Morgunblaðið - 13.03.1996, Side 26

Morgunblaðið - 13.03.1996, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Mjólkurmál í brennidepli UMFJÖLLUN Morgunblaðsins um úreldingu Mjólkursamlagsins í Borgamesi hefur leitt til þess að umræður hafa m.a. orðið um þetta mál á Alþingi. í þeim umræðum leyfir einn þingmaður Framsóknar- flokksins sér að gera fyrirtækið Sól hf. tortryggilegt með því að tala um að „þessi áróður virðist sprott- inn úr einum anga Hagkaupsveldis- ins; Sól hf.“ Ósannar dylgjur, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, í garð einstakra fyrirtækja innan veggja Alþingis, vekja upp ýmsar spumingar hjá þeim sem fyrir slíku aðkasti verða. Þorvaldur T. Jónsson varaþing- maður Framsóknarflokksins á Vesturlandi sem viðhafði þessi ómerku ósannindi á Alþingi sagði einnig: „Þessi umræða er mjög áróðurskennd og ber öll einkenni þeirrar umfjöllunar um landbúnað- armál sem verið hefur í þjóðfélaginu undanfarin misseri og er runnin undan rifjum þeirra afla sem vilja beygja bændur og fyrirtæki þeirra og gera að þrælum fákeppnisvalds í smásöluversluninni." Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess hver þróunin hefur orðið hér á landi í smásöluverslun á undan- fömum áratugum. Sú þróun er ekki síst að þakka Pálma heitnum Jóns- syni stofnanda Hagkaups. Ég efast um að nokkur vildi hverfa aftur til þess tíma þegar nánast ríkti einok- un í smásöluversluninni í landinu og aðeins fengust epli fyrir jólin og framboð á nauðsynjavöram á borð við sápu og salernispappír tók sjaldnast mið af þörfum neytenda. Ef einhver hefur orðið fómar- lamb einhvers á sviði landbúnaðar- mála em það bændur sem orðið hafa fómarlömb þeirrar landbúnað- arstefnu sem hér hefur verið rekin á undanfömum áratugum. Sem betur fer sér stór hluti bænda að þessu þarf að breyta,- því auðvitað eiga bændur eins og aðrir þjóðfé- Iagsþegnar rétt á að lifa sómasam- legu lífi. Slíkt líf hefur núverandi landbúnaðarstefna ekki skapað þeim; þeir hafa verið hnepptir í fjötra ríkis- stýrðra ákvarðana þar sem lög og reglugerðir hafa kaffært frum- kvæði þeirra og fram- taksvilja. Tugir bænda hafa haft samband við undirritaðan á undan- förnum mánuðum og lýst yfir stuðningi við hugmyndir hans um að komast inn í mjólkur- vinnslu. Í grein í Morgun- blaðinu laugardaginn 9. jnars sl. heldur Guð- mundur Þorsteinsson því fram að það hafí í raun aldrei verið ætlun eigenda Sólar hf. að koma í veg fyrir úreldingu Mjólkur- samlagsins í Borgamesi með því að koma inn í rekstur þess. Helstu rökin fyrir þessari skoðun hans eru þau að við skulum ekki hafa haft samband við samtök mjólkurfram- leiðenda á svæðinu um þetta mál áður en úreldingin átti sér stað. Hvers vegna skyldum við hafa haft reyndan lögfræðing í vinnu og lagt í mikil útgjöld við að kanna stöðu okkur og möguleika hvað mjólkurvinnslu varðar, allt frá hausti 1994, ef hugur fylgdi ekki máli? Hvers vegna skyldum við hafa lagt í viðamikið og kostnaðar- samt þróunarstarf á ákveðnum mjólkurafurðum ef við ætluðum okkur ekki í mjólkurvinnslu? Eins og fram kom í fyrri grein minni um þetta mál var hér um stórt hagsmunamál fyrir Sól að ræða þar sem mikil hagræðing hefði fylgt því að sameina mjólkurvinnsluna í Borgarnesi safaframleiðslu Sólar. Ástæðan fyrir því að við höfðum ekki haft samband við mjólkurfram- leiðendur á svæðinu var einfaldlega sú að hlutimir gerðust svo hratt eftir að ný ríkisstjórn tók við, að meginverkefnið hlaut að vera að koma í veg fýrir úreldinguna og fá tækifæri til að kanna hagkvæmni áframhaldandi rekstrar. Fyrsta verkefni í slíkri könnun hefði verið að hafa samband við