Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR ffUVtKKÍAST/Kaffiskvetta eba morgungull? Morgunstund gefiir ímund gull MORGUNVERÐUR getur verið allt frá einum kaffibolla eða mjólkursopa til notalegs og afslappaðs málsverðar, blaðið innan seilingar og morgunút- varpið dillandi í bakgrunni. eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur Ahvorri tegundinni ætli sé nú heillavænlegra að hefja dag- inn? Þeirri síðamefndu vitanlega. Margir munu bera fyrir sig tíma- leysi, svefnleysi, þrekleysi og lyst- arleysi sem afsök- un fyrir því að velja fyrri kostinn, en þeir yrðu án efa mun sælli eftir af- slappaða og nær- ingarríka stund við eldhúsborðið, þó svo að ofantalin „leysi“ séu til stað- ar. Það eina sem þarf er að hleypa í sig dálítilli hörku; vakna örlítið fyrr (fara þá fyrr í háttinn) og vera e.t.v. búinn að búa til hafra- maísmjöls- eða gtjóna- graut kvöldið áður, sem einungis þarf að hita upp. Það er sama hver morgundagskráin er, morgunmat- urinn er undirstaða farsælla dags- verka og er á margan hátt mikil- vægasta máltíð dagsins. Hann kem- ur okkur í startholurnar og heldur okkur í góðum gír fram að hádegis- mat. Það gefur því auga leið að við verðum að gefa okkur tíma til þess að fylla okkur af staðgóðum mat í morgunsárið. Það er líka gott fyrir sálina; sá syfjaði fær tíma til að vakna, sá úrilli tíma til að sjá só- lina, sá stressaði slappar af og geta í raun ekki allir náð sér niður ef tími gefst til? Hvað á maður svo að fá sér í útsofinn eða ósofinn magann? Lýsi er náttúrlega það fyrsta, helst í fljótandi formi, en ef það reynist fólki ofviða þá er lýsi vitanlega einnig fáanlegt í töflu- tæku formi. Glas af ferskum ávaxtasafa og bolii af tei eða kaffí er mjög frískandi og súrmjólk og morgunkom standa ætíð fyrir sínu, neytið hins vegar ekki kaffí og súr- mjólkur í sömu andrá, því sú sam- setning ystir og það er ekki gott fyrir magann að melta slíkan yst- ing. Ristað brauð með osti og/eða marmelaði er tilvalið og eins bruð- ur, hrökkbrauð og ferskir ávextir. Grautar eru ákjósanleg fæða fyrir morgunmaga og eins og ég sagði áður þá er tilvalið að laga þá fyrir- fram. Mér finnast hunangsmelónur mjög frískandi og lítið mál að hafa þær til, einungis þarf að skera þær í báta og henda steinunum. Það er líka gaman að borða þær og mun þjálla en t.d. að borða grape-ávöxt, með þessu bogna hníf sem ég a.m.k. hef aldrei komist upp á lag með að nota. Morgunmatur getur líka verið rómantísk máltíð. Hvað er notalegra en að fá morgunmatinn á bakka á sængina um helgar? Það þarf ekki að kosta mikið tilstand að koma því kring. Dekrið nú við ykkur sjálf eða hvert við annað, gott fólk, ég skal koma með hugmynd að einföldum bakkadögurði: 1 glas af ávaxtasafa ____________1 te/kaffibolli_______ rúnstykki (eða heimabakaðar bollur) ____________linsoðið egg__________ smjör, marmelaði og lítill smurostur 1 rós til skrauts Þessu skal svo raðað huggulega á bakka. Hið ameríska fyrirbæri „brunch“ er mun viðameiri máltíð en hinn venjulegi morgunmatur. Þá er há- degis- og morgunmat slegið saman í eina máltíð. Hversdags gengur það náttúrulega ekki að útbúa slíkan málsverð, en hann er tilvalinn um helgar og í fríum, þegar fólk rís yfírleitt seinna úr rekkju en vana- lega og hefur nægan tíma til að koma sér í gang. Það er einnig tilval- in afmælisgjöf að útbúa gimilegan SIEMENS GSM-farsíminn sem allir miða við! Þessi GSM-farsími heitir S4 og er ífá Siemens. Hann er léttur, fyrirferðarlítill og einfaldur í notkun. Hann er traust þýsk gæðavara. Við bjóðum þennan farsíma á mjög hagstæðu verði ásamt faglegri ráðgjöf og þjónustu hjá tælmi- og þjónustudeild okkar. Það er óþarfi að leita annað. