Morgunblaðið - 24.02.1996, Side 20

Morgunblaðið - 24.02.1996, Side 20
20 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Dole sakaður um að lítilsvirða kjósendur í Arizona Gagnrýndur fyrir að hunsa kappræðumar Tempe. Reuter. PAT Buchanan og Lamar Alex- ander, frambjóðendur í forkosn- ingum repúblikana í Bandaríkjun- um, veittust hvor að öðrum en sameinuðust í vægðarlausri gagn- rýni á Bob Dole í sjónvarpskapp- ræðum í Arizona í fyrrakvöld. Dole sniðgekk kappræðurnar og fjölmiðlar í Arizona tóku því sem lítilsvirðingu við ríkið. Jafnvel nokkrir aðstoðarmanna Doles sögðu að honum hefðu orðið á alvarleg mistök að mæta ekki og þau gætu reynst honum dýrkeypt í forkosningunum í Arizona á þriðjudag. Fjórir frambjóðendanna í for- kosningunum tóku þátt í kappræð- unum; Buchanan, sem bar sigur- orð af Dole í forkosningunum í New Hampshire, Alexander, fýrr- verandi ríkisstjóri Tennessee og menntamálaráðherra, auðkýfing- urinn Steve Forbes og Bob Dom- an, þingmaður frá Kaliforníu, sem hefur notið lítils fylgis til þessa. Dole var í Colorado eins og hann hafði afráðið áður en kapp- ræðurnar voru ákveðnar: „Við lát- um ekki aðra ráða dagskrá okkar. Ég tek þátt í kappræðum á þing- inu daglega. Þessir menn kunna ekki að taka þátt í kappræðum.“ „Bob Dole öldungadeildarþing- maður ætti að vera hér í kvöld ef hann vill verða frambjóðandi repú- blikana í forsetakosningunum," sagði hins vegar Alexander í kapp- ræðunum. „Frambjóðandi getur ekki sigrað með því að ófrægja andstæðinga sína í auglýsingum, safna stuðningsyfirlýsingum og hunsa það þegar tekist er á um hugmyndir eins og hér í kvöld.“ Þjarmað að Buchanan Alexander beindi síðan spjótum sínum að Buchanan og sakaði hann um að vilja reisa múra um landið og einangra það. Buchanan kvaðst hins vegar fulltrúi nýrrar og áræðinnar íhaldsstefnu í þágu fólks, sem hefði ekki átt sér málsvara í bandarískum stjórnmálum, og ófæddra barna. Vinsældir Buchanans hafa vald- ið ugg meðal margra repúblikana, sem óttast að hann geti klofið flokkinn og tryggt Bill Clinton sig- ur í forsetakosningunum í nóvem- ber. Andstæðingar hans innan flokksins virðast vera að taka höndum saman um að stöðva Buchanan. Repúblikanar eins og Jack Kemp, fyrrverandi húsnæðis- málaráðherra, Colin Powell, fyrr- verandi forseti herráðsins, og Rudy Giuliani, borgarstjóri New York, gagnrýndu hann opinber- lega og sakað um öfgastefnu. Buchanan var fljótur að snúast til varnar og bað andstæðinga sína að „halda sig við málefnin [og] hugsjónirnar, og hætta að kalla mig illum nöfnum því að það eru þeir sem ógna einingu flokksins, ekki ég.“ Schneider framseldur Þjóðverjum Frankfurt. Reuter. ÞJÓÐVERJINN Jiirgen Schneid- er var í gær framseldur til Þýska- lands frá Miami, þar sem hann var handtekinn í maí í fyrra eftir árs leit víða um lönd. Schneider, sem sést hér í lögreglufylgd á flugvellinum í Frankfurt, hóf fer- il sinn sem múrari, en varð mjög umsyifamikill í fasteignaviðskipt- um. í Þýskalandi er veldi lians nú lýst sem hruninni spilaborg. Schneider er 61 árs og reisti tugi glæsibygginga í þýskum borgum, skrifstofuhús, hótel og verslanamiðstöðvar. Hann barst mikið á, bjó í glæsihúsi sem líkt- ist kastala, en þegar hann hvarf skyndilega ásamt konu sinni í apríl 1994 var