Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C/D 61.TBL. 84.ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kínverjar efna til heræfinga til að ógna Tævan Herþotur æfa / • sprengjuarasir á Tævansundi Peking. Reuter, The Daily Telegraph. KÍNVERJAR héldu í gær áfram að ógna Tævan og hófu heræfing- ar á Tævansundi þar sem tíu her- skip og jafnmargar herþotur æfðu flugskeyta- og sprengjuárásir. Kínverjar skutu einnig fjórðu eld- flauginni á hafsvæði nálægt hafn- arborginni Kaohsiung í gærkvöldi. Varnarmálaráðuneytið á Tævan sagði að heræfingarnar hefðu haf- ist klukkan fjögur að íslenskum tíma í fyrrinótt en þær hefðu farið fram innan yfirráðasvæðis Kín- verja. Æfingunum á að ljúka 20. þessa mánaðar, eða þremur dögum fyrir forsetakosningarnar á Tæ- van. Bandaríska flugvélamóðurskipið Nimitz, kafbátur og sex önnur herskip á Persaflóa hafa fengið fyrirmæli um að fara á svæðið. Þar eru fyrir flugvélamóðurskipið Independence og herskip sem' fylgja því. Winston Lord, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að markmiðið með viðbúnaði flotans væri að fullvissa Tævani um að stjórnin í Washington teldi það mikið hagsmunamál fyrir Bandaríkin að friður héldist í þess- um heimshluta. „Villandi skilaboð“ Heræfingunum er ætlað að hræða Tævani frá því að lýsa yfir sjálfstæði, en tævanska stjórnin segist aðeins vilja styrkja stöðu landsins á alþjóðavettvangi í sam- ræmi við efnahagslegt mikilvægi þess. Shen Guofang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, réð Bandaríkjastjórn frá því að senda Tævönum villandi skilaboð um að hún styddi sjálfstæðisvið- leitni þeirra, með því að senda herskip á svæðið. „Verði þessi skilaboð send til Tævans myndi það skapa alvarlega hættu,“ sagði talsmaðurinn. Heræfingarnar ollu mikilli spennu á Tævan. Hermenn grófu skotgrafir á tævanskri eyju skammt frá strönd Kína og hundr- uð manna bjuggu sig undir að flýja Taipei af ótta við innrás Kínveija. Lee Teng-hui, forseti Tævans, sem er líklegur til að sigra í for- setakosningunum, hefur ekki sagt að hann vilji lýsa yfir sjálfstæði landsins. Stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, Lýðræðislegi framfaraflokkurinn, er hins vegar hlynntur sjálfstæðisyfirlýsingu. Leiðtogi flokksins, Shih Ming-teh, fór í bátsferð á hafsvæði þar sem Kínveijar hafa skotið eldflaugum í tilraunaskyni frá því á föstudag og sagði að Tævanir myndu aldrei láta undan hótunum Kínveija. Reuter HERMENN á tævönsku eyj- unni Penghu, sem er skammt frá strönd Kína. Rússneskir hermenn beijast í Tsjetsjníju Bæ gjöreytt að ástæðulausu? Moskvu. Reuter. RÚSSNESKIR embættismenn sögðu í gær að níu rússneskir her- menn hefðu fallið fyrir tsjetsjensk- um leyniskyttum í Grosní í fyrri- nótt en skæruliðamir, sem héldu stórum hluta borgarinnar í síðustu viku, eru þó flestir flúnir. Rússar hafa gjöreytt tsjetsjenskum bæ í átökum við skæruliða, sem íbúarnir segjast hvorki hafa heyrt til né séð. Sergei Medvedev, blaðafulltrúi Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, sagði á fréttamannafundi, að vegna síðustu atburða í Grosní væri hugs- anlegt, að ríkisstjórnin breytti nokkuð áætlun sinni um friðsam- lega lausn í Tsjetsjníju. Sagði hann öryggisráðið mundu leggja fram áætlunina í þessari viku. „Hugsanlega verður brottflutn- ingur hersins frá Tsjetsjníju tengd- ur þeim árangri, sem kann að nást í friðarsamningum. Ótímabær Reuter PALESTINSK kona hrópar vígorð til stuðnings Yasser Arafat, leiðtoga Palestinumanna, á útifundi í Ramallah á Vesturbakkanum í gær. Þess var krafist að Israelsstjórn aflétti banni við umferð til og frá sjálfsstjórnarsvæðunum sem sett var í kjölfar hryðjuverkanna