Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 B 5 Sakamálahöfundurínn Elmore Leonard skrífaði tugi vestra áður en hann snérí sér að glæpaveröldinni og hefur skrífað hverja metsölubókina á fætur annarri undanfarínn áratug,m.a. „Get Shorty“, að sögn Amalds Indríðasonar BANDARÍSKI glæpasagnahöfundurinn Elmore Leonard er ekki að blekkja neinn og síst sjálfah sig. „Ég skrifa glæpasögur vegna þess að það er stór markaður fyrir þær,“ sagði hann nýlega í samtali við danska blaðið Berlingske Tid- ende. „Ég er söluhöfundur. Ég skrifa ekki af því ég hef gaman af því. Það er nú reynd- ar ekki alveg rétt, mér finnst það sérstaklega afslappandi. Ég skrifa ekki til að skapa mér nafn í bókmenntum. Ég skrifa til að hafa oní mig og á. Bent hefur verið á að bækur mínar hafi bókmenntalegt gildi og það er gaman að heyra en það gerir ekki mikið fyr- ir minn rithöfundaferil. Verðleikar gefa ekk- ert í aðra hönd.“ í fremstu röð Leonard hefur í mörg herrans ár verið í fremstu röð glæpasagnahöfunda Bandaríkj- anna og átt ófáar bækur á metsölulistum. Fjöldi bóka hans hefur verið kvikmyndaður, nú síðast „Get Shorty“ eða Fáið þann stutta, sem er hreinasti skemmtilestur í háðslegri úttekt Leonards á því hvernig hvernig hlutirn- ir ganga fyrir sig í kvikmyndaborginni Holly- wood. Hann þekkir vel til þar og er óánægð- ur með hvernig bækur hans hafa verið kvik- myndaðar fram að þessu. „Það bregst ekki,“ sagði hann, „að þegar leikarar taka að spinna og „betrumbæta“ samtölin mín fara þeir útí eitthvað sem ég hef þegar ákveðið að sleppa af því það er svo ömurlegt.“ Sagan í „Get Shorty“ er um smákrimmann Chili Palmer sem heldur til Hollywood að innheimta skuld en reynist gott efni í kvik- myndaframleiðanda og fer þegar að undirbúa kvikmyndagerð þótt hann hafi hina mestu skömm á Hollywoodliðinu. Titill sögunnar, Fáið þann stutta, vísar til þess að margir bestu og frægustu leikarar draumaverksmiðj- unnar eru með eindæmum lágvaxnir og hermt er að Dustin Hoffman sé sannfærður um að heitið vísi til hans og bókin fjalli um hann. Leonard vill ekkert um það segja. Nú eru bráðum þrír áratugir síðan Holly- wood fór að kvikmynda verk Leonards. Fyrsta myndin byggð á sögu eftir hann var „Hombre“ með Paul Newman frá 1967 og síðan hafa misheppnaðar kvikmyndagerðir eftir sögum Leonards séð dagsins ljós með reglulegu millibili. Leonard hafði alltaf verið sæmilega vinsæll höfundur sem skrifaði í Chandler/Hammett hefðinni en um miðjan síðasta áratug sendi hann frá sér söguna „Glitz“ og hún reyndist sú fyrsta af mörgum sem áttu eftir að lenda á metsölulistum vestra. Þekktustu sögur hans síðan eru „Freaky Deaky“, „Killshot", „Rum Punch“ og „Maximum Bob“. Hann er fæddur í New Orleans árið 1925, var sjóliði í seinni heim- styijöldinni og nam bókmenntafræði í Detr- oit háskóla. Hann býr í Detroit. Stíll hans er knappur og háðskur, persónusköpunin hin líflegasta, húmorinn grófur eins og sandpapp- ír en það eru samtölin sem eru hans sterk- asta hlið, beinskeytt og fynain. Fimm síður á dag „Ég skrifa frá hálf tíu til sex á hveijum degi,“ sagði hann. „Á laugardögum og sunnu- dögum byija ég kannski ekki fyrr en eftir hádegi nema ég sé kominn á kaf i einhveija bókina. Þegar ég gerðist rithöfundur vann ég sem textahöfundur á auglýsingastofu og börnin voru lítil. Þá vaknaði ég klukkan fimm á morgnana og skrifaði í tvo tíma áður en ég gerði mig kláran fyrir kontórinn. Ég setti þá reglu að setja ekki yfir kaffi fyrr en ég hafði fest eitthvað á blað. Það virkaði. Þann- ig skrifaði ég fimm bækur.