fyrirtæki hans orðið gjaldþrota vegna skulda sem námu fimm milljörðum marka, sem svarar 225 milljörð- um króna. Hann er sakaður um að hafa svikið út lán til framkvæmda með því að leggja fram fölsuð skjöl og rangar upplýsingar. Schneider kveðst saklaus og segir að Deutsche Bank, stærsti viðskiptabanki Þýskalands, hafi vísvitandi gert hann gjaldþrota. Vekur Zjúganov falsvonir marxista? FLOKKAR og flokksbrot vinstra megin við rússneska kommúnista- flokkinn hafa lýst yfir stuðningi við forsetaframboð Gennadíjs Zjúg- anovs í trausti þss að hann snúi hjól- inu við og hverfi til gamalla stjórn- hátta. Svo getur farið að hann valdi þeim miklum vonbrigðum nái hann kjöri, segir í rússneska blaðinu The Moscow Tríbune nýlega en það kem- ur út á ensku. „Zjúganov er óútreiknanlegur, enginn veit hvað hann gerir ef hann verður forseti," sagði Víktor Ver- enstjagín, aðstoðarforstjóri Sér- fræðistofnunar rússneskra frum- kvöðla og iðnrekenda. „Hann á fátt sameiginlegt með raunverulegum hugmy'ndafræðingum kommúnista". Segja má að vinstriöflin eigi fárra kosta völ ætli þau að hafa einhver áhrif á það hver hreppi hnossið, Zjúganov hljóti að standa næst sjón- armiðum þeirra af þeim sem ein- hveija möguleika hafa. Einn flokk- anna, marxistaflokkur harðlínu- mannsins Víktors Anpílovs, fékk hátt í 5% atkvæða í þingkosningun- um í desember og skiptir stuðningur- inn því Zjúganov verulegu máli. Hann hefur á hinn bóginn reynt að mýkja ímynd sína, talað eins og hófsamur jafnaðarmaður. Vill hann þannig vinna sig í álit meðal hæg- fara markaðshyggjumanna og miðjuafla með yfírlýsingum sem eiga að róa þá er óttast afturhvarf til miðstýringar og alræðis sovétskeiðs- ins. Fyrir skömmu tók hann þátt í fundi efnahagssérfræðinga og áhrifamanna í Davos í Sviss. Þar hét Zjúganov að bæta aðstæður fyr- ir erlenda fjárfesta ef hann yrði for- seti Rússlands. Anpílov sagði nýlega að harðlínumenn myndu vinna að því að „endurbæta hugmyndafræði" Zjúganovs næstu mánuði. Aðurnefndur Verentsjagín telur að jafnvel þótt „endurbæturnar" tækjust gæti harðlínumönnum reynst erfitt að hafa taumhald á Zjúganov ef hann ynni en völd for- setaembættisins eru geysimikil. „Zjúganov hefur sagt að komm- únistar vilji afnema forsetaembættið ef þeir nái völdum en hann gæti skipt um skoðun ef hann næði kjöri,“ sagði Verentsjagín. Annar stjórn- málaskýrandi, Júrí Levada, sagði hins vegar að harðlínumenn hefðu fengið loforð um embætti forsætis- ráðherra í skiptum fyrir stuðninginn við Zjúganov. Reutcr GENNADÍJ Zjúganov, leiðtogi rússneskra kommúnista, með blóm í hönd við grafhýsi óþekkta hermannsins í Kremlarmúr. Reuter CIA um heilsu Borís Jeltsíns Hjartað veikt og þrekið á þrotum Boston. Reuter. HÁTTSETTIR embætt- ismenn innan leyniþjón- ustu Bandaríkjanna segja heilsuleysi Borís Jeltsíns alvarlegt og ef- ast jafnvel um að forseta Rússlands endist þrek fram að kosningunum sem fram eiga að fara í júní. Þetta kom fram í frétt bandaríska dag- blaðsins Boston Globe í gær. Heimildarmennirnir, sem kröfðust nafnleynd- ar, sögðu að Jeltsín hefði fengið hjartaáfall fjór- um sinnum, hið minnsta, frá árinu 1987. Forsetinn virtist hald- inn áfengissýki, honum hætti til að leggjast i þunglyndi og brýnt væri að hann gengist undir hjartaaðgerð. í