Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 B 27 R AÐ AUGL YSINGAR Námsmannastyrkir Umsóknarfrestur er til 1. maí Veittir verða 12 styrkir hver að upphæð 125.000 krónur Styrkirnir skiptast þannig: ★ Útskriftarstyrkir til nema í Háskóla íslands. ★ Útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/ sérskólanema. ★ Styrkir til námsmanna erlendis. Einungis aðilar í Námsmannalínunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Umsóknareyðublöð eru afhent í öllum útibú- um Búnaðarbankans og á skrifstofu Stúdentaráðs, SÍNÉ og BÍSN. Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí til: BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS, markaðsdeild, Austurstræti 5,155 Reykjavík. BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki náms a KENNSLA Stýrimannaskólinn í Reykjavík GMDSS - fjarskiptanám- skeið Nýja neyðar- og öryggisfjarskiptakerfið Námskeið hefst mánudaginn 25. mars kl. 16.00. Enn er pláss fyrir þrjá. Upplýsingar í síma 551-3194, fax 562-2750. Skólameistari. ffl Frá Grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1990) fer fram í skólum borgar- innar miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. mars 1996, kl. 15-17 báða dagana. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti inn- rita börnin á þessum tilgreinda tíma vegna nauðsynlegrar skipulagningar og undirbún- ingsvinnu í skólunum. Iff Frá Skólaskrifstofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla næsta vetur fer fram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnar- götu 12, sími 552 8544, miðvikudaginn 27. og fimmtudaginn 28. mars nk. kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur sem flytjast til Reykjavíkur eða úr borginni, koma úr einka- skólum eða þurfa að skipta um skóla vegna þreytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög árfðandi vegna nauðsynlegrar skipulagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar sem svo er ástatt um verði skráð á ofangreindum tíma. Þá nemendahópa sem flytjast í heild milli skóla að loknum 7. bekk þarf ekki að innrita. O MEDIA II áætlun Evrópusambandsins Áætlun til eflingar evrópskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði. Kynnir fyrstu tilboð umsókna í nýrri MEDIA II áætlun Evrópusambandsins (1996-2000). 1) ÞJÁLFUN (fjármagn til ráðstöfunar 1996: 7,5 MECU eða um 625 milljónir íkr.) Skilafrestur umsókna: 28. maí 1996. (Fyrir skóla og stofnanir, sem vilja taka að sér þjálfun og /eða kennslu í framhaldsnámi kvikmyndagerðar). 2) UNDIRBÚNINGUR (fjármagn til ráðstöf- unar 1996: 13 MECU eða um 1.085 milljónir- íkr.) Skilafrestur umsókna: - 19. apríl 1996 (stuðningur við samtök fyrir- tækja eða iðnaðarhópa) -30. apríl 1996 (undirbúningur verkefna) -31. maí 19956 (rekstrarstuðningur fram- leiðsluhyrirtækja) (Fyrir sjálfstæða framleiðendur, framleiðslu- fyrirtæki og samtök framleiðslufyrirtækja). Vinnufundur um frágang umsóknargagna vegna lána til „undirbúnings verkefna" verð- ur haldinn laugardaginn 30. mars 1996 í Kornhlöðunni, Lækjarbrekku (inngangur frá Bankastræti) kl. 13.00-16.30. Aðgangur er ókeypis. Áhugasamir vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 562 6366. Allar nánari upplýsingar veitir: Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, MEDIA uppiýsingaþjónustan, Laugavegi 24, 101 Reykjavík, sími 562 63 66, fax 562 71 71. -e mail: mediadesk@ centr- um.is KÓ PAVOGSBÆR Fossvogsdalur - Austur- hluti - Deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi útivistarsvæðis í austurhluta Fossvogdals auglýsist hér með skv. grein 4.4.1. