Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 47

Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 47 I DAG Árnað heilla ■| AAÁRA afmæli. Á XvlVfmorgun 5. apríl, föstudaginn langa, verður tíræð Júlíana Silfá Einars- dóttir, húsfreyja í Fremri- Langey á Breiðafirði. Hún fæddist í Bíldsey í Helga- fellssveit og ólst þar upp, stundaði m.a. sjó og sauma- skap, tók í ár og orf og bród- eraði, sem og síðar á lífsleið- inni. Júlíana bjó öll sín bú- skaparár í Fremri-Langey. Maður hennar var Kjartan Eggertsson, bóndi og kennari þar. Hann lést 29. júlí 1992. Júlíana dvelur nú í Hrafnistu í Reykjavík og verður að heiman á afmælis- daginn. O/VÁRA afmæli. Þriðju- Ovldaginn 9. apríl nk. verður áttræð Sigrún Lúð- víksdóttir, Fífilgötu 10, Vestmannaeyjum. Hún dvelur í Reykjavík á afmæl- isdaginn og tekur á móti gestum í SEM-salnum, Sléttuvegi 3, Reykjavík frá kl. 17 til 21 á afmælis- daginn ITrÁRA afmæli. í dag, I vlskírdag, fimmtudag- inn 4. apríl, verður 75 ára Guðjón Magnússon, Heiðarvegi 52, Vestmanna- eyjum. Hann tekur á móti gestum í Kiwanishúsinu í Eyjum eftir kl. 18 í kvöld. ^/\ARA afmæli. Mánu- I V/daginn 8. apríl, annan páskadag, verður sjötugur Davíð Kr. Jensson, Langa- gerði 60, Reykjavík. Hann og kona hans Jenný Har- aldsdóttir taka á móti gest- um milli kl. 17 og 19 í Gull- hömrum, sal iðnaðar- manna v/Haliveigarstíg á afmælisdaginn. /VÁRA afmæli. í dag I Vlskírdag, fimmtudag- inn 4. apríl, er sjötugur Örlygur Þorvaldsson, flugumsjónarmaður, Lágmóa 1, Njarðvík. Hann og kona hans Erna Agnarsdóttir taka á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu milli kl. 18 og' 21 á afmælisdaginn. 7fkÁRA afmæli. Þriðju- I Udaginn 9. apríl nk. verður sjötug Jóhanna S. Hansen, Jöklaseli 11, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili dótt- ur sinnar og tengdasonar að Logafold 154, Reykja- vík, eftir kl. 16 á afmælis- daginn. /»/\ÁRA afmæli. Laug- OUardaginn 6. apríl nk. verður sextugur Jóhannes Vilhjálmsson, Sléttuvegi 3, Reykjavík. /?/\ARA afmæli. Laug- OvFardaginn 6. apríl nk. verður sextugur Vilhelm Andersen, framkvæmda- stjóri, Stóragerði 31. Hann og kona hans Guð- rún Kristinsdóttir taka á móti gestum á afmælisdag- inn í Oddfellowhúsinu milli kl. 12 og 14. /\ÁRA afmæli. Laug- V/Oardaginn 6. apríl nk. verður fimmtugur Vigfús Þór Árnason, sóknar- prestur í Grafarvogi, Logafold 58, Reykjavík. Hann og eiginkona hans Elín Pálsdóttir taka á móti gestum í Akoges- salnum, Sigtúni 3 á af- mælisdaginn milli kl. 20.30 og 23. /\ÁRA afmæli. Laug- tlOardaginn 6. apríl nk. verður fímmtugur Björn H. Sigurðsson, Bleikju- kvísl 14, Reykjavík. Hann og eiginkona hans Bryndís Magnúsdóttir taka á móti gestum í Akogessalnum, Sigtúni 3, á afmælisdaginn kl. 16-18. JT /\ÁRA afmæli. í dag tlOskírdag, 4. apríl, er fímmtug Lovísa Jónsdótt- ir, hárgreiðslumeistari. Lovísa hefur stefnt vinum og vandamönnum til veislu á Hallveigarstíg 1, þann sama dag. Opið hús frá kl. 20-22. A /\ÁRA afmæli. í dag, TlOskírdag, 4. apríl, er fertugur Per Gunnar Ols- en, símaverkfræðingur, Opstadfjellet 5, Greáker, Noregi. Eiginkona hans er Sigrún R. Guðmundsdótt- ir. Hann heldur upp á dag- inn á heimili sínu. STJÖRNUSPA cftir Franccs Drake HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú hefurgóða kímnigáfu, og átt auðvelt með að umgangast aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Það ríkir hálfgerð lognmolla hjá þér í dag, en góður vinur getur hresst þig við. Gættu þess samt að fara sparlega með peninga. