósi þess, hvernig framleiðendur
virðast geta hagað málum eftir sínu höfði, að hluta til með
samþykki ráðuneytisins, má spyrja hvort ekki sé ástæða til
að Álþingi ákveði að opna fyrir innflutning eggja í auknum
mæli, til þess að innlendir eggjaframleiðendur standi frammi
fyrir raunverulegri samkeppni.
OSTUR - DÝR KOSTUR
SAMKEPPNISRÁÐ hefur kveðið upp þann úrskurð að
ákvæði samkeppnislaga nái til sölu landbúnaðarafurða,
annarra en þeirra, sem falla undir búvörulög. Osta- og smjör-
salan skuli því bjóða viðskiptavinum „viðskiptakjör sem sam-
ræmast því hagræði sem magn viðskiptanna gefur tilefni til.
Viðskiptakjör skulu vera almenn þannig að fyrirtæki sem
eiga í samskonar viðskiptum við Osta- og smjörsöluna njóti
sömu kjara. Upplýsingar um viðskiptakjör skulu vera aðgengi-
legar hjá Osta- og smjörsölunni“.
Þessi úrskurður, sem gæti haft mikil áhrif á samkeppnisum-
hverfið varðandi sölu á landbúnaðarvörum, er tilkominn vegna
erindis frá verslunarkeðjunni Bónus, sem óskaði eftir því að
kannað yrði hvers vegna Osta- og smjörsalan veitti ekki
magnafslátt í viðskiptum.
Það er furðulegt að til þurfi að koma úrskurður Samkeppn-
isstofnunar til að Osta- og smjörsalan taki upp eðlilega við-
skiptahætti og veiti stærstu viðskiptavinum sínum magnaf-
slátt í innkaupum. Bónus kaupir árlega vörur af Osta- og
smjörsölunni fyrir um 400 milljónir króna og þar af eru 55%
vörur sem ekki falla undir verðlagsákvæði búvörulaga og
hefði því mátt ætla að það væri eðlilegasti hlutur í heimi að
stórviðskiptavinur af þessu tagi fengi einhvern magnafslátt.
Er ekki orðið tímabært að fulltrúar landbúnaðarkerfisins
láti af vitleysu af þessu tagi? Hún gerir engum gagn, hvorki
neytendum né bændum og er varla til þess fallin að skapa
frið um greinina.
+
FLUTNINGUR GRUNNSKÓLANS
Grunnskóla-
kennarar ævi-
ráðnir en fram-
haldsskóla-
kennarar ekki
Hörð átök standa yfír um flutning grunnskól-
ans frá ríki til sveitarfélaga. Það ræðst um
næstu mánaðamót hvort samkomulag næst við
sveitarfélögin um skiptingu kostnaðar. Kennar-
ar eru mjög óánægðir með hvemig stjómvöld
hafa haldið á málinu og slitu samstarfi við þau
—
um framkvæmdina. Egill Olafsson kynnti sér
þá viðkvæmu stöðu sem málið er í.
VERÐI frumvörp um réttinda-
mál grunnskólakennara og
réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins samþykkt
eins og stjómvöld áforma verða grunn-
skólakennarar æviráðnir en fram-
haldsskólakennarar ekki. Grunnskóla-
kennarar telja að sveitarfélögin muni
krefjast þess að æviráðning þeirra
verði afnumin þegar grunnskólinn
hefur verið fluttur frá ríkinu og leggja
áherslu á að þessi breyting verði ekki
gerð nema að kjarabætur komi á móti.
Talsverð óvissa ríkir nú um flutning
grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga
eftir að Kennarasamband Islands sleit
öllu samstarfí við stjómvöld um málið,
en þá ákvörðun tók það eftir að kenn-
umm vom kynnt drög að frumvarpi
um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins. Áður en þessi ágreiningur
kom upp benti flest til að góð sátt
yrði um málið, en ekki hefur reynt á
hvort samkomulag mun takast við
sveitarfélögin um flutning tekjustofna.
