Morgunblaðið - 04.04.1996, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
MIINININGAR
MORGUNBLAÐIÐ
4
GUÐLAUGUR
ÞOR VALDSSON
+ Guðlaugur Þor-
valdsson fædd-
ist 13. október 1924
að Járngerðarstöð-
um í Grindavík.
Hann Iést á Land-
spítalanum i
Reykjavík 25. mars
síðastliðinn og fór
útförin fram frá
Dómkirkjunni 2.
april.
Guðlaugur Þor-
valdsson var gull af
manni. Að baki þeirri
skoðun eru tæp fjörutíu
ára kynni. Þau hófust er Guðiaugur
kenndi hagfræði í 3. bekk Verzlun-
arskóla íslands. Lönd Vestur-Evr-
ópu höfðu þá horfið frá haftastefnu
í efnahagsmálum og umræður voru
miklar hér á landi um að færa ís-
lenskt efnahagslíf til aukins fijáls-
ræðis. Lifandi kennsla og skýr fram-
setning hans vakti áhuga margra
nemenda á hagfræði. Vegir kenn-
inganna voru ekki eingöngu þrædd-
ir heldur var Guðlaugi einkar lagið
að tengja fræðin raunveruleikanum.
Fyrirsjáanleg umbrot í íslenskum
efnahagsmálum voru honum hug-
leikin og ræddi hann þau stundum
í kennslustundum. En kynnin áttu
eftir að verða nánari í Háskóla ís-
lands. Kennari, samkennari, rektor.
í samstarfinu komu fram enn fleiri
rnannkostir Guðlaugs en birtust i
hlutverki hans sem kennara. Við-
horf hans til samstarfsmanna og
samferðamanna einkenndust af já-
kvæðni. Á hinu neikvæða hafði hann
helst ekki orð. Þessir eiginleikar
kömu sér vel í rektorsstarfinu þegar
sætta þurfti ólík sjónarmið og þá
ekki síður eftir að hann var skipað-
ur sáttasemjari ríkisins. Þótt Guð-
laugur væri ljúflingur hafði hann
til að bera mikla skapfestu. Hins
vegar var skap hans
svo tamið að aðeins
þeir sem þekktu hann
vel gerðu sér grein fyr-
ir þessum eiginleika
hans.
Á góðra vina fundi
var Guðlaugur hrókur
alls fagnaðar. Á slíkum
stundum hélt hann oft
stutta tölu, gjaman um
lífið og tílveruna. Ein-
lægnin var slík að það
var sem orðin kæmu
beint frá hjartanu.
Slíkra stunda verður
saknað. Fyrir allmörg-
um árum tóku nemendur, sem út-
skrifuðust fyrir um það bil aldar-
fjórðungi, upp þann sið að halda
hóf á bóndadaginn. Til hófsins hafa
þeir boðið 'reglulega nokkrum læri-
feðrum úr viðskiptadeildinni. I hópn-
um var „segulmagnið" í kringum
Guðlaug. Þessi vinafundur var hon-
um mjög kær. Þegar ég hitti hann
síðast í byijun janúar sl. var það
fyrsta sem hann spurði: „Hefur þú
heyrt nokkuð frá strákunum í sam-
bandi við bóndadaginn?" Veikindin
komu hins vegar í veg fyrir að hann
gæti mætt. Stórt skarð var og verð-
• ur fyrir skildi.
Við fráfall Guðlaugs Þorvaldsson-
ar er mér efst í huga þakklæti fyrir
að hafa átt þess kost að eiga hann
að samferðamanni um skeið. Ég er
honum þakklátur fyrir holl ráð á
vegferðinni og að hafa notið inn-
sæis hans. Lestur getur verið margs
konar. Að lesa ritað mál er flestum
kunnugt. Einnig er mikilvægt að
vera læs á listir svo sem tónlist eða
myndlist en menn með mikið innsæi
verða læsir á lífið sjálft. í því var
snilld Guðlaugs Þorvaldssonar með-
al annars fólgin.
Við Ingibjörg biðjum þann sem
öllu ræður að styðja Sísí, syni og
t
Innilegar þakkir til ykkar allra, sem
sýndu okkur samúð og vináttu við and-
lát og útför móður minnar, tengdamóð-
ur, ömmú ög langömmu,
GUÐRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR
(Guggu),
áðurtil heimilis
á Snorrabraut 33,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkr-
unarheimilinu Garðvangi.
