Morgunblaðið - 13.03.1996, Page 33

Morgunblaðið - 13.03.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 ~1 ' ~j lÁyAJlÁ5jllÁTI-JU^m Hugleiðingar um fjármagnstekjuskatt ÁRUM OG áratugum saman tíðkaðist sá siður hér á landi að stórum hluta af sparifé lands- manna var stolið af stjórnvöldum og að hluta til úthlutað til skulda- kónga og braskara. Þar sem verð- trygging þekktist ekki var það ein- faldlega gert þannig að vextir, bæði innlánsvextir og útlánsvextir voru lægri en verðbólgan. Þetta kom sér að sjálfsögðu verst fyrir lágtekjufólk. Hinir tekjuhærri höfðu að sjálfsögðu meiri mögu- leika á að koma flármunum sínum fyrir í steinsteypu, en það var eini íjárfestingarmöguleikinn á þeim tímum. Árið 1963 hóf ríkissjóður að selja verðtryggð spariskírteini og upp úr því fór verðtrygging að tíðk- ast æ meir bæði á innláns- og útl- ánsvöxtum. Þetta kom sér vel fyr- ir almenning, en að sama skapi illa fyrir braskara og fjárglæfra- menn. Ýmsir misvitrir stjórnmálamen hafa aldrei verið sáttir við verð- tryggingu og hafa viljað afnema hana og einnig skattleggja fjár- magnstekjur. Það hefur þó vafist fyrir stjórnvöldum að finna réttláta 9g heiðarlega leið til að gera það. í fyrstu var talað um að skatt- leggja aðeins raunvexti og hafa auk þess ákveðið frítekjumark, þannig að flest venjulegt fólk slyppi við skattinn þótt það eigi nokkrar krónur í banka, sem það hefur nurlað saman á löngum tíma. Nú eru loks komnar fram tillög- ur um umræddan skatt, en þær ganga í þveröfuga átt. Skattleggja á bæði vexti og verðbætur og ekki á að vera neitt frítekjumark. Að skattleggja verðbætur má nánast flokka undir þjófnað, því verðbæt- ur eru alls ekki tekjur. Undanfarin ár hefur verið hér lítil verðbólga, sem eingöngu er því að þakka að launahækkun láglaunafólks hefur verið haldið í algjöru lágmarki. Á sama tíma hafa ýmsir þrýstihópar fengið umtalsverða tekju- hækkun. Að vonum hefur þetta valdið óánægju meðal verka- lýðsins og var ekki annað að heyra meðal ýmsra forystumanna þess en að þeir hyggðu til hreyfings um næstu áramót, þegar núver- andi samningar eru lausir. Svo segir mér hugur að í náinni framtíð hefjist hér mikið kapphlaup milli hinna ýmsu hópa um launakjör, sem svo að sjálfsögðu leiðir til aukinnar verð- bólgu. Allt bendir til að ráðamenn þjóðarinnar muni fagna aukinni verðbólgu, því þeim mun meira geta þeir skattpínt almenning. Ef við svo lítum á væntanlegan 10% fj ármagnstekj uskatt í ljósi umtalsverðrar verðbólgu og hugs- um okkur 20% verðbólgu og 5% Að skattleggja verð- bætur, segir Baldur Davíðsson, flokkast undir þjófnað. vexti og gefum okkur að vextir og verðbætur séu reiknuð einu sinni á ári og vextirnir séu einnig verðtryggðir kemur í ljós að raun- vextir falla niður í 2,8%. Ef við gerum hinsvegar ráð fyrir 4% vöxt- um, sem eru óskavextir sumra, og 60% verðbólgu, sem var hér árið 1982, þá falla raunvextirnir niður í mínus 1,5%. Fleiri og verri hliðar eru þó á þessu máli. Það er langt frá því að allt sparifé almennings sé verð- tryggt. Álmennar sparisjóðsbækur eru ekki verðtryggðar og bera að meðaltali aðeins 0,9% vexti. Óbundnir sparireikn- ingar eru einnig óverðtryggðir og bera að meðaltali 3,6%. Auk þess þarf oftast að greiða úttektar- gjald 0,15% eða 0,2%. Þar sem verðbólga var 3,21% á síðastliðnu ári er greinilegt að enginn verður feitur á því að geyma fé sitt í óbundnum banka- reikningum. Ef verð- bólga fer vaxandi eru líkur á að þessir vextir hækki eitthvað, en eitt er víst að vextir á almennum sparisjóðsbók- um verða alltaf lægri en verðbólg- an. Margt roskið fólk geymir allt sitt fé í bönkum, því finnst einfald- lega of flókið að standa í verðbréfa- viðskiptum. Efnafólk er þegar bytjað að koma fjármunum sínum fyrir er- lendis, enda er það tiltölulega auð- velt með aðstoð verðbréfafyrir- tækjanna. Ef og þegar ofannefnd- ur skattur verður lagður á má gera ráð fyrir að það geri það í auknum mæli. Einnig er nokkuð öruggt að sala spariskírteina ríkis- sjóðs dragist mjög saman. Þá neyð- ast ráðamenn til að taka erlend Ián í auknum mæli og er ekki á það bætandi. I sumum nágrannalöndum okk- ar mun vera fjármagnstekjuskatt- ur en þar er þá lítill eða enginn eignaskattur, öfugt við það sem hér er. Að lokum vil ég skora á ríkis- stjórnina að sjá að sér í tíma og hætta alfarið við að leggja skatt á ljármagnstekjur. Höfundur starfar á mælingíidcild borgarverkfræðings. Baldur Davíðsson Hver gætir hagsmuna hinna sjúku? SJÚKLINGASAMTÖK eru ekk- ert séríslenskt fyrirbrigði. Sjúkl- ingasamtök beijast fyrir rétti sinna félagsmanna (og einnig þeirra sem ekki eru félagsmenn) í þjóðfélaginu: Er það rétt að slíkt starf sé unnið í sjálfboðavinnu af hinum sjúku? Samtök sjúklinga eru misöflug enda sumir sjúklingar ekki í stakk búnir til að betjast