Góð pólitísk samstaða hefur verið
um það í landinu að rétt sé að sveit-
arfélögin sjái alfarið um rekstur
gmnnskólans. Sveitarfélögin sjá í dag
um byggingu húsnæðis fyrir gmnn-
skólann, rekstur þess og greiða laun
annarra starfsmanna hans en kennara
og skólastjómenda. Að flestra mati
fer best á því að þessi rekstur sé allur
á einni hendi. Með því fáist betri rekst-
ur, betri þjónusta og foreldrar komist
í meiri nálægð við rekstraraðilann.
Skipulega unnið
að málinu
Sérstök verkefnisstjóm hefur und-
irbúið yfírfærslu gmnnskólans, en for-
maður hennar er Hrólfur Kjartansson,
deildarstjóri grunnskóladeildar
menntamálaráðuneytisins. í fyrra vom
skipaðar þijár undimefndir til að gera
tillögu um einstaka þætti málsins. Þær
era nefnd um fyrirkomulag verkefna
fræðsluskrifstofa eftir tilflutning
gmnnskóla til sveitarfélaga, nefnd um
réttindamál kennara og nefnd um til-
flutning tekjustofna samhliða flutningi
gmnnskólans. Fyrsta nefndin skilaði
skýrslu í október, önnur í desember
og sú þriðja nú í febrúar.
Verkefnisstjórnin hefur samþykkt
tillögur fræðsluskrifstofunefndar og
réttindanefndar og er unnið að því að
hrinda þeim í framkvæmd. Fmmvarp
um réttindi kennara og skólastjórn-
enda hefur verið lagt fram á Alþingi
og sveitarfélögin em í óða önn að
undirbúa stofnun skólaskrifstofa sem
þau koma til með að reka. Nefnd full-
trúa stjórnvalda og sveitarfélaga hefur
verið falið að fara yfir tillögur fjár-
hagsnefndar og leita samkomulags um
endanlega skiptingu tekjustofna milli
ríkis og sveitarfélaga. Nefndarstarfið
er að fara af stað og er stefnt að því
að nefndin skili tillögum fyrir fund
Sambands íslenskra sveitarfélaga í
Borgarnesi, sem hefst 8. mars.
Samkomulag
um réttindamál
Kennarar hafa verið mjög á varð-
bergi varðandi tilflutning á réttindum
sínum samhliða flutningi grannskói-
ans. Mikil átök urðu um málið snemma
á síðasta ári í verkfalli kennara. Við-
ræður um gerð nýs samnings stöðvuð-
ust um tíma meðan þáverandi ríkis-
stjóm og kennarar tókust á. Niður-
staðan varð sú að ríkisstjórnin lofaði
að réttindi kennara myndu flytjast
efnislega óbreytt við tilflutninginn. í
gmnnskólafrumvarpinu segir að for-
senda þess sé að samþykkt hafí verið
„Lög um ráðningarréttindi kennara
og skólastjórnenda við grunnskóla sem
tryggi þeim efnislega óbreytt ráðning-
arréttindi hjá nýjum vinnu-
veitanda".
í samræmi við þetta varð
samkomulag í réttinda-
nefndinni um þá tillögu að
kennarar héldu öllum rétt-
indum sínum þegar þeir
flytjast frá ríkinu til sveit-
arfélaganna. Nefndin var jafnframt
sammála um að þörf væri á að gera
ýmsar breytingar á starfsmannahaldi
grunnskóla, en að ekki ætti að tengja
þær tilflutningnum. Kennarar settu
það sem skilyrði að sérstakt fmmvarp
yrði flutt um réttindamál þeirra og
féllst menntamálaráðherra á það.
Viðkvæmasti þáttur réttindamál-
anna hefur verið ráðningarréttindi
kennara. Kennarar hafa í dag rétt til
að sækja um skipun í stöðu, þ.e. ævir-
áðningu, eftir u.þ.b. þriggja ára starf.
Ríkisvaldið hefur hingað til samþykkt
slíkar beiðnir. í nóvember 1995 voru
3.549 kennarar við störf í grunnskól-
um landsins í 3.167,8 stöðum. 1.853
kennarar voru skipaðir eða 52,5%, en
hinir vom settir, fastráðnir eða ráðnir
tímabundið.
