Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 22

Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter LÖGREGLUÞJÓNN í Kaliforníu dregur konu, sem grunuð var um að vera ólöglegur innflytjandi, á hárinu út úr bifreið við vegarkant nálægt Los Angeles. Konan var síðan barin með kylfu. Alþjóðavinnumálastofnunin Vill aðgerðir gegn barnavinnu Genf. Reuter. HUNDRUÐ milljóna barna vinna víðs vegar um heim, oft við að- stæður sem geta verið skaðiegar eða hættulegar heilsu þeirra. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu á vegum Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar, ILO. í skýrslunni, sem byggir á rann- sókn er náði til svæða í dreifbýli og þéttbýli í Indónesíu, Ghana, Senegal og á Indlandi, kemur fram að fjórða hvert bam á aldrin- um fimm til fimmtán ára í þessum ríkjum er í hlutastarfi eða fullu starfi. Rannsóknin var fram- kvæmd á áranum 1992-1993. ILO segir að oftar en ekki starfi börnin við erfiðar og jafnvel hættulegar aðstæður sem hafi slæm áhrif á heilsu þeirra, mennt- un og eðlilegan þroska. Byggt var á nýjum aðferðum við rannsóknina þar sem stofnunin taldi að fyrri rannsókn, er náði til 200 ríkja og byggðist á hefðbund- inni aðferðafræði, væri ekki full- nægjandi hvað barnavinnu varð- aði. Stjórnir þróunarríkja leggja oft áherslu á að þær reyni að koma í veg fyrir misnotkun barna en að barnavinna sé nauðsynleg á því þróunarstigi, sem þau séu á. í ríkjunum fjórum, sem rann- sóknin náði til, var fremur óal- gengt að börn yngri en tíu ára væru vinnandi en hlutfall vinnandi bama óx hratt í aldursflokknum tíu til fjórtán ára. Langstærsti hópurinn er börn sem vinna kaup- laust innan fjölskyldunnar. Stór hluti barna afhendir foreldrum sínum allar tekjur og í flestum tilvikum er litið svo á innan fjöl- skyldunnar að vinna barnanna sé nauðsynleg til að viðhalda kaup- mætti fjölskyldunnar. LÖGREGLUÞJÓNN reiðir kylfu sína til höggs yfir meintum ólöglegum innflytjanda. Hafin er rannsókn á því hvort lögreglu- þjónarnir hafi beitt óhóflegu valdi. Barsmíðar á innflyijendum í Kaliforníu A Arás lögreglunnar mótmælt í Mexíkó Los Angeles. Reuter. ARAS tveggja lögregluþjóna í Kali- forníu á tvo mexíkanska innflytjend- ur hefur vakið reiði og hneykslan allt frá hreysahverfum Los Angeies til Hvíta hússins og bandaríska utan- ríkisráðuneytisins. Mexíkönsk stjórnvöld hafa sent Bandaríkja- mönnum kvörtun vegna málsins. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að þetta atvik væri „áhyggju- efni“ eftir að stjórnvöld í Mexíkó sendu bandaríska utanríkisráðu- neytinu orðsendingu og lýstu yfir „hneykslan". Hópar mexíkanskra Bandaríkja- manna mótmæltu barsmíðunum á götum úti á þriðjudag og kröfðust réttlætis. Lögregluþjónarnir tveir hafa verið sendir í launalaust leyfi fyrir að beija mann og konu með kylfum eftir langan eltingarleik á hraðbrautum Kaliforníu 1. apríl. Maðurinn og konan voru í pallbíl ásamt 19 öðrum. Þegar pallbíliinn var stöðvaður hlupu flestir á brott, en maðurinn og konan komust ekki út úr bílnum áður en lögreglu bar að. Maðurinn og konan voru barin með kylfum og sagði konan eftir á að hún hefði óttast um líf sitt. Minnir á Rodney King-málið Atvikið náðist á fílmu og hefur verið sýnt hvað eftir annað í Banda- ríkjunum. Þykir þetta mál minna á Rodney King-málið þegar lögreglu- þjónar gengu í skrokk á blökku- manni eftir eltingarleik á bifreiðum árið 1991. Þegar lögregluþjónarnir vora sýknaðir 1992 blossuðu upp miklar óeirðir í Los Angeles, en tveir þeirra vora sakfelldir síðar. