Morgunblaðið - 04.04.1996, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SVONA, engan uppásnúning Dabbi litli. Þetta verður þú og þitt lið að læra utan að. . .
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÓLAFUR Oddsson, formaður Lionsklúbbsins Fjörgynjar (t.v.)
og Jóhannes Jónsson, forstjóri Bónuss, afhenda Pétri Lúðvíks-
syni barnalækni heilasíritann.
Bónus o g Fjörgyn
gefa heilasírita
Hólmavík
Sýslumaður
skipaður
ÓLAFUR Þór
Hauksson hefur
verið skipaður
sýslumaður á
Hólmavík frá og
með 10. apríl að
telja. Forseti ís-
lands skipar í
embætti sýslu-
manna að tillögu
dómsmálaráð-
herra.
Ólafur Þór er fæddur í Reykjavík
þann 10. mars 1964. Hann varð
stúdent frá MS vorið 1984 pg lauk
lögfræðiprófi frá Háskóla Islands
árið 1989. Ólafur starfaði sem full-
trúi hjá bæjarfógetanum í Hafnar-
firði, Garðabæ og á Seltjarnamesi
og sýslumanninum í Kjósarsýslu á
árunum 1989 til 1992 og frá 1.
júlí 1992 hefur hann verið fulltrúi
sýslumannsins í Hafnarfirði. Eigin-
kona hans er Guðný Þorbjörg Ólafs-
dóttir.
--------------
100 þús. til
höfuðs
brennuvargi
Laugavegssamtökin og verslunin
17 hafa lagt fé til höfðs þeim sem
kveiktu í sorptunnum við verslunina
að Laugavegi 91 aðfaranótt sl.
föstudags.
Stigahús við verslunina 17 brann
og reykur komst um alla búð, sem
var full af fatnaði. Ljóst þykir að
eldur hafi verið lagður í srptunnur,
sem stóðu við stigahúsið. Nú hafa
Laugavegssamtökin og verslunin
ákvðeið að veita 100 þúsund krónur
þeim sem geta gefið upplýsingar,
sem leiða til handtöku brennuvargs-
ins, eða brennuvarganna.
Þeir, sem gætu veitt upplýsingar
um málið, eru beðnir að hafa sam-
band við Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins og er fullum trúnaði heitið.
BARNASPÍTALI Hringsins hef-
ur fengið nýtt tæki að gjöf, svo-
kallaðan heilasírita sem er notað-
ur til þess að greina krampa og
önnur áföll í heila barna. Gefend-
ur tækisins eru Lionsklúbburinn
Fjörgyn og Bónus verslanirnar.
Ásgeir Haraldsson yfirlæknir
sagði að tækið nýttist einnig til
þess að greina aðra sjúkdóma í
heila og taugakerfi barna og
einnig til rannsókna og þróunar.
Tæki af þessari gerð hefur ekki
verið til áður á Barnaspítala
Hringsins.
Gríðarleg framför
„Kostir þessa tækis eru þeir
að hægt er að setja annað og
minna tæki í bakpoka og tengja
börnin við það og senda þau síð-
an heim. Þau geta verið í sínu
eðlilega umhverfi, farið í skólann
og sofið heima hjá sér. Þau koma
síðan næsta dag á spítalann og
við getum lesið úr tækinu upplýs-
ingar. Til þess að fylgjast með
heilariti barna í sólarhring þurfa
þau ekki að liggja á spítala og
það er gríðarleg framför. Einnig
er hægt að hafa tækið tengt beint
við barn sem liggur inni á spítal-
anum og fylgjast með heilariti
þess á skjá. Fái barnið krampa
er hægt að sjá á skjá um hvers
konar krampa er að ræða. Tækið
nýtist mjög vel til þess að greina
mismunandi tegundir af krömp-
um. Einnig nýtisttækið til þess
að greina ýmis áföll hjá nýburum
og fyrirburum sem getur verið
mjög erfitt að greina,“ sagði
Ásgeir.
