Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 B 7 MANNLIFSSTRAUMAR DANS/ Hvað er nútímadans? Ukaminn segir alltafsatt TÁKNMÁL er tjáningarform sem býr yfir þeim eiginleika að geta tjáð hugsanir og tilfinningar á fullkominn hátt. Nútímadans byggir á svipuðum grundvelli. Hann er táknmál líkamans og kemur til skila þeim hugsunum og tilfinningum sem danshöfundur vill koma á framfæri. Táknin eru ólík eftir því hver semur dansinn og boðskapur danshöfunda getur verið mis- jafn, allt frá tjáningu djúpra tilfinninga til pólitískrar ádeilu. Nútímadans varð til í Bandaríkj- unum og Evrópu á þessari öld. Upphaf nútímadansins liggur í hinni módernísku hugsun sem kom fram á sjónarsviðið í bókmenntum og list- um rétt fyrir alda- mótin síðustu. Módernismi beindi spjótum sínum gegn formfestu og hefðatryggð þjóð- félagsins. í kjölfar mikilla breytinga í félags- og efna- hagslífi Vestur- landabúa urðu miklar breytingar á sviði myndlistar, tónlistar, bygging- arlistar, bókmennta og danslistar. Listamenn aðhylltust nýjungar en höfnuðu hefðbundnum leiðum. Þeir lögðu áherslu á hið náttúrulega og tjáningu tilfinninga. Meðal þeirra voru dansarar sem voru orðnir leiðir á formfestu hins klassíska balletts. Hann hafði byggst á svipuðum regl- um og tækni í um þijúhundruð ár en nú var krafa um nýjungar. Und- ir yfirborðinu kraumuðu hugmyndir sem biðu þess að kollvarpa hefðinni. I Evrópu um aldamótin síðustu var ballett hámenningarlegt fyrir- bæri sem naut virðingar meðal al- mennings. í Bandaríkjunum hafði ballett hins vegar aldrei náð fótfestu þó að gestir frá Evrópu hefðu ferð- ast um og sýnt listina. Þar var dans aðallega sýndur í fjölleikahúsum ásamt öðrum skemmtiatiðum svo sem loftfimleikum, grínþáttum og söng. Sýningarnar nutu lítillar virð- ingar í þjóðfélaginu og sökum þess var dans ekki hátt skrifaður hjá Bandaríkjamönnum. Dansstúlkur voru flestar úr lágstétt og því miður voru það ekki gæði dansins sem fengu menn til að klappa og brosa heldur fáklæddir fótleggir og snoppufríð andlit. En breytingar voru að ryðja sér rúms og auk módemisma voru kvennahreyfingar að myndast á þess- um tíma. Konur fóru í auknum mæli út á vinnumarkaðinn og klæðnaður þeirra varð fijálslegri. Það var því engin tilviljun að flestir frumkvöðlar nútímadans voru kvenkyns. Fyrst þeirra var hin bandaríska Isadora Duncan. Hún var fyrst til að tjá til- finningar sínar með dansi óháð regl- um hins klassíska balletts og er hún oft nefnd „móðir nútímadansins". Hún dansaði af innlifun og tilfínningu og lagði áherslu á að hreyfíngarnar væru náttúrulegar en ekki þvingað- ar. Hún ferðaðist víða um heim og dansaði fyrir stóra sem smáa áhorf- endahópa. Með dansi sínum og klæðaburði hneykslaði hún Banda- ríkjamenn en heillaði Evrópu og hafði mikil áhrif á danshöfunda til dæmis í Rússlandi. Þess má geta að fyrir tveimur vikum var frumsýndur í Kænugarði ballettinn „Isadora Dunc- an“, og fjallar um líf hennar sem var viðburðaríkt í meira lagi. Það voru fleiri konur en Isadora Duncan að velta fyrir sér nýstárleg- um tjáningarmöguleikum dans. í Þýskalandi í fyrri heimsstyijöldinni voru mikil dauðsföll, eymd og sorg. Kona að nafni Mary Wigman varð fyrir miklum áhrifum af þjóðfélags- ástandinu og tjáði tilfinningar sínar með dansi. Tilfínningarnar voru reiði og sorg, og með tjáningu þeirra urðu til dansverk um ljótleika og ömurleika lífsins. Dansverk hennar voru þung- lyndisleg, algerlega á skjön við hefð- bundin ballettverk, þar