Morgunblaðið - 13.03.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 19
Nýir hlut-
hafar til liðs
viðFáfni?
ísafirði. Morgunblaðið.
EIGENDUR Vísis hf., í Grindavík
hafa að undanförnu átt í viðræðum
um kaup á meirihluta hlutafjár í
Fáfni hf. á Þingeyri, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins.
Fáfnir hf., rekur frystihúsið á
staðnum auk fiskimjölsverk-
smiðju.
Sigurður Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Fáfnis, vildi í sam-
tali við blaðið ekkert segja um
málið á þessari stundu en sagði
að niðurstaða myndi liggja fyrir á
næstu dögum. „Það getur vel ver-
ið að í gangi hafi verið skoðun á
N því hvernig mætti styrkja fyrir-
tækið með nýjum hluthöfum en
það er ekkert um þetta mál meira
að segja í augnablikinu. Ef af ein-
hveiju slíku verður getum við sagt
frá því fljótlega, ég get ekkert
sagt meira um málið á þessari
stundu," sagði Sigurður.
Hann sagði að menn þar á bæ
væru að hugsa leiðir til að styrkja
fyrirtækið til frekari átaka í sínu
fagi en hvað yrði ofan á kæmi í
ljós á næstu dögum. Sigurður
sagði Fáfni hafa verið í fullum
rekstri og stöðugri vinnu en upp-
gjör síðasta árs lægi ekki fyrir
sökum niðurröðunar hjá endur-
skoðanda fyrirtækisins. „Eins og
menn þekkja sem eru í fisk-
vinnslu, þá er ekki mikil von á
gróða en menn böslast áfram eins
og þeir geta.“
VIÐSKIPTI
Lært á LOUIS
HÓPUR útlendinga var staddur
hér á landi um síðustu helgi á
vegum hugbúnaðarfyrirtækis-
ins Softis hf. til að sækja nám-
skeið í LOUIS-hugbúnaðinum.
Um var að ræða starfsmenn og
viðskiptavini fjölþjóðafyrirtæk-
isins Acucobol Inc., sem hefur
tekið að sér að selja LOUIS í
umboðssölu fyrir Softis. Sig-
urður Björnsson, framkvæmda-
sljóri fyrirtækisins, segir að
þátttakendur á námskeiðinu
hafi verið um tíu talsins og
annars vegar komið frá höfuð-
stöðvum Acucobol í Evrópu,
sem hefur aðsetur á írlandi, og
hins vegar frá fyrirtækjum í
Svíþjóð, sem hafi áhuga á að
taka upp LOUIS-tæknina. Eitt
þeirra fyrirtækja sé sænska
fyrirtækið Bonnier, sem sé
stærsta útgáfufyrirtæki á
Norðurlöndum og gefur út dag-
blöð, tímarit og fjölda bóka.
Þetta er fyrsta námskeiðið, sem
haldið er fyrir væntanlega er-
lenda kaupendur hér á landi,
en Sigurður segir að fleiri nám-
skeið séu í undirbúningi, bæði
hérlendis sem erlendis. A
myndinni eru Anders Thorén,
yfirmaður upplýsingadeildar
Bonnier og Rolf Nylander frá
Sydow Urgel Data. Fyrir aftan
þá sést í John Cahill, yfirmann
tæknideildar Acucobol í Evr-
ópu.
Almenna bókafélagið hætt rekstri
Gjaldþrota-
skipta krafist
ALMENNA bókafélagið hf. hætti
endanlega rekstri í síðustu viku og
verður væntanlega úrskurðað gjald-
þrota á næstu dögum að kröfu
þriggja lánardrottna, þ.e. Heimilis-
tækja hf., Sýslumannsins í Reykja-
vík og Hugvers hf. Heildarskuldir
félagsins eru áætlaðar kringum 1.00
milljónir króna.
Friðrik Friðriksson, stjórnarfor-
maður, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að útgáfa félagsins hefði
verið sáralítil að undanförnu og
starfsemin nánast eingöngu miðað
að því að selja lager til að lækka
skuldir. Starfsmenn hefðu einungis
verið tveir síðustu mánuðina. „Það
var von okkar forsvarsmanna fé-
lagsins að það myndi duga til að
forða því frá þroti, en það dugði
ekki. Eg reyndi í raun óformlega
nauðasamninga sem gengu víða en
ekki alls staðar.“
Ráðist var í fjárhagslega endur-
skipulagningu á Almenna bókafé-
laginu árið 1992, en Friðrik segir
að forsendur varðandi hlutafé og
fleiri þætti hafi ekki gengið eftir.
„Síðan hefur reksturinn á þessu
félagi eins og mörgum öðrum bóka-
forlögum verið þungur.“
Friðrik sagðist einnig vera hætt-
ur afskiptum af Helgarpóstinum
eins og annarri útgáfu. „Afskiptum
mínum af útgáfumálum er lokið,“
sagði hann.
OPIÐ UM HELGAR BIODROGA j i Líirænar |
TIL KL. 21 j jurtasnyrtivörur f
Engin auka ilmefni.
Skólavörðustfg 8b. | BIODROGA J
Opið virka daga 10.00-18.30 - Laugardaga 10.00-16.00 - Matvöruverslun 10.00-23.00
Betra Verð en áður
í Borgarkrínglunni
Gefðu þér tíma, líttu inn
nuna
miðvikudag • fimmtudag • föstudag • laugardag