Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ TVÆR erlendar stúlkur eru við tamningar á Höfðabrekku í vetur, Katja sú hollenska og Sytske frá Danmörku tii hægri á myndinni. dæmi um að menn séu að leigja út herbergi sem ekki standast kröfur. Jóhannes segir að gæðavandamál bitni á öllum. Ekki skipti öllu máli hvar mistökin eru gerð, hjá þjónustu- aðila innan Ferðaþjónustunnar, innan annarra samtaka eða utan. Hætt sé við að viðskiptavinur sem fari óánægður frá sveitabæ vegna þess að hann hefur ekki fengið þá þjón- ustu sem hann taldi sig vera að kaupa forðist þessháttar gistingu í framtíð- inni. í litla gistihúsinu sem fyrst var byggt á Höfðabrekku er sameiginleg baðaðstaða. í stóra gistihúsinu og því sem nú er verið að byggja er sérstök snyrting og sturta í öllum herbergjum. „Þetta er krafa fólks í dag og maður verður að laga sig að því,“ segir Jóhannes. Erfitt að slaka á heima Þó minna sé að gera í ferðaþjón- ustu yfir veturinn er alltaf nóg að gera á stóru heimili. Annað hvert ár hafa framkvæmdir verið í gangi yfir veturinn og hin árin er nóg að gera í viðhaldi. Jóhannes er með hrossarækt og tamningar og fer töluverður tími í hestana yfir vetur- inn. I vetur er hann með þrjá starfs- menn við tamningar, íslenskan pilt, danska stúlku og aðra hollenska. Þær hjálpa einnig til við matseld og þjónustu. Þau hjónin taka sér stundum frí yfir veturinn enda geta þau ekki farið bæði í burtu yfir hábjargræðis- tímann. Þau fara til dæmis alltaf eitthvert á haustin, eftir að sumar- töminni lýkur. „Við verðum að fara í burtu því maður getur aldrei slapp- að almennilega af hér heima. Við förum gjaman til útlanda og Bret- land hefur verið í uppáhaldi. Ég kann til dæmis afar vel við mig í Skotlandi endá fínn ég til meiri skyldleika með Skotum en til dæmis Skandinövum. Svo komumst við í Karíbahafið hafíð í haust. Það var virkilega notalegt. Það er eina fríið sem ég hef ekki notað til einhvers gagnlegs. í Bretlandsferðum hefur maður alltaf verið eitthvað að for- vitnast, gista á sveitabæjum og skoða búskapinn. Svo blundar enn í manni áhuginn á skipulagsmálum landbúnaðarins og er þá verið að skoða sláturhús og kynna sér ýmis- legt,“ segir Jóhannes. Þótt mikið sé að gera á sumrin getur ferðaþjónustubóndinn ekki neitað sér um það að fara í árlega lundaveiðiferð út í Ingólfshöfða en það hefur hann gert í mörg ár. Grillar þar með félaga sínum og drekkur viskí. Það er að hans mati hin fullkomna afslöppun þó hún sé dálítið frábrugðin afslöppuninni í Karíbahafmu. Bændauppreisn Jóhannes er Reykvíkingur en hafði sterkar taugar í sveitina. Hann fór í sveit á sumrin og ætlaði alltaf að gerast bóndi. Innan við tvítugt varð hann yfírverkstjóri hjá garð- yrkjudeild Reykjavíkurborgar með 100 manns í vinnu en lét æsku- drauminn rætast 24 ára gamall þeg- ar þeim hjónum bauðst að kaupa stórbýlið Höfðabrekku árið 1977. Fyrstu árin rak Jóhannes stórt sauðfjárbú, var með 600 ær þegar mest var en þurfti svo að fækka vegna kvótasamdráttar. Þegar upp- reisnarmenn úr bændastétt stofnuðu Landsamtök sauðfjárbænda var hann kosinn fyrsti formaður þeirra og vakti landsathygli fyrir skeleggan málflutning og gagnrýni á ríkjandi skipulag. Sjálfur lenti hann í því eitt árið að framleiða langt umfram fullvirð- isrétt og losaði sig út úr klípunni með því að taka boði Framleiðnisjóðs um að slátra öllu fénu og leigja full- virðisréttinn í þijú ár. Til stóð að byija aftur að þeim tíma liðnum en tíminn var notaður til að hefja upp- byggingu ferðaþjónustu. „Ég er bú- inn að skoða margt og sýnist vera hvað 'minnst tap á þessu,“ sagði Jóhannes um ferðaþjónustuna í við- tali þegar þau voru að byija á henni. Féll þeim Sólveigu strax vel að vinna við þjónustuna og héldu áfram þeirri uppbyggingu sem enn stendur, í stað þess að taka fé á nýján leik. „Já, ég held að það hafi verið hárrétt ákvörðun að hætta í bú- skapnum. Það var ekki sársauka- laust en núnajgæti ég ekki hugsað mér að fara aftur’að búa í kvóta- kerfí. Rýmið er ekkert og hreinlega hundleiðinlegt að standa í búskap við þessar aðstæður. Því miður hefur sífellt sigið á ógæfuhliðina hjá sauðfjárbændum og þeir eru nú í verstu þrengingum sem yfír þessa atvinnugrein hefur gengið en sjá þó ekki fyrir endann á erfíðleikunum," segir Jóhannes. Eins og áður telur hann að eina leiðirí út úr vandanum sé að auka fijálsræðið en ekki verð- ur farið nánar út í það hér því viðtal- ið átti fremur að snúast um það sem nú er sýslað við á Höfðabrekku en brostnar vonir fyrrverandi sauðijár- bónda. Opna fjallvegina fyrr Viðmælandinn hefur skoðanir á mönnum og málefnum en verður þó augnablik kjaftstopp þegar hann er spurður að því hvort hann stefni á þing. Segist ekki hafa gengið með þingmann í maganum þegar hann tók þátt í prófkjöri og þáði sæti á framboðslista hjá Sjálfstæðisflokkn- um. „Það lætur mér illa að sitja lengi á fundum og ég held að ég gæti ekki verið á þingi. í þau sex ár sem ég var í forystu fyrir sauðfjárbænd- ur sannfærðist ég um það hvað fund- ir eru til lítils gagns. Þá vildi ég frekar vera heima í framkvæmdum með mínu fólki.