Guðríður Halldórsdóttir, Vilhjálmur Arngrimsson,
Erla Hrönn Vilhjálmsdóttir, Arngrímur Vilhjálmsson,
Eva Lind Albertsdóttir.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
er sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR JÓHÖNNU
ÁSGEIRSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks
á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða
umönnun.
Haraldur Ingimarsson,
Jensfna R. Ingimarsdóttir, Einar Jónsson,
Guðrún B. Ingimarsdóttir,
Elínborg Angantýsdóttir
og barnabörn.
Formáli
minmngargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar
um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skóla-
göngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til
að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
fjölskyldur þeirra í sorginni. Blessuð
sé minning Guðlaugs Þorvaldssonar.
Brynjólfur Sigurðsson.
Kaflaskil urðu í þróun Háskóla
Islands í Iok sjöunda áratugarins
þegar ákveðið var að auka fjöl-
breytni náms við Háskólann og færa
byijun háskólanáms í flestum grein-
um heim. í hönd fór áratugur upp-
byggingar nýrra námsgreina og tvö-
földun í hópi námsmanna. Fyrst
kom nám í verkfræði og raunvísind-
um, síðan nám í félagsvísindum,
hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun,
auk meiri fjölbreytni í námi innan
heimspekideildar og viðskiptadeild-
ar. Stefnan var mörkuð á rektors-
dögum Ármanns Snævarr en það
kom í hlut Magnúsar Más Lárusson-
ar rektors að hefja uppbygginguna.
Þegar hann varð að láta af störfum
rektors vegna heilsubrests var Guð-
laugur Þorvaidsson kjörinn rektor í
nóvember 1973 og gegndi því starfí
til haustsins 1979.
Það var mikið happ fyrir Háskól-
ann að fá mann með víðsýni og
stjórnunarhæfíleika Guðlaugs til að
vera við stýri þessi umbrotaár. Leið-
arljós Guðlaugs voru að efla rann-
sóknir og tilraunastarfsemi og bæta
mannleg samskipti, bæði í skólum
landsins, á vinnustöðum og hvar-
vetna í þjóðfélaginu. Guðlaugur
skildi vel að með breytingum á
grunnskólalögum, afnámi lands-
prófs og tilkomu fjölbrautaskóla
hlyti eftirspum eftir háskólanámi
að aukast. Tilgangur sóknar náms-
fólks á háskólamið yrði einnig ann-
ar. Menntun yrði ekki aðeins undir-
búningur að lífsstarfí heldur lífs-
nautn. Við þessu yrði Háskólinn að
bregðast með fjölbreyttara námi og
öðrum efnistökum. Hann gæti ekki
boðið þessum fjölda sama námsefni
og áður hentaði þröngu úrvali.
Reynsla Guðlaugs og færni í
samningum kom sér vel þegar semja
þurfti við Reykjavíkurborg um
skipulag háskólalóðarinnar og taka
fyrstu skrefin að Þjóðarbókhlöðu,
byggingu Læknagarðs og húsum
fyrir verkfræði- og raunvísindi.
Guðlaugur lét gera úttekt á hús-
næðisþörfum starfsemi Háskólans
og náði samkomulagi um þá for-
gangsröð sem enn er í gildi. Hann
lét ekki síður til sín taka í mótun
stjórnsýslu Háskólans og skiptingu
hennar í framkvæmdasvið. Stúdent-
ar voru á þessum árum mjög gagn-
rýnir á stjómkerfi Háskólans og
kröfðust meiri áhrifa á stjórnun
hans. Þar náði Guðiaugur farsælli
lausn sem veitti stúdentum aukin
áhrif í háskólaráði og þriðjungs hlut
í rektorskjöri.
Háskólinn býr enn að framsýni
Guðlaugs og þeim gmnni sem hann
lagði að starfsemi Háskóla íslands
á áttunda áratugnum. Flestum verð-
ur hann þó minnisstæðastur vegna
þeirrar einlægni, umhyggju og hlýju
sem einkenndi alla hans framkomu
og öll hans verk. í huga samstarfs-
manna verður hann einn mætasti
maður sem Háskólinn hefur átt.
Sveinbjörn Björnsson.
Það var vorið 1945 sem ég sá
mág minn, Guðlaug Þorvaldsson,
fyrst. Ég, sjö ára gamall snáðinn,
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
UÍTEL LÖFTLE11)!R
var feiminn við unga manninn sem
ég sá nálgast með Kristínu systur
minni. Hann kom brosandi til mín,
tók mig í fang sér, hóf mig svo á
loft og gantaðist við mig. Á svip-
stundu hvarf mér öll feimni og ég
heillaðist af þessum væna manni.
