Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDNAMA HREYFIAFL í FF.RDAhJÓNUSTU kyn n f r: Ráðstefnu um á Hótel Eddu, Flúðum 19. og 20. apríl. Dagskxá Umhverfi - afþreying - vistvænn rekstur - markaðssetning Dagur I ki. 10.30 Setning Fulltrúi samgönguráðuneytisins Kl. 10.45 Ávarp Fulltrúi umhverfisráðuneytisins Ki. íi .oo „Ecology Management“ Kenningar grænnar ferðamennsku sem stjórntæki. Prof. dr. Flansruedi Muller, Forschungsinstitut Bern, Sviss. ki. 11.45 „International practical examples of green tourism" „Eco audits" fyrir ferðaskrifstofur, umhverfisvottun, náttúrugjald, skipulagsmál o.fl. Angelika Frei, markað's- og ferðaráðgjafi Futour, Þýskalandi. ki. 12.30 Hádegisverður - „græn skoðunarferð". ki. 15.00 „Að koma til móts við breyttar kröfur ferðamannsins?" Geta íslenskir gistí- og veitingastaðir pýtt sér reynslu Finna varðandi sjálfbæran rekstur? Bændagisting. Jouko Parviainen, yfirmaður umhverfisráðgjafar Savonia, Finnlandi ki. 15 45 Eftirmiðdagshressing Ki. 16.10 „Viskubrunnur náttúrunnar11 Um samspil náttúru, mannlífs og fræðslu. ' \/irk ferðamennska. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur. ki. 16.40 „Svipir fortíðar í landslagi“ Um kynningu fornminja og sögufrægra staða fyrir Birna Gunnarsdóttir, MA Archeological Heritage Management. Ki. i7.io Þátttakendur velja sér vinnuhóp. Kl. 19.00 Fordrykkur, kvöldverður og kvöldvaka með fjölbreyttum skemmtiatriðum. Dagur II Kl. 09.30 „Umhverfismál og ferðamenning nútímans" Mikilvægi umhverfismála fyrir íslenska ferðaþjónustu. Á hverju byggir hin græna ímynd? Björn Guðbrandur Jónsson, umhverfisráðgjafi. ki. ío.oo „Bændur flugust á“ Er hægt að selja ferðamönnum menningararfinn? Arthúr Björgvin Bollason, rithöfundur. Kl. io.30 „Mannvirki sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn" Um hönnun mannvirkja í náttúrunni. Pálmar Kristmundsson, arkitekt. ki. i í.oo „Ábyrg upplýsingamiðlun endurspeglar sterka ímynd“ Glöggt er gests augað. Úttekt á kynningarefni sem á boðstólum er fyrir erlenda ferðamenn. Dr. Coletta Burling, forstöðumaður Goethe Institut. ki. 11.30 „Persónuleg þjónusta - lykilatriði í grænni ferðamennsku" Hvaða skilning leggjum við í þjónustu? Hvernig stöndum við okkur í þjónustu við ferðamenn? Leiðir til bættrar þjónustu. Sigurður Helgason, þjónusturáðgjafi Landnámu. ki. 12.00 Hádegisverður Kl. 13.00 „Hugmyndir um ísland: Hvað veit sá sem ekkert veit?“ Könnun á hugmyndum um ísland. Ragnar Ólafsson, MSc félagssálfræði. ki. 13.30 „Sterkt vörumerki skapar sérstöðu á markaðnum“ Samstilltar markaðsaðgerðir í átt að heilsteyptri ímyndasköpun fyrir landið. Ferðaþjónusta -tæki til landkynningar. Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða. Kl. 14 oo Hópvinna hefst. Kl. i7.oo Ráðstefnuslit. Skráning og nánari upplýsingar veittar í síma 561 5835. FLUGLEIDIR ^GOETHE INSTITUT LISTIR Morgunblaðið/Kristinn FLYTJENDUR á páskabarrokki; Sverrir Guðjónsson, Guðrún Birgisdóttir, Anna Magnúsdóttir og Martial Nardeau. Á myndina vantar Pál Hannesson. Páskabarrokk í Kópavogi NÚ eru senn liðin tvö ár frá því Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn hóf starfsemi sína. Á þessum tíma hafa verið margar myndlist- arsýningar og tónleikar í safninu og ýmsar hefðir verið í mótun. Til dæmis hefur Kópavogsbær staðið fyrir barokktónleikum um jól og páska frá upphafi í Lista- safninu og svo verður einnig í ár. Páskabarokk Kópavogs verð- ur eins og í fyrra haldið laugar- daginn fyrir páska, 6. apríl, kl. 17. Sverrir Guðjónsson mun meðal annars syngja fræga tónlist eftir Hándel og úr kvikmyndinni Far- inelli, sem sýnd hefur verið í Háskólabíó undanfarið. Á páskatónleikunum leika eimiig Martial Nardeau og Guð- rún Birgisdóttir á barokkflautur, Anna Magnúsdóttir á sembal og Páll Hannesson á violone. Tónlistarmennirnir munu flytja að auki Tríó-sónötu í G- dúr, Kantötu No. 53 og Aríuna Esurientes úr Magnificat eftir J.S. Bach og sónötu eftir Vilhelm Friedemann Bach. Á barrokktónleikum Kópavogs er leikið á upprunaleg hljóðfæri. Listahátíð Sel- tj arnarneskirkj u ÞRIÐJA listahátíð Seltjarnarnes- kirkju verður haldin í kirkjunni 7.