Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.03.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 9 FRÉTTIR Barnaheimili í Króatíu endurreist SAMSTARFSNEFND trúfélaga fyrir heimsfriði og Peace 2000 hafa tekið undir hjálparbeiðni um að endurreisa barnaheimili í Druis á svæðinu Krajina í Króat- íu og stendur það verkefni frá 28. mars til 7. apríl. Farmur með yfir 200 pokum af fötum og leik- föngum og 'h tonn af málningu frá Málningu hf. fór með ms. Brúarfossi sl. miðvikudag í boði Eimskips áleiðis til Króatíu. Myndin var tekin við það tæki- færi en það eru aðilar frá Sam- starfsnefnd trúfélaga fyrir heimsfriði og Peace 2000 sem á henni eru við einn gáminn. Oll fjárframlög, svo og málning og málningaráhöld eru vel þegin og þeir sem hafa áhuga á að styðja þetta verkefni á einhvern hátt eða hafa áhuga á sjálfboðavinnu geta haft samband við Þorstein Thorsteinsson, Þormar Jónsson eða Marshall de Souza RYS co- ordinator, 44 Lancaster Gate, London W2 3NA. Hollustuvernd kannar kvörtun frá bökurum STJÓRN bakarameistarafélags íslands hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem varað er sérstaklega við fjölgun leyfisveitinga á sjálfsafgreiðslufyrirkomulagi til stórmarkaða og bensínstöðva. Fé- lagið bendir í því sambandi á slys vegna salmonellusmits í ijómaboll- um nýverið og segir það aðeins ábendingu um það sem gæti gerst með smiti á alvarlegri sjúkdómum. Stjórn BMFÍ minnir á að ekki eigi að selja óvarðar vörur og án pakkninga, þar sem í ljós hafi komið að smit geti borist á auð- veldari hátt en áður var haldið. Um er að ræða fremur nýlega þjónustu á ýmsum sölustöðum, þar sem fólk sækir sér brauð og kökur í hillur verslana og stingur í poka. Félagið lagði fram samsvarandi ábendingar á fundi með fulltrúum Hollustuverndar ríkisins og Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur í lok janúar síðastliðins, en „þrátt fyrir þessar ábendingar og aðvaranir hefur leyfisveitingum fjölgað og vill BMFÍ vara sérstaklega við þessari þróun,“ segir í yfirlýsingu stjórnar. Leyfisveitingum lítið fjölgað Oddur Rúnar Hjartarsson, for- stöðumaður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að um tíu stað- ir hafi leyfi til sjálfsafgreiðslu á borð við þá sem bakarameistarar eru andsnúnir. Leyfisveitingum hefur fjölgað sáralítið að hans sögn og strangar kröfur eru gerð- ar til sölustaða. Stofnunin hafi ekki fundið neinar vísbendingar um að þessi söluaðferð auki smit- hættu og þyki ekki ástæða til að agnúast út í sjálfsafgreiðslu, enda sé hún innan ramma matvælalög- gjafarinnar og ekki hættulegri en annað sem hún leyfir. Engar kvartanir hafi borist vegna skorts á hreinlæti eða sýkingar. Hermann Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Hollustuverndar ríkisins, -segir að starfsmenn henn- ar séu nú að kanna kvörtun bak- arameistara og greinargerðir málsaðila sem verði væntanléga lagðar fyrir stjórnarfund 12. apríl næstkomandi. Alþýðubandalagið um ríkisbankana Þingmál um samein- ingu í undirbúningi ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ætlar að flytja þingmál um að sameina ríkis- bankana tvo. Svavar Gestsson þingmaður Al- þýðubandalagsins boðaði þetta í fyrirspurnartíma á Alþingi á mánu- dag. Hann sagði sameiningu bank- anna forsendu þess að til yrði sterk- ur íslenskur