Morgunblaðið - 21.02.1996, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
-M
t
Móðurbróðir minn,
SiGURÐUR ÁSGEIRSSON
frá Eiði
í Hestfirði,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði
laugardaginn 17. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Högni Sturluson
og vandamenn.
t
Systir okkar,
UNA MARÍA ÞORGEIRSDÓTTIR,
Flókagötu 64,
Reykjavík,
lést 28. janúar sl.
Útförin hefur farið fram.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á deild 1A á Landakotsspítala
fyrir góða umönnun.
Þökkum auðsýnda samúð.
Þórunn Þorgeirsdóttir,
Guðrún Þorgeirsdóttir,
Lára Þorgeirsdóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir,
KARL MAGNÚSSON,
Jökulgrunni 9,
Reykjavík,
er látinn.
Útförin ferfram frá Áskirkju föstudaginn
23. febrúar kl. 15.00.
Sigurborg Guðmundsdóttir,
Sigrún Karlsdóttir.
+
Elskuleg dóttir mín, systir okkar og
mágkona,
JÓHANNA SVANDÍS
ÓLAFSDÓTTIR,
Réttarholtsvegi 39,
Reykjavík,
sem lést í Landspítalanum 13. febrúar
sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
föstudaginn 23. febrúar kl. 13.30.
Ingibjörg Sturludóttir,
Magnús Ólafsson, Herdís Heiðdal,
Sigríður P. Ólafsdóttir, Ingimar Halldórsson.
+
Hjartkær eiginmaður minn,
Kristján AGNAR ÓLAFSSON,
Eiríksgötu 21,
Reykjavík,
sem andaðist 12. febrúar sl., verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 22. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vilja minnast hans,
er bent á Krabbameinsfélagið, heima-
hlynningu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigriður Eyja Pétursdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför
TÓMASAR EMILS
MAGNÚSSONAR
frá ísafirði.
Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki
elli- og hjúkrunarheimiiisins Grundar
fyrir umhyggju þeirra og vinsemd í hans
garð.
Ólafur I. Magnússon, Arnþrúður Aspelund,
Halldór Magnússon, Jónas Magnússon,
Kristin Högnadóttir.
+ Anna S. Thorst-
ensen fæddist á
Þverá í Öxnadal í
Eyjafirði 8. júní
1918. Hún lést á
Landspítalanum
aðfaranótt 11.
febrúar síðastlið-
ins. Foreldrar
hennar voru Svan-
laugur Jónasson, f.
4.11.1882, d. 15.10.
1946, verkstjóri
hjá Akureyrarbæ,
og kona hans,
Krisíjana Rósa
Þorsteinsdóttir, f.
23.11. 1882, d. 20.2. 1957, hús-
móðir. Systkini Önnu urðu 15
talsins, en sjö þeirra eru enn
á Iífi. Þau eru Eva, f. 1.5. 1906,
hjúkrunarkona, Ragnheiður, f.
15.5. 1907, hjúkrunarkona,
Hjalti, f. 22.10. 1910, verka-
maður, Hrefna, f. 7.12. 1912,
húsmóðir, Hulda, f. 12.10.
1914, hjúkrunarkona, Þor-
steinn, f. 6.8. 1920, fyrrv.
starfsmaður bæjarfógeta á
„ÞEGAR vinur þinn talar þá and-
mælir þú honum óttalaus eða ert
honum samþykkur af heilum hug.
Og þegar hann þegir, skiljið þið
hvor annan, því að í þögulli vináttu
ykkar verða allar hugsanir, allar
langanir og allar vonir ykkar til,
og þeirra er notið í gleði, sem krefst
einskis."
Þessi orð um vináttuna úr bók-
inni Spámaðurinn (Kahlil Gibran)
eru mér efst í huga þegar ég kveð
vinkonu mína, „fósturmóður" og
fyrrverandi tengdamóður, Önnu
Svanlaugsdóttur Thorstensen.
Sterk og einlæg vinátta batt okkur
böndum í tæplega þijátíu ár.