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu ekki einhvem, sem allt þykist vita, teyma þig á asna- eyrunum. Þú hefur góða hæfi- leika og getur myndað þér eigin skoðanir. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Ástin er í fyrirrúmi í dag, jafnt hjá einhleypum sem mökum. í vinnunni verður þér brátt falið nýtt verkefni, sem hentar þér vel. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Gott fjármálavit nýtist þér vel í dag, og vinir undirbúa við- skipti, sem lofa góðu. Njóttu frídaganna með fjölskyldunni. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú átt ferðalag í vændum, en fyrst þarft þú að ganga frá ýmsum lausum endum heima. Ástvinir eiga saman róman- tískt kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) sM Þú skilur vel vandamál ástvin- ar eða vinar, en ættir ekki að skipta þér af því nema óskað verði eftir aðstoð frá þér. Vog (23. sept. - 22. október) Þú nýtur þín í félagslífínu í dag. Nýr vinur leynir á sér, og á eftir að reynast þér vel. Ný tækifæri gefast í vinnunni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þróunin í fjármálum hefur verið þér hagstæð undanfarið, og þú ert að íhuga að bjóða fjölskyldunni í stutta páska- ferð. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þér hefur gengið vel í vinn- unni undarnfarið, og framtak þitt hefur vakið athygli ráða- manna. En nú þarftu að sinna ástvinum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Njóttu frístundanna. Þú hefur átt annríkt í vinnunni, og nú er kominn tími til að hugsa um fjölskylduna, sem setið hefur á hakanum. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þér berst óvænt heimboð, sem þú ættir að þiggja þótt fyrir- vari sé lítill. Láttu ekki skap- styggan ættingja ergja þig. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Ef þú átt erfitt með að taka mikilvæga ákvörðun í dag, ættir þú að leita ráða hjá vini, sem getur veitt þér góða að- stoð. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GANGLERI Hvað er vitund? Hvað er líf eða dauði? Vitum við ekki fátt með vissu? Hvaða möguleikar búa í manninum? í 70 ár hefur tím Gangleri birt grei um andleg, sálfræ- heimspekileg og vísindaleg efni. Meðal efnis vorhj Geislamir sjö., Fyrirgefning. Upprifjun góðvildar. Leyndarmál lífshamingjunnar. Mannúðarstefna Gandhíismans. Reynsla og tilraunir með orkustöðvamar. Gangleri kemur út tvisvar á ári, hvort hefí 96 síður. Áskrift er kr. 1.550 fyrir 1996. Gangleri, rit fyrir þá sem spyrja Sími 896 2070 alla daga milli 9 og 20. 99 sæti Benidorm frá kr. 29.960 i sumar Tryggðu þér einstakt sumartilboð Heimsferða til Benidorm í sumar. Nú eru fyrstu ferðimar uppseldar og okkur er ánægja að bjóða nú sértilboð á 99 sætum í sólina, sem Viva Air, hið þekkta spánska flugfélag sem flýgur fyrir okkur í sumar, býður okkur á kynningarverði. í sumar bjóðum við glæsilega gististaði á Benidorm, íbúðarhótel með allri þjónustu, móttöku, veitingastöðum, verslun, fallegum garði og sjónvarpi og síma í íbúðum. Tryggðu þér góða ferð með Heimsferðum í sumar. 29.960 Verð kr. Flugsæti til Benidorm og skattar. Gildir í brottfarimar 18. og 25. júní, 9. júlí. r.33.832 Verð kr. Vikuferð til Benidonn, hjón með 2 böm, 2-11 ára, með sköttum, Europa Ccnter. Gildir 25.júní og 2. júíí. 40.532 Verð kr. 2 vikur, Europa Center, hjón með 2 böm, 2-11 ára, með sköttum. Gildir 21. maf, 25,júnf, 2. júlí. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.