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Skipulagssvæðið afm'arkast af bæjarmörkum Kópavogs og Reykjavíkur í norður, byggð við Stjörnugróf og Smiðjuveg í austur, byggð við Kjarrhólma og Álfatún í suður og félagssvæði HK í vestur. Tillagan miðast við að austurhluti dalsins verði nýtturtil úitivistarog aukinnartrjárækt- ar. Jafnframt er í tillögunni auðkennt 1,5 ha svæði sem leigt er tímabundið til uppeldis- og skiptiræktunar. Uppdráttur ásamt skýringarmyndum og greinargerð verður til sýnis á Bæ.iarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, 4. hæð, frá kl. 9-15 alla virka daga frá 25. mars til 24. apríl 1996. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Bæjarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Skipulagsstjóri Kópavogs. Óskilahross í óskilum eru eftirtalin hross, sem ekki hefur verið vitjað síðan í apríl 1995. 10-12 vetra moldóttur hestur. 5-6 vetra stjörnóttur rauður hestur. 5-6 vetra brún hryssa. 4-5 vetra steingrá hryssa. Verði hrossanna ekki vitjað innan tíu daga frá birtingu á auglýsingu þessari verða þau seld á uppboði. Upplýsingar fást í hverfisbækistöð Gatna- málastjóra við Stórhöfða í síma 587 6323. Gatnamálastjórinn í Reykjavík. Garðatorg - Garðabæ Listamenn og handverksfólk Verið með í að skapa líf á Garðatorgi. Komið með ykkar framlag til sýnis og sölu ykkur að kostnaðarlausu. Ákveðið hefur ver- ið að fyrsta sýning verði 12., 13. og 14. apríl. Allar nánari upplýsingar veita Helga, H-búðin, s. 565 6550 og Ida, G.H. Ijós, s. 565 6560. HÚSNÆÐIÓSKAST Laugarás Við erum hjón með tvö börn og leitum að ca 150 fm húsnæði í Laugaráshverfinu til leigu til a.m.k. 2ja ára. Heitið er öruggum greiðslum og góðri umgengni. Svör sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 30. mars nk., merkt: „ÁS - 3“. Góður sumarbústaður Til kaups óskast góður sumarbústaður (heils- árshús) í allt að 11A>-2 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Æskilegt er að gróið land í stærra lagi fylgi bústaðnum. Tilboð, helst með myndum, ásamt verðhug- myndum, berist afgreiðslu Mbl. eigi síðar en 2. apríl nk., merkt: „Bústaður - 6622.“ HÚSNÆÐI í BOÐI Glæsileg íbúð til sölu Glæsileg 2ja herbergja íbúð í hjarta miðborg- arinnar er til sölu. Nýtískulega innréttuð, í góðu steinhúsi. Sjón er sögu rikari. Upplýsingar í síma 553 1047. Ævintýrin gerast enn... Við eigum notalega „penthouse" íbúð á Costa del Sol, en þurfum að vera heima á Fróni í 1-2 ár. Ef þið hafið áhuga á að breyta til erum við til í að skipta á húsnæði í einhvern tíma. Áhugasamir sendi inn upplýsingar á af- greiðslu Mbl., merkt: „A-4136“ fyrir 31 /3. Trésmíðavél Óska eftir sleðasög með forskurðarblaði t.d. CAMRO. Vantar einnig sogpoka fyrir sömu vél. Upplýsingar í síma 562 7666/67. Fellingavél Viljum kaupa notaða fellingavél. Svarað í síma 462 5836 í vinnutíma (Magnús). Iðjulundur, verndaður vinnustaður, Akureyri. Beygjuvél og blikkklippur Óska eftir að kaupa: 1. Blikkklippur sem taka 3 metra og 2 mm þykkt. 2. Beygjuvél sem tekur 3 metra. Áhugasamir sendi tilboð til afgreiðslu Mbl. merkt: „BB - 90“. ÞJÓNUSTA Þrif og ræstingar Fiskverkendur - kjötvinnslur - brauðgerðir Bjóðum heildarlausnir á þrifum á húsnæði í matvælavinnslu. Fyllum upp kröfur HACCP- kerfisins, Hollustuverndar ríkisins og Heil- brigðiseftirlits ríkisins. Bónusþrif, símar 552-9590 og 897-2477.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.