Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 4

Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skipstjóri rússneska togarans hunzar fyrirmæli skipherra varðskipsins „Tek ekki hermenn um borð“ VARÐSKIPIÐ Ægir kom að rúss- neska togaranum Dmitríj Pokramo- vítsj um kl. 7 í gærmorgun. Þá var skipið að veiðum skammt utan efna- hagslögsögunnar. Landhelgisgæslan hafði veitt togaranum óslitna eftirför frá því hann var staðinn að meintum ólöglegum veiðum um 2,4 mílur inn- an 200 mílna landhelgismarkanna út af Reykjanesi á þriðjudag. Skip- herra varðskipsins fyrirskipaði tog- aranum þegar að stöðva og hífa inn veiðarfæri og var togaranum til- kynnt að fyrirhugað væri að senda menn um borð í skipið. Skipstjóri togarans neitaði því og mun hafa sagt að hann „tæki ekki herfólk um borð“. Skipið er svo hátt í sjó að ekki verður farið um borð í það af sjó nema með samþykki togara- manna. Fleiri togarar á vettvang Helgi Hallvarðsson, skipherra og yfirmaður gæsluframkvæmda, sagði að skipherra varðskipsins hefðu ít- rekað fyrirmæli sín mörgum sinnum, en skipstjóri togarans neitað og bor- ið því við að hann væri að bíða eftir fyrirmælum frá útgerðarmanni skipsins. Það hefði síðan verið um kl. 9.25 að tveir rússneskir togarar frá sömu útgerð hefðu komið á svæðið og haldið sig nálægt togaran- um. Þeir hefðu ekki verið að veiðum heidur haldið sig í grenndinni eins og þeir væru tilbúnir til að veita togaranum liðsinni ef á þyrfti að nama. rjuroi rogannn hefði komið á svæðið milli klukkan ellefu og tólf en hann hefði haldið sig fjær. Varð- skipið hélt sig í nágrenni við hinn meinta landhelgisbrjót og reyndi einn togarinn að troða sér þar á milli, en lét síðan af þeim tilraunum. Fyrirmæli frá útgerðinni Laust eftir kl. 15 í gær hafði varð- skipið enn samband við togarann þar sem hann var að veiðum og var þess krafist að varðskipsmenn fengju að fara um borð. Þá sagðist skipstjórinn vera með þau skilaboð frá útgerðinni að skipið væri að veið- um á opnu hafsvæði og varðskips- menn ættu ekkert erindi um borð. Nú staðhæfði skipstjórinn að hann hefði verið innan landhelgismark- anna vegna vélarbilunar og veiðar- færi hefðu ekki verið í sjó. Sagðist hann hafa vitni að því. Bar við vélarbilun Flugvél Landhelgisgæslunnar TF- SÝN kom að Dmitríj Pokramovítsj að ólöglegum veiðum klukkan 15.37 á þriðjudag. Flugvélin hafði strax samband við skipið og tilkynnti því að það hefði mælst innan lögsögunn- ar og var því fyrirskipað að hífa upp veiðarfærin og halda til næstu ís- lensku hafnar, að sögn Helga Hall- varðssonar, skipherra og yfirmanns gæsluframkvæmda hjá Landhelgis- gæslunni. Helgi sagði að það hefði ekki virst koma skipstjóra togarans á óvart að hann mældist vera innan lögsög- unnar því hann hefði borið við vélar- bilun. Klukkan 16.42 hafí hann tek- ið inn pokann og þá sé togarinn kominn eitthvað utar því hann mæl- ist 0,7 sjómílur innan lögsögunnar. Hann hafi sett á fulla ferð út fyrir lögsöguna, lónað þar smástund en hafi síðan byijað veiðar aftur 17.15. Honum hafi verið gefið ljósmerki um að hafa samband við flugvélina en því hafi hann ekki sinnt. Helgi sagði að jafnframt hefði verið tekin ákvörðun að senda varð- skipið Ægi á staðinn til að reyna að taka togarann. Ægir hafi verið við eftirlitsstörf á Seivogsbanka. Hann hafí lagt af stað klukkan 17 og hafi verið kominn að togaranum um klukkan 6 í gærmorgun. í milli- tíðinni hafí flugvéi Landhelgisgæsl- unnar sveimað yfír togaranum og flugvél Flugmálastjórnar TF-DCA leyst hana af þegar TF-SÝN hafí þurft að halda til lands til að ná í eldsneyti. Yfírmaður frá Landhelgis- gæslunni hafí verið um borð í TF- DCA til að eftirförin yrði samfelld. TF-SÝN hafí farið aftur út eftir að hafa tekið eldsneyti. Flugvélin hafi þá haft tíu tíma flugþol og hafi