framleið- endur á svæðinu. Hefði þeirra vilji ekki verið til staðar gefur að sjálfsögðu augaleið að enginn grundvöllur hefði verið fyrir því að halda áfram rekstri samlagsins í Borgar- nesi. Ég er hins vegar sannfærður um að bændur á svæðinu hefðu haft fullan hug á því að halda áfram rekstri samlagsins hefðum við fengið tækifæri til að kynna þeim hug- myndir okkar um eignarhald og fyrirkomulag rekstrar á hinu nýja fyrirtæki. Það er skoðun mín að Guðmund- ur Þorsteinsson og aðrir kúabændur eigi hvað mestra hagsmuna að gæta um að áform á borð við þau sem við hugðumst hrinda í fram- kvæmd nái fram að ganga. Sjálfur hef ég alla tíð drukkið mikla mjólk og ég veit að íslenska mjólkin er bæði holl og góð. Ég er því þeirrar skoðunar að með auk- inni samkeppni í vöruþróun, fram- leiðslu og markaðssókn væri hægt að auka heildareftirspum eftir ís- lenskum mjólkurafurðum og bæta þannig hag kúabænda. Ég er heldur ekki málsvari þess að beingreiðslum til bænda vegna mjólkurframleiðslu verði hætt. Ég vil hins vegar fá tækifæri til að sýna að fleiri aðilar en núverandi framleiðendur í mjólk- uriðnaði geti framleitt hágæða mjólkurafurðir með hagkvæmum hætti. Þess vegna er það skoðun mín að breyta þurfi núverandi lög- um um úrvinnslu mjólkurafurða þannig að fleiri aðilar geti með eðli- legum hætti komið að því máli. Ég er sannfærður um að með slíkum breytingum myndi staða kúabænda styrkjast og hagur þeirra vænkast. I Morgunblaðinu hinn 9. mars birtist einnig önnur grein um þetta Það er mikill munur á því, segir Páll Kr. Páls- son í þessari síðari grein, að höndla með eigin peninga eða pen- inga annarra. mál, eftir. Þórarin Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóra KEA, fram- kvæmdastjóra safa- og smjörlíkis- gerðar KEA, stjórnarmann í Osta- og smjörsölunni og fulltrúa í fimm- mannanefnd, svo vísað sé til þeirra titla sem hann kýs að skreyta sig með í lok greinar sinnar. Þórarinn reynir í grein sinni að gera við- skipti núverandi eigenda Sólar hf. við lánastofnanir, við yfirtöku þeirra á rekstri Sólar hf. í ágúst 1994, tortryggileg. Hvaða hvatir þar liggja að baki er mér óskiljan- legt og hvernig þau kaup tengjast úreldingu mjólkursamlagsins í Borgarnesi er mér einnig óskiljan- legt. Mér er hins vegar kunnugt um að Þórarinn Sveinsson, fyrir hönd Mjólkursamlags KEA, átti á sínum tíma í viðræðum við fyrri eigendur um yfirtöku á rekstri Sólar hf. Með alls kyns dylgjum og loðnu orðalagi reynir hann að láta líta út fyrir að viðskipti núverandi eigenda Sólar við fyrri eigendur um kaup á fyrir- tækinu hafi á einhvern hátt verið óeðlileg. Staðreynd málsins er sú að núverandi eigendur Sólar keyptu fyrirtækið á nánast nákvæmlega sama verði og mörgum öðrum aðil- um hafði áður boðist að kaupa fyrir- tækið á, þ. á m. Þórarni Sveinssyni f.h. Mjólkursamlags KEA. Grundvallarmunurinn á viðskipt- um núverandi eigenda Sólar hf. við lánastofnanir og úreldingu Mjólkur- samlagsins í Borgarnesi er sá, að núverandi eigendur Sólar greiddu mörg hundruð milljónir króna fyrir Páll Kr. Pálsson Nú skal höggva mann og annan FJÖLGUN smábáta er verk tveggja síðustu ríkisstjórna. Árið 1987 var lagt til af Landssam- bandi smábátaeigenda að þessi fjölgun yrði stöðvuð, en á það var ekki hlustað. Þegar talið var að í óefni væri komið var gripið til ólaga og fáránlegra reglugerða sem voru hriplekar. í dag telur sjávarútvegsráðuneytið sig búið að stöðva fjölgunina endanlega. Það er hins vegar af þeim lögum að frétta, að ef ég læt smíða jafn- stóran krókabát fyrir minn gamla þarf ég að byrja á því að kaupa annan af sömu stærð. Reglan er sú að