Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fram nú sækir fólskulið Vísnatorg Á Vísnatorgi er komið við í Skagafírði, í Hvalfjarðargöngum og norður á Langa- nesi. Þá er fjallað um matarvenjur lögregl- unnar. Pétur Blöndal er umsjónarmaður. EFTIR harðan og mis- kunnarlausan vetur í fyrra fer ekki hjá því að það létti yfir Islend- ingum í því milda tíðarfari sem ríkt hefur undanfarið. Er nú svo komið að sumir viðmælenda um- sjónarmanns byrja á því að óska honum gleðilegs sumars þegar þeir gefa sig á tal við hann. Þó líklega séum við ekki alveg laus undan vetrinum ennþá lífgaði frásögn bónda af komu lóunnar upp á fréttaflóruna í síðustu viku. Pétur Stefánsson sendi sléttu- bönd, sem má lesa bæði aftur á bak og áfram: Þá er komið að vísnagátunni. Þórarinn sendi: Ávarp kært og kunnugt hér. Kambur lítt sem notast þér. Skarti búinn einatt er. Oft hann þyrstur notar sér. Á hagyrðingamóti á Hótel KEA á Akureyri voru vel á fjórða hundrað manns. Er nú svo komið með hagyrðingamót að þau hafa vart verið vinsælli í aðra tíð. Féllu vísur um forsetamálin í góðan jarðveg. Stefán Vilhjálmsson orti: Morgunblaðið/Árni Sæberg „í VINASKÓGI vaxatré/sem vitna um nálægð þína,“ segir í vísu Halldórs Blöndals. Vigdís hefur verið horsk víða stakk hún niður tré, sífellt var að selja þorsk og syngja lofgjörð æskunne. Ósk Þorkelsdóttir bætti við: Trygg eins og klettur trúir þjóð, treyst henni allir geta. Það verður ekki auðveld slóð eftirmanni að feta. Þá Halldór Blöndal: Vigdís þína sól ég sé á sígrænan akur skína; í Vinaskógi vaxa tré sem vitna um nálægð þína. Hákon Aðalsteinsson vék sög- unni að forsetakosningum: Frægðin ekki fellur mér, þó fáir muni skilja’ða. Ekki ég ! framboð fer þó flestir mundu vilja’ða. Hjálmar Freysteinsson heilsu- gæslulæknir sagði gott að vita af lausu starfi: Yfirmaður á þeim bæ einhver þarf að vera; eg þigg starfið ef ég fæ ekkert skárra að gera. Sigurður Loftsson vildi koma vísu um Hvalfjarðargöngin á framfæri í framhaldi af vísum um þau á hagyrðingamótinu: Þeim sem vilja gera göng og ganga breiða veginn þykir sjálfsagt leiðin löng í Ijósið hinumegin. Nú verður tekið upp á þeim sið á Vísnatorgi að láta hagyrðinga Snjóa bingur allur er eyddur kringum flóa. Lóa syngur hljómþýtt hér heilsar lyngi og móa. í síðasta þætti var borin á torg vísa Óskar Þorkelsdóttur um Skagfirðinga. Þar sagði hún Þing- eyinga aldrei hafa getað greint gáfur í Skagfirðingum. Ekki stóð á svörum úr Skagafirði. Jóhann Guðmundsson frá Stapa yrkir um Þingeyinga: Þó ég meti þeirra dyggð og þætti kvæðaslynga á misskilningi er margoft byggð meining Þingeyinga. Pálmi Jónsson bætir við: I andans rúmi allt er hreint, ástúð skilning lofar jafnt þó Ósk ei geti greint g'áfur henni ofar. Loks kveðjur frá Skagfirðingi: Vit og þroska sé ég seint sauðarhausa og Þingeyinga, sem að ekki geta greint gáfur okkar Skagfirðinga. Lengi er Guð að skapa menn Það er líkt og ylur í ómi sumra braga; mér hefur hlýnað mest á því marga kalda daga. Eg vel þessa vísu eftir Þor- stein Erlingsson vegna þess að mér finnst hún lýsa vel minni tilfinningu til ljóða,“ segir Málmfríður Sigurðardóttir, sem er gestkomandi á Vísnatorgi að þessu sinni. „Eg vil koma því að hvað mér finnst mikilvægt að fólk læri ljóð. Eg lærði mörg Ijóð í æsku og ef maður kann ljóðin eru þau alltaf hjá manni." Ilún segir að sér finnist of lítil áhersla lögð á þetta í seinni tíð ekki einungis efnisins vegna: „Háttbundin Ijóð vekja fólki til- finningu fyrir hljómfalli og orða- lagi. Það er ekki sama hvernig fólk setur orðin fram. Mér finnst mikilvægt að týna ekki niður þeim knappa stíl sem ljóðin krefj- ast. Með þessu er ég ekki að agnú- ast út í órímuð ljóð. Vissulega komast margir þar vel að orði og selja hugsanir sínar vel fram, en tilfinningin fyrir hrynjandi er svo mikilvæg gagn- vart málinu og máltilfinningu. Menn hafa oft deilt um það hvort skáldskap- urinn beri