Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 39
Lára Ólafsdótt-
ir fæddist á
Skjaldarstöðum i
Oxnadal 9. ágúst
1915. Hún lést í
Sjúkrahúsi Suður-
lands 29. mars síð-
astliðinn. Foreidrar
Láru voru hjónin
Jóhanna Magnús-
dóttir fædd 22.
febrúar 1881, dáin
18. júní 1970, og
Ólafur Jónsson
fæddur 9. október
1887, dáinn 14.
febrúar 1971. Börn
Jóhönnu og Óiafs voru auk
Láru, Þorsteinn f. 1917, d. sama
ár, Jón f. 1918, d. 1919, Anna
Aðalheiður f. 4. febrúar 1920,
d. 17. september 1993, Jón Hild-
mann f. 17. mars 1921 og Stef-
án Kristinn f. 1922, d. sama ár.
Jóhanna átti fyrir dótturina
Klöru f. 16. október 1909.
Lára ólst upp hjá foreldrum
Elskuleg móðursystir mín hefur
nú kvatt og hrannast þá upp minn-
ingar liðinna ára. Lára hefur verið
fastur punktur í tilverunni svo
langt sem ég man, en hún var allt-
af á heimili afa og ömmu, þangað
var ég send eins árs og ílengdist
ég þar um tíma eða þangað til að
foreldrar mínir fluttu í sama hús
og þau bjuggu í. Ég man eftir að
sínum á Miðlandi og
Hraunshöfða í
Öxnadal, en árið
1938 flytja þau til
Akureyrar og fór
Lára þá fljótlega að
vinna í skógerð Ið-
unnar. Fljótlega
eftir komuna til
Akureyrar veikist
Lára og missir
heyrnina og fer þá
að vinna við að
sauma herraskyrt-
ur fyrir verslun,
auk þess vann hún
á heimili foreldra
sinna alla tíð þangað til þau
fóru á elliheimili og eftir það
hélt hún heimili með Jóni, bróð-
ur sínum. Árið 1988 flylja Lára
og Jón til systurdóttur sinnar
i Hveragerði og hafa búið þar
síðan.
Útför Láru fór fram 3. apríl
síðastliðinn í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
þegar að afi fór ofan kl. 5 á morgn-
ana til að kveikja upp í kolavél-
inni, þá var Lára alltaf komin á
fætur og búin að kynda eldhúsið
með olíuofni og hella upp á kaffi,
þá fékk lítil stelpa kaffisopa með
afa.
I minningunni er Lára alltaf eitt-
hvað að vinna, elda og baka, því
mikill var gestagangurinn og ávallt
MINNINGAR
tekið vel á móti öllum, eða að hún
sat við saumavélina og margar
flíkumar gerði hún á okkur systra-
börnin.
Lára hafði yndi af blómum og
hafði hún hluta af garðinum við
húsið, þar ræktaði hún tré, alls
konar blóm og rabbabara.
Lára ferðaðist ekki mikið um
dagana en hennar bestu skemmti-
ferðir voru að fara til beija og fór
hún nánast hvert haust þangað til
hún flutti til Hveragerðis 1988, en
komst þó norður í ber tvisvar eftir
það, síðast 1994.
Lára og Jón bróðir hennar fluttu
til mín fyrir tæplega átta árum og
hafa verið hjá mér síðan. Meðan
Lára hafði heilsu bakaði hún og
eldaði ef ég þurfti á því að halda,
og alltaf var hún til staðar þannig
að yngsta dóttir mín kom aldrei
heim að lokuðu húsi og alltaf ein-
hver sem tók á móti henni og það
er mikils virði í nútímasamfélagi
þegar báðir foreldrar verða að
vinna úti.
Ég, Svenni, Árni og fjölskylda,
Sigurbjörg og fjölskylda og Eva
Rós þökkum þér samfylgdina og
það sem þú hefur verið okkur,
elsku frænka.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,'
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín
Magnea
LARA
ÓLAFSDÓTTIR
GUÐMUNDUR
SIGFÚSSON
+ Guðmundur
Sigfússon fædd-
ist í Egilsstaðakoti
í Flóa 16. mai árið
1913. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 28. mars sl.
Foreldrar hans
voru Gróa Gests-
dóttir frá Geldinga-
liolti í Gnúpverja-
hreppi og Sigfús
Benóný Vigfússon
frá Söndum í Með-
allandi. Þau eign-
uðust 12 börn og
öll eru þau látin
nema Guðjón sem nú býr á
Sólvöllum á Eyrarbakka. Árið
1936 kvæntist Guðmundur eft-
irlifandi konu sinni Þorbjörgu
Pálsdóttur frá Svínadal i
Kelduhverfi. Þau eignuðust níu
börn, þau eru Jónína Björg, f.
1937, Guðmundur
Sigurpáll f. 1939,
Garðar f. 1941,
Sveinveig f. 1942,
Árni f. 1946, Þórdís
Gróa f. 1949, Svan-
hildur f. 1950,
Bryiyar Heimir f.