Ágreiningur kemur upp
um æviráðningu
í mörg ár hefur verið rætt um að
afnema æviráðningu opinberra starfs-
manna, en hluti þeirra nýtur þessara
réttinda en aðrir ekki. Æviráðningar
tíðkast t.d. ekki lengur í heilbrigðis-
kerfinu. Að undanförnu hefur verið
unnið að endurskoðun á réttindum
opinberra starfsmanna og vom drög
að frumvarpi um það mál kynnt í síð-
ustu viku. Þar er gert ráð fyrir að
æviráðning starfsmanna, sem ráðnir
verða eftir gildistöku laganna, verði
afnumin. Þeir sem eru æviráðnir í dag
halda þeim réttindum til starfsloka.
Þetta framvarp hefur vakið hörð
viðbrögð kennara sem og annarra
opinberra starfsmanna og
varð til þess að kennarar
slitu öllu samstarfi við
stjórnvöld um flutning
gmnnskólans.
Verði þetta fmmvarp að
lögum og einnig framvarp
menntamálaráðherra um
réttindamál kennara verða gmnn-
skólakennarar æviráðnir, en fram-
haldsskólakennarar verða hins vegar
í framtíðinni ráðnir með þriggja mán-
aða gagnkvæmum uppsagnarfresti.
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
sagði að réttindamál opinberra starfs-
manna væru mjög mismunandi frá
einum starfshópi til annars. Núverandi
starfsmenn sveitarfélaganna væm
heldur ekki með sömu réttindi og
starfsmenn ríkisins. Meginatriðið væri
að það væri verið að flytja réttindi
gmnnskólakennara óbreytt. Enginn
vissi hvernig farið yrði með þessi rétt-
indi í framtíðinni. Ríkisstjórnin hefði
ekki lofað að réttindi kennara yrðu
óbreytt um aldur og ævi.
Björn Bjamason menntamálaráð-
herra sagði nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir að kennarar hefðu dregið
sig út úr viðræðum um tilflutning
grunnskólans vegna óánægju með atr-
iði sem snertu ekki flutninginn. Ekki
ætti að blanda saman rekstrarfyrir-
komulagi grunnskólans og breytingum
á starfsmannastefnu ríkisins.
„Aðalatriðið í sambandi við flutning
grannskólans er að það er verið að
tala um að flytja kennarana frá ríkinu
til sveitarfélaganna með sömu réttind-
um og þeir hafa, hvorki meiri né minni.
Um þetta er samkomulag milli fjár-
málaráðuneytisins, menntamálaráðu-
neytisins, kennaranna og sveitarféiag-
anna. Það hefur einnig legið fyrir lengi
að ríkið er að endurskoða starfs-
mannamál sín. Hluti af þeirri stefnu
hefur þegar verið kynntur í framhalds-
skólafrumvarpinu."
Eiríkur Jónsson, formað-
ur Kennarasambands ís-
lands, sagði að kennarar
gerðu sér fullljóst að ævi-
ráðning grunnskólakenn-
ara yrði ekki látin standa
óbreytt þegar búið væri að
afnema æviráðningar allra starfs-
manna ríkisins og þar með talið fram-
haldsskólakennara. Búast mætti við
að sveitarfélögin gerðu kröfu um að
þessi réttindi yrðu tekin af grunn-
skólakennurum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað-
ur Sambands íslenskra sveitarfélaga,
sagði að sveitarfélögin hefðu sam-
þykkt óbreytt réttindi gmnnskóla-
kennara og við það yrði staðið. Sveit-
arfélögin hefðu ekki uppi nein áform
um að krefjast þess að æviráðningar
yrðu afnumdar. Hann sagðist hins
vegar telja eðlilegt að um breytingar
á þessu yrði rætt við kennara síðar,
ef þeir eða sveitarfélögin vildu gera
breytingar á þeim.
