Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 33
LISTIR
Náttúrulega...
LISTMUNIR
Norræna húsið
HANDVERK
Norræn samsýning. Opin alla daga
kl. 14-19 til 6. apríl. Aðgangur
kr. 200.
ÞAÐ ER ekki einungis á íslandi
sem vaxandi áhugi er fyrir fram-
gangi handverksins og hlutverki
þess í menningarlífinu. Á öðrum
Norðurlöndum er löng og mikil hefð
fyrir þessum þætti listmenningar-
innar, sem er í mörgum tilvikum
ríkulegur hluti í lífsmynstri þjóð-
anna. Því er að vonum að norræn
samsýning á þessum vettvangi sé
fjölskrúðugt framtak þar sem kenn-
ir ýmissa grasa, en það er að líkind-
um hentugasta orðalagið til að
kynna þá sýningu sem nú fyllir
sali Norræna hússins undir heitinu
„Naturligvis ...“ eða „náttúrulega
((
Þessi farandsýning er haldin fyrir
tilstilli Heimilisiðnaðarfélags ís-
lands, en hún var fyrst sett upp í
Lillehammer í Noregi á síðasta sumri
í tilefni af þingi norræna heimilisiðn-
aðarsambandsins. Yfirskriftin vísar
til inntaksins, en hér er öll áhersla
lögð á nýtingu náttúrulegra hráefna
sem og endurnýtingu; hið umhverf-
isvæna viðhorf er boðorð dagsins,
og kemur fram með skemmtilegum
og oft listilegum hætti í þeim meira
en tvö hundruð verkum, sem merkt
eru á sýningunni.
Sýningargripunum er skipt í
flokka eftir því hvaðan meginhrá-
efni þeirra er komið. Þannig er tal-
ið það sem kemur úr sjó og vötnum
(roð, selskinn, hvaltennur, skeljar
og kuðungar, sef), af akri (hör,
hálmur) úr mó og mel (torf og ull,
steinar, leir), af dýrum (ull skinn,
horn, hár og bein), úr skógum (jafnt
pappír sem tré) og loks endurnýtt
efni, sem er allt frá mottum úr
gallabuxum og plastpokum til
kertastjaka úr niðursuðudósum.
Slíkur efniviður býður upp á fjöl-
breytta möguleika, þar sem hið hefð-
bundna og nýstárlega fara vel sam-
an. Við innganginn blasir við gestum
glæsikjóll norskrar listakonu (nr. 1),
sem fískroð mótar öðru fremur;
fínnskar sefmottur (nr. 36-8) og
sænskur hörvefnaður (nr. 47-9)
byggja á aldagömlum hefðum og
ÞÓRUNN Krane: Sam-
kvæmiskjóll úr roði, silki
og flaueli.
einfaldleika, sem bjóða öllum tísku-
straumum birginn og eru ætíð sem
ný. Tímaleysi gripanna sést gleggst
á nær tvö hundruð ára gamalli
fínnskri bátamottu (nr. 121) sem
sýnir vel að endumýting er alls ekki
nýtt hugtak, og ullarföt frá Færeyj-
um (nr. 123-4) og Noregi (nr. 139)
sýna að ný hönnun getur tekist eink-
ar vel innan ramma hefðarinnar.
Ýmsir listamenn hafa orðið til
að leita aftur til handverksins og
með nýrri myndsýn gert vönduð
listaverk úr hefðbundnum efnum.
Þannig er óslitinn vegur milli nokk-
urra næfraaskja frá Svíþjóð (nr.
173-4) og ferðabolla frá Noregi
(nr. 193-4) annars vegar og t.d.
verka Hannesar Lárussonar; flétt-
aðar körfur úr víði (nr. 214-19) eru
í raun náskyldar ýmsu því, sem
veflistakonur hafa verið að takast
á við hin síðari ár.
Skiljanlega er nokkuð þröngt um
svo stóra sýningu í sölum Norræna
hússins, og flestir gripanna hefðu
augljóslega notið meira rýmis. Slíkt
hefði þó aðeins tekist hér á kostnað
fjölhæfninnar, og þá hefði of miklu
verið fórnað. Þetta er ekki síður
mannvænleg sýning en umhverfis-
væn; það er þægilegt að ganga um
hana, og á einum stað hefur verið
komið fýrir vinnuhorni fyrir börn,
þar sem þau geta einnig tekið á
fjölbreyttum efnum. íslenskir þátt-
takendur komast hér vel frá sínu,
og er fróðlegt að sjá viðfangsefni
þeirra í því náttúrulega samhengi
sem sýning af þessu tagi veitir.
Það þarf vart að minna hand-
verksfólk á þessa fróðlegu sýningu,
en hér er einnig að finna fjölmargt
sem ætti að gleðja auga og sál allra
listunnenda.
Eiríkur Þorláksson
Dröfn
sýnir í
Stöðlakoti
DRÖFN Guðmundsdóttir opnar
sýningu í Listhúsi 39, Hafnar-
fírði, næstkomandi laugardag.
Þetta er önnur einkasýning
Drafnar, en
áður sýndi hún
í Stöðlakoti
1994. Hún
hefur einnig
tekið þátt í
nokkrum sam-
sýningum. ■
Dröfn út-
skrifaðist úr
MHÍ, mynd-
höggvara-
skor, 1993.
Einnig hefur hún lært gler-
bræðslu hjá bandarískum gier-
listamanni, Chris Ellis, og farið
á ýmis námskeið varðandi list
síná síðan hún útskrifaðist.
Verkin á sýningunni eru
unnin úr gleri, málmum og tré.
Sýningin er opin daglega til
21. apríl frá kl. 14-18.
Kjörbók Landsbanka íslands hefur í 12 ár verid langhagstæðasta og vinsælasta
óbundna bankabók landsins.
Þann tíma hefur innstæða yfir 80.000 þúsund íslendinga vaxió og dafnað
- rétt eins og Vala Flosadóttir 18 ára Evrópumeistari í stangarstökki.
Báðar eru fremstar á sínu sviði hér á landi
og þótt víðar væri leitað.
KJÖRBÓK
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
i