-20. apríl næstkomandi. Yfir- skrift og meginefni hátíðarinnar er „Upprisan". Listahátíðin hefst á páskadagsmorgun í hátíðar- messu sem byrjar kl. 8. í guðs- þjónustunni munu nemendur úr ballettskóla Guðbjargar Björgvins dansa. Að lokinni guðsþjón- ustunni verður hátíðin formlega sett með opnun myndlistarsýning- ar. Þar munu ýmsir listamenn af Seltjarnarnesi sýna verk tengd upprisunni. Myndlistarsýningin verður síðan opin á páskadag kl. 14-16 og annan I páskum kl. 14-17 og eftir það á virkum dög- um frá kl. 20 til 22 en um helgar í tengslum við tónleika og helgi- hald. Tónlist mun skipa veglegan sess á hátíðinni. Laugardaginn fyrir páska, 6. apríl, mun hljóm- sveitin Jueily Orchestral Youth frá Englandi halda tónleika í kirkj- unni og heíjast þeir kl. 17. Að- gangur á þessa tónleika er ókeyp- is. Tónlistardagskrá hátíðarinnar verður annars sem hér segir: Annan í páskum, 8. apríl, kl. 18. Tónleikar kórs og barnakórs Seltjarnarneskirkju. Einleikarar verða: Martial Nardeau, flauta; Guðrún Birgisdóttir, flauta; Gunnar Kvaran, selló; Viera Gulázsiová, orgel, og Pavel Maná- sek, orgel. Einsöngvarar: Þuríður G. Sigurðardóttir, sópran; Svava K. Ingólfsdóttir, messósópran, og Sverrir Guðjónsson, kontratenór. Stjórnandi: Viera Gulázsiová. Að- gangseyrir: 1.000 kr. Laugardaginn 13. apríl kl. 17: Tónleikar kennara Tónlistarskól- ans á Seltjarnarnesi. Einsöngvari: Þuríður G. Sigurðardóttir. Ein- leikarar: Peter Tompkins, Hall- fríður Ólafsdóttir, Hinrik D. Bjarnason, Jakob Hallgrímsson, Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Guð- mundur Magnússon. Aðgangseyr- ir: 1.000 kr. Laugardaginn 20. apríl kl. 17: Tónleikar karlakórsins Fóst- bræðra. Einsöngvari með kórnum verður Þóra Einarsdóttir. Stjórn- andi: Árni Harðarson. Aðgangs- eyrir: 1.000 kr. Verk fjögurra tónskálda frumflutt HAMRARHLIÐAKORINN heldur tónleika í Listasafni íslands þriðju- daginn 9. apríl kl. 20.30. Á efnisskrá eru eingöngu íslensk tónverk, flest þeirra lítt þekkt eða hafa ekki verið flutt áður. Allt eru þetta verk eftir nú- lifandi tónskáld og mun kórinn frum- flytja verk eftir Jón Nordal, Snorra Sigfús Birgisson, raddsetningu eftir Hróðmar Inga Sig- urbjömsson á lagi ömmu hans, Ing- unnar Bjarnadótt- ur, og stutt tónverk eftir Hrafnkel Orra Egilsson tónlistamema sem lýkur burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nú í vor. Flest verk á efnisskránni eru sam- in á seinustu 15 ámm fyrir Hamra- hlíðarkórinn og stjórnanda hans, Þor- gerði Ingólfsdóttur. Einsöngvari með kómum er Hallveig Rúnarsdóttir kór- félagi. 48 kórfélagar skipa nú Hamrahlíð- arkórinn. Kórnum er boðið á alþjóð- lega kórhátíð æskukóra í Japan í júlí nk. og vinnur nú að undirbúningi þeirrar ferðar. Tónleikarnir í Listasafni íslands á þriðjudagskvöld hefjast kl. 20.30. og aðgöngumiðar verða seldir við inn- ganginn. -------♦ ♦ ♦------- Þorgerður Ingólfsdóttir Kvenlegt hraunrennsli PEROS Teater í Stokkhólmi er leik- hús sem býður upp á ýmiss konar efni fyrir börn og fullorðna, m.a. gestaleiksýningar. Anna Lena Pers- son skrifar í Svenska Dagbladet um nýlegan íslenskan gjöming í Peros Teater og talar um ferskleika þessarar íslensku heimsókn- ar sem var helguð nýju efni efír ís- lenska kvenhöf- unda. Dagskráin nefndist Varalitur og hraun og var í flutningi Þóreyjar Sigþórsdóttur leik- konu. Leikritið Skilaboð til Dimmu eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur var flutt í heild sinni fyrir hlé. Anna Lena Persson lýsir verkinu svo að það fjalli „á absúrdan tragíkómískan hátt um vegvillta leitandi konu sem leiti hugg- unar í að lita varimar og lakka negl- umar. Hún leitar meðal annars látins föður síns í- eins konar frelsunar- skyni.“ Einnig segir gagnrýnandinn að þessi kona velti fyrir sér merkingu lífs og ástar og sé full vanmáttar gagnvart styijaldaröflum í heiminum: „Innri hraunstraumur brýst fram í leitinni að fegurð og samhengi í líf- inu.“ -----♦ ♦ ♦---- Elísabet Kristin Jökulsdóttir Þrjár konur stórar KJALLARALEIKHÚSIÐ hefur nú aftur sýningar á leikritinu Þijár kon- ur stórar eftir bandaríska leikrita- skáldið Edward Albee í þýðingu Hallgríms H. Helgasonar. Helgi Skúlason er leikstjóri en með hlut- verk fara Helga Bachmann, Edda Þórarinsdóttir og Halla Margrét Jó- hannesdóttir. Onnur sýning verður á skírdag kl. 20.30, þriðja sýning verður laug- ardaginn 6. apríl kl. 16 og fjórða sýning mánudaginn 8. apríl kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.