Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Signr blasti við Dole í-sjö ríkjum Washington. Reuter. SIGUR blasti við Bob Dole, leiðtoga meirihluta repúblikana í öldunga- deild Bandaríkjaþings, í forkosning- um, sem haldnar voru í sjö ríkjum Bandaríkjanna í gær, og var búist við að hann myndi færast talsvert nær því marki að verða tilnefndur forsetaframbjóðandi repúblikana í kosningunum í nóvember. 362 fulltrúar voru í húfí í kosning- unum í gær, en Dole var kominn með 289 fulitrúa af þeim 996, sem hann þarf til að tiyggja sér tilnefn- ingu á landsfundi repúblikana í San Diego í ágúst, eftir kosningamar í New York á fimmtudag. Flestir fuiltrúar eru í Texas og Flórída, samanlagt 221, en einnig var kosið í Louisiana, Mississippi, Oklahoma, Oregon og Tennessee í gær. Steve Forbes og Pat Buchanan eru helstu keppinautar Doles, en eftir velgengni öldungadeildarþingmanns- ins undanfamar tvær vikur er allur vindur úr seglum þeirra. Samkvæmt skoðanakönnun dag- biaðsins Washington Post og sjón- varpsstöðvarinnar ABC gæti enginn þessara þriggja skákað Bill Clinton Bandaríkjaforseta yrði gengið til kosninga nú. 56% aðspurðra kváðust styðja Clinton gegn Dole, sem fengi 39%. Clinton fengi 61% gegn Forb- es, sem fengi 33%. En versta útreið fengi Buchanan, eða 28% og Clinton 65%. Clinton hefur ekki lýst yfir því formlega að hann sækist eftir end- urkjöri, en hann er þegar farinn að auglýsa málstað sinn í sjónvarpi. Reuter Húsbrunar í Ilidza STJÓRN sambandsríkis múslima og Króata í Bosníu tók í gær við stjórn úthverfisins llidza í Sarajevo af Bosníu-Serbum. Þurfti að leita aðstoðar sveita úr gæsluliði Atlantshafsbandalagsins (NATO) til að koma í veg fyrir að serbneskir þjóðernissinnar færu ránshendi um hverfið Og kveiktu í húsum. Götur Ilidza og hverfisins Grbavica, sem Serbar verða að afhenda í næstu viku, voru fullar af frönskum friðargæsluliðum. „Okkar menn eru komnir á stað- inn og gera allt sem í þeirra valdi stendur [til að halda uppi lögum og regluj nema að skjóta fólk,“ sagði Leighton Smith, yfirmaður NATO-liðsins. Serbum tókst þó að kveikja í fjölmörgum byggingum í Uidza áður en gæsluliðarnir komu á staðinn. Vona margir að hægt verði að koma í veg fyrir að það sama gerist í Grbavica en Leig- hton Smith varaði þó við of mik- illi bjartsýni: „Hvemig á ég að koma í veg fyrir að maður kveiki í húsi án þess að vera sjálfur inni í húsinu og.slökkva á eldspýtunni? ... Ég get ekki fært Bosníumönn- um frið. Enginn getur gert það. Friðurinn verður að koma að inn- an.“ Sljóm múslima og Króata hefur nú tekið við stjórn fjögurra af fimm hverfum Serba í Sarajevo í samræmi við ákvæði Dayton-sam- komulagsins. Hundmð múslima og Króta komu til Ilidza í gær til að fagna því að hverfið heyrir nú undir stjórn landsins og á myndinni kyssir einn þeirra fána Bosníu. Kamsky sækir um áritun til Iraks New York. Reuter. GATA Kamsky, bandaríski stór- meistarinn í skák, hefur farið þess á leit við bandaríska utanríkisráðu- neytið, að það leggi blessun sína yfir að hann etji kappi við Anatólí Katjiov í Baghdad. Ákvörðun Kírsans Ílúmjínovs, forseta Alþjóðaskáksambandsins (FIDE), að einvígi Kamskys og Karpovs um heimsmeistaratitilinn skuli fara fram í írak, hefur vakið litla hrifningu. Gert er ráð fyrir að einvígið hefj- ist 1. júní, að verðlaunaféð verði tvær milljónir dollara, jafnvirði 132 milljóna króna, og að Saddam Hus- sein íraksforseti leiki bytjunarleik fyrstu skákarinnar. Þrátt fyrir viðskiptabann Sam- einuðu þjóðanna á Irak og þó svo Bandaríkjamenn hafi ekkert stjórn- málasamband við Baghdad er bandarískum borgurum ekki bann- að að takast ferð