ef endurnýja þarf krókabát, þá skal afkastageta nýja bátsins vera a.m.k. 50% minni en gamla bátsins og gildir þá einu hvort um venjulega endurnýjun er að ræða eða að maður hefur misst bátinn í sjótjóni. Þvílík sanngirni! Verður loðnuflotanum boðinn slíkur afar- kostur, því endurnýjun áþeim flota er framundan. Trúlegt eða hitt þó heldur. Trillukarlar munu lifa af ofsóknir ráðherrans Á óskiljanlegan hátt stendur ráðherra fyrir því að knýja í gegn- um Alþingi lög sem hafa þær af- leiðingar að ótal heimili eru lög í rúst og útgerðir 700 smábáta verða gerðar gjaldþrota. Ráðherra lætur lögin ein ekki nægja heldur lætur hann kné fylgja kviði með útgáfu reglugerðar sem á engan sinn líka. Hvað gengur þessum aðila til? Er það virkilega svo að ráðherra Sjálf- stæðisflokksins sé í frarbroddi í að höggva niður flota frelsis, sjálfstæðis og uppeldis íslenskrar sjómanna- stéttar? Ef það er markmiðið skal ráð- herra bent á að trillu-. karlar munu lifa af hans ofsóknir. Rétt- lætið mun sigra í þessu máli og verða þeim sem á það ræðst til ævarandi minnkunar. Reglur ráðherrans eru lífshættulegar Ágæti lesandi, á þessum tíma- punkti er rétt að þú fáir að vita hvers vegna ég er svona reiður. Skýringin er sú að mælirinn hjá mér er einfaldlega fullur; réttltæis- kennd mín er fótum troðin. Ég er sjálfstæður útgerðarmað- ur og geri út krókabát. Með lögum frá Alþingi er mér bannað að nota atvinnutæki mitt, smábát sem er mín eign og með veiðileyfi, mér til framfæris 284 daga á ári (9‘/2 mánuður). Leyfilegir vinnudagar á sjó eru því 81, þar af aðeins 26 dagar yfir sumarið (maí-ágúst); nær ekki einu sinni þriðjungi. Lög þessa efnis voru samþykkt í júní sl., smábátaeigendum til mikillar gremju. En, eins og áður sagði, þá tók fyrst steininn úr er ráðherrann „okkar“ gaf út reglugerð um túlkun sína á lögun- um. Þar ákvað hann að 81 veiðidagur, eins og Alþingi hafði sam- þykkt (samþykkti reyndar 86), væri of rúmur veiðitími. Það yrði að klípa enn meira af, sem gert var með vafasömum reglum í reglugerð. Lítum þá nánar til þeirra. Lagt er af stað í róður kl. 06:00 og er veður og veðurspá þess eðlis að útlit er fyrir að hægt verði að vera að allan daginn. Nú bregður svo við að þegar komið er á veiði- slóð eftir eins og hálftíma stím (eins og algengt er) er útlit til veiða ekki eins og spáð var. Töluverð alda og lítið vit í að renna færi. Óðara er flett upp í reglum ráð- herra og þar stendur „heimilt er að afturkalla tilkynningu um sókn- ardag, enda sé það gert innan tveggja klukkustunda eftir að til- kynning um nýtingu sóknardags Gunnar Ellert Svavarsson Er það virkilegt að ráð- herra Sjálfstæðisflokks- ins sé í fararbroddi þeirra, spyr Gunnar Ellert Svavarsson, sem höggva vilja niður flota frelsis, sjálfstæðis og uppeldis íslenskrar sjómannastéttar. var send Fiskistofu, að öðrum kosti telst sóknardagur nýttur". Nú! Þá er bara að hringja og aflýsa róðri. Nei, það er ekki svo einfalt. Næsti málsliður í reglum ráðherra er svo- hljóðandi: „Ekki er heimilt að aftur- kalla tilkynningu um sóknardag, nema bátur sé í höfn þegar aftur- köllun er send Fiskistofu.“ Hvað þýðir þessi „kné fylgir kviði málsl- iður“? Ekkert annað en búið er að hafa af mér veiðidag. Á þennan hátt eru menn þvingaðir til að hefja veiðar þrátt fyrir að veður heimili slíkt ekki. Reglur ráðherra geta því á þennan hátt beinlínis stuðlað að slysum. Ég spyr: Hvers vegna er ráð- herra að setja reglur sem beinlínis' tefla mannslífum í hættu, þegar lög heimila honum að gera annað. Reglunum verður að breyta tafar- laust áður en slys hlýst af og varpa ég hér með allri ábyrgð á ráðherra varðandi þetta atriði. Reglan gæti hljóðað eitthvað á þessa leið: „Heimilt er að afturkalla tilkynn- ingu um sóknardag ef veiðar hafa ekki verið hafnar.