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 Siemens S4 Einkaumb^ð íyrir Siemens á Islandi. „brunch“ fyrir afmælisbarnið á heimilinu. Hér fylgir hugmynd að einum slíkum: Mímósudrykkur ferskur appelsínusafí kampavín Hvort tveggja skal vera vel kælt. Fyllið kampavíns- eða vínglas til hálfs með appelsínusafanum og fyllið hinn helminginn með kampavíni. Hunangsmelóna með súkkulaðirj óma 1 hunangsmelóna 1 peli ijómi kakómalt eftir smekk 1. Skerið melónukjötið í bita. 2. Þeytið ijómann og blandið kakó- maltinu saman við. 3. Setjið hvort í sína skálina og berið fram vel kælt. 4. Stingið tannstöngli á melónubit- ana og dýfið þeim í ijómann. Hrærð egg með eggaldin fyrir 4 __________1 stórt eggaldin_________ ólífuolía _______________6 egg_______________ salt og pipar 25 g smjör 2 vænir hvítlauksgeirar (má sleppa) __________1 steinseljubúnt_________ 1 tsk. sesamfræ 1. Skerið eggaldingrænmetið í sneiðar og steikið í olíunni í 3-4 mín. á hvorri hlið. Látið leka af þeim á smjörpappír. Raðið skífunum á kantinn á stóru fati sem er mikil- vægt að sé haldið heitu. 2. Hrærið eggin með salti og pipar og hrærið þau svo í smjöri við vægan hita þar til þau eru orðin vel þurr og stíf. Hellið þeim á mitt fatið. 3. Saxið steinseljuna og meijið hvít- laukinn saman við hana; blandið sesamfræjunum saman við og létts- teikið þetta í lítilli olíu. Hellið því næst yfír eggin. LÆIiNISFRÆÐI/Getum vib treyst lyfjunum sem vib kaup umt 2 Fölsuð oggölluð fyf Á ÞRIGGJA áratímabili, sem hófst 1990, voru 339 börn lögð inn á sjúkrahús í Bangladesh vegna bráðrar nýrnabilunar. Um 70% þessara barna dóu á sjúkrahúsinu. I ljós kom að flest þessara barna höfðu ný- lega fengið hitalækkandi mixtúru. Á markaðnum voru 28 tegundir af slíkum mixtúrum og við rannsókn kom í ljós að sjö þeirra innihéldu etýlenglýkól sem er bráðeitrað fyrir nýrun. Eftir að sala á þessum mixt- úrum var bönnuð hættu börn að veikjast af nýrnabilun. Etýlenglýkól er mikið notað í iðnaði og í frostlög en náskylt efni er própýlenglýkól sem er dýrt, óeitrað og talsvert notað í lyf. Það sem gerðist var að notað var ódýrt baneitrað efni í stað þess að nota dýrt, meinlaust efni. Hvort um var að ræða fáfræði eða samviskulaus morð á börnum er erfitt að segja. Slys af þessu tagi hafa verið nokkur (m.a. í Suður-Afr- íku, Nígeríu, Indlandi og Argentínu) en það fyrsta kostaði 76 börn lífið í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum. eftir Mognús Jóhonnsson Stundum hafa komið fram efa- semdir um nauðsyn lyfja- skráningar og lyfjaeftirlits en aðrir rifja þá upp atvik eins og lýst var að ofan og telja fremur þörf á hertu eftirliti og strang- ari kröfum. Á und- anfömum áratug- um hefur mikið verið leitað til Al- þjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar eftir hjálp við að veijast fölsuðum og gölluðum lyfj- um, einkum frá löndum sem hafa lítið sem ekkert eftirlit með lyfjum vegna fátæktar. Nýlega var gerð könnun á vegum Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar