Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 13.03.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1996 43 Bókun Viðars Eggertssonar á Leikhúsráðsfundi í gær VIÐAR Eggertsson, fráfarandi leikhússtjóri LR, lagði fram eftir- farandi bókun á leikhúsráðsfundi í gær. „Síðustu misserin hefur verið mikil umræða um leiklistarstarf- semina í Borgarleikhúsinu og náði sú umræða hápunkti á málþingi sem haldið var fyrir réttu ári. Þar kom fram mikil gagnrýni á rekstur Leikfélags Reykjavikur í Borgar- leikhúsinu og í framhaldi af því fóru fram viðræður borgaryfirvalda og Leikfélagsmanna um hvernig nútímaleikhúsrekstri ætti að vera hagað i Borgarleikhúsinu. Leikfélag Reykjavíkur stóð enn einu sinni á krossgötum. Þetta gamla áhuga- mannafélag sem hafði tekið breyt- ingum í áranna rás og þróast yfir í að verða atvinnuleikhús, þurfti að bregðast við nýjum tímum og nýjum aðstæðum. Og það er einmitt eðli listarinnar að bregðast við breyttum tímum. Því var það ljóst þegar núverandi leikhússtjóri sagði starfi sínu lausu að það þyrfti að endurskoða og endurmeta allan rekstur í Borgar- leikhúsinu, það mátti hveijum manni vera ljóst að með nýjum leik- hússtjóra yrðu töluverðar breyting- ar. Til að skerpa á vilja LR að koma til móts við hugmyndir borgaryfir- valda var lögum félagsins breytt í ,þá veru að ráðning leikhússtjóra yrði í höndum leikhúsráðs. Ég sem nýr leikhússtjóri fékk í veganesti breytingar á lögum félagsins og niðurstöður viðræðuhóps Borgaryf- irvalda og Leikfélagsmanna um „Málefni Borgarleikhúss" (eins og sú skýrsla nefnist), en hvort tveggja miðaði að því að styrkja stöðu leik- hússtjóra og undirstrika stöðu hans ■ MYNDAKVÖLD Ferðafélags íslands verður haldið í kvöld, mið- vikudaginn 13. mars, að Mörkinni 6 (stóra sal) og hefst það stundvís- lega kl. 20.30. Freysteinn G. Jónsson sýnir myndir úr ferðum sínum und- anfarin sumur. Þær ferðir hafa flestar verið farnar á vegum Ferða- félagsins. M.a. frá Hornströndum (Aðalvík-Hesteyri-Hlöðuvík-Horn- vík), gönguleiðinni frá Hvítárnesi til Hveravalla þar sem m.a. var gengið inn á Jökulkrók og hinum litríku Lónsöræfum. Myndir Frey- steins hafa birst á fjölda póstkorta og einnig prýtt ferðaáætlun Ferða- félagsins. A myndakvöldun verða afhent verðlaun i ljósmyndasamkeppni F.í. og myndum úr keppninni verða sýndar á spjöldum í anddyri. ■ í miðvikudagskvöldgöngu Hafnargönguhópsins 13. mars verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20. Gengið verður suður í Skeija- ijörð þar sem alfaraleið frá Vík til Skildinganess lá, svokölluð Bessa- staðaleið, og gengið þaðan að Bessastöðum og áfram til að tengj- ast fornleiðum um Alftanes og suður með sjó. Þetta verður þriðja gönguferð HGH í vikunni til kynningar á kjör- göngufyrirkomulaginu. ■ ÖKUKENNARAFÉLAG ís- lands og Sjóvá-Almennar munu standa fyrir málþingi á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 14. mars kl. 13-16.30. Þar munu ýmsir aðilar flytja erindi um siðferði í umferðinni, siðferði í tryggingamálum og hvernig hægt er að byggja upp umferðarsiðferði. Má þar nefna starfsmann Siðfræðistofnunar Há- skóla íslands, Jón Kalmannsson, Gabríelu Sigurðardóttur, Sig- mar Ármannsson, framkvæmda- stjóra Sambands íslenskra Trygg- ingafélaga. Þá mun Gunnar Ingi Gunnarsson læknir fjalla um aga sem yfirmanns leikhússins og list- ræns stjórnanda þess. í 16. grein í lögum félagsins segir um leikhús- stjóra: „Leikhússtjóri stjórnar leik- húsrekstri félagsins og er æðsti yfirmaður allra starfsmanna þess.“ I samkomulagi viðræðunefndar Borgarinnar og Leikfélagsins, seg- ir: „... ætti að styrkja sem best stöðu leikhússtjóra og sjálfstæði, og veita honum víðtækt umboð til þeirra breytinga sem hann telur nauðsyn- legar til að efla leiklistarstarfsem- ina og rekstur Borgarleikhússins.