Fljótlega eftir skilnað okkar
Tryggva hringdi hún í mig, sem var
ráðvillt að mörgu leyti og gerði mér
grein fyrir því að mér þýddi ekkert
að loka á sig og Tryggva
tengdapabba því við værum tengdar
gegnum Drífu Hjördísi dóttur mína
Akureyri, Helga, f.
6.9. 1922, hjúkrunar-
kona.
Anna giftist 10.6.
1937 Tryggve D.
Thorstensen, f.
11.10. 1914, d. 25.11.
1986, prentara. Hann
var sonur Ole
Thorstensen, skó-
smiðs í Reykjavík, og
konu hans, Anine
Thorstensen, „hús-
móður. Börn Önnu
og Tryggve eru: 1)
Sonja Helene, f. 9.5.
1938, afgreiðslust. í
Reykjavík, maki Jón B. Skarp-
héðinsson, f. 1.11. 1938, vörubíl-
sljóri í Reykjavík, og eru börn
þeirra: A) Erla,^ f. 11.9. 1968,
sambýlismaður Asbjörn Arnar-
son, B) Birgitta, f. 30.1. 1972.
Stjúpdóttir Jóns er Elísabet
Anna Cochran, f. 25.11. 1959,
sambýlismaður Jón Örn Valsson.
Börn Elísabetar eru Iris, f. 10.5.
1986, og Theo Daníel, f. 13.2.
1989. 2) Sigurður Ingvi, f. 3.12.
og hún ætlaði að fylgjast með upp-
vexti hennar. Mér létti og þannig
hófst sú vinátta, sem raunverulega
aldrei lýkur.
Anna var mér sem móðir eftir
að móðir mín dó, þessi fasti punkt-
ur í tilverunni, skjólið sem hægt var
að leita til undan stormi og áföllum
h'fsins. Alltaf tók hún á móti mér,
skammaði mig hæfilega og stapp-
aði í mig stálinu. Ég minnist þess-
ara heimsókna þar sem heitt kaffi
eða te var á könnunni og hún sagði
að það væri ekki sjón að sjá mig
og ég ætti að passa mataræðið og
fá mér meira af brauði og kökum.
Og við þrefuðum um lífið og tilver-
una og það nýjasta úr heimi stjórn-
málanna og Tryggvi eldri skemmti
sér yfir heitum umræðunum.
Hún var miklu jarðbundnari en
ég, það sé ég núna mörgum árum
seinna, og ótrúlega vitur. Hún stóð
við hlið mér í erfiðleikum og tók
1940, flugumferðarstjóri, maki
Guðríður Vestmann Guðjóns-
dóttir, hjúkrunarkona, og eru
börn þeirra: A) Anna Margrét,
f. 26.8. 1965, sambýlismaður,
Ágúst Gunnarsson. Eiga þau
einn son, Sigurð Ingva, f. 19.4.
1995. B) Tryggve Daníel, f.
18.11. 1967. C) Kristín, f. 12.7.
1972, sambýlismaður Vilhelm
Gunnarsson. 3) Tryggve Daní-
el, f. 20.12. 1945, vélatækni-
fræðingur, og á hann eina dótt-
ur, Drífu Hjördísi, f. 14.8.1971.
Anna flutti með fjölskyldu
sinni, þá tveggja ára, til Akur-
eyrar og ólst þar upp fram á
unglingsár. Á fimmtánda árinu
fór hún til Reykjavíkur þar
sem hún réð sig í vist. Hefur
hún síðan verið búsett í
Reykjavík.
Anna hefur starfað við fram-
reiðslu um áratugaskeið, fyrst
á Hótel Skjaldbreið, auk þess
sem hún yar aðstoðarþjónn á
sumrin á Hótel Garði við
Hringbraut. Hún varð aðstoð-
arstúlka húsvarðar í ráðherra-
bústaðnum við Tjarnargötu í
Reykjavík 1950 og tók síðan
við af húsverðinum er hann
hætti, en því starfi gegndi hún
í áratugi eða nokkuð fram yfir
sjötugt. Anna dvaldi síðustu
árin á Vistheimilinu Seljahlíð.