Tækið kostar 4,5 milljónir
króna, Lionsklúbburinn Fjörgyn
gaf eina milljón kr. og Bónus 3,5
milljónir kr. Leitað var eftir til-
boðum í tækið bæði innanlands
og erlendis. Tilboðið sem gengið
var að kom frá íslenska fyrirtæk-
inu Flögu sem, að sögn Ásgeirs,
var fjárhagslega hagkvæmast
og, að mati lækna, langbest út
frá tæknilegu sjónarmiði.
Asgeir sagði að það hefði kom-
ið fram í máli Jóhannesar Jóns-
sonar, forstjóra Bónuss, við af-
hendingu tækisins sl. þriðjudag,
að hann hefði ekki síður áhuga
á mannvernd en landvernd og
hann hefði látið pokasjóð Bónus-
verslananna renna til styrktar
tækjakaupum fyrir Barnaspítala
Hringsins.
Ólafur Þór
Hauksson
Tristan og Patrick Gribbin.
Gerir skýrslu um
vistrænt Island
PATRICK Gribbin, sérfræð-
ingur á sviði vistrænna
byggðakjama, mun á næst-
unni ferðast um ásamt dóttur sinni
Tristan og gera úttekt á eftirtöldum
stöðum á landinu með tilliti til
umhverfís og fleiri þátta. Að átaki
þessu standa Reykjavíkurborg,
Hvolsvöllur, Kirkjubæjarklaustur,
Egilsstaðir, Sauðárkrókur, Vest-
firðir og Snæfellsbær. Auk þess
standa að verkinu Áform, Byggða-
stofnun og Búnaðarbankinn. Að
sögn Patricks Gribbins ráðgerir
hann að kynna þetta verkefni á
ráðstefnu í Istanbúl sem fyrirhuguð
er í júní nk. þar sem fjalláð verður
um stöðu vistrænna mála.
Hvað þýðir þetta í reynd?
„Það ríkir áhugi á að þingið í
Istanbúl styrki sjálfbæra þróun,
sem þýðir að mannkynið komist
upp á lag með að skila jörðinni
því sem mennirnir hafa tekið frá
henni, komi á einskonar sjálfbæru
hag- og vistkerfi. Stórar borgir,
svo sem t.d. Mexíkóborg þar sem
búa 23 milljónir íbúa, eru skelfileg-
ur verustaður fyrir fólk. Þær hafa
eyðileggjandi áhrif og íþyngja vist-
kerfinu í kringum sig. Ég hef ekki
á móti borgarþróun. En ástandið
í heiminum sýnir að við þurfum
að hanna nýjan lífsstfl. Þá stað-
reynd þarf að taka til greina og
stefna að sjálfbærum lífsmáta ef
mannkynið á að lifa af. Til þess
að svo megi verða þurfa menn að
taka upp nýjar atvinnugreinar og
laga þær gömlu að nýjum mark-
miðum.
Hvaða pól getur ísland tekið í
hæðina í þessu samhengi?
Ég var hér í viku fyrir nokkru
og hreifst mjög af því sem ég sá.
Ég sá aðstæður sem eru mjög erf-
iðar en tekist hafði að _________
ná valdi á með þekk-
ingu og tækni. Einkan-
lega þótti mér merki-
legt að kynnast orku-
málum Islendinga, ekki
síst hitaveitunni, en
nýting hennar er einkar
vistvæn. Það er leitun
á þessu líku í heiminum. I þessari
heimsókn kynntist ég góðum vini
Tristan dóttur minnar, Baldvini
Jónssyni. Ég hef mikinn áhuga á
sjálfbærri tækni; eftir að ég hafði
kynnt hugmyndir mínar á því sviði
fyrir Baldvini, sem hafði þróáð
hugmyndir sem gengu í svipaða
átt, vildi hann að ég gerði áætlun
um vistvænt ísland. Hann vildi að
ég heimsækti ísland og færi á
vissa staði á landinu auk Reykja-
víkur og í framhaldi af því myndi
ég skila áætiuninni. Eg er að
leggja upp í þessa ferð núna.
