Morgunblaðið - 13.03.1996, Side 10

Morgunblaðið - 13.03.1996, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sérverslun við Laugaveg Höfum í einkasölu sérverslun með gjafavörur og fram- köllunarþjónustu. Verslunin er staðsett ofarlega við Laugaveg í rúmgóðu húsnæði með góðum innréttingum. f boði eru góð greiðslukjör fyrir traustan kaupanda. Upplýsingar fegí 3 fram- . jgaveg í I eru góð eiOsiuKjor ryrir traustan Kaupanaa. pplýsingar einungis á skrifstofunni. Viðskiptaþjónustan, Síðumúla 31, sími 568-9299. | Morgunblaðið/Þorkell Listasafn ASÍ eignast Ásmundarsal ARI Skúlason framkvæmda- stjóri ASÍ, Benedikt Davíðsson forseti ASÍ og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hafa undirritað kaupsamning um kaup Listasafns ASÍ á Asmund- arsal við Freyjugötu af Reykja- víkurborg. Samningurinn var undirritaður á áttugastaafmæl- isdegi Alþýðusambands Islands. Mun safnið leggja sérstaka áherslu á að gera listkynningu í nýju húsnæði aðgengilega fyrir börn. (t FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf % ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Veitingarekstur Til sölu gott fyrirtæki í veitingarekstri á höfuðborgarsvæöinu. Fyrirtækið er i fullum rekstri meö góð viðskiptasambönd og er starfrækt I eigin húsnæði sem er um 650 fm að stærð og er jafnframt til sölu. Allar upplýsingar á skrifstofu. Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali. Ólafur Stefánsson, viösk.fr. og lögg. fasteignasali % ͧ1 FASTEIGNAMARKAÐURINNehf Óöinsaötu 4. Símar 551-1540. 552-1700 J) Ferðamannaþorp Til sölu glæsilegt fyrirtæki með gistiaðstöðu í sérhúsum og uppgerðum staðarhúsum. Sérhús fyrir snyrtingu, fyrir tjaldstæði, hjólhýsastæði og hestafólk. Glæsilegur veitingasalur. Ein besta ferðamannaaðstaða landsins. Lóðir frágengnar. Allt nýsmíðað og gegnumtekið. Heitt vatn á staðnum og í hverju húsi. Staðsettning IV2 klst frá Reykjavík í austur. Býður upp á alla möguleika sem íslensk ferðaþjónusta býr yfir. Húsnæðin jafnvel til sölu. Til ath. fyrir alla þá, sem koma nálægt ferðamálum og almenn félagasamtök. Gisti- og veitingaaðstaða fyrir um 50 manns. Ótrúlegt ævintýraland með endalaus- um framtíðarmöguleikum. Ferðamenn á sumrin og hópar og félagasamtök með helgarskemmt- anir á veturna. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. s u u SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. FRÉTTIR Könnunarviðræðum íslands og Noregs við Schengen-ríkin lokið að mestu Akvörðun um Schengen- aðild fyrir 18. apríl ÍSLENZK stjómvöld þurfa að gera upp hug sinn til þess hvort þau taka boði um aðild íslands að Schengen-vegabréfasamkomulag- inu fyrir 18. apríl næstkomandi, en þá verður haldinn sameiginlegur ráðherrafundur Schengen-ríkjanna og norrænu ríkjanna fímm. Könn- unarviðræðum við Schengen-ríkin er að mestu lokið og efnisinnihald væntanlegs samstarfssamnings liggur fyrir, þótt gerð hins formlega samningstexta sé stutt á veg komin. ísland og Noregur áttu fund með miðstjóm Schengen í Brassel síð- astliðinn fimmtudag. Þar var farið í gegnum ýtarlega spurningalista Schengen-ríkjanna og svöruðu full- trúar íslands og Noregs flestum - spumingum á þann veg, að niður- staða Schengen-ríkjanna eftir fund- inn varð sú að ekkert væri því til fyrirstöðu að löndin tvö tækju að sér gæzlu ytri landamæra sameig- inlegs vegabréfasvæðis. Sama nið- urstaða varð af svipuðum fundi með Finnlandi og Svíþjóð síðastliðinn miðvikudag, en sem aðildarríki Evr- ópusambandsins munu þau fá fulla aðild að Schengen. Hægt að ná í land í