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) og lögreglan á staðnum rannsaka nú málið. Annar mannanna hefur verið lögregluþjónn í 21 ár, en hinn í fimm ár. Boðað hefur verið til mótmæla í Los Angeles á laugardag vegna þessa máls. Hryðju- verkalög endur- skoðuð LOG um baráttu gegn hryðju- verkum og heimildir til neyðar- laga á Norður-írlandi verða endurskoðuð á næstunni í Bret- landi. Neðri deild þingsins framlengdi á þriðjudagskvöld til tveggja ára neyðarlögin sem eru í gildi á svæðinu. Lögin gera yfirvöldum m.a. kleift að hafa menn í haldi án réttar- halda og rétta í málum án at- beina kviðdóms. Danadrottn- in g á spítala MARGRÉT Danadrottn- ing var lögð inn á sjúkra- hús í gær vegna of- næmis en hún veiktist á mánudag. Talsmaður hirðarinnar sagði í gær að ekki væri um alvarleg veikindi að ræða en læknar væru að kanna orsakir ofnæmisins. Erkibiskup ákærður SALVATORE Cassisa, erkibis- kup í Monreale á Sikiley, hefur verið ákærður fyrir að svíkja sem svarar 30 milljónum króna út úr landbúnaðarsjóðum Evr- ópusambandsins. Réttað verður í máli hans í júlí en biskup er einnig sakaður um fjárdrátt í sambandi við endurbætur á dómkirkjunni. Ihaldsmenn lofa þjóðaratkvæði um EMU-aðild London. Reuter. BREZKI íhaldsflokkurinn lofaði í gær að beita sér fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu, verði ákveðið á næsta kjör- tímabili að Bretland gangi í Efna- hags- og myntbandalag Evrópu (EMU) og taki þar með upp mynt Evrópusambandsins, evró, í stað sterlingspundsins. John Major forsætisráðherra von- ar að þetta loforð geti orðið til þess að brúa bilið á milli Evrópusinna og ESB-andstæðinga innan íhalds- flokksins og hjálpað flokknum að einbeita sér að baráttunni fyrir næstu þingkosningar, sem haldnar verða eigi síðar en í maí á næsta ári. „Við höfum ákveðið að heita því í kosningastefnuskrá okkar að ákveði ríkisstjómin að ganga í myntbanda- lagið á næsta kjörtímabili, verði að staðfesta þá ákvörðun í þjóðarat- kvæðagreiðslu," sagði Malcolm Rif- kind utanríkisráðherra á blaða- mannafundi í gær. Evrópusambandið stefnir að því að EMU taki gildi í byrjun ársins 1999. Bretland hefur samkvæmt Maástricht-sáttmálanum undanþágu frá þátttöku í myntbandalaginu. Engu að síður telja margir ráðherrar í ríkisstjórn íhaldsflokksins, þeirra á meðal Kenneth Clarke fjármálaráð- herra, að EMU-aðild sé í þágu hags- muna brezks efnahagslífs. ESB-and- stæðingar í flokknum mega hins vegar ekki heyra á slíkt minnzt og telja grafið undan fullveldi Bretlands með þátttöku í myntbandalagi. Clarke setti skilyrði Orðrómur hefur verið á kreiki undanfarnar vikur um að Clarke hygðist segja af sér, yrði ákveðið að bera EMU-aðiId undir þjóðina. Fjár- málaráðherrann segist á móti þjóðar- atkvæðagreiðslum, þar sem þær gangi gegn þingræðinu. Clarke sagði hins vegar á blaða- mannafundi í London í gær að lof- orðið um þjóðaratkvæðagreiðslu væri sámeiginleg ákvörðun ríkisstjórnar- innar og væri stefna flokks og ríkis- stjómar fram að og fram yfir næstu