Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Árni Helgason NEMENDUR Grunnskólans leystu margvíslegar þrautir. Heilsudagar í grunnskól- anum í Stykkishólmi Stykkishólmi - Á undanförnum árum hefur verið brotin upp stundatafla nemenda grunnskóla í nokkra daga á vetri. Þá er tekið fyrir ákveðið viðfangsefni, þema, og unnið með það. Fyrir nokkru var boðið upp á heilsudaga þar sem rætt var um mikilvægi þess að hugsa vel um heilsu sína því hún er grundvöllur fyrir góðri líðan barnanna í fram- tíðinni. Mikið var um heimsóknir í skólann. Klæmint Antoníussen, tannlæknir, ræddi við börnin um tannhirðu og tannvernd. Ragn- heiður Gunnarsdóttir, skólahjúkr- unarfræðingur, ræddi við yngri nemendur um mataræði og heilsu- vernd. Þá kom Borghildur Sigur- bergsdóttir, næringarráðgjafi, og ræddi við eldri nemendur um mataræði og eins hélt hún fund með foreldrum. Hulda Hallsdóttir var með dansnámskeið fyrir nem- endur 4 ára og eldri og var vel mætt í dansinn. Þá var boðið upp á margs konar leiki og útivist. Sumir nemendur fóru upp í Sau- raskóg og léku sér þar og aðrir fóru á skauta á Skjaldarvatni. Heilsudagarnir tókust vel, að sögn Gunnars Svanlaugssonar, skólastjóra, og voru góð tilbreyt- ing við skólastarfið og urðu von- andi til þess að vekja nemendur til umhugsunar um hvernig hægt væri að bæta og fara vel með heilsu sína. Opinn dagurá heilsu- gæslustöð Björk, Mývatnssveit. OPINN dagur var í heilsu- gæslustöðinni Helluhrauni 17 í Mývatnssveit um helgina. Starfsfólk heilsugæslustöðv- arinnar og sjúkrahússins á Húsavík boðaði til þessarar samkomu og mætti hér. Kynnt var starfsemi framangreindra stofnana, boðið var upp á ókeypis blóðfitu- og blóð- þrýstimælingar og einnig voru bornar fram rausnarlegar veit- ingar. Mývetningar voru búnir að safna 200 þúsund krónum til tækjakaupa vegna heilsu- gæslustöðvarinnar. Agnes Einarsdóttir afhenti þetta söfnunarfé, Dagbjört Bjarna- dóttir hjúkrunarfræðingur meðtók það fyrir hönd heilsu- gæslustöðvarinnar og færði gefendum besta þakklæti fyr- ir. Búið var að kaupa ung- barnavog, bijóstamjaltavél, eyrnaskoðunartæki og fleira. Ennfremur verða keypt leik- föng fyrir börn. Um áratuga skeið hefur verið opin heilsugæslustöð í Reykjahlíð, einnig læknastofa í Alftagerði og hafa læknar komið frá Húsavík tvisvar í viku. Fjöldi fólks lagði leið sína í heilsugæslustöðina í Reykja- hlíð á laugardaginn og átti þar fróðlega stund. Aðalfundur íslandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. 1996 verður haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 25. mars 1996 og hefst kl. 15. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Hluthafar sem vilja fá ákveðin mál tekin til meðferðar á fundinum skulu gera skriflega kröfu um það til bankaráðs, Kirkjusandi - 5. hæð, Reykjavík, í síðasta lagi föstudaginn 15. mars næstkomandi. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út miðvikudaginn 20. mars n.k. kl. 10 fyrir hádegi. Framboðum skal skila til bankastjórnar. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð, 20. mars frá kl. 12 -16 og 21. og 22. mars n.k. frá kl. 915 -16 og á fundardegi frá kl. 915 -12. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 1995 verður hluthöfum til sýnis á sama stað frá og með mánudeginum 18. mars 1996. 6. mars 1996 Bankaráð íslandsbanka hf. ÍSLAN DSBANKI Sölusýning á dönskum bókum í verslun okkar Austurstræti 18 frá 13. mars til 1. apríl nk. Allt það nýjasta frá Gyldendal og Politiken Hundruð titla á sama verði og í Danmörku Einstakt tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í dönskum bókaheimi. VLRIÐ VELKOMIN Eymundsson ** STOFNSETT 1872

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.