Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Gjaldskrár Landsvirkjunar og stærstu
dreifiveitna hækkuðu um mánaðamótin
Raforkuverð
hækkar um 3%
Afsláttur á rafmagni til húshitunar aukinn
GJALDSKRÁ Landsvirkunar
hækkaði um 3% um nýiiðin mán-
aðamót og hækka stærstu dreifi-
veitur einnig raforkuverð sitt um
sama hlutfall frá sama tíma.
Leiðir til 0,03% hækkunar
vísitölu neysluverðs
Landsvirkjun hefur ekki hækk-
að raforkuverð frá því í janúar
1994, að sögn Þorsteins Hilmars-
sonar, upplýsingafulltrúa Lands-
virkjunar, sem bendir á að gjald-
skráin hafí lækkað að raungildi
miðað við verðiagsbreytingar.
Hækkunin nú sé nauðsynleg út frá
fjárhagsstöðu fyrirtækisins.
Hækkun gjaldskrárinnar er
minni en sem nemur hækkun
byggingarvísitölu sem hækkaði
um 6,3% frá því að raforkuverð
hækkaði síðast. Talið er að raf-
orkuverðshækkunin nú muni leiða
til um 0,03% hækkunar á vísitölu
j BIODROGA
Lifrænar |
jurtasnyrlivörur f
Enginauka ilmefni.
BIODROGA 1
neysluverðs.
Að ósk Finns Ingólfssonar iðn-
aðarráðherra hafa Rafmagnsveit-
ur ríkisins og Orkubú Vestfjarða
ákveðið að auka afslátt á raf-
magni til hitunar íbúðarhúsnæðis
þannig að kostnaður við upphitun
hækki ekki meira en hin almenna
hækkun á raforkuverði en að
óbreyttu hefði hækkun útsölu-
verðs raforku leitt til hlutfallslega
meiri hækkunar á raforku til hús-
hitunar eða um 5%. Munu dreifi-
veiturnar því hækka afslátt á raf-
orku til hitunar íbúðarhúsnæðis
úr 0,03 krónum á kílówattstund
(kr/kWh) í um 0,08 kr/kWh.
Niðurgreiðslur ríkis til
húshitunar 450 millj. kr.
Ríkið ver 450 milljónum kr. til
niðurgreiðslna á raforku til hitunar
íbúðarhúsnæðis á þessu ári. Lands-
virkjun hefur einnig veitt afslátt á
raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis
og dreifíveitur sem selja raforku
til hitunar hafa veitt viðbótaraf-
slátt til lækkunar húshitunarkostn-
aðar. Skv. upplýsingum iðnaðar-
ráðuneytisins hafa þessar þijár
aðgerðir leitt til þess að rafhitunar-
kostnaður heimila hefur undanfarið
verið um 1,8 kr/kWh lægri en ella
væri eða sem nemur 67 þús. kr. á
ári á húsnæði vísitölufjölskyldu, að
teknu tilliti til álagningar virðis-
aukaskatts og endurgreiðslu ríkis-
sjóðs af hluta skattsins.
fífflhjólp
Dagskrá Samhjálpar í Þríbúðum um páskana:
Föstudagurinn langi:
Hátíðarsamkoma kl. 16.00. Ræðumaður Gunnbjörg Óladóttir.
Laugardagur 6. apríl:
Opið páskahús kl. 14.00-17.00. Heitt kaffi á könnunni. Lítið inn og rabbið um lífið og
tilveruna. Almennur kórsöngur kl. 15.30.
Páskadagur:
Hátíðarsamkoma kl. 16.00. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir.
Gunnbjörg Óladóttir syngur einsöng. Ræðumaður Óli Ágústsson.
Allir velkomnir í Þríbúðir, félagsmiðstöð Samhjálpar, Hverfisgötu 42, um hátíðina.
GleSilega páska! Samhjálp.
HÖfum opnað lögfræðiskrifstofu í Hafnarstræti 20. 4. Iiæð
(við hliðina á Héraðsdómi Reykjavíkur), undir nafninu:
■wiw,iaeMMi»nr;a
Skrifstofan veitir einstaklingum og fyrirtækjum
alla almenna lögfræðiþjónustu, s.s.
málflutning • uppgjör slysabóta og annarra skaðabóta
• innheimtur • kaupmálagerð • erfðaskrár
• skipti dánarbúa • hjónaskilnaðarmál • sambúðarslit
• samningagerð • fjárvörslu • eignaumsýslu • álitsgerðir
• stofnun fyrirtækja og varnir í sakamálum.
Einar Sigurjónsson hdl., Magnús Brynjólfsson hdl., Ómar Stefánsson hdl.
Sími 552 5590, fax 562 7323.
FRÉTTIR
Seðlabanki sýknaður af kröfu viðskiptamanns Ávöxtunar
^ Morgunblaðið/Kristinn
Ishár
ÞÓTT sól sé farin að hækka á var í gærmorgun með „bítla-
Iofti og hlýindi séu yfir daginn, hár“ úr ís, er Ijósmyndarinn ók
er stundum kalt á næturna eins hjá. Strákurinn er við einn af
og þessi mynd sýnir. Strákurinn söluturnum Nestis í Reykjavík.