Bálför Önnu fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
þátt í hamingju minni og fjölskyldu
minnar.
Hún hugsaði um börnin mín eins
og sín eigin og sat yfir þeim er þau
voru veik heima og ég þurfti að
vinna. Þegar ég var matarlaus gaf
hún okkur að borða. Barnabörnin
mín kalla hana Önnu ömmu.
Við skröfuðum margt, hlógum
saman, þögðum saman og þrefuð-
um um allt milli himins og jarðar.
Hún var ótrúlega sterk kona, úr-
ræðagóð með stórt hjarta á réttum
stað.
Þegar fór að líða að því að hún
hætti sem húsvörður í ráðherrabú-
staðnum hafði hún áhyggjur af því
að sér myndi leiðast að hafa ekkert
að gera. Það voru ástæðulausar
áhyggjur. Þegar hún fluttist upp í
Seljahlíð var yndislegt að fylgjast
með því hvernig hún blómstraði í
alls konar tómstundavinnu. Ég kom
einu sinni og skoðaði vinnuaðstöð-
una og þegar ég dáðist að þeim
fallegu munum, sem hún hafði gert
og mótað í leirinn, fór hún undan
í flæmingi og sagðist hafa fengið
aðstoð. Hún var ekki að miklast
yfir hæfileikum sínum. Þessa fal-
legu muni gaf hún okkur og prýða
þeir heimili okkar í dag.
En fyrir þessa athafnasömu konu
var þessi vinna ekki nóg lífsfylling.
Hún fór um langan tima tvisvar í
viku niður á Flóamarkað Hjálpræð-
ishersins og afgreiddi föt. Þar var
hún í essinu sínu innan um fólkið
af götunni. Þangað fór ég nokkrum
sinnum er ég átti leið í höfuðborg-
ina til að hitta hana, fá mér kaffi
og kippa með mér flík og flík ef
mig vantaði.
Svo kom tími veikinda. Ég trúði
því einlæglega að hún risi upp úr
þeim veikindum sterk og hress eins
og ævinlega og tækist á við lífið.
Ég fór til hennar á sjúkrahúsið og
hvatti hana til að gefast ekki upp.
Þarna var eigingirni mín að tala.
Ég var ekki að hugsa um það, hvort
hún væri nú að ijúka sínu verki í
þessari tilveru, ég var að hugsa um
mig, sem myndi sakna hennar þeg-
ar hún færi.
Nú hefur hún kvatt og skilið eft-
ir mikinn lærdóm handa okkur hin-
um. Börnum hennar, tengdabörn-
um, barnabörnum og barnabarna-
börnum votta ég mína dýpstu sam-
úð um leið og ég kveð mína kæru
vinkonu og óska henni kærleika og
friðar í nýjum heimkynnum.
„Þú skalt ekki hryggjast, þegar
þú skilur við vin þinn, því að það
sem þér þykir vænst um í fari hans
getur orðið þér ljósara í fjarveru
hans eins og fjallgöngumaðurinn
sér ijallið best af sléttunni." (Kahl-
il Gibran)
Hjördís Bergsdóttir.
+
Elskuleg móðir mín,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
fyrrverandi húsvörður
í Húsmæðraskóla J ' r '
Reykjavíkur,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. febrúar kl. 13.30. H Jí.
Marfa Sigurðardóttir.
+
Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar,
ANNA RÓSA ÁRNADÓTTIR,
Hringbraut 75,
Hafnarfirði,
varð bráðkvödd á heimili sínu þriðjudaginn 20. febrúar.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Ketill Eyjólfsson
og börn.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjalds-
laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1,
Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn
fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi i númer 691181. Það eru vin-
samleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000
slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinar-
höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum.
ANNA SVAN-
LAUGSDÓTTIR
THORSTENSEN