fréttinni kom fram, að þess sæjust engin JELTSÍN ásamt Alexander Korz- hakov, yfirmanni lífvarðasveita for- setans, sem sagður er afar valdamikill. Rússland yrði að veru- leika. Færi svo gæti Jeltsín sagt að fresta þyrfti kosningum þar eð ganga þyrfti frá þeim atriðum sem snertu stjórnarskrá landsins. Tengslin við „Felix“ Fram kom og að þessir heimildarmenn væru nú óhræddari en áður við að tjá sig um Alexander Korzhakov, hinn leyndardómsfulla yfírmann lífvarðasveita forsetans, sem talinn er einn valdamesti maður- inn innan Kremlarmúra nú um stundir. Korzh- akov væri í nánum tengslum við „Felix“ en svo nefnist hópur einn sem sagður er saman- standa af fyrrum starfs- merki að Jeltsín hygðist fara í aðgerð. Hann gæti reynt að hindra kosningarnar 16. júní eða jafnvel aflýst þeim teldi hann sýnt að hann næði ekki endurkjöri. mönnum öryggislög- reglu Sovétríkjanna, sem óánægðir séu með þróun mála í Rússlandi frá því að veldi kommúnista hrundi. Hátt- settir embættismenn hafa verið harð- Sameining við Hvíta-Rússland? Viðmælendur blaðsins nefndu að Jeltsín kynni að fresta kosningum ef samruni Hvíta-Rússlands við lega gagnrýndir í nafni „Felix“ og þess eru dæmi að þeim hafí verið hótað Iífláti. Hugsanlegt væri að þess- um hópi yrði falið að grípa til hryðju- verka sem tilefni gætu gefíð til að slá kosningunum á frest. Bætur fyrir íranska þotu BANDARÍSK stjórnvöld hafa ákveðið að borga 131,8 millj- ónir dollara, jafnvirði 8,7 millj- arða króna, í bætur fyrir ír- anska farþegaþotu sem fyrir mistök um borð í bandaríska herskipinu Vincennes var skotin niður yfir Persaflóa 3. júlí 1988. Um borð voru 290 manns sem fórust allir. Morð í Miami HOLLENSK kona lést á sjúkrahúsi í Miami í gær skömmu eftir að hafa verið skotin í bijóstið. Konan var á ferð í bíl ásamt manni sínum. Þau eru ferðamenn og villtust skammt frá miðborg Miami og námu staðar til að spyija til vegar. Tveir menn gengu að bíl þeirra, gripu veski kon- unnar og skutu hana. Lee vill friðmælast við Kínverja LEE Teng-hui forseti Tævans sagði í gær, að mikilvægasta viðfangsefni stjórnar hans væri að sættast og friðmælast við Kínveija. Sagði hann að fundur með kínverskum leið- togum væri ekki útilokaður. Lee hóf í gær formlega kosn- ingabaráttu vegna forseta- kosninga 23. mars. Aftaka í San Quentin WILLIAM Bonin, sem dæmd- ur var fyrir morð á 14 drengj- um og ungum mönnum, var tekinn af lífi í San Quentin- fangelsinu í Kaliforníu í gær- morgun. Hann er þriðji fang- inn sem tekinn er af lífi í Kaliforníu eftir að dauðarefs- ingar voru teknar þar upp á ný 1977. Mannfall í Ingúshetíu RÚSSNESKIR hermenn drápu þijá óbreytta borgara og særðu fjóra við þorpið Arshta í Íngúshetíju í gær. Þá mun hafa grunað að tsjetsjenskir skæruliðar leynd- ust í þorpinu og því hafíð skot- hríð. Gripinn fyrir njósnir FYRRVERANDI starfsmaður bandaríska þjóðaröryggis- ráðsins var handtekinn á heimili sínu í Pennsylvaníu í gær og sakaður um njósnir í þágu Sovétríkjanna á sjöunda áratugnum. Borgarstjóri fyrir rétt TILKYNNT var í gær, að borgarstjóri Feneyja og a.m.k. sjö aðrir embættismenn lægju undir grun um að bera ábyrgð á brunanum í borgaróperunni í janúar og yrði málið tekið til opinberrar rannsóknar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.