hald- ið áfram að sveima yfír togaranum í alla fyrrinótt. Flugvél Flugmáia- stjórnar hafí leyst hana aftur af um kl. 05.30 í fyrrinótt þegar Ægir hafí átt mjög skammt eftir til togarans. Hélt áfram veiðum Togarinn Dmitríj Pokramovítsj er yfir 3.000 tonn að stærð og talið er að um sjötíu manna áhöfn sé um borð. í samskiptum togarans og varðskipsins kom fram að afli hafi verið þokkalegur en sé lítill nú. Fjöldi togara frá ýmsum löndum er nú að veiðum á tiltölulega þröngu svæði rétt utan við landhelgismörkin á Reykj aneshrygg. Skipherra á varðskipinu Ægi er Sigurður Steinar Ketilsson. Ægir er 1.200 tonn að stærð og áhöfnin er 19 manns. Morgunblaðið/Þorkell HELGI Hallvarðsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, og Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ásamt Guðmundi Eiríkssyni þjóðréttarfræðingi, á leið á fund um togaramálið. Vona að ekki komi til átaka MEINT landhelgisbrot rúss- neska togarans Dmitríj Po- kromovítsj var til umfjöllunar í dómsmálaráðuneyti, utanríkis- ráðuneyti og sjávarútvegsráðu- neyti í gær. FuIItrúar Landhelg- isgæslunnar áttu fund með Þor- steini Pálssyni dómsmálaráð- herra í gær og fræddu hann um gang málsins. Að sögn Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra, vonuðust menn til að ekki þyrfti að koma til átaka. Sendiherrann kallaður í utanríkisráðuneytið Rússnesk stjórnvöld beiti sér í togaramálinu JÚRÍ J Reshetov, sendiherra Rússlands, var kallaður í utanrík- isráðuneytið klukkan hálfellefu í gærmorgun, á fund þeirra Sveins Björnssonar, staðgengils ráðuneytisstjóra, og Guðmundar Eiríkssonar þjóðréttarfræðings. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var sendiherr- ann beðinn að hafa samband við rússnesk sljórnvöld og fá þau til að beita sér fyrir því að togarinn færi að lögum og hlýddi skipun- um Landhelgisgæzlunnar um að sigla til hafnar á íslandi. Jafn- framt var lögð áherzla á að sljórnin í Moskvu beitti sér fyrir því að atvik af þessu tagi endur- tæki sig ekki. Rússneska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið í gær. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur ekkert Morgunblaðið/Árni Sæberg JÚRÍJ Reshetov, sendiherra Rússlands, var kallaður i ut- anríkisráðuneytið í gærmorgun. komið fram í máli togarans Dmitríj Pokramovítsj sem bendir til að það tengist óánægju Rússa með niðurstöðuna í Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC) um skiptingu á úthafs- karfakvóta á Reylganeshrygg. Rússar hafa áskilið sér rétt til að mótmæla samþykktinni. Þjóðréttarreglur um töku skipa utan lögsögumarka í hafréttarsáttmálanum Verða að hafa veitt óslitna eftirför ÞJÓÐRÉTTARREGLUR um „rétt til óslitinnar eftirfarar" eru í hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þær veita strandríki rétt til að taka land- helgisbijót, þótt hann sé kominn út fyrir lögsögumörkin, hafi skip eða flugvélar strandríkisins veitt honum óslitna eftirför. Landhelgisgæzlan telur sig hafa viit reglurnar um óslitna eftirför í smáatriðum er hún elti rússneska togarann Dmitríj Pokramovítsj eftir að hafa staðið hann að meintum ólöglegum veiðum innan fiskveiðilögsögunnar. í 111. grein hafréttarsáttmálans segir að veita megi erlendu skipi óslitna eftirför þegar þar til bær yfír- völd strandríkis hafi góða ástæðu til að ætla að skipið hafi brotið lög og reglur þess ríkis. Rétturinn til óslitinnar eftirfarar gildir meðal annars um brot í sér- efnahagslögsögunni, þ.e. fískveiði- lögsögunni, sem framin eru á þeim lögum og reglum strandríkisins sem gilda um efnahagslögsöguna. í þessu tilviki er um að ræða brot á banni við veiðum erlendra skipa í íslenzkri fiskveiðilögsögu. Gefa þarf stöðvunarmerki Hafréttarsáttmálinn kveður á um að óslitin eftirför teljist ekki hafín nema skipið eða flugvélin, sem veiti eftirför, hafí