fyrir rétti sínum. Sum- ir sjúkdómar eru áþreifanlegri og fá þar af leiðandi meiri unifjöllun. Hver á að gæta hagsmuna okkar sem fengið hafa þann dóm að lifa og beijast allt sitt líf við ólæknandi sjúkdóma? Er það ekki hagur þjóðfélagsins að öllurn líði vel og geti verið virkir einstaklingar og borgað sinn skatt. Tekjuöflun sjúklingasamtaka er sáralítil, aðallega eru það félags- gjöld sem oftast eru ‘ frekar lág (kannski rúmlega fyrir húsaleigunni og öðrum nauðsynlegum rekstri). Auk þess eru allar aðferðir notaðar, flest þessara félaga eru að betjast um jólakortasöluna og þá er spurn- ingin hver hefur bestu samböndin. Tekjur samtakanna eru síðan notað- ar til að gefa út fræðsluefni og að- stoða þá sem eiga erfitt innan okk- ar hóps, svo og fjölskyldu þeirra. Væri það ekki hagur þjóðfélags- ins að styrkja þessi félög þannig að hægt væri að vinna það fræðslu- starf sem þarf til að gera sjúklingum lífið bærilegra og kenna þei að lifa sem eðlileg- ast með sinn ævilanga förunaut. Hið opinbera gefur ekki út neitt fræðsluefni fyrir hina ýmsu sjúklingahópa, margt þarf að athuga, sem er mismunandi milli sjúkdóma, en allt yrði mun auðveldara ef fræðslan væri meiri. Enn og aftur komum við að skammtíma- hugsun ráðamanna þessarar þjóðar. Hafa þeir ekki áttað sig á því að það er fyrirbyggj- andi að fræða fólk til að koma í veg fyrir óhöppin. Að sjálfsögðu er mér kunnugt um það að valdatíð ráðamanna er mjög Það er fyrirbyggjandi, segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir, að fræða fólk til að koma í veg fyrir óhöppin. stutt. Þrátt fyrir það ætti þeim ekki að vera alveg sama um sjúklinga þessa lands. Hvernig væri að heilbrigðisráðuneyt- ið eða einhver stofn- un innan þess réði manneskju til að að- stoða félagasamtök, t.d. við gerð fræðslu- efnis, fræða sjúkling- ana, það gæti sparað margar læknisheim- sóknir. Sjúkrafélög eru mörg að vinna að sama verkefninu án þess að vita að því. Það væri hægt að sameina þessa krafta og trúlega fækka heimsóknum okkar í ráðaneytin. Við vitum að víða er hægt að spara. Mörgum ferðum hjá hinu opinbera mætti sleppa, risnufé er víða allt of mikið, laun margra innan heil- brigðisgeirans eru mjög há. Við getum hjálpað þriðja heiminum; er ekki komin tími til að við ræktum okkar eigin garð. Hér í þessu landi er hópur fólks sem hefur stóran íjár- hags- og félagslegan bagga sem það hefur ekki valið sér sjálft, það hefur verið svo ólánssamt að fá ólækn- andi sjúkdóm, sem í mörgum tilfell- um verður verri með tímanum. Höfundur er forniaður Samtaka sykursjúkra. Guðrún Þóra Hjaltadóttir RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol. FEIAG m ELDRI BORGAR4 Vika eldri borgara u Stór - fjölskylduhátíð í Laugardalshöll kl. 15.00 fimmtudaginn 14. mars 1996. Skemmtun fyrir unga á öllum aldri. Aldraðir, bjóðið fjölskyldu ykkar með! Ókeypis aðgangur. mest selda heimilisvélin í 50 ár • 5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu, rauðu og gráu i Fjöldi aukahluta i íslensk handbók fylgir með uppskriftum i Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir i Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðu nafni sínu og brúðkaupsdegi Þú gefur ekki gagnlegri gjöf Reykjavikursvæði: Byggt og búiö, H.G. Guöjónsson, Suðurveri. Glóey, Ármúla 19, Rafbúöin, Álfaskeiði 31, Hafnarf. Miðvangur, Hafnarfirði. SUÐURNES: Stapafell hf., Keflavik. Samkaup, Keflavik. Rafborg, Grindavik VESTURLAND : Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. Trésmiðjan Akur, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi. Versl. Hamar, Grundarfirði, Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króks fjaróar, Króksfjaróarnesi. Skandi hf„ Tálknafirói. Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri. Laufið, Bolungarvík. Húsgagnaloft ið, Isafirði, Straumur hf„ Isafirði. Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavik. NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf. Húnvetninga. Blönduósi. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki KEA, Akur eyri og útibú á Norðurlandi. Kf. Þingeyinga, Húsavik. Kf. Langnesinga, Þóshöfn, Versl Sel„ Skútustöðum AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf. Fram, Neskaupstað, Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði. Kf. Hér aðsbúa, Egilsstöðum. Rafalda, Neskaupstað. Kf. Héraðsbúa, Reyðarfirði. Kf. Fáskrúðsfjarðar. Kf. A-Skaftfell inga, Djúpavogi Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Árnesinga, Vik. Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Kf Rangæinga, Rauðalæk, Versl. Mosfell, Hellu, Reynistaður, Vestmannaeyjum. Kf. Árnesinga, Selfossi. <D E tn «o o ■Q E D Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28 ® 562 2901 og 562 2900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.