Eiríkur sagði að kennarar væm til
viðræðu um breytingar á réttindum
sínum. Þeir hefðu t.d. tekið þátt í störf-
um nefndar sem unnið hefur að breyt-
ingum á lögum um Lífeyrissjóð opin-
berra starfsmanna. Meginatriðið væri
hins vegar að þarna væri um að ræða
réttindi sem væru hluti af kjömm
þeirra og semja þyrfti um allar breyt-
ingar á þeim. „Við höfum hvergi séð
þess getið að það standi til að bæta
mönnum í neinu það sem af yrði tekið
með þessum lögum. Þvert á móti sýn-
ist okkur að framvarp félagsmálaráð-
herra um samskiptareglur á vinnu-
markaði sé beinlínis sett fram til að
tryggja að menn geti ömgglega ekki
náð sér í neinar bætur.“
Breytingar
á lífeyrismálum
Áform um breytingar á Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins hafa einnig
blandast inn í deilur um þetta mál.
Fyrir liggja drög að frumvarpi um
sjóðinn. Eiríkur sagði að kennarar
væm óánægðir með ýmislegt í frum-
varpinu, en fulltrúi þeirra ætti hins
vegar sæti í nefnd sem fjallað hefur
um frumvarpið og þeir hefðu þess
vegna haft möguleika á að hafa áhrif
á mótun þess. Því hefði hins vegar
ekki verið til að dreifa varðandi fmm-
varpið um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna. Fulltrúar kennara
hefðu ekki komið að samningu þess.
í kostnaðarskiptingamefnd er það
skilyrði sett fyrir flutningi gmnnskól-
ans að breytingar verði gerðar á Líf-
eyrissjóði opinberra starfsmanna. Þær
lúta að því að iðgjald sjóðsins verði
greitt jafnóðum og til lífeyrisskuld-
bindinganna er stofnað og að hlutfalls-
leg skuldbinding hvers vinnuveitanda
taki mið af starfstíma og framreiknuð-
um lokalaunum. Einnig verði tekin upp
viðmiðun við launa- eða verðvísitölu
við útreikning eftirlauna í stað þess
að reikna eftirlaun sem hlutfall af
launum eftirmanns í starfi.
Eiríkur sagði að þessi breyting
þýddi skerðingu á lífeyrisréttindum
talsvert margra kennara. Þetta væri
því ekki í samræmi við loforð stjórn-
valda um efnislega óbreytt réttindi.
Friðrik Sophusson sagði að með þess-
ari breytingu væri verið að láta sveit-
arfélögin og ríkið greiða strax til sjóðs-
ins í samræmi við þau réttindi sem
sjóðsfélagi ynni sér inn. Ekki væri
framkvæmanlegt að gera þetta nema
breyta um leið viðmiðunum við út-
reikning eftirlauna.
Óvissa um kostnaðar-
skiptingu
Ekki er að heyra á forystumönnum
Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks að áformað sé að draga til
baka eitthvað af þeim fmmvörpum
sem lögð hafa verið fram um þessi
mál til að greiða fyrir samkomulagi,
en formaður BSRB krafðist þess á
Alþingi í gær að það yrði gert. Einn
af forystumönnum Framsóknarflokks-
ins sagði í samtali við Morgunblaðið
að breytingar á lífeyris- og réttinda-
málum opinberra starfsmanna væru
nauðsynlegar og það væri ekki til
bóta að fresta óhjákvæmilegum átök-
um um það mál.
En þó að náist að jafna ágreining
við kennara um réttindamálin er til-
flutningur grunnskólans ekki þar með
í höfn. Ríkið á eftir að ná samkomu-
lagi við kennara um flutning tekju-
stofna frá ríki til sveitarfélaga. Sam-
komulag er um að rekstur
grunnskólans kosti ríkið í
dag um 6,3 milljarða. Jafn-
framt er ljóst að kostnaður
við grunnskólann á eftir
að vaxa á næstu árum.
Gmnnskólalög gera ráð
fyrir lengingu skóladags,
fleiri kennsludögum, málsverðum í
skólum og einsetningu skóla. Þetta
eru breytingar sem Alþingi hefur
samþykkt og sveitarfélögin spyija
ríkið hvar þau eigi að fá tekjur til
að mæta þessum kostnaði. Að auki
er mikill kostnaður því samfara að
byggja kennslustofur svo hægt sé að
einsetja skólana. Að öllu samanlögðu
telur kostnaðarnefnd að kostnaður
við grunnskólann sé rúmir 8 milljarð-
ar á þessu ári og verði rúmlega 9,1
milljarður árið 2000.
