Morgunblaðið - 03.04.1996, Síða 52

Morgunblaðið - 03.04.1996, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ 551 6500 Sími 551 6500 FRUMSÝNIR RÓMANTÍSKU GAMANMYNDINA: VONIR OG VÆNTINGAR 7 tilnefningar til Oskarsverðlauna EMMA ALAN KATE HUGH THOMPSON RICKMAN WINSLET GRANT Hlaut Óskarsverðlaun íyrir besta handritið ★★★★ Ó.F. X-ið ★ ★★ Ó.H.T. Rás 2 BERLIN a/UU\ mmá SensessSensibility IMMKIGOIS "Bíi Piiw “ílBillSI mmm lUHim Iiliu-lilllillinuillll IISBl IIKUil lÆHUllnJUBBiiU M ynd sem veitir þér gleði og ánœgju Mynd sem ftemur þér í gott skap Mynd sem hefur farið sigurför um fteiminn Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun (sem besta myndin, fyrir besta handritið) hlaut alls 7 Óskarstilnefningar, hlaut Gullna Björninn sem besta mynd á kvikmyndahátíðinni í Berlín og Emma Thompson hlaut Óskarinn fyrir besta handritið. Aðalhlutverk: Emma Thompson (Remains of the Day, In the Name of the Father, Howard's End), Kate Winslet (Heavenly Creatures), Hugh Grant (Four Weddings and a Funeral, Nine Months) og Alan Rickman (Die Hard 1, Robin Hood: Prince og Thieves). Sýnd í sal-A kl. 4.30, 6.45 og 9.05. Sýnd í sal-B kl. 10.40. Verð kr. 600. ■Igarpösturtnn ★ ★★ í.R. Dagsljós Vafasöm gamanmynd um gjaldþrot, glans, girnd og gabb. Aðalhlufverk: Silja Hauksdóttir, Baltasar Kormákur, Ragnheiður Axel, Bergþóra Aradóttir, Ragnhildur Rúriksdóttir, Marqrét Akadóttir. Lejksfjórn og handrit Ásdis Thoroddsen Sýnd kl. 7, 9 og 11.25. Miðav. 650 kr. Sýnd kl. 3 og S, í SDDS. Bi. 10 ára. Sýnd kl. 2.50. Heimur á heljarþröm KVIKMYNPIR Iláskólabíó SKRÝTNIR DAGAR- „STRANGE DAYS“ ★ ★ V2 Leikstjóri: Kathryn Bigelow. Hand- rit: James Cameron og Jay Cocks. Framleiðendur: Cameron og Stephen-Charles Jaffe. Aðalhlutverk: Ralph Fiennes, Juliette Lewis, Angela Bassett, Tom Sizemore. Universal. 1995. EITT öruggasta merkið um hnign- un vestrænnar siðmenningar í fram- tíðartryllinum Skrýtnir dagar er að bensínlítrinn í Bandaríkjunum er kominn í rúman fimmtíu kall. Það er partur af lýsingu myndarinnar á tivernig komið er fyrir mannkyninu og á að sýna heim á heljarþröm á gamlársdag 1999, lokadag tuttug- ustu aldarinnar, þegar jafnvel heims- endir gæti verið í nánd. Ef höfundar myndarinnar vissu hvað bensínið kostar hér á landi nefndu þeir hana eflaust uppá nýtt og kölluðu hana Dómsdagur nú. Skrýtnir dagar er gerð af fremsta kvenhasarleikstjóra Hollywoodborg- ar, Kathryn Bigelow, og gerist í Los Angeles á þessum skrýtnu dögum við lok deýjandi aldar og fæðingu nýrrar. Tímasetningin gefur mynd- inni ákveðinn þrótt sem Bigelow eyk- ur með lýsingu á þjóðfélagi á barmi borgarastyijaldar, götubardögum, brynvarinni óeirðalögreglu, glæpa- fári og kynþáttaátökum. (Með næt- urhúminu og neónljósunum og hnignun stórborgarmenningarinnar má sem best grípa enn einu sinni til samlíkingarinnar við „Blade Runn- er“.) Nýjasta tæknin í margmiðlun- inni er hugsanaiesari, tæki sem tekur upp myndir af minningum þínum eða því sem þú upplifir svo aðrir megi upplifa það á nákvæmlega sama hátt. Þetta er ekki kvikmyndaður sýndar- veruleiki heldur kvikmyndaður raun- veruleiki. Slíkar upptökur eru sölu- vara á svörtum markaði og Ralph Fiennes sérhæfir sig í kynlífsupptök- um þar til hann kemst yfir geisladisk með upptöku, sem gerir Rodney King barsmíðarnar að smámáli. Það sem dregur úr áhrifum heims- myndar Bigelow og handritshöfund- anna, James Camerons og Jay Cocks, er að það eru aðeins tæp fjögur ár í aldaskiptin en ekki fjörutíu og maður hefur engar forsendur til að trúa að ástandið verði svona- hrika- legt á svo skömmum tíma. Þá gefur Bigelow sér of langan tíma til að koma sér að efninu, útskýringarnar á hinni nýju tækni eru full- ítrekaðar og eiga þátt í alltof mikilli lengd myndarinnar (142 mín.). Skrýtnir dagar býr yfir ákveðnum frumleika í persónusköpun og frásögn og Big- elow hefur margsýnt að hún er í hópi bestu hasarleikstjóranna; spennuatriðin eru mjög vel af hendi leyst og lýsingin á stjórnleysi fram- tíðarinnar er á margan hátt vel heppnuð. Sterku persónurnar eru kvenper- sónurnar. Angela Bassett stelur sen- unni af Ralph Fiennes í hiutverki vinkonu hans. Hún stendur sig frá- bærlegá sem hin raunverulega hasar- myndahétja, stolt og stælt. Og Juli- ette Lewis er sömuleiðis hörð eins og gangstétt í hlutverki gömlu kær- ustu Fiennespersónunnar. Fiennes hefur aftur það erfiða hlutskipti að leika sölumannsvæskil sem er lítt til stórræðanna en reynir að kjafta sig úr hverri klípu og á sannast sagna erfitt með að finna leiðina að hjarta áhorfandans. Arnaldur Indriðason SAMBÍÓm SAMBiÓ q^L q SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 Pictures presents Suzanne þráði athygli og var tilbúin að gera allt fyrir frægði- na. Nicole Kidman vann Golden Globe verðlaunin fyrir bestan leik í gamanmynd. Stórleikur!!! Matt Dillon og Joaquin Phoenix fara með stór hlutverk. Leikstjóri: Gus Van Sant (My own private idaho, Drugstore Cowboy). Sýnd kl. 3, 5 og 7. íslenskt tal. Sýnd kl. 3, 9 og 11. Enskt tal. PÁSKAMYNDIN 1996- Á valdi óttans SIGOURNEY WEAVER HOLLY HUNTER aun Þú geturskelltí lásí Slökkt á Ijósunum... En það hefur ekkertaö segja!!! Dagsljós Sýnd kl. 9 og 11.15. B.i. 16 Öskarsverðlaun Bestu tæknibrellurnar m ypBRERRÉMNPf: ' EINNIG SÝND I SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Sýnd kl. 5 og 7. b. l 16 ára. Vaski gnsmn Bncwi ★ ★★ Dagsljós Sýnd kl. 3. ísl. tal. 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.