“ „í minni hógværð myndi ég byija á því að sjá til þess að einhveijir fjallvegir yrðu opnaðir fyrr á sumrin en gert hefur verið,“ segir Jóhannes þegar honum er gefinn kostur á að þykjast vera alvaldur ráðherra ferða- mála í nokkrar mínútur. Bendir hann á að hálendið sé helsta aðdráttarafl útlendinganna og þeir verði fyrir miklum vonbrigðum komist þeir ekki á fjöll. Þá vill hann auka fijálsræði þjónustufyrirtækja til að bjóða þjón- ustu sína þegar þau vilja, til dæmis um páska, og að leyft verði að selja veitingar sem víðast. Nefnir sem dæmi að erlendir ferðamenn séu hissa á því að geta ekki fengið sér bjórglas í feijum. „Það er nóg af „gáfumönnum“ sem vilja hafa vit fyrir fólki. Skýrt dæmi um það er slys sem varð við Dettifoss í fyrra þegar kona fót- brotnaði á göngustíg. Um leið voru komnar kröfur um að malbika stíg að fossinum. Ég hrósaði happi yfir því að konan skyldi ekki fótbrotna á Esjunni því þá hefði þurft að jafna hana við jörðu og ég myndi svo sann- arlega sakna Esjunnar! Útlending- arnir koma ekki til að ferðast um malbikað ísland, sjá gervihver í Öskjuhlíð eða kaupa sér hamborgara í sjoppu. Þeir koma til að sjá landið eins og það er. Og kynnast íslend- ingum eins og þeir eru, hver með sínu sniði. Þess vegna er ég á móti því að allir séu látnir fara á ferða- málanámskeið til að læra sama staðlaða viðmótið. Það er mín reynsla að ferðafólkið hefur gaman að kynnast misjöfnum persónuleik- um. Nú, sumir eru durtar og eiga þá ekki heima í ferðaþjónustu, en það er samt hægt að hafa gaman af þeim,“ segir Jóhannes. Hægir og orðvarir Jóhannes á Höfðabrekku er að- komumaður í Mýrdainum og hefur ekki alltaf átt samleið í skoðunum með forystumönnum héraðsins enda vanur að segja skoðanir sínar um- búðalaust. „Þeir eru ekki harðir í skoðunum og heldur ekki mikið gefnir fyrir að segja frá hugsunum sínurn," segir hann þegar hann er beðinn um stutta lýsingu á Mýrdæl- ingum. „Ég þvældist um allt land þegar ég var unglingur og var víða á fund- um þegar ég var í félagsmálunum og hef því kynnst fólki í öllum hér- uðum landsins. Ég upplifði það iðu- lega á fundum á Norðurlandi að bændurnir skömmuðu hver annan óbótaskömmum - en fóru svo saman heim í bíl. Slíkt gæti tæplega gerst hér. Menn eru miklu hægari og orð- varari og kannski situr rifrildið líka lengur í mönnum. En Mýrdælingar eru upp til hópa sómafólk og hér hefur okkur liðið ákaflega vel,“ seg- ir Jóhannes. fermingargjöfin öflug PC tölva opnar fleiri glugga inn í framtíðina DAEWOO D5320 Pcntium • 8MB vinnsluminni, mcst 256MB * Skyndiminni: 16kb innra og 256KB ytra, mest 1MB * ZIF sökkull (320pin) fyrir framtíðar Pentium örgjörva * Enkanced IDE dual channel á PCI og ISA braut * PCI locatbus skjákort með windows hraðli • 1MB myndminni (mest 2MB) 1280x1024x256 liti • 2xPCI local Bus, 3xISA, lxPCI/ISA • Raðtengi: 2-hátraða enhanced (UART 16550), * Enhanced hliðtengi (ECP og EPP) og músartengi * Kassi rúmar prjú drif (CD-Rom o.fl.) • Fylgibúnaður: Windows 95 og mús • Ptug 'n play, EPA Entrgy Star, hljóðlát vifta DAEWOO 5320 pentium tölvur Bestu kauDÍn núna: 100 Mhz. 8mb. 850mb. 14" Full screen skjár* m/margmiðlun • 75 Mhz. 8mb. 850mb.14" Full screen skjár • m/margmiðlun • 133 Mhz. 8mb. 850mb. 14" Full screen skjár • m/margmiðlun kr. 145.900. frákr. 164.900. kr. 129.900. frákr. 148.900. kr. 159.900. frákr. 178.800. • Sound Blaster Value 16 hljóðkort • 4x Geisladrif • Hljóðnemi • Hátalarar • Windows 95 fylgir öllum pentium velum frá EJS Mótald meö ókeypis internettengingu í mánuð, prentarar, margmiðlunarpakkar og Microsoft Home hugbúnaður á tilboðsverði með DAEWOO tölvum. Opið laugardaga kl. 10.00 - 16.00 Cb m t\0) CM) jsl RADGREIÐSLUR TENGT& TILBUÍÐ Uppsetningaþjánustn PJS EINAR j. SKULASON Grensásvegi 10 • Sími 563 3000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.