á hendur þangað. Til þess þurfa þeir sérstaka árit- un í vegabréf sitt og gegn henni skuldbinda þeir sig til þess að eyða þar ekki krónu í bandarískum gjald- eyri. „Eg er með nauðsynleg skjöl í höndum frá Ílúmjínov og geri ráð fyrir svari frá ráðuneytinu seinna í vikunni," sagði Roustam Kamsky, faðir stórmeistarans, er hann lagði inn umsókn um fararleyfi til íraks á mánudag. LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þekkirþú bróður þinn? Danskt bókmenrita- kvöld DANSKIR bókmenntadagar verða í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Skáldsagnahöfund- arnir Jytte Borberg og Svend Áge Madsen og ljóðskáldið Sor- en Ulrik Thomsen lesa úr verk- um sínum. Jytte Borberg sendi ekki frá sér skáldverk fyrr en hún var komin á sextugsaldur og vakti þá strax mikla athygli. Meðal helstu verka hennar er Nær- billeder (1994). Hún skrifar einnig fyrir útvarp og sjónvarp. Svend Áge Madsen er af- kastamikill höfundur, tilrauna- maður í fyrstu en hefur lagt áherslu á frásagnarlist í nýjustu verkum sínum eða frá og með Dage med Diam (1972). Soren Ulrik Thomsen er með- al þeirra dönsku skálda þar sem ljóðið og líkaminn eru aðalyrkis- efni. Hann. hefur ritað fræðibækur um ljóðlist. Meðal ljóðabóka hans er Hjemfalden (1991). Nokkur ljóða hans hafa verið þýdd á íslensku. Argentínskar bókmenntir og Borges FEDERICO Mirre, sendiherra Argentínu á íslandi (með aðset- ur í Osló) flytur fimmtudaginn 14. mars fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla íslands. Fyrirlesturinn, sem nefnist Argentínskar nútímabók- menntir og Jorges Luis Borges, fer fram í fundarsal Norræna hússins og hefst kl. 17.15. Federico Mirre menntaðist í heimspeki, tungumálum og lög- fræði, áður en hann gekk í ut- anríkisþjónustu Argentínu. Hann hefur átt mikil samskipti við rithöfunda og listamenn og var meðal annars ágætlega kunnugur Borges. Jorge Louis Borges (1899- 1986) er viðurkenndur rithöf- undur í Argentínu og með þekktustu höfundum aldarinnar. LEIKUST Stúdcntalcikhúsið SJÁ ÞAÐ BIRTIR TIL Sjá það birtir til: Hausverkur Skap- arans eftir Gauta Sigþórsson og Elektra eftir Stefán Vilbergsson. Leikstjóri Bjöm Ingi Hilmarsson. Frumsýning sunnudaginn 10. ÞAÐ er alltaf gaman að sjá ný verk nýrra höfunda. Verk svo ný að bókmennta- og leikhúsfræðingar hafa enn ekki náð að binda þau á bása einhverra hugtaka sem þeir lærðu í háskólanum í Bochum eða Berlín, rífa þau úr öllu samhengi og setja á þau einhvetja ævisögukenn- ingastimpla, eða hvað sem hentar þeim bezt, áður en þeir leysigreina þau og gera að eylöndum, án höf- unda eða nokkurs slíks. Ég sá eitt slíkt á sunnudagskvöld- ið, þegar Stúdentaleikhúsið frum- sýndi Sjá það birtir til. Eða ætti ég að segja: Eg sá tvö slík? Þetta voru tveir einþáttungar, tvö verk sem bæði eiga ættir sínar að rekja til leikþáttasamkeppni Stúdentaleik- hússins. Fátt veit ég um þessa sam- keppni, nema þá að hún er þarft framtak og vel þegin lyftistöng fyrir íslenzka leikritun. Sýningin byijaði með myrkri, eins- og svo margar aðrar. Þetta myrkur var lengra en önnur leikhúsmyrkur og útúr því komu mjög Pink Floyd- legir tónar. Ég hefði alveg verið til í að sitja í þessu myrkri og hlusta á þessa tóna í einn og hálfan klukku- tíma, en ég var ekki spurður, tónarn- ir þögnuðu, myrkrið vék, sýningin hófst. Fyrra stykkið, Hausverkur Skap- arans, var um skáld í krotkrísu. Per- sónur þess lifnuðu við og reyndu að hjálpa honum, tvær sem hann hafði skrifað sjálfur en líka tvær sem hann kannaðist ekkert við. Þetta hlýtur þess vegna að hafa verið nokkuð gott skáld, eða var það kannski bara geðveikt? Skilin milii snilldar og geð- veiki