Samkomulag
um kostnað
þarf að nást
fyrir 8. mars
Tekist á um
lífeyris- og
ráðningar-
réttindi
Þjóðhagsstofnun spáir 3% hagvexti í ár og svipuðum árlegum hagvexti fram til aldamóta
Kaupmáttur
ráðstöfun-
artekna vex
Verðbólga 1982-1996
1982 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 1990 '91 '92 '93 '94 '95 '96 f
um 3,5% í ár
Þjóðhagsstofnun spáir 3% hagvexti á þessu
ári og að árlegur hagvöxtur fram til alda-
móta verði svipaður og síðustu 2-3 ár, eða
tæplega 3%. Þá telur stofnunin að verðbólga
milli áranna 1995 og 1996 verði 2,5% og
kaupmáttur ráðstöfunartekna vaxi um 3,5%
í ár, en gangi sú spá eftir vex kaupmáttur
ráðstöfunartekna um 7,5% á tveimur árum.
jóðhagsstofnun spáir einnig
að störfum í ár fjölgi um
allt að 2% og atvinnuleysi
minnki á árinu 1996 og
verði 4,4% af mannafla á vinnumark-
aði í stað 5% í fyrra.
Þetta kemur fram í Pjóðarhúskapn-
um, riti Þjóðhagsstofnunar. Þar kemur
fram að þróunin í efnahagsmálum
innanlands hefur verið hagstæð síð-
ustu ár og styrkt innviði þjóðarbú-
skaparins. Tvennt beri hæst, annars
vegar betra jafnvægi undanfarin miss-
eri en áður og hins vegar að hagvöxt-
ur hafí smám saman verið að ná sér
á strik. Þetta sýni sig meðal annars
í lágri verðbólgu, afgangi á viðskiptum
við útlönd, góðri afkomu fyrirtækja
og almennum launabreytingum sem
hafí í aðalatriðum verið í samræmi
við þjóðhagslegar forsendur. Verr
hafi hins vegar gengið í baráttunni
við atvinnuieysi og halla í búskap hins
opinbera. Flest bendi til að framhald
verði á hagstæðri þróun undanfarinna
ára, en þó sé ástæða til að vara við
of mikilli bjartsýni, ekki síst í ljósi
minnkandi hagvaxtar í helstu iðnríkj-
um undanfarið. Því sé varlegt að bú-
ast við uppgangstímum, heldur sé lík-
legra að hagvöxtur verði hægur og
jafn á næstu ámm.
Meiri fjárfesting
og einkaneysla
Eins og fyrr sagði spáir Þjóðhags-
stofnun 3% hagvexti á mælikvarða
landsframleiðslu í ár og að þjóðartekj-
ur aukist um 3,2%. Þetta er heldur
meiri hagvöxtur en gert er ráð fyrir
í iðnríkjunum að meðaltali. Ef það
gengur eftir verður hagvöxtur á árun-
um 1994-96 að meðaltali 2,8% á ári,
sem er meiri vöxtur en í iðnríkjunum
að meðaltali á sama tíma. Spáð er
svipuðum hagvexti fram til aldamóta.
Vöxturinn skýrist einkum af aukn-
um útgjöldum til fjárfestingar og
einkaneyslu, en fjárfesting atvinnu-
veganna er talin aukast um 36% milli
ára og vegur stækkun álversins þar
þyngst. Einnig er gert ráð fyrir að
útgjöld til einkaneyslu aukist veru-
lega, eða um 4%. Samanlagt er því
spáð að þjóðarútgjöld vaxi um 4,6%
milli áranna 1995 og 1996. Þjóðhags-
stofnun segir að á sama hátt og at-
vinnuvegafjárfesting sé hreyfiafl
efnahagsstarfseminnar á þessu ári
megi í stórum dráttum segja að einka-
neysla hafi verið það í fyrra og útflutn-
ingur árið 1994.
