Morgunblaðið - 13.03.1996, Page 27

Morgunblaðið - 13.03.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ VBR MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 27 AÐSENDAR GREINAR Ríkisútvarpið og íslenskt mál EKKI dreg ég í efa góðan vilja starfsmanna Ríkisútvarpsins um vandað málfar, enda starfar þar málfarsráðunautur og hefur hann komið þar mörgu góðu ti! leiðar. Um það ætla ég ekki að ræða al- mennt hér, en drepa aðeins á eitt atriðið, þar sem mér finnst, að minkurinn hafi heldur betur sloppið úr búrinu, - eða er ég bara gamal- dags gamalmenni? Eg fékk bréf frá Innheimtudeild þessarar ágætu stofnunar, dags. 28.2. 1996; í alla staði hið vinsam- legasta, stílað á mig sjálfan með fullu nafni, kennitölu og öðrum formlegheitum. Ég er ekki að kvarta undan þeirri deild sem slíkri, lief alltaf átt við hana góð sam- skipti, og vonandi ber fólk þar mér einnig sömu sögu. Þetta var al- mennt umburðarbréf til útvarpsnot- enda með beiðni um samstarf svo að hægt væri ,að spara útgjöld1. Bréfið var alllangt og ítarlegt og höfðað var til skilnings okkar út- varpsnotenda á þörfinni fyrir sem besta nýtingu fjármuna stofnunar- innar. Allt með ágætum. - En eitt- hvað var þó að! íslenskt mál? En nú er mál að spyrja: Var bréf- ið skrifað á íslensku eða ensk/amer- ísku og svo hrá-þýtt á íslensku? En hér kemur sýnishorn, þriðja málsgreinin í bréfinu, en allt var það með sama brag: „Beingreiðslur: Þú semur við bankann þinn um að greiða fyrir þig á ákveðnum gjalddögum um- samin útgjöld, til dæmis afborganir eða áskriftargjöld. Þá millifærir STANDEX Alinnréttingar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. Faxafeni 12. Sími 553 8000 hann greiðslu af reikningi þínum til þess sem þú ætlar að greiða á ákveðn- um degi. Til þessa getur þú notað alla óbundna bankareikninga. Þetta er hagkvæmasti greiðslu- máti nútímans. Þú þarft að veita bankanum þínum skriflega heimild til að gera þetta. Við sendum þér með þessu bréfi seðil sem þú getur fyllt út og afhent þínum banka eða sparisjóði, næst þegar þú átt leið þangað, ef þú kýst beingreiðslu.“ Tölvan mín segir, að Haukur Eggertsson þessi málsgrein sé 91 orð og af þeim eru 12 skáletruð, þ.e. auðkennd sem „fornafna-ávarps- áráttu-framsetn- ing“ eða hvað væri réttast að kalla það. Tölfræðilega segir tölvan líka, að þau skáletruðu séu 13,2% af orðafjöld- anum. Nú hlýt ég að spyija málfars- ráðunaut Ríkisút- varpsins að því, hvort þetta sé góð og gild nútíma- Var bréfið ritað á ís- lensku? spyr Haukur Eggertsson, eða á ensk-amerísku? íslenska, viðurkennd af honum sem nothæf fyrir Ríkisútvarpið? Þetta málfar tröllríður þjóðfélaginu nú á hinum síðari tímum, sérstaklega í því sem viðkemur auglýsingum, eða á að vekja sérstaka athygli viðkom- andi fólks. Eru þetta ekki fingraför einhvers PR-manns, eins og var svo fínt að kalla þá hér áður fyrr? (PR = Public Relations.) Að spara útgjöld En í lokin. Það er freistandi að skjóta, þegar refurinn hleypur fyrir framan byssuhlaupið, sagði frægur stjórnmálamaður (J.J.) fyrir margt löngu. Er hægt að spara útgjöld, eins og sagt er í næstsíðustu máls- grein áðurnefnds bréfs? Er það ekki í mótsögn við það að spara (pen- inga)? Ég spurði Gísla Jónsson á Akureyri eitt sinn um þetta. Hans svar var: „Ég hef borið þetta undir ýmsa málvísa menn, og við erum sammála um að þetta sé ekki fal- legt, og þar að auki rökvilla.“ (Þátt- ur nr. 127, íslenskt mál, 6. des. 1981.) Ríkisútvarpið vill spara pen- inga með því að halda kostnaði í lágmarki. Éða er það ekki tilgangur bréfsins til mín o.fl.? Höfundur er fyrrverandi forstjóri. Vilt þú nýta tæknina? Lestu þá þetta: / 30 Árva^ur V> Geirssotv- ÚTG^. HaUgt^^nessetv, t OR =imatæ> bess er n„an''<'ssslW f. ‘f SM'*®'6 W er tengá 'I'aatai£sto{uti'- 4 AkttteV”„roaseSaað„„ V4 uot»8; tT setn fy^r & stóru að aðtæða- -■ Hvar keypti Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna símabúnaðinn? SÍNWIRKINN (|Hátúni 6A. Símtœki eflf. Leitaðu upplýsinga. í sínna 56 I 4040.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.