Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
KARA klippti niður birkigreinar sem ÞÁ ER að búa til hreiður úr hálmi,
byijaðar eru að springa út og batt basti ef vill, greinum og stráum.
þær saman í lítið knippi sem hún
festir með vír á körfuna.
Páskaskraut
EF FÓLK á lítinn garð með tijám og grasi
eða hefur aðgang að siíkum bletti þá þarf
ekki mikið meira til ef búa á til fallegt
páskaskraut. Hún Kara Jóhannesdóttir hjá
Blómum og ávöxtum býr að minnsta kosti
til skemmtilegar skreytingar sem hún seg-
ir að séu að uppistöðu úr því sem finna má
í görðum alls staðar.
„Margir eru að reyna að eyða mosa úr
grasi þessa dagana. Ef fólk tínir hann og
þurrkar á dagbiöðum er hann frábær undir-
staða í náttúrulega páskaskreytingu," seg-
ir hún.
Hægj; er að kaupa frauð (oasis) í blóma-
verslunum. Sumir vilja skreyta frauðhririgi
en síðan má skera til frauð í allskyns ílát
eftir smekk hvers og eins.
Blöð af pottaplöntum
má nota líka
Mosinn er festur í frauðið með vírlykkj-
um og það má líka nota blöð af pottaplönt-
um til að þekja frauðið með mosanum. „Að
þessu búnu er ágætt að nota þær greinar
sem búið er að klippa í garðinum. Greinar
af öspum og birki springa fallega út séu
þær látnar i vatn. Lítilli grein er tilvalið
að stinga í frauðið og ekki úr vegi að láta
lítinn hana standa þar.“ Kara segir að það
komi líka vel út að klippa litlar greinar
niður í tíu 5-10 sentimetra greinarstúfa
og víra nokkra saman í knippi sem síðan
er stungið niður í frauðið.
Lítil hreiður er hægt að búa til úr grein-
um með því að vefja þær og kannski hafa
hálm eða strá með. Eggin í hreiðrið er
hægt að kaupa ef vill en ennþá betra er
kannski að mála lítil hænuegg með 'te-
vatni, vatnslitum eða öðru og setja í hreiðr-
ið. Þá þarf fyrst að blása úr eggjunum.
Kara bendir líka á að þurrkaðar rósir
séu fallegar í páskaskreytingar, ýmis önn-
ur þurrkuð blóm, strá, börkur af greinum,
gijót og svo framvegis. „Þetta þarf ekki
að kosta neitt, ungarnir geta verið af göml-
um páskaeggjum en þar að auki kosta
þeir lítið í verslunum og síðan hafa börn
mjög gaman af því að tína í garðinum
hráefni í páskaskraut. Tími og hugmynda-
flug er í raun það sem þarf.“
BÚIÐ að skera til frauð í tágakörfu
og hér er Kara byrjuð að hyljafrauð-
ið með galaxi-blöðum og reyndar má
nota önnur falleg blöð af pottaplönt-
um í skreytinguna. Mosi úr garðinum
sem búið er að þurrka er líka tilval-
inn þegar þarf að hylja frauð (oasis).
ÞURRKAÐAR rósir koma vel út í
skreytingu eins og þessari og þeir
sem vilja geta notað gula borða og
litskrúðuga unga.
SKREYTINGIN tilbúin á páskaborðið.
* 1
SiWW'' TILBOÐIN
'
NÓATÚN
GILDIR 2.-6. APRÍL
Grísahryggur með puru, kg 699 kr |
Pekingendur, kg 499 kr.
Kalkúnar, kg 698 kr.!
Öra grænar baunir, Vi dós 48 kr.
Luxus maískorn, '/2 dós 39 kr.
Pepsi Cola, 21 129 kr.
BKI kaffi, 400 g, rautt 219 kr.
Cape vínber, blá og græn, kg 249 kr.
KAUPGARÐURí MIÓDD
GILDIR tll 10. APRÍL
Kaupgarðs hamborgarhryggur, kg 939 kr. i |
Nautainnanlæri, kg 1.198 kr.
Náutafilet, kg 1.298 kr.
Svínalundir, kg 1.198 kr.
Þurrkrydduð svínarif, kg 489 kr.
Urvals Londonlamb, kg 889 kr.
Grafinn og reyktur lax, kg 1.399 kr.
Thule pilsner, 0,51 59 kr.
FJARÐARKAUP
GILDIR 4. og 6. apríl
Svínalæri, kg 398 kr.
Svínakótilettur, kg 798 kr.