Nýr
Þjórsár-
dalsvegur
í undir-
búningi
FYRIRHUGAÐUR Þjórsár-
dalsvegur frá Þverá undir
Gaukshöfða verður mun
greiðfærari en núverandi
vegur að mati skipulagsstjóra
ríkisins, en frumathugun
embættisins á umhverfís-
áhrifum vegalagningarinnar
er nýlega lokið. Um er að
ræða vegagerð á 7,7 km löng-
um_ kafla.
Áætlað er að leggja 3,7
km af bundnu slitlagi á nú-
verandi veg og byggja nýjan
4,0 km langan veg fyrir neð-
an Gaukshöfða í Þjórsá. Nú-
verandi vegur um Gauks-
höfða verður áfram opinn
allri almennri umferð, en
markmið framkvæmdanna er
að auka umferðaröryggi og
fry&g)a greiðari samgöngur í
Gnúpvetjahreppi.
Jarðrask verði sem minnst
Skipulagsstjóri setur m.a.
skilyrði um að jarðrask utan
vegsvæðis og aurburði í
Þjórsá á verktíma verði
haldið í lágmarki. Vinna í
farvegi árinnar, efnistaka
og fyllingar frá aprílbyrjun
til júníloka verði alveg háð
samráði við Suðurlandsdeild
Veiðimálastofnunar, og ekki
verði hróflað við basaltklett-
um í sunnanverðum Gauks-
höfða.
UpplýsingTini leynt
fyrir bankaeftirliti
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
Seðlabanka Islands af kröfum
fyrrverandi * viðskiptamanns
Ávöxtunar hf., sem Héraðsdómur
hafði dæmt tæplega 100 þúsund
krónur í skaðabætur þar serh
bankaeftirlit Seðlabankans hafi
ekki sinnt eftirlitsskyldúm sínum
með starfsemi Ávöxtunar með
fullnægjandi hætti frá 12. júlí
1988 þar til starfsemi fyrirtækis-
ins var hætt 20. ágúst 1988.
í máli sem maðurinn höfðaði
krafðist hann 1,7 milljóna króna
skaðabóta en Héraðsdómur dæmdi
Seðlabankann til að greiða mann-
inum þau u.þ.b. 60% sem vantaði
á að hann hefði fengið til baka
það fé sem hann fól fyrirtækinu
að ávaxta eftir 12. júlí 1988.
Með dómi Hæstaréttar í gær
er bankinn sýnaður af öllum kröf-
um mannsins. „Á það verður að
fallast, _ að bankaeftirlit Seðla-
banka íslands hafi haft tilefni til
þess að ganga fyrr og af meiri
festu en gert var eftir upplýsingum
úr bókhaldi og reikningsskilum
Ávöxtunar sf. og Verðbréfasjóðs
Ávöxtunar hf. þegar líða tók á
árið 1988,“ segir í dóminum.
„Bankaeftirlitið hafði ríka ástæðu
til tortryggni og á því hvíldi skylda
til frumkvæðis.“
Þá segir að á hinn bóginn sé
þess að gæta, að verðbéfamarkað-
ur hafi á þessum tíma verið í
mótun hér á landi og hafi ekki
búið við ítarlegar lagareglur en
verið viðkvæmur fyrir beinum af-
skiptum opinberra eftirlitsaðila.
Upplýsingum um raunverulega
stöðu félaganna hafi ýmist verið
haldið leyndum fyrir bankaeftirlit-
inu eða látið undir höfuð leggjast
að koma þeim á framfæri.
Framkvæmdastjórar Ávöxtunar
og endurskoðandi hafi verið látnir
sæta refsiábyrgð fyrir að rang-
færa ársreikninga en gera verði
ráð fyrir að eftirlitið hefði látið til
skarar skríða fyrr ef það hefði
fengið örugga vitneskju um upp-
lýsingar um stöðu félagsins og
sjóðanna.
Ekki verði því talið að bankaeft-
irlit Seðlabankans hafi sýnt sak-
næmt athafnaleysi og bakað sér
fébótaábyrgð gagnvart viðskipta-
manninum.
Fengu 40% nafnvirðis greitt
Starfsemi Ávöxtunar sf. stöðv-
aðist 20. ágúst 1988 og bankaeft-
irlit Seðlabankans hóf sérstaka
rannsókn á starfsemi Verðbréfa-
sjóðs Ávöxtunar hf. og Rekstrar-
sjóðs Ávöxtunar hf. tveimur dög-
um síðar og í framhaldi af því var
starfrækslu þeirra hætt og skila-
nefndir kosnar.
Skilanefndirnar greiddu eigend-
um hlutdeildarskírteina í sjóðun-
um liðlega 40% af nafnverði inn-
stæðna. Um 1.100 aðilar lýstu
kröfum í sjóðina fyrir um 250
milljónir króna að nafnvirði. Eig-
endur Ávöxtunar voru dæmdir í
Hæstarétti í 2 og 2 'A árs fang-
elsi fyrir ýmis brot í tengslum við
rekstur Avöxtunar og verðbréfa-
sjóðanna.
Dalsel 6 - 4ra herb.
100 fm glæsileg íb. á 1. hæð. Rúmgóð 3 svefnherb.
Sérmerkt bílastæði í bílskýli. Áhvílandi hagstæð lán
kr. 4,3 millj. Verð 7,8 millj. Laus í júní.
Opið hús laugardag kl. 14 til 17.
Þóra sýrtir, sími 557 7284.
EFasteignasalan 564-1500
EIGNABORG sf. jp
Hamraborg 12 - 200 Kópavogur ”