“ Eftir þessu hef ég unnið og það leikhúsráð sem réði mig til starfa og við ávallt stuðst við lög félagsins. Um miðjan janúar lagði ég fram á fundi leikhúsráðs hugmyndir mín- ar um verkefni næsta vetrar og leikhúsráð samþykkti að gefa mér svigrúm til að taka ákvarðanir um hvaða starfssamninga leikara ég losaði. Eins voru síðar samþykktar tillögur mínar um starfslokasamn- inga sem bjóða ætti nokkrum leik- urum sem starfað hafa lengur á föstum samningi en 15 ár. Sam- kvæmt þessari bókun vann ég. Þó varð strax ljóst að þegar þessar hugmyndir komu til framkvæmda, gátu ekki allir félagsmenn við þær unað og fór svo að lokum að kallað- ur var saman félagsfundur 27. febr- úar sl. Hann ályktaði á þá leið að allar hugmyndir um uppsagnir fastráðinna starfsmanna, fastráðn- ingar og breytingar á föstum samn- ingum starfsmanna yrði leikhús- stjóri að bera upp til samþykktar á leikhúsráðsfundi. Daginn eftir var leikhúsráðs- fundur haldinn þar sem ég lagði fram hugmyndir mínar um upp- sagnir og ráðningar leikara. Þær - agaleysi í umferðinni. Skráning mun fara fram á staðnum og er áðgangur ókeypis. ■ SÖNG- og skemmtikvöld að hætti Skagfirðinga verður haldið á Hótel íslandi, laugardaginn 16. mars. Skemmtikvöld sem þessi eru orðin árlegur viðburður á íslandi. Skemmtikvöldið hefst með borð- haldi kl. 19. Margir kunnir skemmtikraftar úr Skagafirðinum koma fram og má þar nefna karlakórinn Heimi, undir stjórn Stefáns R. Gíslason- ar. Kórinn er með létta og skemmtilega söngskemmtun með einsöng, tvísöng og þrísöng. Ein- söngvarar með kórnum eru Einar Halldórsson, Oskar Pétursson, Pétur Pétursson og Sigfús Pét- ursson. Undirleikari er Thomas Higgerson. Þá mun Ómar Ragn- arsson koma fram og hagyrðingar munu láta til sín taka^um dægur- mál jiðandi stundar. Álftagerðis- bræðurnir taka lagið við undir- leik Stefáns R. og kynnir á þessu skemmtikvöldi verður sr. Hjálmar Jónsson. Hljómsveit Geirmundar Val- týssonar mun svo leika fyrir dansi fram á nótt. Verð á kvöldverði er 4.500 kr. en verð á skemmtun, sem hefst stundvíslega kl. 21, er 2.000 kr. Enginn aðgangseyrir er á dansleik- inn með Geirmundi eftir að söng- skemmtun lýkur. ■ RABBKVÖLD fyrir mæður fatlaðra barna og unglinga verður haldið á vegum FFA, fræðslu fyrir fatlaða og aðstandendur, miðvikudaginn 13. mars. Aðild að FFA eiga Landssamtökin Þroska- hjálp, Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag van- gefinna. Fundurinn hefst kl. 20 og stendur til kl. 23. Hann verður haldinn í sal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á Suður- landsbraut 22, 4. hæð. Rætt verður um stöðu mæðra voru samþykktar. Enginn hafði tek- ið starfslokasamningum og dró ég allar slíkar tillögur til baka. Ég dreg ekki dul á að frá þeim tíma að leikhúsráð fól mér umboð til að gera breytingar á samningum fastráðinna um miðjan janúar hef ég fundið lítinn samstarfsvilja hjá hluta leikhúsráðs og framkvæmda- stjóra. Það gekk seint og illa að ljúka gerð endanlegrar kostnaðar- áætlunar, sem framkvæmdastjóra ber að vinna með leikhússtjóra og síðan leikhúsráðs að samþykkja eða hafna. Engu að síður bar mér skylda til á sama tíma að hafa öll spjót úti við að leita eftir leikritum, sýningarrétti leikrita, hæfu lista- fólki á öllum sviðum og falast eftir því fyrir hönd LR, að sjálfsögðu með fyrirvara um samþykki leik- húsráðs. Það var leikhúsráði full- kunnugt að nauðsyn bar til að und- irbúningur jafn mikilvægs leikárs sem framundan er (á afmælisári) yrði að ganga hratt og örugglega fyrir sig. Þessar áætlanir hefðu síð- an í fyllingu tímans verið kynntar félagsmönnum LR og starfsmönn- um. Öðruvísi framgangsmáti er óhugsandi við skipulag leikárs, ekki síst í ljósi þess að LR á í harðri samkeppni við öfiugan keppinaut. Ég tók við þessu starfi með mik- illi gleði og bjartsýni, þess fullviss hvaða ábyrgð og vandi því fylgdi og í trausti þess að ég ætti að út- færa starfið samkvæmt lögum Leikfélagsins og niðurstöðu sem er að finna í fyrrnefndri skýrslu um „Málefni Borgarleikhúss". Ég harma að það hefur komið á daginn að ekki fara saman hugmyndir mín- ar og félagsins um listræna stjórnun og stefnu þessa húss.