Hvað er brýnast í vistfræðilegum
efnum?
Nú vantar okkur ekki borgir,
okkar vantar þorp. Alveg eins og
líkaminn þarf bláæðar ekki síður
en slagæðar. Heimurinn þarfnast
hinna smærri eininga. Það þarf
að taka afstöðu til hvers mennirn-
ir þarfnast og hvers þeir geti verið
án, hvaða óþarfa þeir geti losað
► Patrick Gribbin fæddist á
Englandi 1942. Hann flutti til
Bandaríkjanna árið 1965.
Hann hefur starfað sem sér-
fræðingur á sviði vistrænna
byggðakjarna um árabil, hans
sérsvið tengist ekki síst orku-
málum og endurvinnslu. Hann
kom hingað fyrst til þess að
vera við brúðkaup Tristan
dóttur sinnar og Ingvars Þórð-
arsonar í ágúst 1995
Mikilvægt að
til skuli vera
slík fyrirmynd
sem hér í
heiminum
sig við. Við þörfnumst sjálfbærrar
þróunar. En það dugir ekki sífellt
að segja fólki hvað það má ekki
gera, við þurfum að skapa það sem
er gott og gagnlegt. Þar kemur
Island inn í myndina. Sjálfur var
ég mjög undrandi á því hve hreint
ísland er. Við þurfum að láta vita
hvað fram fer hér, það eru svo
fáar góðar fyrirmyndir í þessum
efnum. Sjálfbært- samfélag hefur
margar hliðar og við þurfum að
sinna þeim öllum, þar koma marg-
ar fræðigreinar við sögu. Það er
mikilvægt að til skuli vera slík
fyrirmynd sem hér í hei.minum.
Hvað geta Islendingar gert til þess
að styðja við þessa þróun?
Þið þurfið ekki að gera neitt
róttækt. Þið þurfið að flokka úr-
gangsefni og sorp, auka markvissa
vistvæna landbúnaðarstefnu. ís-
lendingar hafa aldrei notað mikið
af kemískum efnum og er það af
hinu góða. Hér er hefð fyrir há-
gæðum í ýmsum efnum. Ég hef
átt viðræður við rektor Háskóla
íslands og upplýsti hann m.a. um
að samtök í Bandaríkjunum vinni
nú að því að háskólar víða um
heim hefji kennslu í sjálfbærum
________ samfélagsformum. ís-
land er þegar komið í
tengsl við þessi samtök
sem boða nýja lífshætti.
Rektor kvað þetta tíma-
bært enda væri þessi
hugsun þegar búin að
nema hér land. Það er
óneitanlega gaman að
koma hingað til lands þegar allt
stefnir í þessa átt. íslenskt samfé-
lag kemst næst því að vera sjálf-
bært samfélag og er því dýrmæt
fyrirmynd annarra samfélaga.
Hefur það orðið íslendingum til
framdráttar í þessum efnum að
þeir búa á eyju?
Það virðist einkar heppilegt að
Islendingar skuli hafa verið afsíðis
á vissan hátt. ísland hefur algjöra
sérstöðu í veröldinni, það hefur
losnað við efnamengun og áburð-
armengun að mestu og einnig loft-
mengunina. Slíkt hefur reynst iðn-
aðarþjóðunum þungt í skauti.
Menn hér gera sér enga grein fyr-
ir hvílíkir hamingjuhrólfar þeir
eru. Eg tel að íslendingar þurfi
yera mjög varkárir gagnvart
stóriðju í landinu. Mér sýnist heim-
urinn í mikilli hættu um þessar
mundir og tel að næstu tíu árin
muni ráða úrslitum um hver afdrif
mannkynsins verða.