að undanförnu. Krafa leiðtoga Vesturveldanna á friðarfundinum í Egyptalandi 011 hryðjuverk verði fordæmd Tel Aviv, Damaskus, Sharm el-Sheikh. Reuter. ÞJÓÐARLEIÐTOGAR frá mörg- um löndum eiga fund í Egypta- landi í dag um friðarferlið í Mið- austurlöndum og baráttuna gegn hermdarverkum. Ljóst þykir að Vesturveldin og ísrael leggi aðal- áherslu á síðara atriðið. Sýrlenska stjórnin hafnaði boði um þátttöku en í yfirlýsingu var þrátt fyrir það lýst yfir vilja til að semja frið við Israel. Vesturveldin krefjast þess að öll hryðjuverk verði fordæmd skil- yrðislaust og jafnframt segja heimildarmenn að þau vilji ræða leiðir til að hindra fjárstuðning við samtök heittrúarmanna er staðið hafa fyrir hryðjuverkunum. Sýr- lenska útvarpið sagði að á fundin- um yrði háð áróðursstríð þar sem ísraelar myndu reyna að nota hryðjuverkin undanfarnar vikur til að draga sig út úr friðarviðræðum og kenna aröbum um. Arabaríkin vilja að fjallað verði um-aðferðir til að tryggja áfram- hald á friðarferlinu. Yasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, hyggst reyna að fá ísraelsstjórn til að aflétta banni við ferðum til og frá sjálfsstjórnarsvæðum Pal- estínumanna sem veldur miklum þrengingum þar. Slakað á samskiptabanni Palestínumenn vilja einnig fá aukna fjárhagslega aðstoð til að draga úr neyðinni sem léttir öfgas- innum róðurinn í baráttu þeirra brottflutningur gæti endað með hreinu þjóðarmorði,“ sagði Medvedev. Skotið úr öllum áttum Bærinn Sernovodsk þar sem áður bjuggu 15.000 íbúar er nú rústir einar eftir vikulanga stórskotahríð en Rússar halda því fram, að skæru- liðar hafi notað hann sem bæki- stöð. Þeir íbúanna, sem sluppu lífs, segja, að þar hafi aldrei verið nein- ir skæruliðar. Raisa Maasheva, einn íbúanna, segir að árásin á bæinn hafi hafist 3. mars. „Það var skotið á okkur úr öllum áttum í einu,“ sagði Maas- heva en fólkið reyndi að leita skjóls í kjöllurum. „Nú eru heimili okkar í rústum vegna tilgangslausrar skothríðar." Önnur kona kvaðst hafa séð 30 lík á götum bæjarins. gegn friðarsamningunum. Arafat hefur látið handtaka um 600 liðsmenn öfgasamtaka sem beijast gegn friðarsamningum og lokað ýmsum stofnunum á vegum þeirra. Talsmaður ísraelska hers- ins gaf í skyn í gær að nokkuð yrði slakað á samskiptabanninu við sjálfsstjórnarsvæðin í dag og bílum með matvæli frá Egypta- landi leyft að fara til Gaza. ■ Efasemdir um árangur/29 Mannréttinda- skýrsla um Kína Gagnrýna kúgun og valdníðslu Peking. Reuter. GAGNGERAR efnahagslegar umbætur í Kína hafa aukið velmegun Kínveija, en kín- versk yfirvöld stunda enn skipulagðar ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum, að því er kemur fram í skýrslu, sem mannréttindasamtökin Amnesty International kynntu í gær. í skýrslunni, sem ber heitið „Enginn er öruggur: Pólitísk kúgun og valdníðsla á tíunda áratugnum", segir að mann- réttindabrot séu allsráðandi í Kína. Kínverskir ráðamenn hafi þó að mörgu leyti staðið sig vel. Ekki sé auðvelt að stuðla að framförum í landi með 1,2 milljarða íbúa og fjölda þjóðarbrota. Hins vegar hafi harðneskjulegum aðferð- um verið beitt til að beygja menn undir reglur kínverska kommúnistaflokksins og lög og reglur vikið fyrir „pólitísk- um markmiðum, þar á meðal að sigra meinta pólitíska and- stæðinga", segir í skýrslunni. „Yfirvöld hafa hvað eftir ann- að sýnt að þau eru reiðubúin að nota hvaða leiðir, sem er, hvort heldur löglegar eða ólöglegar, til þess að verja ríkjandi skipulag, sérstaklega þegar gagnrýnin gerist há- vær.“ Kínverska utanríkisráðu- neytið sagði að gagnrýni Amnesty International væri ekki svara verð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.