banki í alþjóðlegu pen- ingakerfi. Jafnframt væri sköpuð leið til að taka á stjórnunarvanda bankanna tveggja og þar með væri hagsmunum eigendanna, þjóðar- innar, best borgið. Svavar vitnaði til greinargerðar sem Björgvin Vilmundarson for- maður bankastjórnar Landsbank- ans kynnti á ársfundi bankans í síðustu viku um fjárhagslegan ávinning af sameiningu Lands- banka og Búnaðarbanka. Spurði Svavar Finn Ingólfsson viðskipta- ráðherra hvort hann væri tilbúinn að beita sér fyrir því að vinna málið á þeim grundvelli í stað þess að gera ríkisbankana að hlutafélög- um eins og ríkisstjórnin stefnir að. Finnur sagði að á vegum ríkis- stjórnarinnar væri verið að und- irbúa formbreytingu beggja ríkis- bankanna og ynni nefnd að tillög- um um það. Finnur sagðist sjálfur þeirrar skoðunar að halda eigi við þau áform að gera bankana hvorn um sig að hlutafélagi í eigu ríkisins. Finnur sagði að ekki stæði til að selja eignarhlut ríkisins í um- ræddum bönkum nema Alþingi tæki ákvörðun um slíkt þótt eðli- legt væri að heimila fleiri aðilum að koma að til að auka hlutaféð í bönkunum og styrkja eiginfjár- stöðu þeirra í væntanlegri sam- keppni við erlenda banka. Eftir stæði að Eftirlitsstofnun EFTA hefði gert athugasemdir við að hér væru bæði ríkisbankar og hlutafé- ■ lagabankar á sama markaði og það skekkti samkeppnisstöðu. Ut frá þeirri forsendu væri nauðsynlegt að gera ríkisviðskiptabankana að hlutafélögum. Formaður Blaðamannafélagsins Tjáningarfrelsi fylgja skyldur og ábyrgð LUÐVIK Geirsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar- lögmaður virðist ekki gera sér grein fyrir að tjáningarfrelsi sé ekki bara réttur heldur fylgi því einnig skyld- ur og ábyrgð. Ragnar sagði í Morg- unblaðinu í gær að svo virðist sem blaðamenn hafi sett sig á móti tján- ingarfrelsi með því að setja fram kröfu um að hann biðjast afsökunar á ummælum sínum í fjölmiðlum, en Ragnar gaf til kynna að fjölmiðl- ar flyttu vísvitandi rangar fréttir af málefnum biskups Islands. „Það er nokkuð einstakt þegar sérfróður lögmaður um mannrétt- indi forðast að nefna það lykilatriði varðandi tjáningar- og málfrelsi, að öllu frelsi fylgir ekki bara réttur heldur líka skyldur og ábyrgð. Því hafa blaðamenn ætíð gert sér grein fyrir, en það virðist eitthvað vefjast fyrir logmanninum. Annars átti ég satt að segja von á málefnalegri umræðu og svörum af hans hálfu, en það er greinilegt af tilsvörum hans að þetta er viðkvæmt mál,“ sagði Lúðvík. Italskir, þunnir ullarjakkar í 5 litum kr. 12.900. Beiðu saman vexti á íslenskum ríkisbréfum og erlendum RÍKISVERÐBREF NOKKURRA LANDA VERD- LÁNS- BOLGA TIMI ÁR VEXTIR í alþjóðlegum samanburði eru vextir á íslenskum ríkisbréfum mjög góðir • Ríkisbréfin eru nú til 2ja og 5 ára. • DANMÖRK 1.70% 5 6. 23% • Þau eru óverðtryggð með forvöxtum sem greiðast fyrirfram. ♦ ÞÝSKALAND 1 . 6 0 % 5 5 . 08% • Ríkisbréf eru auðseljanleg fyrir gjalddaga. • BANDARÍ K1N 2 . 6 0% 5 5 . 73%: • Einingar eru 100.000, 1.000.000 og 10.000.000 kr. Útboð á ríkisbréfum 1 fer fram í dag kl. 14.00. | • ÍSLAND 1.60% 5 9.9 2% • Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar rikisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Eyddu í sparnað - sparaðu með áskrift að spariskírteinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.