á sýkla- og malaríulyfjum í þrem- ur löndum í Mið-Afríku en gallar á slíkum lyfjum geta svo sannarlega kostað mannslíf. Niðurstaða þessarar rannsóknar var í einu orði sagt hörmuleg. Hér skulu nefnd dæmi: Af 26 lyfjum með sýklalyfínu klóramfeníkóli reyndust 16 vera gölluð; 10 innihéldu of lítið af klóramfen- íkóli, fjögur innihéldu ekkert af lyfjaefninu og tvær tegundir taflna leystust ekki upp í vökva. Af 28 lyfjum með sýklalyfinu ampicillíni innihéldu 8 of lítið af ampicillíni og eitt innihélt ekkert lyf. Af 49 lyfjum með blöndu sýkla- lyfjanna trímetópríms og súlfa- metoxazóls voru 12 gölluð; sex innihéldu of lítið af lyfjaefnunum en önnur sex innihéldu ekkert. Af 41 malaríulyfi með kíníni voru tvö alvarlega gölluð; eitt innihélt allt of lítið kínín og annað innihélt ekk- ert kínín en dálítið af öðru malaríu- lyfí sem talið er úrelt. Slíkt hörmungarástand í lyfja- málum, eins og hér hefur verið lýst, er því miður ekki bundið við Mið- Afríku og Bangladesh heldur virð- ist svipað vera uppi á teningnum víða í Áfríku, Asíu, Suður-Ameríku og sennilega víðar. En hvernig má þetta vera, hvernig gerist svona lagað? Skýringar á fölsuðum og gölluðum lyfjum geta verið marg- ár. í sumum tilvikum er lýfjafram- leiðandinn vísvitandi að framleiða gallað eða gagnslaust lyf vegna þess að framleiðslan er ódýrari þannig og hann getur síðan selt lyfið á fullu eða a.m.k. góðu verði. Hér er oftast um að ræða lylj'a- framleiðendur sem fram- leiða þessi lyf eingöngu fyrir ákveðínn mark- að, þ.e. þar sem þeir vita að lyfja- eftirlit er í molum. Einnig eru þekkt dæmi um virta lyfjaframleiðendur sem selja gallaðar framleiðslulotur til fátækra landa, á fullu verði, vegna þess að ekki þýddi að bjóða vöruna til sölu í Evrópu eða N- Ameríku af því að þar fyndust gallarnir við reglubundið eftirlit. Stundum er lélegum framleiðslu- háttum, slöku gæðaeftirliti og al- mennri vanþekkingu starfsmanna lyfjaframleiðandans um að kenna eins og talin er sennilegasta skýr- ingin á slysinu með etýlenglýkól sem lýst var í upphafi þessa pist- ils. Einnig er vitað um dreifingarað- ila sem hafa þynnt lyfin til að auka gróða sinn, stundum með hörmu- legum afleiðingum. Ekki má heldur gleyma náttúrulyfjum í þessu sam- bandi en þau eru oft framleidd við ófullnægjandi aðstæður. Talið er að rekja megi flest slys með nátt- úrulyf á undanförnum áratugum til sóðaskapar við framleiðsluna eða að vegna vanþekkingar hafi verið tíndar aðrar jurtir en ætlunin var. En hvernig skyldi ástandið í þessum efnum vera í Evrópu og Norður- Ameríku? Óhætt er að fullyrða að ástandið sé nokkuð gott en samt er alltaf sá mögu- leiki fyrir hendi að fölsuð eða göll- uð lyf komist í umferð þó að það geti varla orðið nema í stuttan tíma í senn vegna stöðugs eftirlits yfirvalda. Slíkt hefur reyndar gerst og hafa fölsuð lyf fundist í Evrópu, m.a. í Hollandi. Það vakti einnig mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar þekkt bandarískt lyfjafyrir- tæki var staðið að því að falsa rann- sóknir á eigin fram- leiðslu. Aðalástæða lyfjafalsana er sú að lyf eru mörg hver orðin svo dýr að það getur verið gróðavæn- legra að falsa þau en peningaseðla og í mörg- um tilfellum einfaldara. Það er því full ástæða fyrir okkur að vera vel á verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.