Morgunblaðið - 03.04.1996, Síða 17

Morgunblaðið - 03.04.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 17 VIÐSKIPTi Afkoma Þörunga. verksmiðj- unnar íjárnum HAGNAÐUR Þörungaverksmiðj- unnar á síðasta ári nam rúmum 25 milljónum króna og stafar hann fyrst og fremst af tekjufærslu á niðurfellingu skulda fyrirtækisins að fjárhæð 30,4 milljónir króna. Tap af reglulegri starfsemi nam hins vegar 1,1 milljón króna, sam- anborið við rúmlega 600 þúsund króna hagnað árið 1994. í skýrslu stjórnar fyrirtækisins kemur fram að framleiðsla þang- mjöls dróst saman um 77 tonn á milli ára og nam 2.773 tonnum í fyrra. Framleiðsla þaramjöls dróst einnig lítillega saman, nam 372 tonnum árið 1995 samanborið við 381 tonn árið þar á undan. Á árinu var hlutafé félagsins afskrifað um 99%. Jafnframt var skuldum breytt að hluta í hlutafé og nam það 24,6 milljónum á eft- ir. í lok árs 1995 voru bókfærðar eignir félagsins 71 milljón króna en heildarskuldir námu 65,4 milljónum. A aðalfundi Þörungaverksmiðj- unnar, sem haldinn var að Reyk- hólum sl. föstudag, var skipt um 4 af 5 stjórnarmönnum félagsins í tengslum við kaup NutraSweet Kelco á 67% hlut í fyrirtækinu. Stjórn félagsins nú skipa Guð- mundur Rafn Bjarnason, fulltrúi Byggðastofnunar, og Richard Searle, Jerry Lewis, Jack Silhavy og Mike Morris, fulltrúar Nut- raSweet Kelco. -----» ♦ 4-- Rússarsýna Fokkeráhuga Amsterdam. Reuter. TVÖ rússnesk flugiðnaðarfyrirtæki hafa gert bráðabirgðatilboð í hluta starfsemi Fokker-flugvélaverk- smiðjanna, sem urðu gjaldþrota 15. marz. Tilboð rússnesku fyrirtækjanna, Tupolev og Yakovlev, eru nálægt 241 milljón dollara, en bundið nokkrum skilyrðum, sem talsmaður Fokkers segir að mjög ólíklegt sé að gengið verði að. Skiptaráðendur eiga enn í við- ræðum við Samsung og Saab auk Tupolevs og Yakovlevs. Nefnd frá Boeing hefur verið í Amsterdam til að reyna að fá 350 starfsmenn Fokkers til starfa í Se- attle. Auk þess eru 50 lausar stöður hjá Bell þyrluverksmiðjunum og 40 hjá De Haviland. ILUTJALD Adventure 100 Þrír fiberbogar, mjög stöðugt ; og hentar því vel íslenskum aðstæðum. 3 manna Þyngd: 3.7 kg. Eyjaslóð 7 Reykjavlk ÆGIR :ykjavlkT.SII 22 2200 I Stærsti banki heims tekur til starfa Tókýó. Reuter. STÆRSTI banki heims varð til í Japan á mánudag og hét því að stuðla að stöðugleika í bankamál- um landsins og hafa forgöngu um að lánveitingum verði breytt í betra horf. Tsuneo Wakai, formaður stjórnar hins nýja banka, Tokyo- Mitsubishi Ltd, sagði að bankinn mundi nota aðstöðu sína til að tryggja að veiting óhóflegra fast- eignalána eins og á síðasta áratug endurtæki sig ekki. Þegar sameiningu Mitsubishi Banka og Tókýóbanka lauk form- lega á mánudag hófst starfsemi stærsta banka heims með tilliti til eigna, en þær nema alls 77.5 billjónum jena eða 724 milljörðum Bandaríkjadala. Sérfræðingar segja að samrun- inn kunni að auka þrýsting á aðra japanska banka að sameinast vegna afnáms hafta og vanda- mála af völdum óinnheimtanlegra skulda. Samruninn gerast í sama mund og mikill bankasamruni í Banda- ríkjunum. Chase Manhattan bankinn sameinaðist á sunnudag Chemical Banking Corp og þar með er kominn til sögunnar stærsti banki Bandaríkjanna með eignir upp á 305 milljarða doll- ara. Seinna á mánudag átti sam- runa bankanna Wells Fargo & Co í San Francisco og First Inter- state Bancorp að Ijúka. Tokyo-Mitsubishi bankinn mun sameina voldugt innanlandskerfi Mitsubishi og umsvifamikla al- þjóðastarfsemi Tókýóbanka. Hvorugur bankinn varð fyrir verulegum skakkaföllum vegna hruns á fasteignaverði í Japan snemma á þessum áratug og tal- ið er að þeir séu báðir á góðri leið með að ná tökum á vanda- málum vegna óinnheimtanlegra skulda. Nýi bankinn má þó búast við harðri baráttu á alþjóðamark- aði, einkum við bandaríska banka. Bankinn mun hafa á 21.000 starfsmönnum að skipa og útibú hans innanlands verða 366, en erlendis 83. í síðasta mánuði var sagt að í athugun væri að segja upp 2.000 starfsmönnum á þrem- ur árum. Tilboösv \ / ~|j j líiíibyyy: ajönvurpsspjuld ysrlir þáf:'j$ iJalit að horfei ú sjðitvarplð aiJa íiiy/idbíiíid í iöivuimi. ríadur siíardiiini ú sjúnvurpatjlugyíiiiuiii uy aiigini) úiuii ú uiiru cj3(/j;iiau » iffii whyggt 4 w- * ten9ing! y-. Sjáou þetta Prentana 16.000 kr! % ffjarstýring | til að skipta um sjónvarpsrásir og » lög í geisladrifinu r >a , k Stylewriter 1200 I .Apple-umbooið Kostaði áður með þessum búnaði: 210.000 kr. stgr. Skipbolti 21 • Simi 5115111 Heimastðan: bttp:flwww. apple. is w Sjöundi hlmlnn 1996 LJ6*m.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.