Viðskiptajöfnuður óhagstæður
um 1,3 milljarða
Þjóðhagsstofnun spáir því að við-
skiptajöfnuður verði óhagstæður um
1,3 milljarða króna í ár, en það svararx
til 0,3% af landsframleiðslu. Það er
breyting frá síðustu þremur árum
þegar viðskiptajöfnuður hefur verið
hagstæður. Viðskiptajöfnuður í fyrra
var hagstæður um 4,1 milljarð króna,
en það svarar til 0,9% af landsfram-
leiðslu. Afgangurinn 1994 varð enn,
meiri en þá var viðskiptajöfnuðurinn
hagstæður um 2,1% af landsfram-
leiðslu. Ástæðan fyrir óhagstæðari
viðskiptajöfnuði í ár er meiri aukning
þjóðarútgjalda en þjóðartekna, en
Þjóðhagsstofnun bendir hins vegar að
á þetta sé töluvert minni halli en leiði
af innflutningi vegna stækkunar ál-
versins. Hann er talinn nema 0,8-0,9%
af landsframleiðslu, eða töluvert meira
en nemur áætluðum viðskiptahalla.
í tölum Þjóðhagsstofnunar er gert
ráð fyrir að útfiutningframleiðsla sjáv-
arafurða verði 3% meiri í ár en í fyrra,
en ekki er gert ráð fyrir aukinni fram-
leiðslu áls eða kísiljárns. Hins vegar
er gert ráð fyrir að almennur iðnaðar-
vömútflutningur aukist um 9,5% milli
ára, sem er heldur minni aukning en
í fyrra, þegar útflutningurinn jókst
um 15%. Að öllu samanlögðu er gert
ráð fyrir að útflutningur vöm og þjón-
ustu aukist um 3,9% í ár.
Talið er að viðskiptakjör þjóðarbús-
ins í ár verði því sem nær óbreytt frá
því í fyrra. Ekki er gert ráð fyrir að
verð á sjávarvöruútflutningnum í heild
breytist að ráði, verð verði stöðugt
eða hækki lítilsháttar. Reiknað er með
að álverð lækki um 5% í ár að meðal-
tali frá því í fyrra, verð á kísiljárni
verði svipað og verð á öðmm iðnaðar-
vörum fylgi í aðalatriðum verðbreyt-
ingum í viðskiptalöndunum. Reiknað
er með því að verð á olíu haldist
óbreytt eða lækki jafnvel og vextir
erlendis lækki einnig. í heild er gert
ráð fyrir óbreyttum viðskiptakjöram í
ár, þar sem lækkun vaxta muni vega
upp lækkun álverðs.
Heildarskuldir hins
opinbera 261 milljarður
Gert er ráð fyrir að heildarfjárþörf
hins opinbera verði um 14 milljarðar
króna í ár, sem nemur um 2,9% af
landsframleiðslu, og er það ríkissjóður
og hið opinbera húsnæðislánakerfi
sem mynda lánsfjárþörfina, en ríkis-
fyrirtæki og fjárfestingarlánasjóðir
áforma hins vegar að greiða niður
skuldir um 2 milljarða króna. Reiknað
er með að heildarskuldir hins opinbera
í lok þessa árs verði 261 milljarður
króna, sem nemur um 54% af lands-
framleiðslu. Hreinar skuldir hins opin-
bera nema þá 169 miljörðum króna,
eða um 35% af landsframleiðslu, sem
er nokkm lægra hlutfall en í fyrra.
Erlend lán eru ríflega helmingur heild-
arskuldanna. Þjóðhagsstofnun segir
að þó hlutfallið sé nokkru undir meðal-
tali OECD-ríkjanna sé það þó óþægi-
lega hátt, einkum vegna þess hve er-
lendur hluti skuldanna er mikill.
Ávöxtun óverðtr. 3 mán. ríkisvíxla
1994 1995 '96
Yfirlit þjóðhagsspár Heimild: Þjóðhagsstofnun
Breytingar frá fyrra ári, %: 1993 1994 1995 1996
Einkaneysla -4,5 +1,8 +4,6 +4,0
Samneysla +2,3 +3,7 +2,0 +2,0
Fjárfestíng -11,5 ■1,1 +3,0 +15,0
Þjóðarútgjöld -4,1 +1,5 +4,4 +4,6
Útflutningur vöru og þjónustu +6,7 +9,7 -2,4 +3,9
Innflutningur vöru og þjónustu -8,6 +4,1 +4,4 +9,0
Landsframleiðsla +0,8 +3,5 +2,0 +3,0
Þjóðartekjur -0,9 +3,6 +3,3 +3,2
Viðsk.jöfnuður, % af landsframl. +0,1 +2,1 +0,9 -0,3
Fram kemur að gangi áætlanir um
þróun opinberra fjármála eftir hér á
landi í ár mæti þau þeim skilyrðum
sem Evrópusambandsríkin hafa sett
um fjármál hins opinbera vegna fyrir-
hugaðs myntsamruna. Skilyrðin em
að tekjuhalli hins opinbera sé innan
við 3% af landsframleiðslu og skuldir
hins opinbera séu innan við 60% af
landsframleiðslu, en einungis Lúxem-
borg og Þýskland virðast ná því að
uppfylla þessi skilyrði í ár.