“ Hann handskrif- ar sögurnar þar til hann verður að hætta af því hann veit ekki hvað gerist næst. Svo hreinskrifar hann á ritvél. „Ef mér gengur frábærlega vel lýk ég fimm síðum á dag. Þær eru reyndar komnar oní íjórar núna. Ég er ' VEIT aldrei hvað gerist næst; Elmore Leonard. lengur að skrifa sögur mínar en áður. Fyrst og fremst er það vegna þess að mér finnst ég alltaf geta betrumbætt þær.“ Leonard skrifaði vestra til að byija með, 35 í allt. Hann ákvað að gerast rithöfundur að atvinnu og þegar vestrasögurnar sungu sitt síðasta undir lok sjöunda áratugarins snéri hann sér að sakamálasögunum. „Bækur mínar eru aldrei byggðar á raunverulegum atburðum," sagði hann, en líkja eftir þeim. „Þær eru sannar. Bókin sem ég vinn við núna, „Out of Sight“, byijaði með því að ég sá ljósmynd í blaði af kvenlögreglustjóra í Flórída sem mundaði skotvopn sitt. Þegar ég sá hana vissi ég strax að hún væri efni í skáldsögu. Nokkrum árum síðar las ég blaðagrein um einhvern sem flúið hafði úr fangelsi í Flórída og staðsetti hana þar eitt andartak og reyndi að finna út hvað gerðist næst. Ég gref upp nýjar og nýjar persónur og bý til atburðarás en ég hef aldrei neina hugmynd um hvað á eftir að gerast fyrr en ég er búinn að skrifa það niður. í miðju kafi þegar einstaka hliðarsögur eiga að mætast gerist það að ég þarf að hægja á mér í einn eða tvo daga og finna út hvað eiginlega ger- ist næst.“ Þolir ekkert skáldlegt Hann er á því að lesandinn eigi ekki að finna fyrir rithöfundinum að baki textans. „Ég vil ekki að þú verðir var við mig þegar þú lest bækurnar mínar. Þegar ég sé vott af einhveiju „skáldlegu“ í textanum strika ég það út. Það er ein ástæða þess að ég nota til dæmis ekki myndlíkingar í bókum mínum. Þær draga athyglina' frá söguefninu. Önnur ástæða er sú að ég er ekki sérlega flinkur rithöfundur. Ég man að þegar ég las Raymond Chandler í fyrsta skipti velti ég því fyrir mér hvers vegna hann var sífellt að nota þessar myndlíkingar. Þær eru athygl- isverðar í sjálfu sér en hafa ekkert að gera með söguna. Þvert á móti. Maður situr og manni líður eins og skreytingu á ijómatertu eða brosir breiðar en Faxaflói og maður seg- ir við sjálfan sig, þetta er skrambi vel skrif- að. En svo uppgötvar maður að maður hefur gleymt hvað er að gerast í sögunni." Það sem heillar Leonard mest eru persón- ur glæpaheimsins. „Að mínu viti eru fæstir glæpamenn sérlega greindir. Væru þeir vel gefnir væru þeir ekki glæpamenn fyrir það fyrsta, sem flestir lenda í fangelsum. Mestan áhuga hef ég á þessum fáu sem geta lifað af glæpum. I „Out of Sight“ er’ein persónan bankaræningi. Níu af hverjum tíu bankaræn- ingjum nást, sem þýðir að ekki er auðvelt að ræna banka. Og þessi hér hefur í gegnum tíðina rænt eina 200 banka. Ég er núna að reyna að færa sögusviðið frá Miami til Detr- oit, aðallega vegna þess að ég er orðinn þreyttur á Flórída, loftslaginu og gróðrinum. Ég er orðinn þreyttur á að þurfa sífellt að vera að fletta upp plöntuheitum í alfræði- orðabók." Innifaliö: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Pantaðu í síma 552 3200 FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVIKUR AÐALSTRÆTl 16 - SÍMl 552 3200 - FAX 552 9935

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.