sem allt var fallegt og gott. Hún notaði trumbur sem tónlist og grófar grímur til að undirstrika ljótleikann. Takmark hennar var að fá áhorfendur til að hugsa, vakna til lífsins um dapurleika þjóðfélagsins, í stað þess að svífa um á rósrauðu skýi hins rómantíska bal- letts. Nokkrum árum síðar en hin þýska Mary Wigman, var hin bandaríska Martha Graham upptekin af tján- ingu tilfinninga með dansi. Hún hafði orðið fyrir áhrifum frá föður sínum sem var sálfræðingur. Hann sagði að líkami hennar segði alltaf satt, jafnvel þótt hún reyndi að ljúga. Með þessa kenningu að leiðarljósi hóf Martha Graham áratuga langan feril sem dansari, danshöfundur, kenningasmiður og kennari. Með hreyfingum vildi hún gera „landslag sálarinnar" sýnilegt og líkaminn var hennar tæki til að tjá sínar dýpstu tiifinningar. Hreyfingarnar sem hún notaði voru sérstakar og ólíkar öllu sem áður hafði sést í dansi. Miðja líkamans, magi og mjaðmir, var uppspretta allra hreyfínga. Með því að kreppa vöðva miðjunnar („contraction") og sleppa svo („re- lease") myndaðist kraftur sem var nothæfur til að framkvæma ýmsar hreyfingar, mögulegar sem ómögu- legar. Fæturnir snéru beint fram, ólíkt balletttækni þar sem þeir snúa út. Öllum fótabúnaði var kastað til að ná sem bestu sambandi við jörð- ina, sem hún taldi uppsprettu mikils krafts. Samband dansara og jarðar var andstætt sambandi þeirra í klassískri balletttækni. Þar eru kvendansarar á táskóm til þess með- al annars að forðast aðdráttarafl jarðar. Martha Graham dansaði og kenndi nemendum sínum þennan sérstæða dansstíl. Á sama tíma höfðu aðrir dansarar einnig verið að móta sinn eigin stíl. Þeirra á meðal voru Doris Humphrey, Charles Weidman og Hanya Holm. Hvert þeirra hafði sína eigin hugmynd um hvernig beita skyldi líkamanum, en öll áttu þau það sameiginlegt að móta nýja dansstefnu sem var hvorki klassískur ballett né einhæf lappa- sýning. Öll vildu þau koma dansinum á hærri stall og fá hann metinn sem menningarlega listgrein. Eina skil- yrðið sem þau settu sér var að skapa eitthvað nýtt og öðruvísi, að nota líkamann á nýjan hátt. Allar dyr stóðu þeim opnar nema sú sem leiddi aftur til fortíðar. í dag er nútíma- dans samansafn af mismunandi dansstílum sem mótast hafa í gegn- um árin, en allir eru þeir sprottnir frá frumkvöðlum nútímadansins. eftir Rögnu Söru Jónsdóttur UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b; Brá, Laugavegi 66; Gjafa- og snyrtivörubúðin, Sigahlið 45-47; Gullbrá, Nóatuni 17, Grafarvogsapótek, Hverafold 5: Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Álfheimum 74; Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Skeifunni; Háaleitisapótek, Háaleitisbraut 68; Hygea, Kringlunni; Hygea, Austurstræti; Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21; Laugavegsapótek, Laugavegi 16; Rakarastofa Austurbæjar, Laugavegi 178. Landið: Amaró, Akureyri; Apótek ísafjarðar, ísafirði; Apótek Ólafsvíkur, Ólafsvík; Apótek Stykkishólms, Stykkishólmi; Bjarg, Akranesi; Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi; Kaupfélag Skagfirðinga.Sauðárkróki. Hafnarapótek, Höfn; Hagkaup Akureyri; Miðbær, Vestmannaeyjum; Rangárapótek, Hellu og Hvolsvelli; Smart, Keflavík; Selfossapótek, Selfossi; Stjörnuapótek, Akureyri. DRAKKAR NOIR GLÆSILEGT TILBOÐ Kaupauki - Fallegur gjafakassi með 50 ml ilmglasi. 75 ml balm að verðmæti kr. 1.650 fylgir með í kaupunum. TÁKMÁRKÁÐ MÁGN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.