skaða af því að vera hnepptur í ákveðið form ríms og stuðla. Ég held að hann hafi oftar en ekki gott af því að vera færður í knappt form. Þá verða menn að bijóta hugsunina til mergjar en mega ekki láta hana ganga lausbeislaða." Aðspurð segist hún ekki muna hvenær hún lærði sína fyrstu vísu. Hún hafi þó verið mjög ung þegar fréttist að presturinn ætl- aði að húsvitja og kanna hvað börnin kynnu á heimilinu. „Ein konan vildi sjá til þess að ég kynni eitthvað til að hafa yfir fyrir prestinn og lét mig læra kvæði Arnar Arnar- sonar „Sköpun manns- ins“. Presturinn kom ekki eftir allt saman, en ætli það hefði ekki orðið skrýtið upplitið á honum þegar hann hefði farið að kanna þekkingu bam- anna og sex ára stúlka hefði þulið kvæði um sköpun mannsins. Það er fyrsta kvæðið sem ég lærði: Alfaðir í Eden fann apa, sem um greinar rann, ætlaði að gera úr honum mann, sem elskaði Guð og náungann. Sat hann við með sveittar brár sextán hundruð þúsund ár. Apinn reyndist þijóskur, þrár, þykkjukaldur og hyggjuflár. Að hálfu leyti api enn, eðlin geymir tvenn og þrenn, lítil von hann lagist senn. Lengi er Guð að skapa menn. ljóða hvern á annan. Umsjónar- maður leitaði hófanna hjá Friðrik Steingrímssyni í Mývatnssveit og bað hann ríða á vaðið. Friðrik brást vel við. Hann sagði að Jó- hannesi Sigfússyni á Gunnars- stöðum væri illa við að vera kall- aður Langnesingur: Ekki beysin ævitíð er hjá Jóhannesi, norpar hann í nepjuhríð norður á Langanesi. Óskar Sigurfinnsson í Meðal- heimi yrkir um landsfrægt mál: Lögreglan okkar er löngum í fréttum liðið í Nesbúð að fagnaði sat; þeir höfðu þar veislu með hefðbundnum réttum og hjálparsveit skáta í eftirmat. Friðrik Steingrímsson bætir við: í aðgerðir setja þeir aukinn kraft svo almúginn verði nú hlýðinn, byijuð er löggan að brúka kjaft í baráttu sinni við lýðinrn í sjónvarpsfréttum var bitfar á skáta sýnt. Um það yrkir Friðrik: Fram nú sækir fólskulið, fæstir komast lægra, búmark þeirra blasir við biti aftan hægra. í síðasta þætti var borinn á torg fyrripartur um sama mál: Lagaverðir skátum skutu skelk f bringu á dögunum Hákoni Aðalsteinssyni hafði borist fyrriparturinn til eyrna þeg- ar hagyrðingamótið var haldið á Akureyri og ákvað að „stela" vís- unni. Hann botnaði: Hálsa teygðu, hendur brutu, hentu síðan nögunum. Ósk Þorkelsdóttir botnar: Opnum kjafti að þeim lutu og átu samkvæmt lögunum. Þá Hjálmar Freysteinsson: Dijúgan hluta drukknir brutu af dýravemdarlöpnum. Helgi Hafliðason sendir sínar bestu kveðjur og botninn: hrottalega beinin bmtu- og bitu andstætt lögunum. Að síðustu er borinn fram vísir að hringhendu: Ungar snótir ennþá mér undir fótinn gefa 'S'/pi/ .73 gigjojnusmsq • Póstfang þáttaríns er: Vísnatorg/Morgunblaðinu, Krínglunni 1, 103 Reykjavík Netfang: pebl@mbl.is Lærðu til ai veröa Napiapat — nútímalegt starf Naprapati er algengasta sérmeðferðin, sem beitt er þegar reynt er að lækna óþægindi í hrygg, liðamótum og vöðvum með höndum. Læknisfræðilega efnið: Líffærafræði, líftækni, lífefnafræði, lífeðlis- fræði, taugasjúkdómafræði, matvælafræði, bæklunarsérfræði, meinafræði. Sjúkraþjálfun: Rafsegulfræði, liðamótafræði, nudd, teygjur. Lækning með höndum (manuell medicin): Sjúkdómsgreining, tæknileg lífeðlisfræði, hag- kvæm líffærafræði, losunar- og hreyfíngatækni. íþróttalæknisfræði: Íþróttalífeðlisfræði, íþróttasálarfræði, „tejpning". í kennaraliðinu eru dósentar, læknar, háskóla- kennarar og doktorar í naprapati. Menntunin samsvarar 160 p. Noprapathögskolan Menntun, sem leiðirtil sjálf- stæðs og mikilverðs starfs. Observatoriegatan 19-21, 113 29 Stockholm Tel. 08-16 01 20 T ímadj a^n Efstalandi 26 Sími 553 9260 - Gott úr er goðfermingargjöf- (Sportlegt o§ sterkt ORIENT h i erraur. V Einnig fúanlegt meö keðju. v Áletrun í tilefni fermingar innifalir V Verð kr. 9.980. Ef þú gerir kröfur um gæði, veldu þó ORIENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.