Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR BOLLI BJÖRNSSON, Hólavegi 36, Sauðárkróki, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 1. apríl. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 14.00. Ragnheiður Erlendsdóttir, Hanna Kristín Pétursdóttir, Óli Sigurjón Pétursson, Þórhildur Jakobsdóttir, Unnar Már Pétursson, Fríða Björk Gylfadóttir, Þröstur Heiðar Þrastarson, Hallfrfður Sigurbjörg Óladóttir. Eiginmaður minn og faðir, FINNBOGI FINNBOGASON, Heiðargerði 1 b, Reykjavík, lést 21. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurveig Jóhanna Árnadóttir, Finnbogi Finnbogason. t Systir okkar, mágkona og móðursystir, LÁRA ÓLAFSDÓTTIR, Álftafelli, Hveragerði, áður Oddagötu 3, Akureyri, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 29. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Læknum og hjúkrunarfólki Sjúkrahúss Suðurlands eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og hlýhug. Klara Georgsdóttir, Jón H. Ólafsson, Árni St. Hermannsson, systrabörn og fjölskyldur. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN BENJAMÍNSSON, er andaðist á heimili sínu 31. mars sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 13.30. Lilja H. Guðnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, ÁSA SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, Grettisgötu 75, er látin. Útförin verður auglýst síðar. t Elskulegur sonur minn, stjúpsonur og bróðir okkar, JÓN SIGURÐSSON vélstjóri og fyrrum ráðgjafi hjá SÁÁ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. apríl kl. 13.30. Rebekka Stella Magnúsdóttir, Haraldur Jónsson, Ásgeir Sigurðsson, Magnús Sigurðsson og fjölskyldur. Jóhanna Ólafsdóttir, Hrefna Maren Ólafsdóttir, Ásgeir Þór Ólafsson. ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON + Þorsteinn Þor- geirsson fædd- ist 12. ágnst 1914 á Grafarbakka í Hrunamanna- hreppi. Hann lést að heimili sínu hinn 9. janúar sl. For- eldrar hans voru hjónin Halla Þor- steinsdóttir frá Haukholtum í Hrunamanna- hreppi og Þorgeir Halldórsson, uppal- inn í Hörgsholti þar i sveit en fæddur á Stokkseyri. Þau hófu búskap sinn í Haukholtum en fluttu fljótlega að Grafarbakka. Þor- steinn var næstyngstur sjö systkina og eru nú eftirlifandi Þórunn fædd 1902 og Lára fædd 1917. Tvær systra hans, þær Guðrún og Una María, lét- ust skömmu á eftir honum nú á þessu ári. Þorsteinn kvæntist 20. októ- ber 1945 eftirlifandi eiginkonu sinni, Unni Fjólu Jóhannesdótt- ur, fædd 11.12 1922 I Hrísey. Börn þeirra eru: Þorgeir, fædd- ur 1946, verkfræðingur, kona hans er Tanja Thorsteinsson, Iæknir; Jóhannes, fæddur 1949, frkvslj. Staðlaráðs, kona hans er Valgerður Einarsdóttir menntaskólakenn- ari; Oddfríður Halla, fædd 1957, doktorsnemi í vis- indafræðum, maður hennar er Christop- her Evans, efna- fræðingur. Þor- steinn og Unnur Fjóla eignuðust sjö bamaböm og eitt bamabamabarn. Þorsteinn missti föður sinn fimmtán ára gamall og hóf upp úr þvi að vinna ýmis störf til sjós og lands. Hann lauk vélsljóra- prófi (Meiraprófi Fiskifélags Islands) árið 1948 og prófi í vélvirkjun frá Iðnskólanum árið 1956. Þorsteinn fékk síðar meistararéttindi í vélvirkjun árið 1961. Hann starfaði fyrst hjá Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík en stofnaði síðan Vélsmiðjuna Steina sf. ásamt öðrum og var stjórnandi henn- ar frá stofnun til ársins 1970. Eftir það var hann vélsljóri á skipum Hafrannsóknastofnun- ar og síðustu 17 starfsár sín var hann vélstjóri hjá Afurða- sölu Sambandsins á Kirkju- sandi. Utför hans fór fram í kyrr- þey. Þegar menn flytja til framandi lands getur orðið mjög erfitt að ná sambandi við fólk í nýja landinu, trúlega það erfiðasta sem tengist flutningnum. Framandi venjur og tunga standa vanalega í veginum og hefta samskipti við fólkið í nýja landinu og langan tíma getur tekið að ná til fólksins. Tengdafaðir minn, Þorsteinn Þorgeirsson, eða Steini eins og hann var yfirleitt kallaður, var einn þeirra fágætu manna sem náði til fólks, jafnvel þó að hann gæti ekki talað tungumál þess. Þegar ég kom fyrsta sinni til Is- lands sá Steini til þess að mér fynd- ist ég velkominn og hluti af fjöl- skyldu hans ásamt öllum þeim framandi siðum sem ég flutti með mér urðu strax hluti af lífi Steina og Fjólu. Eftir því sem ég kynntist Steina betur og kunnáttu minni í íslensku fór fram jókst þessi tilfinn- ing fyrir því að vera velkominn í hópinn. Þetta gilti ekki einungis um mig heldur var eins og hann bætti foreldrum mínum, systrum og raun- ar allri minni fjölskyldu við í kunn- ingjahópinn og lengi sátum við sam- an og ræddum um fólk og daglegt líf á heimaslóðum mínum í Kanada. Steini var örlátur maður að eðlis- fari. Hann var alltaf reiðubúinn að liðsinna fólki, bæði í stóru og i smáu. Síðustu fimm árin var hann löngum stundum með börnum okk- ar hjónanna, var félagi þeirra, söng með þeim og tók þátt í leikjum þeirra, las fyrir þau og lagði þeim lífsreglurnar. Börn læra margt mik- ilvægt með því að vera í nánum samvistum við eldra fólk, ekki síst að bera virðingu fyrir gamla fólkinu sem einstaklingum í stað þess að flokka það gróflega í flokkinn gam- almenni. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR SIGFÚSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Oddabraut 23, Þorlákshöfn, fer fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, laugardaginn 6. apríl kl. 14.00. Þorbjörg Pálsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Árni Jóhannsson, Guðmundur Guðmundsson, Guðný K. Vilhjálmsdóttir, Garðar Guðmundsson, Valgerður Engilbertsdóttir, Sveinveig Guðmundsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Árni Guðmundsson, Þórdfs Guðmundsdóttir, Björn Benediktsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Eyjólfur Jónsson, Heimir Guðmundsson, Laufey Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær dóttir okkar, systir og dótturdóttir, ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR, Skagabraut 2, Akranesi, sem andaðist á heimili sínu 31. mars, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 10. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Akraness. Katrín Guðmundsdóttir, Þórður Jósepsson, Jósep Þórðarson, Þórunn Stefánsdóttir. Það skipti einnig Steina miklu að vera heiðarlegur og koma til dyranna eins og hann var klæddur. Hann hikaði ekki við að láta vita af því ef hann var ekki sammála fólki. En alltaf setti hann skoðanir sínar fram af kurteisi og með ögn af gamansemi í bland. Sérstaklega þótti honum gaman að ræða um stjórnmál en hann var alla tíð rót- tækur vinstri sinni og fór ekki dult með það. Hann efaðist aldrei um að vegurinn að réttlátu samfélagi væri sá vegur sem boðaður væri í sósíalisma. Steina var annt um náttúru landsins og var mikill útivistarmað- ur. Á sumrin var hann öllum stund- um í sumarbústað þeirra hjóna í sveitinni þar sem hann fæddist og ólst upp. Allt snerist þar um 'lax- veiðar og hann var mjög laginn veiðimaður. Hann vissi hvernig lax- inn hagaði sér og sýndi laxinum fulla virðingu sem verðugum keppi- naut. Og áður en sérhver lax hlaut að láta lífið gekk Steini úr skugga um að laxinn sneri höfðinu að ánni svo að andi laxins gæti snúið aftur í ána. Á mörgum ferðum okkar um landið opnaði Steini augu mín fyrir sérstæðri fegurð íslenskrar náttúru. En nú er Steini farinn í þá einu för sem hann getur einungis lagt einn í. Nú er því tími til kominn að kveðja föður okkar, afa, tengdaföður og vin og þakka honum fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem hann auð- sýndi okkur alla tíð. Minning hans mun verða með okkur. Christopher Evans. Elsku Steini vinur minn er dá- inn. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Ég var mjög ung þegar ég kynntist Steina mági, en ég kallaði hann aldrei annað. Reyndar var hann mágur mannsins míns. Þegar ég hugsa til baka koma hlýjar og góðar minningar í hug- ann. Það var mikill aldursmunur á milli okkar, þrátt fyrir það vorum við bestu vinir og náðum einstak- lega vel saman. I mínum huga var Steini hetja og ég leit mjög upp til hans því hann hafði allt til að bera sem ég met mest í fari fólks. Hann var hreinskilinn og hlýr, sagði það sem honum lá á hjarta og var með afbrigðum barngóður. Öll börn löð- uðust að honum og fundu ylinn sem frá honum streymdi. Ég kynntist Steina fyrst fyrir alvöru fyrir rúm- um þijátíu árum þá hafði hann stofnað vélsmiðjuna Steinar ásamt tveimur öðrum mönnum. Vélsmiðj- an var rekin af miklum krafti og átti Steini sinn þátt í því. Á þessum árum fór maðurinn minn að læra vélvirkjun og gerðist Steini meist- ari hans. Reyndist Steini afbragðs- góður lærimeistari og mikill vinnu- þjarkur. Sá vinskapur sem tókst með okkur á þessum tíma óx og dafnaði með árunum og varði þar til yfir lauk. Steini hélt reisn sinni allt fram á síðustu stundu og ég hef aldrei séð nokkra manneskju taka dauðanum af slíku æðruleysi. Þar sannaðist það sem hann hafði alltaf sagt: Dauðinn er jafneðlileg- ur og fæðingin. Hann Steini minn dó svo sannarlega með reisn. Síð- ustu ár töluðu við saman oft í viku og í hvert sinn fannst mér ég verða einhvers vísari og ríkari. Steini var mjög glaðlyndur og breyttist það ekki þó að undir það síðasta hafi hann verið mjög véikur. Steini var hamingjusamur maður í einkalífi, hann átti góða konu, Unni Fjólu, sem alltaf stóð eins og klettur með manni sínum í yfir 50 ár. Þrjú góð börn eignuðust þau, Þorgeir, Jó- hannes og Oddfríði, fyrir þau lifði hann, að ógleymdum barnabörnun- um sem hann unni mjög. Ég minn- ist allra hlýju og dásamlegu stund- anna sem við hjónin höfum átt með Steina og Fjólu. Spilakvöldin, allar stundirnar sem við áttum saman í sumarbústað þeirra hjóna og ógleymanlegum stundum við veiðar í Hvítá. Ég og fjölskylda mín vott- um aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Margrét I. Hansen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.