Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 9 FRETTIR ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Sumar ár opnar - aðrar ekki ENN VEIÐIST vel á sjóbirtingsslóð- um á Suðurlandi og veiðimenn eru samdóma um að mikill fískur sé á leið til hafs. Víða er þó vorveiði ekki leyfð og þeim veiðistöðum hefur fækkað þar sem slíkur veiðiskapur er leyfilegur. Þó uppsveifla sé nú í sjóbirtingsstofnum, þá hafa mörg hin síðari ára verið mögur og margur viljað kenna um vorveiðinni, en al- kunna er að menn geta dregið marga fiska á skömmum tíma þegar vel hittist á. Fiskifræðingar segja þó engin gögn enn sem komið er stað- festa að vorveiðin spilli stofnunum. Ólafur Oddsson, bóndi í Mörtungu, formaður Veiðifélags Skaftár, sagði í samtali við Morgunblaðið að sums staðar á Skaftársvæðinu hefði vor- veiði verið bönnuð. Aðalstaðirnir væru Geirlandsá og Vatnamótin, en í Skaftá sjálfri væri aðeins reynd stangaveiði fyrir löndum Hæðar- garðs og Nýjabæjar og það í litlum mæli. Stangaveiðifélag Keflavíkur er með Geirlandsá og Vatnamótin á leigu, en Jón Marteinsson og fleiri eru með Hörgsá á Síðu sem komst í fréttirnar í vikunni er barnungir drengir, 5 og 12 ára, veiddu stærstu sjóbirtinga þessa vors til þessa. Veiðileyfi í Hörgsá eru seld í verslun- inni Veiðilist í Síðumúla, en veitt er í neðanverðri ánni á tvær stangir. Af öðrum sjóbirtingsslóðum má nefna Varmá við Hveragerð, en í hana eru seld veiðileyfi á skrifstofu Landssambands veiðifélaga í Bol- MERKI fluguhnýtinga- keppni LS. holti. Vorveiði er bönnuð í Eldvatni og ekki leyfileg fyrr en iiðið er nokk- uð á maí í Tungufljóti, sem SVFR hefur á leigu ásamt Stakki í Vík. Vorveiði hefst ekki í Grenlæk fyrr en í mai og er þá aðallega^ veitt í Flóðinu. Stangaveiðifélagið Armenn eru með Flóðið á leigu. I Ytri Rangá hefur verið vorveiði í vísindaskini síðustu ár, fiskur verið merktur og sleppt aftur. Fluguhnýtinga- keppni LS „Það er komið að lokakeppninni, þátttaka hefði mátt vera meiri, en þetta er allt í lagi og það stefnir í spennandi keppni. Lokaátakið verður í húsakynnum Ármanna í Dugguvogi 13. apríl næst komandi,“ sagði Jón G. Baldvinsson, formaður Landsam- bands veiðifélaga, í samtali við Morg- unblaðið í vikunni. Jón er að tala um fluguhnýtingarkeppni sem félög inn- an LS samþykktu að gangast fyrir og hefur farið fram undankeppni innan félaganna. „Það eru furðu margir snillingar í fluguhnýtingum hér á landi og það verður spennandi að sjá útkomuna," bætti Jón við. Veiðimaðurinn helgaður Norðurá Tímaritið Veiðimaðurinn, er ný- komið út. Það er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að blaðið er stærra og efnismeira en í annan tíma og algerlega helgað Norðurá. Það er gert í tilefni af því að í hönd fer senn fertugasta vertíðin að SVFR hefur haft ána á leigu. Á síðum blaðs- ins koma saman flölmargir úr röðum bænda, stjórnarmanna SVFR og annarra sem sótt hafa Norðurá heim. Er þarna að finna mikið efni um Norðurá úr núttíð og fortíð. C marsip'anskreytingar með Jóa Fel. Fullkomið kennslumyndband á kr. 2.600. Pantanasími 551 3311 á verslunartíma. MGM-sjónvarpsefni. Úival af fágætum smámunum og fallegum antikhúsgögnum Antikmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Á enqann sinn líka í verðldinni Kyolic daglega, það gerir gæfumuninn. / Kyolic hvítlaukurinn er lífrænt ræktaður. / Tveggja ára kaldþroskun eykur virkni og fjarlægir lykt. / Kyolic er stöðluð afurð. Trygging kaupenda. / 250 gæðaprófanir í framleiðslu. / Áratuga vísindarannsóknir. / Vinnur gegn oxun, blóðfitu og fl. / Olíu- og vatnsuppleysanlegt. Virku efnin varðveitast. / 12 alþjóðlegt einkaleyfi Fáanlegt í hylkjum, töílum og í fljótandi formi Kyolic - Líkami þinn finnur muninn Fólk er alltaf að vinna íGullnámunnh 89 milljonir Dagana 28. mars - 2. apríl voru samtals 89.512.560 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður Upphæð kr. 28. mars Kringlukráin 119.892 29. mars Háspenna, Laugavegi 229.225 29. mars Háspenna, Laugavegi 58.322 30. mars Eden, Hveragerði 221.373 31. mars Bíóbarinn 109.031 31. mars Garðakráin, Garðabæ 51.188 1. apríl Hótel Saga 220.732 1. apríl Gúlliver 169.792 1. apríl Háspenna, Laugavegi 64.226 Staða Gullpottsins 3. apríl, kl. 10.00 var 7.381.284 krónur. Silfurpottarnir byrja ailtaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.