“ sem eiga fatlað barn og hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Velt verður upp spurningunni hvort mæður fatlaðra barna eigi að láta í sér heyra í jafnréttisum- ræðunni. Rannveig Traustadóttir, fé- lagsfræðingur, mun spjalla um rannsóknir sínar um aðstæður og umönnunarhlutverk kvenna sem eiga fötluð börn og stýra umræðum um þessi mál. ■ BJÖRGUNARSKÓLI Lands- bjargar og Slysavarnafélags Is- Iands stendur fyrir fræðslufundi fyrir almenning um ferðabúnað til göngu- og fjallaferða, fimmtudag- inn 14. mars kl. 20. Fyrirlesari verður Helgi Eiríksson. Fundurinn verður haldinn í Brekkubæjarskóla, Akranesi, og er öllum opinn. Þátttökugjald er 1.000 kr. og er fræðslurit um ferðamennsku innifalið í þátttöku- gjaldinu. ■ ÓLAFUR Stephensen píanó- leikari og félagar leika á Kringlukránni miðvikudags- kvöldið 13. mars. Dagskráin hefst kl. 22 og stendur fram yfir mið- nætti. Á efnisskránni eru sígild djass- lög í bland við þjóðlegan djass. Með Ólafi leika þeir Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Guðmundur R. Einarsson á trommur. LEIÐRÉTTING Nemandi VÍ RANGHERMT var í frásögn Morgunblaðsins í gær af úrlit- um i landskeppni í eðlifræði, að Lýður Þór Þorgeirsson, sem varð í 4.-5. sæti, væri nem- andi í Flensborgarskóla. Hann er nemandi við Verzlunarskóla íslands. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ afhendingu myndbandanna, f.v. Anna Jóna Lárusdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, Ragnheiður Friðriksdóttir, Dóra Sif Wium, Erla Vigelund, Katrín Árnadóttir og Sylvía Jóhannsdóttir, allar í Lionsklúbbnum Engey. Myndbönd á táknmáli LIONSKLÚBBURINN Engey afhenti Félagi heyrnarlausra fyrir skömmu myndbönd á táknmáli fyrir heyrnarlaus börn. Lionskúbburinn Engey í Reykjavík stóð á síðasta ári fyr- ir konukvöldi og söfnuðust þar 100.000 kr. Klúbburinn ákvað að gefa féð til gerðar mynd- banda á táknmáli fyrir heyrnar- laus börn í tilefni 35 ára afmæl- is Félags heyrnarlausra. Mynd- böndin voru gerð hjá Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og voru nokkr- ar sögur fyrir börn endursagð- ar á táknmáli. Hægt verður að fá þau lánuð hjá Félagi heyrnarlausra, Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og hjá Vestur- hlíðarskóla (skóla heyrnar- Iausra og heyrnarskertra). t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föðursystur okkar, SIGRÍÐAR BJARIMADÓTTUR, Holtsgötu 16, Reykjavík. Helga Guðrún Eysteinsdóttir, Björg Hemmert Eysteinsdóttir, Jóhanna Arnljót Eysteinsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð, hlý- hug og vináttu við andlát og útför, JÓHÖNIMU ALBERTSDÓTTUR frá Syðra Hóli, er andaðist í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi sunnudaginn 3. mars sl. Hólmfríður Magnúsdóttir, María Magnúsdóttir, Björn Magnússon, Ingunn Hjaltadóttir, Ásdis Magnúsdóttir, Gunniaugur Bragason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÖNNU ÁRNADÓTTUR, frá Stóra-Hrauni, Mánagötu 16, Reykjavfk. Árni Pálsson, Rósa Björk Þorbjarnardóttir, Bjarni Pálsson.Valborg Þorleifsdóttir, Bergur Pétur Jónsson og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og hly andlát og útför móður okkar, móður, ömmu og langömmu, SVÖVU JÓNSDÓTTUR frá Snartartungu. Þökkum starfsfólki Sunnuhliðai vogi, hlýlega umönnun. Þórey Ásmundsdóttir, Sigurkarl Ásmundsson, Ragnar Ásmundsson, Jón Sturla Ásmundsson, Hrefna Guðbjörg Ásmundsdóttir, Gissur Þorvaldsson, Snorri Ásmundsson, Pálmi Ásmundsson, Ásdis Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Gunnhildur Halldórsdóttir, Aðalheiður Torfadóttir, Guðrún Narfadóttir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.