Þjóðhagsstofnun segir að erlendar
skuldir þjóðarbúsins hafi lækkað jafnt
og þétt á undanförnum ámm, en
ástæðan sé hagstæður viðskiptajöfn-
uður síðustu þriggja ára. Hreinar er-
lendar skuldir þjóðarinnar hafí numið
54% af landsframleiðslu á árinu 1993,
en á síðasta ári hafi skuldahlutfallið
verið komið niður í 49,6%. Þrátt fyrir
spá um viðskiptahalla í ár séu horfur
á að þetta skuldahlutfall lækki enn
frekar vegna mismunar nafn- og raun-
vaxta erlendra skulda.
Skuldir heimila vaxa
í Þjóðarbúskapmm kemur enn-
fremur fram að skuldir heimila og
hins opinbera við lánakerfið hafa stöð-
ugt aukist á sama tíma og skuldir
fyrirtækja hafa minnkað. Þannig hafi
skuldir heimilanna aukist um 27 millj-
arða króna á tólf mánaða tímabili fram
til september síðastliðið haust, en þar
er um 7% raunaukningu að ræða. Til
samanburðar var raunaukning skulda
heimilanna milli 1993 og 1994 9,2%.
Vakin er athygli á því að skuldir ís-
lenskra heimila séu nú líklega hærra
hlutfall af ráðstöfunartekjum en í
nokkru öðru aðildarríki OECD. Þótt
miklar eignir, einkum í lífeyrissjóðum,
standi á móti sé þessi aukning
áhyggjuefni. Ekki sé síður áhyggju-
efni að hlutfallið fari stöðugt hækk-
andi hér á landi. í flestum öðmm lönd-
um, þar sem þetta hlutfall sé hátt,
hafí það annað tveggja staðið í stað
eða farið lækkandi.
Þjóðhagstofnun segir ennfremur að
þenslumerki hafi komið fram í þjóðar-
búskapnum undir lok síðasta árs. Þau
hafí meðal annars stafað af óvissu
um kjaramál og ríkisfjármál, ákvörðun
um stækkun álversins og umræðu um
fleiri slík verkefni. Nú bendi margt
til að þensluhættan sé liðin hjá í bili.
Kjaramál hafi verið til lykta leidd og
fjárlög afgreidd með mun minni halla
en í fyrra, auk þess sem hægt hafi á
efnahagsstarfsemi á alþjóðavettvangi.
Einnig sýni nýjustu upplýsingar um
verðlagsþróun og atvinnuástand engin
merki um þenslu. Rétt sé þó að vera
áfram á varðbergi gagnvart þenslu,
en jafnframt gæta þess að kæfa ekki
vöxtinn í þjóðarbúskapnum.
„Brýnustu verkefni hagstjómar á
næstunni eru annars vegar að tryggja
að áform fjárlaga um minni halla á
ríkissjóði gangi eftir og hins vegar
að laga vexti að breyttum efnahags-
legum forsendum. Er þá vísað til þess
að vextir hér á landi virðast mjög
háir um þessar mundir, bæði í ljósi
innlendra aðstæðna og horfa, eins og
þær em nú metnar, og þróunar þeirra
í öðmm löndum að undanförnu. Þegar
til lengri tíma er litið er mikilvægast
að móta í nánari atriðum hagvaxtar-
stefnu sem skapar sem best og stöðug-
ust vaxtarskilyrði fyrir þjóðarbúið,"
segir Þjóðhagsstofnun ennfremur.