Þessi fyrstu kynni af Guðlaugi eru
mér alltaf minnisstæð og strax urð-
um við miklir mátar. Vinátta okkar
varð svo náin þegar fram liðu stund-
ir og ég komst á fullorðinsár.
Alla tíð hvatti Guðlaugur mig
áfram og gott var að leita til hans.
Faðmlag hans var hlýtt og hug-
hreystandi og af hans fundi gekk
maður ávallt ríkari með von og trú
í hjarta. Það var sama hvað á bját-
aði, aldrei taldi hann eftir sér að
gera allt sem í hans valdi stóð til
að rétta fram hjálparhönd — og
gerði það af einlægni og ljúf-
mennsku. Hann horfði beint í augun
á manni, brosti og sagði svo gjarn-
an: „Þetta fer allt vel hjá okkur.“
Og hafði rétt fyrir sér. Hann talaði
í fleirtölu þannig að mér fannst að
ég væri ekki einn þegar ég stóð
frammi fyrir erfiðleikum eða stórri
ákvörðun, eins og gengur í lífinu.
Það var svo gott að létta á áhyggjum
sínum og hugsunum við hann því
alltaf hughreysti hann mann. Já-
kvæð afstaða hans til lífsins og óbi-
landi bjartsýni auðgaði líf okkar sem
vorum svo heppin að eiga hann að
vini. Guðlaugur gerði engan manna-
mun. Mér fannst lýsandi fyrir hann
þegar hann tók við starfí ráðuneytis-
stjóra í fjármálaráðuneytinu að hann
lét fjarlægja ljósin utan við skrif-
stofudyrnar sem sögðu til um hvort
hann væri upptekinn. Hann var aldr-
ei of upptekinn þegar menn þurftu
að leita til hans — og þeir voru
margir sem þáðu hjá honum góð ráð.
Þau hjónin, Kristín og Guðlaugur,
sýndu okkur Hrönn slíka vináttu og
hjálpsemi að seint verður fullþakkað.
Mikill samgangur var milli okkar
systkinanna og fjölskyldna okkar.
Synir okkar Hrannar og Guðlaugs
og Kristínar eiga margar góðar
minningar saman, ekki síst úr ferð-
um í Skorradaiinn. Þar reistu þau
sér sumarbústað í skógivöxnu landi.
Bjartsýnin réð þar ferð sem áður
þegar grindin að húsinu og allt efni
í það var borið á herðunum í gegnum
illfæran skóginn hátt upp í hlíð.
Þeir sumardagar gleymast seint.
Með Guðlaugi er genginn einstak-
ur maður. Við söknum vinar í stað.
Við biðjum algóðan Guð að styrkja
systur mína. í veikindum manns síns
hlúði hún að honum af einstæðum
dugnaði og æðruleysi og reyndist
honum sú styrka stoð sem aldrei lét
bugast.
Kristinn og Hrönn,
Grindavík.
Þegar lokið er för eftir samfylgd
nokkra leitar á hugann þakklæti fýr-
ir góðar stundir. Aðrir munu minnast
heiðursmannsins Guðlaugs Þorvalds-
sonar fyrir þau margvíslegu störf sem
hann vann fyrir land sitt og þjóð.
Ég vil hverfa á vit þeirra minninga
sem við hjónin eigum um hann og
hans góðu konu ljarri borgarys en
við angan jarðar, birkis og blóma í
Skorradal. Þannig man ég Guðlaug,
ævinlega glaðan, mann vináttu og
hressileika. Mér er í minni fagur sum-
ardagur, dagur eins og þeir gerast
bestir í friðsæld og ilmi óspilltrar
náttúru. Ég var eitthvað að bjástra
úti við hjá sumarbústað okkar hjón-
anna í landi Haga. Út úr skógar-
þykkninu komu göngumenn létt-
klæddir í góðviðrinu.
„Ég heiti Guðlaugur, hef verið að
villast hér í skóginum og nú er ég
hingað kominn, villimaður í skógi.
Útfararþfónustan
Flutningsþjónusta
alla páskahátíðina
S. 567-9110 & 893-8638
Rímar Geirmundsson,
útfararstjóri.