Sykursaltað paskalæri, kg 798 kr.
Mjúkís 1 I 198 kr.
Sælumolar 198 kr.
Rósakál og gulrótarskífur3ÖÖg 89 kr.
Víanetta ísterta 198 kr.
Maxwell House kaffi, 500 g 299 kr.
Eggjabakki, 10stk. 168 kr.
Kremkex súkk/vanillu 87 kr.
Sérvara
Sprittkerti, 30 Stk. 129kr.<
Duni kerti, 4 litir, i Ö stk. 149 kr.
Pampers bleiur st. pk. + bl.klútar 1;S8ðkr.
Servíettur, 75 stk. 109 kr.
Herra pólóbolir 667 kr.
BÓNUS
GILDIR 3.-6. APRÍL
Bónus hamborgarhryggur, kg 699 kr.
Ali hamborgarhryggur, 15% afsl. við kassa
Búkonugraflax, kg 790 kr.
Bónus graflaxsósa, 400 ml 99 kr.
Rækjur, 1 kg 499 kr.
Kiddi kaldi, 10 klakar 159 kr.
Hrís ísterta 259 kr.
5 Bónus cola, 2 I, sjötta flaskan frí
Sérvara í Holtagörðum
Hrærivélmeð skál 2.459 kr.
Euroiine hárblásari 997 kr.
Digítal vekjaraklukka 897 kr.
Svefnpokar 1.597 kr.
Philipsrakvél 5.547 kr.
Álba hljómtækjasamstæðan 12.400 kr.
HAGKAUP
GILDIR TIL 10. APRÍL
Hagkaups smjörlíki. 500 g 65 kr. |
Hagkaups majones, 500 g 79 kr.
Thol blár kastari, 150 g 139 kr. j
Kaíkúnar, kg 798 kr.
| 10 pylsur/bakaðar baunir/spaghetti 398 kr. I
Búkonu reyktur og grafinn lax, kg 898 kr.
Millistórarrækur, kg 569 kr. j
Appelsínur, kg 79 kr.
Mosi úr grasinu og greinar
af trjánum í skreytinguna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
NÁTTÚRULEG páskaskreyting sem Kara Jóhannesdóttir, hjá
Blómum og ávöxtum gerði og gefur örugglega einhverjum
lesendum hugmyndir.
Islandsmet í tertuskreytingnm
HÓPUR bakara leggur nú drög að
því að skreyta á mettíma gríðarstóra
brúðartertu fyrir gesti á sýningunni
Matur 96 sem verður haldin í íþrótta-
húsinu í Smáranum í Kópavogi 19-21
apríl nk.
„Bakarasveinafélag íslands verður
með bás á sýningunni þar sem tertan
verður skreytt, jafnframt því sem
sýnd verða nokkur skreytingarstykki
úr súkkulaði, sykri, marsípani, brauð-
deigi og fleiru," segir Jón Rúnar Aril-
íusson, lslandsmeistari í kökuskreyt-
ingum og bakari hjá Bakarameistar-
anum í Suðurveri. Jón Rúnar gefur
lesendum uppskrift að páskatertu.
Súkkulaðiterta
bakarameistarans
Uppskriftin er í tvær tertur
_______135 q smjörlíki_____
_______350 q sykur_________
___________3 egq _________
55gkakó
300 g hveiti
______'Atsk. natrón______
_______'Msk. lyftiduft_____
salt á hnífsoddi
'Al m ólk
vanilludropar
Morgunblaðið/Þorkell
JÓN
Rúnar
Arilíus-
son við
páska-
borð.
Blandið saman smjörlíki, sykri og
kakói. Bætið eggjum út í og hrærið
í hálfa mínútu. Blandið þurrefnum
saman við og hrærið aftur í hálfa
mínútu. Að síðustu er mjólkinni
blandað rólega saman við og vanillu-
dropunum. Sett í tvö mjög vel smurð
springform, um 22 cm í þvermál og
bakið við 170°C uns kakan er bökuð
eða í 40-60 mín.
_______________Krem:______________
1,2 kg flórsykur
120 g kakó ____________
_________200 g brætt smiör__________
____________4 stór egg______________
4 tsk, vanilludropgr
örlítió vatn el þgrf
Blandið saman kakói og flórsykri
og bætið síðan við bræddu smjörinu
á meðan það er heitt. Setjið egg og
vanilludropa saman við og vatn ef
þörf er á. Kljúfið hvorn botn í þrennt.
Smyijið kreminu á milli botna og
ofan á báðar terturnar. ■