kosningar. í útvarpsviðtali neitaði hann því að hann hefði st.illt samráð- herram sínum upp við vegg með því að hóta að segja af sér. Hann ítrek- aði aftur á móti andstöðu sína við þjóðaratkvæðagreiðslur almennt. Samkomulagið, sem Rifkind greindi frá, ber þess merki að Clarke hafi sett sín skilyrði fyrir því að sam- þykkja þjóðaratkvæðagreiðslu. Rif- kind sagði að færi svo að ríkisstjórn íhaldsflokksins ákvæði að leggja nið- ur pundið og taka upp evró, myndi Reuter KENNETH Clarke fjármálaráðherra, Brian Mawhinney, for- maður íhaldsflokksins, og Malcolm Rifkind utanríkisráðherra skýra frá loforði íhaldsmanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um EMU-aðild á blaðamannafundi i London í gær. hún fyrst fá lög þess efnis samþykkt á þingi og síðan leggja málið í dóm þjóðarinnar. Jafnframt yrðu ráðherr- ar ríkisstjórnarinnar bundnir af slíkri ákvörðun og þeim yrði ekki leyft að beijast fyrir málstað andstæðinga myntbandalags í slíkri atkvæða- greiðslu. í þágu flokks, ekki þjóðar Eina þjóðaratkvæðagreiðslan, sem áður hefur farið fram á Bretlandi, var haldin fyrir 21 ári í tíð stjómar Verkamannaflokksins. Þá vora greidd atkvæði um aðild Bretlands að Efnahagsbandalagi Evrópu og hlaut hún stuðning tveggja þriðju- hluta þjóðarinnar. Þá var ráðherram Verkamannaflokksins hins vegar leyft að styðja hvora fylkinguna sem var. Að þessu sinni hefur Verkamanna- flokkurinn hins vegar ekki gert sig líldegan til að bera EMU-aðild undir þjóðaratkvæði, verði flokkurinn við stjómvölinn eftir næstu kosningar, sem margt bendir til. Gordon Brown, talsmaður Verkamannaflokksins í efnahagsmálum, sagði í gær um lof- orð ríkisstjórnarinnar: „Þetta hefur ekkert með þjóðarhagsmuni að gera. Málið snýst eingöngu um að halda saman klofnum flokki, sem hefur orðið sér til skammar.“ Svisslend- ingar slaka á kröfum Ziirich. Reuter. SVISSNESKA stjómin samþykkti í gær málamiðlanir á fjölmörgum svið- um í því skyni að reyna að blása nýju lífi í samningaviðræður við Evr- ópusambandið um viðskiptamál. Hef- ur nýtt tilboð Sviss um viðræður þegar verið sent Evrópusambandinu. Það hefur ekki síst staðið í vegi fyrir viðræðunum að Svisslendingar hafa viljað takmarka flutninga ESB- borgara til Sviss og vörabílaumferð í gegnum landið. Þá hefur verið deilt um aðgang evrópskra flugfélaga að flugvöllum í Sviss. A þriðjudag náðu forystumenn fjögurra stjómarflokka saman um þær málamiðlanir er Svisslendingar gætu sætt sig við og var málið tekið upp í ríkisstjóminni í kjölfar þess. Hótar þjóðaratkvæðagreiðslu Christoph Blocher, einn forystu- manna Svissneska þjóðarflokksins, er hins vegar andvígur öllum tilslök- unum á þessu sviði og hefur hótað að beijast fyrir því að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sam- starfíð við ESB. Svisslendingar felldu aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. Var Blocher einn helsti hvata- maðurinn að þeirri atkvæðagreiðslu. Svisslendingar eiga mikilla við- skiptahagsmuna að gæta í viðræðum sínum við ESB, ekki sízt hvað varðar aðgang að Evrópumarkaðnum, en viðræðumar hafa legið niðri frá því í fyrra eftir að Svisslendingar höfnuðu kröfum sambandsins um fijálst flæði vinnuafls og vöruflutningabifreiða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.