Hvernig á það svo sem að vera á
öðrum eins degi?“ sagði sá sem fyrst-
ur gekk geislandi af hamingju náttú-
rubarnsins, vinur við fyrstu sýn.
Sumarbústaður þeirra Kristínar í
landi Stórudrageyrar var sælureitur
og þangað var gott að koma. Hús-
bóndinn fjölmenntaður úr heimi at-
hafna og menningar en umfram allt
alþýðlegur og tilbúinn að deila
áhugamálum með viðmælanda.
Ljóðelskur og gat kastað fram vel
gerðum stökum en flíkaði lítt þeim
hæfíleika sínum.
Og minningarnar hlaðast upp.
Brenna á Þófagilseyri um verslun-
armannahelgi þar sem saman kom
fólk úr sumarbústöðum, hjólhýsum
og tjöldum nálægum. Og þegar síð-
ustu glæður brennunnar voru að
fjara út og rökkur ágústkvöldsins
var að þokast yfir hóf Guðlaugur
upp rödd sína tæra og hreina svo
allir máttu heyra: „Ég býð öllum sem
vilja að koma í bústaðinn og fá súpu
og brauð.“
Meðan rökkvaði gengu tugir
manna á ýmsum aldri skógargötuna
og þáðu veitingar í ijóðri þar sem
kertaljós gerðu umhverfið dularfullt
í logninu. Allt um kring var birki-
skógurinn hávaxinn og þéttur. Og
höfðinginn gekk um meðal gesta
sinna, gerði að gamni sínu og ræddi
við hvern af öðrum. Stund sem ekki
gleymist.
Orð verða léttvæg þegar ég þakka
Guðlaugi Þorvaldssyni vináttu og
hlýhug við föður minn aldraðan,
Þórð Runólfsson í Haga. Heimsóknir
hans og símtöl skilja eftir hlýjar
minningar.
Við Svanfríður þökkum ánægju-
leg kynni. Kristínu svo og öllum
aðstandendum vottum við innilega
samúð okkar. _
Óskar Þórðarson.
„Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum, hugsið ekki um
dauðann með harmi og ótta. Ég er
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn
þig mig haldið. En þegar þið hlægið
og syngið með glöðum hug lyftist
sál mín upp í mót til ljóssins. Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt
í gleði ykkar yfír lífinu."
Ég var bara lítil stelpa þegar ég
kynntist þér fyrst en varð fljótlega
ljóst að þú varst ólíkur öllum sem
ég þekkti. Manngæska og greiðvikni
var þér efst í huga hvar sem þú
varst og var aðdáunarvert að fylgj-
ast með samskiptum þínum við fólk.
Hvort sem var í hávaða og látum í
Karphúsinu eða í sveitasælunni í
Ganta í Skorradal varstu alltaf kátur
og svo lífsglaður að allir urðu það í
kringum þig. Það er mér mjög minn-
isstætt ferðalagið sem við fórum í
um Verslunarmannahelgina 1989.
Stór vinahópur Thelmu og Styrmis
hafði tjaldað á flötinni fyrir neðan
Ganta og ætlaði að eyða helginni í
náttúruparadísinni við Skorradals-
vatn. Að sjálfsögðu voru allir vel
birgir af mat, en þú þó einna best.
Auðvitað ætlaðirðu að sjá til þess
að enginn yrði uppiskroppa með mat
og varst með heilu balana af marin-
eruðum kótilettum, salati og kartöfl-
um úti í læk. Það var lítið annað
gert þessa helgina, en að borða.
Þessi stutta saga lýsir þér fullkom-
lega, alltaf varstu að hugsa um þá
sem voru í kringum þig.
Ég lít á það sem mikil forréttindi
að hafa kynnst þér og síðar að hjúkra
þér, því ég veit að manneskju eins
og þig, hittir maður bara einu sini
á ævinni. Þið Sísí glödduð okkur
Gauja ósegjanlega á brúðkaupsdag-
inn okkar fyrir rúmri viku. Hveiti-
brauðsdögunum eyddum við svo í
yndislegum sumarbústaði ykkar við
Laugarvatn þar sem allt var gert til
að gera dvölina sem ánægjulegasta.
Ég mun héðan í frá sem hingað til
taka þig mér til fyrirmyndar hvað
varðar manngæsku og lífsgleði,
þessir eiginleikar voru svo ríkir í
fari þínu. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
i
!
Cí
€
i
í
í
i
Í
i
i
i
Arna.
• Flciri minningargreinar um
Guðlaug Þorvaldsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blnðinu
næstu daga.