“ I raun og veru þær eignir sem þeir tóku við á meðan Kaupfélag Borgfirðinga fékk nokkur hundruð milljónir króna greiddar fyrir að taka við eignum. Þetta er kjarni málsins, þ.e. að fyrirtæki í samkeppni búa í dag ekki við jöfn starfsskilyrði. Það að Þórarinn Sveinsson skuli ekki skilja þetta grundvallaratriði viðskipta segir allt sem segja þarf um viðskiptaþroska hans. Að mati undirritaðs voru hags- munir íslenskra kúabænda ekki látnir ráða í þessu máli. íslenskir kúabændur, sem með þrotlausu starfi hafa byggt upp stórfyrirtæki á borð við Mjólkursamlag KEA, Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkur- samsöluna í Reykjavík, virðast ekki geta sótt rétt sinn sem eigendur þessara fyrirtækja. Hvers vegna fá bændurnir sem byggt hafa upp þessi fyrirtæki ekki viðurkenndan eignarrétt sinn í þeim? Hvers vegna geta bændur ekki selt eignarhlut sinn í þessum fyrirtækjum kjósi þeir að gera svo? Það er mikill munur á því að höndla með eigin peninga eða pen- inga annarra. Það vita íslenskir bændur manna best sem og þeir einstaklingar sem leggja aleiguna að veði við að byggja upp fyrirtæki í landinu. Mér sýnist hins vegar að marga þeirra sem stjórna fyrirtækj- um bænda og ráða ferðinni í land- búnaðarmálum skorti skilning á þessu grundvallaratriði. í umræðum um mjólkurlögin á Alþingi hinn 7. mars 1935 sagði Ólafur Thors m.a.: „Það sem ein- kennir allt tal hans (átt er við land- búnaðarráðherra) um þetta mál, er það, að honum finnst sem hagsmun- ir bænda séu í hers hönum, ef þeir fái nokkru að ráða sjálfir um sín málefni. Hann hampar því, að með- an hann sé ráðherra sleppi hann ekki úr höndunum á sér völdunum yfir þessu máli og rökin eru alltaf þau, að ef bændur fái að ráða, muni allt fara í kaldakol. Þetta er mikið yfirlæti og óviðfelldið." Þessi orð voru sögð á Alþingi íslendinga fyrir nákvæmlega 61 ári. Því miður virðast þau að miklu leyti eiga við enn þann dag í dag. Höfundur er frnmkværndastjóri Sólar hf. er alveg makalaust að það þurfi að berjast fyrir svo sjálfsögðum hlut eins og hér um ræðir, að það sé talinn róður þó engar veiðar hafi verið stundaðar í sjóferðinni. Ég vil hér ítreka að með reglum sem sjávarútvegsráðherra hefur sett er hann að tefla á tæpasta vað varðandi öryggi sjómanna, auk þess er hann beinlínis að taka af mönnum veiðidaga. Ég spyr, var þetta vilji Alþingis? Alþingismenn, tjáið ykkur um málið. Frammistaða Sivjar, Hjálmars og Kristjáns Þau gífuryrði er þingmenn Framsóknarflokksins á Reykjanesi og nýr þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í sama kjördæmi viðhöfðu í kosningabaráttunni, um að nú skyldi aldeilis tekið til hendinni í að rétta hag þeirra er haldið hafa uppi fiskvinnslu á Suðurnesjum undanfarin ár, þ.e. smábátaeig- enda, hafa enn ekki ræst. En enn er lag. Við Suðurnesjamenn trúum ekki öðru en staðið verði við stóru orðin og smábátaeigendum verði tryggð viðunandi rekstrarskilyrði, þannig að fískvinnsla fái hér áfram þrifist. Þingmenn á 1. ári hér í Reykjanesi, snúið vörn í sókn og standið vörð um ykkar fólk. Það er ekki hægt að bjóða smábátaeig- endum upp á þau rekstrarskilyrði sem hér hefur verið lýst, auk fjöl- margra annarra atriða er verður að lagfæra. Hjálmar, Siv og Kristján, brettið upp ermarnar og sýnið hvað í ykk- ur býr, látið ekki beygja ykkur lengur! Fjölgið störfum, en fækkið þeim ekki, gerið eitthvað í málinu. Höfundur er trillukarl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.