gengið úr skugga um það, með þeim ráðum, sem tiltæk kunni að vera, að skipið sem veitt er eftirför sé innan marka landhelg- innar eða efnahagslögsögunnar. Landhelgisgæzlan telur rússneska togarann hafa verið um 2,4 mílur mnan lögsögunnar. í sáttmálanum er kveðið á um að eftirförina megi aðeins hefja eftir að sjáanlegt eða heyranlegt stöðvunar- merki hafi verið gefíð, ekki fjær en svo að það megi sjá eða heyra frá erlenda skipinu. Áhöfn flugvélar Landhelgisgæziunnar, TF-SÝN, gaf Dmitríj Pokramovítsj slíkt merki um talstöð er komið var að togaranum á þriðjudag. Flugvélar og skip haldi eftirför Iinnulaust áfram „Beiting réttarins til óslitinnar eft- irfarar má aðeins vera í höndum herskipa eða herloftfara ellegar ann- arra skipa eða loftfara sem eru skýrt auðkennd og bera það með sér að þau séu í þjónustu ríkis og hafa umboð til þess,“ segir í 111. grein- inni. Þar kemur jafnframt fram að loftfar, sem gefi skipi stöðvunarskip- un, verði sjálft að veita skipinu virka eftirför unz skip eða annað loftfar strandríkisins, sem loftfarið hefur kvatt til, komi til að taka við eftirför- inni nema loftfarið geti sjálft tekið skipið. Það þykir ekki nægja tii að réttlæta töku utan landhelginnar að áhöfn flugvélarinnar hafi eingöngu séð skipið vera brotlegt eða grunsam- legt ef því er ekki bæði skipað að stöðva og veitt eftirför af loftfarinu sjálfu eða öðrum ioftförum eða skip- um, sem halda eftirförinni linnulaust áfram. Flugvélar Landhelgisgæzlunnar og Flugmálastjómar, með auðkenn- um íslenzka ríkisins, skiptust á um að veita rússneska togaranum eftir- för, auk þess sem varðskipið Ægir elti hann út fyrir lögsögumörkin. EuroCAD Ráðstefnan fluttí stæni sal UM 240 manns munu taka þátt í Evrópuráðstefnunni um fíknsjúkdóma EuroCAD/96, sem hefst i Reykjavík á mið- vikudag. „Þátttakan er mun meiri en við höfðum þorað að gera okkur vonir um,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. Hann segir að vegna hinnar miklu þátttöku hafi fundir ráðstefnunnar ver- ið fluttir úr stærsta ráðstefnu- sal Hótels Sögu í Súlnasal hótelsins. Sveinn Rúnar segir að auk um 80 erlendra þátttakenda frá a.m.k. 15 löndum sæki ráðstefnuna 150-160 íslend- ingar. Hann segir fyrirsögn fréttar í Morgunblaðinu í gær gefa alranga mynd af við- fangsefni ráðstefnunnar. „Ráðstefnan fjallar ekki um fíkniefnamál heldur um fíkn- sjúkdóma, alkóhóiisma og aðra efnafíkn. Þetta er ráðstefna um forvarnir og meðferð.“ Björgun- arsveitir og kafarar við leit LEIT að 21 árs gömlum manni, sem síðast sást í mið- borg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags, var fram haldið í gær, en án árangurs. Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir Hjalta Guðjónssyni á þriðjudag og þann dag leituðu tugir björgunarsveitarmanna á opnum svæðum innan borg- armarkanna. í gær leituðu kafarar í Reykjavíkurhöfn. Hjalta er svo lýst að hann sé grannvaxinn, 170 sm á hæð, með stutt, skollitað hár. Ungir lækn- ar vilja úr Læknafé- laginu FUNDUR Félags ungra lækna (FUL) beindi því til stjórnar félagsins á fundi hinn 14. mars síðastliðinn að hefja þeg- ar undirbúning að úrsögn að- ildarfélaga FUL úr Læknafé- lagi íslands (LÍ) og stofnun nýrra læknasamtaka. Þá for- dæmdi fundurinn nýgerðan samning Læknafélags Reykja- víkur og Tryggingastofnunar ríkisins um sérfræðilæknis- hjálp, „sem stuðlar að einokun stofulækna. Um er að ræða brot á siðareglum iækna, brot á lögum Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur," segir í ályktun fundarins. Bílvelta við Bláfjalla- veginn BÍLL valt við Bláfjallaafleggj- arann um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Fimm manns voru í bílnum þegar óhappið varð og var ökumaður og fíórir farþegar fluttir á slysadeild Sjukrahuss Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.