öllum málum Hannes Hafstein, sendiherra ís- lands í Brussel og aðalsamninga- maður í viðræðunum við Schengen- ríkin, segir í samtali við Morgun- blaðið að þótt formlegur samningur liggi ekki fyrir og ekki sé búið að taka neinar ákvarðanir, sé hægt að sjá hvernig samstarfssamningur íslands við Schengen-ríkin geti litið út. „Ég sé ekki betur en að hægt sé að ná í land í öllum málum,“ segir Hannes. Frekari samningafundir með miðstjórn Schengen verða ekki haldnir fyrir hinn sameiginlega ráð- herrafund Schengen og Norður- landa 18. apríl næstkomandi. Schengen-ríkin vinna nú að því að setja saman formlegt samningsum- boð fyrir Holland, sem fer með for- mennsku í Schengen-ráðinu. A gmndvelli þess umboðs geta form- legar samningaviðræður og gerð samningstextans hafizt í apríl eða maí. Hannes Hafstein segir að inn í umboðið séu komin öll þáu atriði, sem Island og Noregur hafí gert kröfur um. Boðin áheyrnaraðild á ráðherrafundi í apríl Á fundinum 18. apríl verður nor- rænu ríkjunum að öllum líkindum boðin áheyrnaraðild að Schengen- samkomulaginu, sem gangi í gildi 1. maí. Á grundvelli aukaaðildar- innar munu Norðurlöndin eiga full- trúa á öllum fundum nefnda og ráða innan Schengen. Síðan er stefnt að fullri Schengen-aðild ESB-ríkjanna Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur; en gerð samstarfs- samninga við Island og Noreg. Vegna þess að ísland og Noreg- ur standa utan ESB geta ríkin ekki fengið fulla aðild að Scheng- en. Þó hafa Schengen-ríkin þegar fallizt á að löndin tvö fái fulla að- ild að undirbúningi ákvarðana á öllum stigum, þar á meðal að ráð- herrafundum Schengen. Hannes Hafstein segir að í hinn formlega samstarfssamning verði væntan- lega sett ákvæði um að Schengen- ríkin nái fyrst samkomulagi um ákvarðanir, en síðan verði Islandi og Noregi boðið að samþykkja þá ákvörðun eða synja henni. „Mein- ingin er þó sú, að þetta sé einn og sami fundurinn, þar sem allir leysa málin í einlægni og friði,“ segir Hannes. „Formlega séð verða auðvitað að vera í samningnum ákvæði um að Island og Noregur taki sjálfstæða ákvörðun um það hvort ríkin vilji vera með eða ekki, því að þau geta ekki orðið fullir aðilar að Schengen. Ég get tæp- lega ímyndað mér að nokkurn tím- ann verði atkvæðagreiðsla, þótt ráð sé fyrir því gert. Menn munu leysa málin með samkomulagi." Gildistaka 1998 eða 1999 Gangi allt eftir áætlun, er talið að formlegur samstarfssamningur við Schengen-ríkin geti legið fyrir undir næstu áramót. Hann þarf síð- an að hljóta samþykki þjóðþinga allra samningsríkjanna. Áætlað er að samstarfssamningurinn geti tek- ið gildi seinni hluta árs 1998 eða í ársbyijun 1999. EIGNAMIÐLUNIN "/. - Ábyrg jijónusta í áratugi. Sími 588 9090 - Fax 588 9095 1 Síðumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Eftirlit með fiski frá ríkjum utan EES Gæti fælt Rússa Laufásvegur. Mjög falleg og bjðrt um 110 fm 4ra herb. íb. á gbðum stað í Pingholtunum. Ib. er mlklð endurn. fyrír sjö árum, m.a. ðll gólfefm og eldhúoinnr. Verð 8,7 millj. 6063. ÍlfÍRÓSKAST 2ja-3ja herb. óskast. Góö 2ja-3ja herb. íb., með góðu aögengi fyrir fatlaða, óskast strax, helst miðsvæðis. Traustar og góðar greiðslur í boði. íbúðarhæð óskast. Hof- um kaupanda að góðri, vandaðri sérhæö í Reykjavík innan Elliðaáa. Æskileg stærð um 150 fm. Bílskúr. Traustur kaupandi. Einbýli á Seltjarnar- nesi óskast. Ákv. kaupandi óskar nú þegar eftir 150—250 fm einb. á Seltjarnarnesi. Góöar greiðslur í boði. Uppl. veitir Sverrir Kristinsson. íbúð í Fossvogi ósk- ast. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 2ja-3ja herb. íb. með góðum bílskúr. Æskileg staðsetn. Fossvogur, Smáíbúðahverfi eða Háaleiti. Uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Jarðhæð óskast (geng- ið beint inn - félaga- samtök). Traust félagasamtök hafa beðið okkur að útvega 1000 fm gott rými á jarðhæð meö góðu aðgen- gi. Uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Lagerpláss í Múla- hverfi eða nágrenni Óskast. Traustur kaupandi óskar eftir 500-600 fm lagerplássi með góðri lofthæð í Múlahverfi eöa nágrenni. frá viðskiptum LÍKUR eru taldar á því að ef settar verða upp landamærastöðvar fyrir fisk í nokkmm höfnum hér á landi muni það fæla Rússa frá því að landa hér fiski þar sem þeir myndu bera kostnaðinn af því að koma við í tveimur höfnum í stað einnar. Jón Guðlaugur Magnússon fram- kvæmdastjóri Marbakka sem hefur verið í viðskiptum með Rússafisk segir að allt aðrar forsendur séu hér á landi heldur en t.d. í Noregi og Danmörku þar sem fiskurinn sem berst að landi er yfirleitt alltaf sett- ur upp á bíl og fluttur heill til kaup- anda jafnvel á Spáni eða Portúgal. Hér á landi færi hann í hús sem öll þyrftu að hafa viðurkenndar skoðun- arstofur og það væri fyrst og fremst kaupandinn sem mæti hvort hráefn- ið væri í lagi. Til ama og leiðinda fyrir alla „Þarna þýðir þetta að skip þarf að koma til hafnar á einum stað og láta taka út fiskinn sem tekur 1-2 daga. Síðan þarf að sigla með hann á aðra höfn. Þar með eru komin tvenn hafnargjöld og a.m.k. dagur aukalega. Það þarf ekki að spyrja að því að það verður enginn feginn að þurfa að gera þetta. Það er með þetta eins og annað að þetta ræðst bara af framboði og eftirspurn og ef það er auðveldara að fara annað á svipuðum verðum þá fara menn það,“ sagði Jón Guðlaugur. Aðspurður hvort hann teldi þetta 'geta fælt Rússa frá löndun hér á landi sagði hann svo geta orðið ef eftirpurn eftir fiskinum væri í þokka- legu ástandi annars staðar. „Ég held að það sé engin spurning að þetta yrði til ama og leiðinda fyrir alla. Ef skip kemur t.d. til Norðíjarðar að vetrarlagi með fisk þá þarf kaupandinn að koma þangað því þá keyrir þú ekkert með fisk þaðan t.d. til Þórshafnar. Það er kaupandinn sem hefur síðasta orðið um hvort hann tekur fiskinn. Það er því engin spurning að þetta verð- ur þyngra í vöfum og það verður erfiðara og dýrara að fá skip hingað þó ekki sé nema bara út af auka- degi og tvöföldum hafnargjöldurn," sagði Jón Guðlaugur. Ágæt aðstaða í frystihúsum Jóhann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar sem keypt hefur fisk af fjölda rúss- neskra skipa sagðist telja að það yrði síður spennandi fyrir Rússa að landa hér fiski ef þeir þyrftu fyrst að koma inn til landamæraeftirlits. Kostnaðurinn myndi væntanlega lenda á þeim. Markaðsverð yrði óbreytt burt séð frá kostnaði. „Frystihús sem eru starfandi í dag eru með öll leyfi til verkunar og hafa ágæta aðstöðu til að taka sýni og prufur af aflanum. Við sjáum ekki í fljótu bragði neitt því til fyrir- stöðu að við gerum þessa hluti hver á sínum stað og erum mótfallnir því að auka kostnað við þessa hluti. Ef þetta bytjar svona þá veit engin hvar þetta endar og hvenær þú þarft að fara að tæma skipið í þessari höfn og keyra með aflann. Þess vegna er maður hræddur við þessa þróun og finnst hún í fljótu bragði ástæðulaus. Eg myndi því frekar vera mótfallinn þessu og er hræddur um að þetta vefji frekar upp á sig og svo ráði menn ekkert við þetta,“ sagði Jóhann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.