1957 og drengur f.
1958, d. 1958. Guð-
mundur var bóndi
um margra ára
skeið og bjó lengst
á jörðinni Fljóti í
Fljótshlíð. Árið
1959 fluttu þau hjón
til Þorlákshafnar
og hóf hann þá störf hjá Meitl-
inum hf. og lauk þar starfsferli
sínum 73ja ára að aldri. Guð-
mundur verður jarðsunginn frá
Þorlákskirkju í Þorlákshöfn,
laugardaginn 6. apríl og hefst
athöfnin kl. 14.
ana og búinn að gera svo margt
þegar aðrir risu úr rekkju.
Eg verð ævinlega þakklátur fyr-
ir það að hafa átt Guðmund fyrir
afa. Blessuð sé minning hans.
Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég
þakka starfsfólkinu á deild 2 B á
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir ein-
staka umönnun, hjálpsemi og alúð-
legt viðmót. Einnig vil ég fyrir
hönd móðursystkina minna þakka
Sveinveigu sem að öðrum ólöstuð-
um hlynnti að afa af eindæma
ósérhlífni.
Guðbjörn Árnason.
í Spámanninum stendur skrifað:
„Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann
frá friðlausum öldum lífsins, svo
að hann geti risið upp í mætti sín-
um og ófjötraður leitað á fund
Guðs síns?“ Ég veit að þessi orð
eiga vel við elsku afa minn sem
nú er hvíldinni feginn. Síðustu vik-
urnar voru honum erfiðar enda
farinn að heilsu og kröftum þegar
yfir lauk.
Það hlaðast upp minningar þeg-
ar litið er til baka. Þær minningar
mun ég geyma í huga mér og kalla
fram til að ylja mér um hjartaræt-
ur um ókomna tíð. Ég minnist
þess hversu hress í bragði hann
var ávallt. Ég heyri hann enn í
huganum raulandi og flautandi
þegar hann kom i sveitina á vorin
°g var að gá til kinda á sauð-
burði. Mér sem litlum dreng var
óskiljanlegt hvemig hann gat verið
kominn á fætur fyrir kl. 5 á morgn-
Séifræðingar
í blómaski-oyliiigiim
vió »11 LrUilirri
m blómaverkstæði
»INNA*
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
t
Hjartkær móðir okkar,
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR,
Akursbraut 22,
Akranesi,
sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 1. apríl, verður jarðsungin frá
Akraneskirkju þriðjudaginn 9. apríl kl. 14.00.
Dætur, tengdasynir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför
JÓNS GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
frá Vestra-íragerði,
Stokkseyri,
fer fram frá Stokkseyrarkirkju miðvikudaginn 10. apríl kl. 14.
Fyrir hönd frændfólks og annarra vandamanna,
Elín Bachmann,
Guðný Pétursdóttir,
Jón Adólf Guðjónsson.
t
Elskuleg móðir okkar,
HREFNA TRYGGVADÓTTIR,
Norðurbrún 1,
lést á heimili sinu 2. apríl.
Theodóra Steinþórsdóttir,
Erla Steinþórsdóttir,
Sigtryggur Steinþórsson,
Egiil Steinþórsson.
t
Móðir okkar,
EMILÍA GRÖNVOLD
frá Litlu-Skógum,
síðast til heimilis
á Skúlagötu 40,
sem lést mánudaginn 1. apríl, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 11. apríl kl. 15.00.
Halldór Grönvold,
Karl Grönvold.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa ög langafa,
JÓNATANSLÁRUSAR
JAKOBSSONAR
fyrrv. skólastjóra,
Leifsgötu 4,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrun-
ardeildar G2, Hrafnlstu, Reykjavík.
Jakob Jónatansson,
Stefán Jónatansson, Ása Benediktsdóttir,
Auður H. Jónatansdóttir, Aðalsteinn K. Guðmundsson,
Sigrún Ó. Jónatansdóttir, Gestur Björnsson,
Benedikt Th. Jónatansson, Gréta Lárusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð
við andlát og útför
ÖNNU VALGERÐAR
JÓNSDÓTTUR,
Kópavogsbraut 1 b,
Kópavogí.
Erla Ingólfsdóttir, Sveinn Gústavsson,
Ásbjörg Ingólfsdóttir, Magnús Gíslason,
Halidór Halldórsson, Ragnheiður Héðinsdóttir,
Inga Þórunn Halldórsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar
KRISTINS
FRIÐÞJÓFSSONAR,
Urðargötu 15,
Patreksfirði.
Sólrún B. Kristinsdóttir, Guðni Jónsson,
Hauður Kristinsdóttir, Magnús Alfonsson,
Þóra Sjöfn Kristinsdóttir,
Anna M. Kristinsdóttir, Gísli Reynisson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúð
við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Hrafnistu, Reykjavík.
ingibjörg Júnia Gísladóttir, Sigurgeir Jónsson,
Þorsteinn Gíslason, Sigríður Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.