eru oft á tíðum svo óljós. Engu að síður sömdu þær sögur fyrir það, reyndar hefur seinni sagan verið skrifuð nokkuð oft. Hún fyllir tvær, þrjár hillur á Borgarbókasafn- inu, hillurnar með Rauðu ástarsög- unum. Skáldinu fannst ekki mikið til sagnanna koma, rak þau út og end- aði á nákvæmlega sama stað og hann byrjaði, með fullan penna og tóm blöð fyrir framan sig. Hann sagði að ástin ætti ekkert'erindi til fólks, það kynni enginn að elska lengur. Ekkert hlé var milli þáttanna tveggja. í Möguleikhúsinu var engin sjoppa og þar með engin forsenda fyrir hléi. Persónur beggja verkanna hjálpuðust að við að skipta um sviðs- mynd. Já, þá man ég eftir því. Sviðs- myndin. Hún var ekkert til að hrópa húrra fyrir, og ekkert til að fara að grenja yfir heldur. Hún bara var. Seinna stykkið, Elektra, var skrif- að utanum Élektrumýtuna, þekkingu eða þekkingarleysi og þá blekkingu sem af þeim getur hlotist. Elektra var færð til nútímans og látin fara í mat til fjölskyldu sinnar. Þar kemur í ljós að hún þekkir ekki sinn eigin bróður, sem kannski var ekki skrítið, hann var svo flókinn að það þurfti þijá leikara til að túlka hans hlut- verk. Hann byijar að koma með spurningar og vangaveltur um þekk- inguna og trúverðugleika hennar; hvað ef allt væri ekki sem sýnist? Hvað ef allt væri annað? Svo ég troði minni skoðun inn þá tel ég augað vera hraðlygnasta fyrirbæri sem uppi hefur verið og mest auðtrúandi. Matarboðið varð lengra en Elektra hafði hugsað sér, reyndar svo langt að það hætti að vera boð. Lýsingin var með afbrigðum góð og vel heppnuð. Gunnar B. Guð- mundsson fær langt og efnismikið prik fyrir hana. Ég erfi ekki við Stúdentaleikhúsið að hafa slökkt á tónlistinni og kveikt ljósin í byijun sýningar. Heimir Viðarsson Danskir dagar á Suðumesjum DAGANA 14.-21. mars verða haldn- ir á vegum Norræna félagsins, Bóka- safnsfélagsins og Tónlistarskólans í Keflavík danskir dagar á Suðurnesj- um. Verkefnið er styrkt af Nord Liv. Fyrirhugað er að hafa margs konar kynningu á danskri menningu þessa daga meðal annars í samvinnu við skólana í Reykjanesbæ. Önnur atriði dagskrárinnar verða öllum opin og verða þau sem hér segir: Grafíksýning í Kjarna: Verkin eru eftir einn kunnasta listamann Dana, Svend Wiig Hansen, sem hefur vak- ið athygli víða Um heim fyrir sýning- ar sínar, síðast hélt hann stóra sýn- ingu í Mexíkó 1994 en fyrir henni stóð danska menningarmálaráðu- neytið. Þessi grafíksýning er í boði Norræna hússins og verða verkin til sýnis í sýningarsal í bókasafni og í göngugötunni í Kjama frá 14. t.il 21. mars. Bókasýning í bókasafni: Sýndir verða nokkrir tugir danskra bóka bæði fagurbókmenntir og einnig af- þreyingarbókmenntir fyrir unglinga og fullorðna. Éinnig geisladiskar og myndbönd með nýlegum dönskum myndum. Margt af þessu stendur til boða að fá lánað gegnum millisafna- lán. Bóka- og myndasýningin stend- ur einnig frá 14.-21. mars. Danski sendikennarinn á íslandi, Siri Karlsen, heldur fyrirlestur um danskar nútímabókmenntir í tengsl- um við bókasýninguna og verður fyrirlesturinn fimmtudaginn 14. mars kl. 8.30. Tónleikar verða í Kjarna föstudaginn 15. mars kl. 20.30, þar sem fram koma lista- mennirnir Benny Andersen og Poul Dissing sem mörgum eru að góðu kunnir. Með þeim á tónleikunum kemur fram vísnasöngkonan Anna Pálína Árnadóttir sem syngur þekkt norræn vísnalög við píanóundirleik Gunnars Gunnarssonar. Við inn- ganginn leikur djasssveit frá Tónlist- arskólanum í Keflavík. Flug Hótel mun sjá um veitingar og verður boðið upp á danskt með kaffinu og auk þess danskt „ol og smorrebrod".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.